Morgunblaðið - 22.03.1977, Page 25

Morgunblaðið - 22.03.1977, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAÖUR 22. MARZ 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 25 FYLKIR BATT ENDA Á VONIR KA-MANNA VONIH KA manna um að hreppa f fyrsta sinn sæti f 1. deild lslandsmótsins f handknattleik mínnkuðu verulega á laugar- daginn, er liðið varð að bfta f það súra epli að tapa leik sfnum fyrir Fylki f Laugardalshöllinní. Reyndar er enn fræðilegur möguleiki þess að KA hreppi 2. sætið f 2. deildinni og fái að leika við næst neðsta liðið f 1. deild, en telja verður heldur ólfklegt að sú staða komi upp. Er KA-liðið einnig greinilega á niðurleið um þessar mundir, og ekki næstum þvf eíns mikii barátta f vörn liðsins og yfírvegun f sókn þess og var fyrst í vetur. Ekkert efamái er að KA-menn voru ailtof vissir um sigur í leiknum við Fylki fyrirfram. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem þeir virtust átta sig á þvf að leikurinn var að tapast, og þá var orðið of seint að hefja baráttuna. Crslitin urðu 18—15 fyrir Fylki, eftir að staðan hafði verið 10—8 f hálfleik. Mestur varð munurinn 6 mörk f leiknum er staðan var 18—12 og skammt var til leiksloka. Skoraði Hörður HiJmarsson þrjú sfðustu mörk KA úr vftaköstum og bjargaði þannig andliti norðanliðsins að nokkru. Ekki verður sagt að leikur þessi hafi verið tilþrifamikill, eða boðið upp á fallegan handknattleik. Mest bar á hnoði inn f varnirnar, og aukaköstin sem voru dæmd voru næstum óteljandi. Helzt var það hinn hávaxnf leikmaður Fylkis-Iiðsins, Einar Einarsson sem gerði eitthvað afgerandi, en hann er ieíkmaður sem vafalaust ætti að geta komizt f fremstu röð, með meiri æfingu. Markverðir Fylkísliðsins, Jón Gunnarsson og Ragnar Árnason reyndust KA einnig erfiðir viðfangs, og varði t.d. sá sfðarnefndi þrjú vftaköst KA f leíknum. öll voru þau reyndar fremur kæruleysíslega tekin. Það var rétt einstaka sinnum sem skemmtileg tilþrif sáust f leiknum og áttu þar KA-menn heldur oftar hlut að máli, einkum tveir þeirra, Hörður Hilmarsson og Þorleifur Ananafasson, sem unnu skemmtilega saman. Mörk Fylkis: Einar Einarsson 7, Sigurður Sfmonarson 3, Steinar Birgisson 3, Einar Ágústsson 3, Gunnar Baidursson 2. Mörk KA: Hörður Hilmarsson 7, Ármann Sverrisson 2, Albert Ágústsson 1, Sigurður Sigurðsson 1, Guðmundur Lárusson 1, Þorieifur Ananfasson 1, Jóhann Einarsson 1, Hermann Haralds- son 1. Maður ieiksins: Einar Eínarsson, Fylki. , — stjl. Sigurður Sigurðsson, myndar sig þarna til þess að skjóta f gengum glufu á Leiknisvörninni. Norðanmenn áhugalausir ÁHUGALAUST KA-lið mátti þakka fyrir að hreppa baaði stigin I leik sinum við Leikni I 2. deildar keppni íslandsmótsins i handknattleik á sunnudaginn. Virtist KA-liðið láta á leik þennan sem skylduverk, og var þetta lang slakasti leikur sem undirritaður hefur séð til liðsirrs i vetur. Var það aðeins einstaklingsframtak Harðar Hilmarssonar, sem bjarg- aði KA-sigrinum, en Hörður lék oft ágætlega i leik þessum og skoraði falleg mörk. Er ekkí vafi á þvi að hann gæti náð langt i handknattleikn- um. ef hann sýndi iþróttinni meiri rækt, en siðan um áramót mun Hörður sáralítíð hafa æft. Leikurinn á sunnudaginn var lengst af i járnum. Um miðjan fyrri hálfleik hafði KA þó náð tveggja marka forystu, 7—5, og tókst að halda þvi forskotí og vel það í hálfleiknum. en staðan að honum loknum var 11 — 8 fyrir KA. í seinni hálfleik sýndi Leiknir hins vegar fljótt klærnar og tófcst að jafna á tölunni 13—13. Og eftir það var mikill barningur i leiknum. Enn var jafnt er tvær minútur voru til leiksloka, 19—19. en þá varð Leaknismönnum illa á I messunni og KA níði að skora tvö mörk og sigra 21 —19. Eftir þessi úrslit eru allar Iffcur á þvi að Leiknir verði i næst neðsta sætinu ( 2. deitdinni og þurfi að leika um áframhaldandi keppnisrétt f deildinni við það lið sem verður í öðru sæti i 3. deild. Leiknis á nokkuð misjafna leiki. Þegar bezt lætur getur liðið gert vel, en tæplega er hægt að segja að sá gallinn hafi verið á þvi á sunnudaginn. Bezti leikmaður liðsins var Ásgeir Elfasson, en Finnbjörn Finnbjornsson gerði einnig oft laglega hluti. Hörður Hilmarsson var áberandi bezti leikmaður KA i leiknum, og raunar sá eini sem lék af fullri getu. Mörk Leiknis: Hafliði Kristinsson 6, Finnbjörn Finnbjömsson 5. Ásmundur Kristinsson 3, Guðmundur Vigfússon 2, Árni Jóhannsson 1, Ásgeir Eliasson 1, Tómas Óskarsson 1. Mörk KA: Hörður Hilmarsson 7, Jóhann Einarsson 4, Sigurður Sígurðsson 3. Páll Kristjánsson 2. Þorleifur Ananfasson 2, Ármann Sverrisson 1. Albert Ágústsson 1, Hermann Haraldsson 1, Maður leiksins: Hörður Hilmarsson, KA. ERKIFJENDURNIR DEILDU STIGUNUM [ HÖRKULEIK Þórarinn Kagnarsson kom- inn í færi eftir hraðaupp- hlaup og skorar án þess að Hörður Sigmarsson eða Ólafur Ólafsson komi við vörnum. Guðmundur Árni er greinilega við öllu bú- inn. ERKIFJENDURNIR í Hafnarfirði. Haukar og FH, deildu stigunum þeg- ar þeir mættust i 1. deildinni i hand- knattleik í heimabyggð sinni á laug- ardaginn. Lokatölur leiksins urðu 21:21 eftir að Haukar höfðu leitt í hálfleik 13:12. Miðaðviðgang leiks- ins voru þetta réttlát úrslit en FH- ingar verða að teljast heppnir að hafa náð i annað stigið. Jöfnunar- markið skoruðu þeir nokkrum sekúndum fyrir leikslok úr vægast sagt mjög hæpnu vitakasti, sem Ólafur Steingrímsson dómari dæmdi á Haukana. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast í Firðingum var geysileg stemmning i íþróttahúsinu þar og var ekki laust við að meirihluti áhorf- enda væri á bandi Haukanna. A ýmsu gekk á upphafsmínútum leiksins. FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel en á sama tíma gekk allt á afturfót- unum hjá Haukunum Skoruðu FH- ingar fjögur fyrstu mörk leiksins og það var ekki fyrr en á 8 mínútu að Haukunum tókst að koma knettinum i netið h)á FH-ingum En Haukarnir gáfust ekki upp við mótlætið. Söxuðu þeir smám saman á forskot FH-inga og á 14 mínútu voru þeir búnir að jafna metin 6 6 Hjálpaði það þeim mikiðað Birgir Finnbogason í marki FH varði varla bolta Mátti furðulegt teljast að honum skyldi ekki skipt útaf miklu fyrr. Bætti Birgir sannarlega gráu ofan á svart í lokasekúndum fyrir hálfleiks þegar hann sendi boltann í eigið mark og kom Haukunum yfir 13:12! Þetta fáheyrða atvik gerðist þannig, að Birgir hljóp út fyrir vítateiginn og greip bolt- ann Aðþrengdur af Haukaleikmanni ætlaði Birgir að taka einhvers konar platsveiflu áður en hann sendi frá sér knöttinn en á óskiljanlegan hátt missti hann knöttinn úr hendinni og i markið sveif knötturinn öllum viðstöddum til mikillar undrunar Þetta eru vissulega viðburðaríkir dagar hjá Birgi, um fyrri helgi skoraði hann gott mark á móti ÍR og núna var það sjálfsmark Seinni hálfleikurinn var mjög spenn- andi. Lengst af var leikurinn jafn en um miðjan hálfleikinn náðu Haukarnir tve99Ja niarka forystu, 18 16, með mörkum Harðar Sigmarssonar, en hann reyndist fyrri félögum sínum í FH ansi skeinuhættur í leiknum Þegar hér var komið sögu ákváðu FH-ingar að setja Hörð í stranga gæzlu Við þessu bragði áttu Haukarnir ekkert gott svar. Skotið var í tíma og ótíma og var Elías Jónasson þar verstur og ekki bætti það úr skák fyrir þá, að Magnús Ólafsson varamarkvörður FH varði allt sem að marki kom næstu mínúturnar. Skoruðu Haukarnir ekki eitt einasta mark i heilar 1 2 mínútur en á sama tíma skoruðu FH-ingar fjögur mörk og breyttu stöð- unni í 2018. Nú voru aðeins eftir 8 minútur og sigur FH virtist blasa við En svo fór nú ekki. Haukarnir skoruðu þrjú næstu mörk en FH-ingunum gekk ekkert i sóknarleiknum á þessum tima, þvi Haukarnir voru mjög harðir í vörn- inni og Gunnar Einarsson markvörður gerði sér lítið fyrir og varði vitakast frá Þórarni rétt undir lokin. Þegar nokkrar sekúundur voru til leiksloka reyndi Þór- arann Ragnarsson að brjótast inn i horninu. en Gunnar markvörður varði skot hans En öllum til mikilla furðu kom Ólafur Steingrímsson dómari hlaupandi utan af velli og benti á vítapunktinn en Gunnar Kjartansson dómari, sem stóð rétt hjá þar sem atburðirnir gerðust, hafði ekkert flaut- að Aukakast í þessu tilfelli kom vel til greina en vítakast var fjarstæða En ekki þýðir að deila við dómarann, víta- kast var staðreynd og úr því skoraði Viðar Símonarson örugglega og trY99ði FH jafntefli Haukarnir hafa nú tapað 6 stigum og mega varla við þvi að tapa fleiri stigum ef þeir ætla sér að verða með áfram í baráttunni um íslandsmeistara- tignina Það sama má reyndar segja um íslandsmeistara FH, sem tapað hafa 7 stigum, en toppliðið Valur hefur aðeins tapað tveimur stigum en Víking- ur hefur tapaðfjórum stigum Eins og í fyrri leikjum Hauka stafaði langmest ógnun af Herði Sigmarssym og það sást vel fyrstu mitúturnar eftir að hann var tekinn úr umferð hve mikilvægur hann er liðinu. Gunnar markvörður átt góða spretti og bezt stóð hann sig þegar mest á reyndi undir lokin. í vörninni var Sigurgeir Marteinsson mjög sterkur en Haukarnir hefðu mátt not hann meira i vörninni en gert var í liði FH kom Magnús Ólafsson veru- lega á óvart með góðri markvörzlu. ..Gömlu' mennirnir Viðar, Geir og Þórarann komu vel frá leiknum en það hlýtur að vera FH-ingunum áhyggju- efni hve litið hefur bætzt i liðið af ungum leikmönnum Burðarásar liðs- ins eru menn um og yfir þrítugt — SS. Framarar sloppnir fyrir horn FRAMARAR ættu að vera slopnir úr allri fallhættu f 1. deildinni I handknattleik eftir sigur yfir botnliðinu Gróttu f Hafnarfirði á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 21:16, en f hálfleik hafði Grótta yfir 8:7. Reyndar höfðu Gróttumenn lengst af yfirhönd- ina f leiknum en á lokamfnútun- um sprungu þeir heldur betur á limminu og Frammararnir sigu þá örugglega framúr. Var sigur þeirra alltof stór miðað við gang leiksins. Tapið gerir stöðu Gróttu á botninum enn verri en áður og blasir nú fall við liðinu. Þokkaleg barátta var f liðinu f þessum leik en maður hefur það á tilfinning- unni að leikmenn hafi ekki lagt nógu mikla alúð við æfingarnar upp á sfðkastið. Leikur liðanna var frekar slak- ur og lítið spennandi. Gróttu- menn tóku forystuna í byrjun en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu Framarar sér heldur á strik og skoruðu þrjú mörk í röð og náðu forystu 7:5. En Gróttumenn gáf- ust ekki upp heldur skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og náðu forystunni 8:7. í seinni hálfleik héldu þeir uppteknum hætti og þrisvar hafði Grótta tveggja marka forystu, fyrst 10:8, síóan 11:9 og loks 12:10. En Framararn- ir voru ekki langt undan og þeim tókst að jafna metin 12:12. Fór Pálmi Pálmason þá loksins að skora, en hann hafði átt mjög slakan leik fram að þessu og fóru allar hans skotttilraunir í súginn. Þegar 12 minútur voru til leiks- loka var staðan 15:15 en þá sprungu Gróttumenn alveg og Framarar gerðu fjögur næstu mörk og tryggðu sér sigurinn. Var sóknarleikur Gróttu mjög ráð- leysislegur á þessu tímabili, enda höfðu Framarar gripið til þess ráðs að gera helzta sóknarmann Gróttu óvirkan með því að taka hann í sérstaka gæzlu, nefnilega Björn Pétursson. Framarar voru nú miklu mun slakari en gegn Þrótti á dögunum og munaði þar mestu um, að Pálmi Pálmason var ekki nema svipur hjá sjón. Aftur á móti kom Andrés Bridde vel frá þessum leik alveg eins og leiknum gegn Þrótti. Hefur Andrés sýnt miklar framfarir og er hann orðinn einn af máttarstólpum liðsins. Þá sýndi Einar Birgisson markvörð- ur það enn á ný, að hann er geysi- lega efnilegur markvörður þótt ekki sé hann hár í loftinu. Hæð- ina bætir hann upp með snerpu og góðum staðsetningum. Arnar Guðlaugsson lék nú með Fram að nýju og skoraði hann mörk á mikilvægum augnabiikum. Grótta lék þennan leik hvorki betur né verr en aðra leiki í vetur, liðið virðist einfaldlega ekki vera betra. Og ekki bætir úr skák, að sumir leikmanna liðsins virðast vera í lltilli æfingu. Tveir menn sýndu lagnbeztan leik í liði Gróttu, Björn Pétursson og Gunn- ar Lúðvíksson. Björn var aðal- markaskorarinn þangað til hann var tekinn úr umferð og Gunnar skoraði mörg mjög falleg mörk í horninu. — SS. ÞÓRSSTULKURNAR sem ieika f 1. deild Islandsmóts kvenna f handknattleik létu sig ekki muna um aó leika þrjá leiki f suðurferð sinni um helgina. Mættu þær fyrst Framstúlkunum á föstudagskvöld, léku sfðan við KR á laugardag og loks UBK á sunnudag. Var þetta gert I sparnaðarskyni, og mótaðist einnig auðvitað af þvf að Þórsstúlkurnar eiga ekki möguleika á Islandsmeistara- titlinum f ár, né heldur eru f fallhættu. Annars má segja að ekkert lið f 1. deild kvenna hafi komið meira á óvart f vetur en Þórsliðið, þar sem flestir áttu von á því að það yrði f botnbaráttunni eða félli. Á föstudagskvöldið höfðu Þórsstúlkurnar betur framan af f leik sfnum við Fram og var staðan f hálfleik 9—8, þeim f vil. I seinni hálfleiknum voru Framstúlkurnar hins vegar ákveðnar og tókst að vinna 18—13 sigur sem þær voru vel að komnar, þar sem þær sýndu öðru hverju ágætan hand- knattleik. Á iaugardaginn var hins vegar annað upp á teningnum f f hjá Þór. KR náði snemma frumkvæði f leiknum og var búið að ná 3 marka forystu f hálfleik 7—4. I seinni hálfleiknum náði Þór hins vegar betri leik og tókst um tfma að minnka muninn f eitt mark. En þá höfðu KR- stúlkurnar heppnina með sér og náðu forystu að nýju. Urslit leiksins urðu svo 13—11 sigur KR. 1 þessum leik áttu beztan leik f KR-liðinu þær Hjálmfrfður Jóhannsdótt- ir og Hjördfs Sigurjónsdóttir, en þær Sofffa Hreinsdóttir og Magnea Friðriksdóttir áttu beztan leik norðanstúlkna. Á sunnudaginn var leikur Þórs og Breiðabliks mjö^ jafn framan af og staðan 6—6 f hálfleik. I seinni háifleiknum náði Þórs-liðið sér hins vegar á strik svo um munaði og vann 19—9 sigur f leiknum. Var það einkum frammistaða markvarðar Þórs og Sofffu Hreinsdóttur sem lagði grunn- inn að þessum sigri. Skoraði Sofffa 9 mörk, en næst markhæst Þórs-stúlkna var Anna með 5 mörk. Alda Helga- dóttir var sú eina sem upp úr stóð f Breiðabliksliðinu og skoraði hún einnig fimm af nfu mörkum liðsins. — stj). VALUR ATTII BASLI MEÐ FH VALSSTULKURNAR hafa nokkur undanfarin ár átt f hinu mesta basli með lið FH jafnvel þótt liðið hafi verið með góða forystu í dcildinni. Leikur liðanna á laugardag- inn, sem fram fór f Hafnarfirði, var engin undantekning. Valur vann leikinn með einu marki, 15:14 eftir mikinn barning. Valsstúlkurnar byrjuðu leikinn vel og náðu öruggri forystu 5:2. En FH-stúlkurnar náðu að jafna metin 5:5. Var nú hart barizt, en i leik hálfleiksins tóku Valsstúlkurnar góðan sprett og náðu öruggri forystu i hálfleik 9:6. FH-stúlkurnar komu heldur betur ákveðnar til leiksins eftir hlé og áður en menn vissu af höfðu þær jafnað metin 9:9. Jafnt var 11:11 en þó kom enn einn sprettur Vals- stúlknanna, þær skoruðu þrjú mörk án svars frá mótherj- unum, og þriggja marka forskot, 14:11, var of stórt til þess að FH stúlkurnar næðu að vinna þaó upp i lokin, þegar þær fóru að saxa ískyggilega á forskotið. Lokatölurnar urðu sem fyrr segir 15:14. Eins og markatalan gefur til kynna var sóknarieikur látinn sitja í fyrirrúmi en varnarleikur og markvarzla var með iakara móti. Beztar i liði Vals voru þær Ragnheiður Lárusdóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir og Björg Jónsdóttir en I liði FH voru beztar þær Katrín Danivalsdóttir og Margrét Brandsdóttir. Svanhvit Magnúsdóttir átti þokkalegan leik en hún fór illa með vitaköstin. Mörk Vals: Ragnheiður Lárusdóttir 4 (2v), Ágústa Dúa Jónsdóttir 3, Björg Guðmundsdóttir 3 (lv), Björg Jónsdótt- ir 2, Elín Kristinsdóttir, Marpa Guðmundsdóttir og Hall- dóra Magnússon gerðu eitt mark hver. Mörk FH: Katrin Danivalsdóttir 4 (3v), Margrét Brands- dóttir 3, Svanhvít Magnúsdóttir 3, Kristjana Aradóttir 2, Brynja Guðmundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir eitt mark hvor. Dómarar voru Guðmundur Kolbeinsson og Rögnvaldur Erlingsson og hafa jafn ósammála dómarar ekki sést á f jölunum i langan tima. — SS. Fram tryggöi sér sigur í seinni háffleik SU einkenniiega ráðstöfun mótanefndar HSl að láta lið Vals og FH leika tvo leiki sömu helgina f 1. deild kvenna bitnaði illa á FH-stúlkunum. Þær mættu Vai f erfiðum ieik á laugardaginn og sfðan urðu þær að keppa við hitt topplíðið, Fram, f Laugardalshöll á sunnudaginn. FH- stúlkurnr stóðu sig vel f fyrri hálfleik á móti Fram, héldu jöfnu 4:4 en f seinni hálfleik þvarr þeim gjörsamlega þróttur og Fram-stúlkurnar sigruðu örugglega 13:7. Sem fyrr segir var staðan 4:4 i hálfleik en fyrstu 10 mfnútur seinni hálfleiks skoruðu Framstúlkurnar 5 mörk án þess að FH kæmist á blað. Ur þvf var sigur Fram aldrei f hættu. Framstúlkurnar munu þvi eins og undanfarin ár berjast við Val um Islandsmeistaratignina, en Fram er núverandi íslandsmeistari I kvennaflokki. Framliðið átti heldur slakan leik að þessu sinni. Beztan leik sýndi Kolbrún Jóhannsdóttir markvörður. Kristin Orradóttir, Bergþóra Asmundsdóttir og Oddný Sigsteins- dóttir komu einnig sæmilega frá leiknum, en Oddný sýndi alltof mikið kæruleysi I vftaköstunum. Lið FH lék langt undir getu. Beztan leik sýndu markverðir liðsins ásamt Sigrúnu Siguröardóttur. Mörk Fram: Oddný Sigsteinsdóttir 4, Bergþóra Ás- mundsdóttir 3, Kristín Orradóttir 2, Guðríður Guðjónsdótt- ir 2 (lv), Guðrún Sverrisdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir eitt mark hvor. Mörk FH: Svanhvít Magnúsdóttir 3, Sigrún Sigurðardótt- ir 2, Sólveig Birgisdóttir og Katrin Danivalsdóttir eitt mark hver. Dómarar voru Valur Benediktsson og Magnús V. Péturs- sn og dæmdu yfir höfuð vel. — SS. <É BJORG SKAUT ARMANNI KAF Björg Jónsdóttir skorar f leik FH og Vals á laugardaginn. ■ ■ VALUR og Ármann mættust f 1. deild kvenna f handknatt- leik f Laugardalshöilinni á sunnudagskvöldið. Leikurinn var lengst af mjög jafn en góður kafli f seinni hálfleik tryggði Val öruggan sigur 15:10, eftir að staðan hafði verið jöfn f hálfleik, 4:4. Á þessum kafla átti Björg Jónsdóttir stórleik með liði Vals og það var hún öðrum fremur, sem lagði grunninn að sigri Vals á þessum mfnútum. Valur hefur tekið þriggja stiga forystu f deildinni og er Fram eina liðið, sem getur úr þessu ógnað Valsstúlkunum. Hefur Valur nú 21 stig eftir 11 leiki en Fram hefur 18 stig eftir 10 leiki. Um miðjan seinni hálfleikinn í leik Vals og Ármanns var staðan 9:8 Val í hag, en næstu 5 mínúturnar gerði Björg Jónsdóttir þrjú mörk í röð, þar af tvö eftir fallegar sóknarfléttur Valsliðsins og eftir það var sigri Vals ekki ógnað. I Valsliðinu var Björg langbezt en nafna hennar Guðmundsdóttir og Ragnheiður Lárusdóttir áttu einnig ágætan leik. I liði Ármanns bar mest á Guðrúnu Sigurþórs- dóttur og Sigriði Rafnsdóttur en Magnea markvörður átti einnig prýðilegan leik á meðan hennar naut við en hún meiddist um miðjan seinni hálfleik. Mörk Vals: Björg Jónsdóttir 5, Ragnheiður Larusdóttir 5 (2v), Björg Guðmundsdóttir 3 (2v), Harpa Guðmundsdótt- ir og Oddný Siguröardóttir eitt mark hvor. Mörk Armanns: Guðrún Sigurþórsdóttir 3 (lv), Sigriður Rafnsdóttir 3, Auður Rafnsdóttir, Erna Lúðviksdóttir, Anna Gunnarsdóttir og Anna Þ. Arnadóttir eitt mark hver. Dómarar voru Jón Hauksson og Ólafur Jóhannesson og dæmdu þeir þokkalega vel. — SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.