Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 36

Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 1 Við taki markvisst og raunhæft sam- starf þeirra aðila, sem þessi mál varða AF gefnu tilefni (grein fslenska Álfélagsins I Morgunblaðinu 5. 3. 1977 svo og yfirlýsing Ragnars Halldórssonar forstjóra fslenska Álfélagsins f sjónvarpi 4. 3. 1977) vilja heilbrigðisyfirvöld koma á framfæri nokkrum mikilvægum upplýsingum er varða rekstur álverksmiðja með tilliti til mengunar ytra sem innra um- hverfis, mengunarvarna, svo og aðgerðum og reglum sem um slfk- an rekstur gilda hérlendis sem og erlendis. Tilgangurinn með þessum skrifum er fyrst og fremst sá að gera mönnum Ijóst hvernig staðið er og á að standa að slfkum rekstri hérlendis sem erlendis og er skýrslan unnin eftir erlendum gögnum um þessi mál, sem aflað hefur verið auk fslenskra gagna sem við eiga. Er það von okkar að með þess- um skrifum Ijúki timabil skrifta og máls sem einkennst hafa af yfirlýsingum um rangfærslur hinna ýmsu aðila og við taki markvisst og raunhæft starf milli þeirra aðila sem þessi mál varða, svo komið verði á þeim umbótum og eftirliti sem nauðsynlegt er að hafa við slfkan verksmiðjurekst- ur f framtfðinni. Um lög, reglur og skyldur aðila Þegar lögin um álverksmiðjuna í Straumsvík voru samin 1966 (L. nr. 79 frá 13. maí 1966), voru sett í þau ákvæði um mengun ásamt reglum um öryggi, heilbrigði og hreinlæti. Þessi ákvæði hafa eflaust þótt nauðsynleg með tilliti til þess hve íslensk lög og reglur voru (og eru enn) fátækleg hvað varðar meng- un, öryggi, heilbrigði og hreinlæti fyrir verksmiðjur almennt, en þó sérstaklega vegna þess að hér var um að ræða sérstakan og varasam- an verksmiðjurekstur með tilliti til ofannefndra atriða, sem áður var óþekktur hér á landi og engin reynsla af þannig að ástæða þótti til að fela verksmiðjunni umsjón og ábyrgó á að fylgt væri þeim venjum og reglum sem tíðkast við slfkan verksmiðjurekstur erlend- is. Segir svo í gr. 12.02 i áður- nefndum lögum: „ísal mun gera allar eðlilegar ráðstafanir til að hafa heimil á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðslunnar í samræmi við góðar venjur í iðnaði i öðrum löndum við svipuð skilyrði." Hvað eru góðar venjur í iðnaði í öðrum löndum þar sem álbræðsla fer fram? Svör við þeirri spurningu leit- umst við áð fá með úttekt þeirri sem gerð hefur verið og fylgir siðar í þessari greinargerð, Siðan segir í 13. gr. sömu laga um reglur um öryggi, heilbrigði og hreinllætii: „Að tiilskilldum aákvæðum 12. gr. skal ísal byggja, útbúa ogg reka bræðsluna og halda henni við f samræmi við núgildandi og' síðari lög og reglur á íslandi varð- andi öryggi í atvinnurekstri, heil- brigði og hreinlæti, og skal i þess- um efnum vera háð eftirliti opin- berra stofnana, sem ábyrgð bera á framkvæmd á slíkum reglum." Þau íslensk lög, sem til eru á þessum tíma þ.e. um 1966 og ákvæði 13. gr. fjalla um eru lög nr. 23 frá 1952 með síðari breyt- ingum, um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. í þessum lögum er eftirlit með að ákvæðum laganna sé framfylgt falið öryggiseftirliti ríkisins. Þessari skyldu hefur Öryggiseftirlitið framfylgt eftir þvi sem kostur hefur verið og í þess valdi staðið. Lögin gera einn- ig kröfur til vinnuveitenda, sem þeiim er skylt að fara eftir, óháð því hvort opinbert eftirlit hafii hönd i bagga með að slikum ákvæðum sé framfylgt. Við telj- um að eftirfarandi ákvæði gildi sérstaklegaa fyrir álbræðsluna, þar sem aóstandendur hennar eigi að hafa haft meiri og betri þekkingu á öllum þáttum verk- smiðjurekstrarins sem varhuga- verður er sbr. 13. gr. laga um álbræðsluna. 1 5. gr. áðurnefndra laga um öryggisráðstafanir á vinnustöðum segir: „Vinnuveitanda ber að sjá um, að á vinnustað sé öllu svo fyrir komið, að verkamenn séu vernd- aðir gegn slysum og sjúkdómum eftir því sem föng eru frekast til. Vinnuveitanda ber að sjá svo um, að verkamenn fái vitneskju um, ef hætta fylgir störfum þeirra og á hvern hátt best sé að forðast hana. Sérstaklega skal leiðbeina óvönum verkamönnum, nemum og ungum verkamönnum í þessu efni.“ 1 sömu lögum segir svo í 22. gr.: „Ker og önnur ílát, sem soðið er í eða brætt svo og ilát með ætandi efnum eða öðrum hættulegum efnum, skulu vera þannig útbúin og þannig frá þeim gengið, að hættan af þeim sé svo lítil sem verða má.“ Fleiri ákvæði mætti til telja, sem gera ákveðnar kröfur til vinnuveitanda, en ofannefndar greinar (5. og 22. gr. L. nr. 23/1952) teljum við að eiga sér- staklega við um álverksmiðjuna vegna stærðar og sérstæðrar starfsemii óháð því hvort opinber- ir eftirlistaðilar hafi haft bol- magn til að framfylgja eftirliti með því hvort þeim væri fram- fylgt eða ekki. Lagaákvæði íslensk, sem hér hafa verið nefnd svo og ákvæðin i 12.02 gr. og 13. gr. laga fyrir ál- bræðsluna taka af allan vafa um það, hverjar skyldur hvíla á að- standendum álversins í Straums- vik. Um mál er snerta heilbrigði verkamanna segir í 32. gr. 2. máls- lið L nr. 23/1952: Öryggiseftirlitið hafi samráð við hlutaðeigandi héraðslækni, í þessu tilviki hér- aðslækninn í Hafnarfirði. Landlæknir er yfirmaður hér- aðslæknis. Heilbrigðisráð Hafnar- fjarðar og heilbrigðisfulltrúi hafa daglega umsjón með heilbrigðis- og hollustuháttum i verk- smiðjunni, í upphafi og fram til 1970 samkv. heilbrigðisreglugerð Hafnarfjaróar en frá 1972 samkv. heilbrigðisreglugerð fyrir ísland nr. 45. Samkvæmt lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit nr. 12 frá 1969 er Heilbrigðiseftirlit rikisins stofnað og falið yfir- umsjón með að ákvæðum þeirra laga og reglugerða, settra samkv. þeim sé framfylgt, og heilbrigðis- nefndir bera ábyrgó á. t heilbrigðisreglugerð fyrir ís- land nr. 45/1972 segir svo um verksmiðjur og hvers konar aðra vinnustaði úti og inni: Gr. 97.1. „Eftirtaldir vinnustað- ir skulu þannig útbúnir og um þá gengið, að ekki valdi heilsutjóni á starfsfólki eða öðrum, sem við þá skipta: Verksmiðjur hvers konar, ..og 98. gr. 2.: „Eftirtalda starf- semi má ekki setja á fót eða breyta að ráði, án þess að leyfi heilbrigðisnefndar hafi fengist áður og fyrirmælum hennar hafi verið hlýtt um allt fyrirkomulag- ið. 98. gr. 2.2.... álframleiðsla eða önnur efnavinnsla.“ Og i 99. gr. 1.: „Þar sem ákvæði þessarar heilbrigðisreglugerðar ná ekki til, fer fast eftirlit með heilbrigói, velferð og slysavörn- um á vinnustað fram skv. lögum um öryggisráðstafanir á vinnu- stöðum og reglugerðum samkv. þeim.“ í XIX. kafla heilbrigðisreglu- gerðarinnar eru ákvæði um reyk, mengaðar gufur, eitraðar loft- tegundir og jónandi geislan. Þar segir svo í gr. 197.3. öðrum máls- lið: „1 sambandi við verksmiðjur og iðnað, þar sem reykur og eitraðar eða daunillar lofttegundir mynd- ast, getur heilbrigðisnefnd gefið út fyrirmæli um hæð reykháfa, hreinsunartæki og annan útbún- að, til að koma í veg fyrir, að óþrifnaður, óhollusta eða náttúru- spjöll hljótist af.“ Fyrri hluti Og i gr. 198.1.: „Eigendum og forráðamönnum er skylt að sjá um, að í fyrirtækjum þeirra og stofnunum sé jafnan, eftir því sem við verður komið, óspillt andrúmsloft og hóflega rakt, svo að ekki valdi starfsfólki eða vist- mönnum óþægindum eða heilsu- tjóni. Hér ber sérstaklega að hafa í huga eiturefni, sem notuð eru í iðnaði.“ Um hávaða og titring segir reglugerðin gr. 200.1.: „Forráða- mönnum verksmiðja, stofnana eða annarra fyrirtækja er skylt að gera allt, sem i þeirra valdi stend- ur, til þess að draga úr eða koma í veg fyrir heilsuspillandi hávaða, eða hávaða til óþæginda.“ í gr. 200.2. segir svo: „Nú er ekki, vegna eðlis starfseminnar, hægt að draga úr hávaða og er þá starfsmönnum skylt að nota heyrnarhlífar viðurkenndar af heilbrigðiseftirlitinu, sem fyrir- tækið lætur þeim í té endur- gjaldslaust, enda auki það ekki slysahættu að öðru leyti.“ Að lokum skal getið reglugerð- ar nr. 164 frá 1972 um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna, settri samkv. lögum nr. 85 frá 1968 um eitur- efni og hættuleg efni. Samkv. reglugerðinni er Heilbrigðiseftir- liti ríkisins gert að vera umsagn- araðili til heilbrigðisráðherra um starfsleyfi verksmiðja og iðjuvera sem ráðherra endanlega gefur út. I umsögn sinni skal Heilbrigðis- eftirlit ríkisins gera tillögur um t.d. hreinsunar- eða varnarbúnað og mengunarmörk o.s.frv. Heil- brigðisnefnd i hverju sveitar- félagi skal fylgjast með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé hlýtt en Heilbrigðiseftirlit ríkis- ins hefur yfirumsjón með þvi. Eins og kunnugt er hefur álver- ið i Straumsvík ekki starfsleyfi samkv. reglugerðinni og því um tómt mál að tala þegar rætt erum mengunarmörk settum samkv. reglugerðinni. Að svo töldu er ljóst að skyldur ísal hvað varðar mengun og ráð- stafanir til að hafa hemil á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðslunnar hafa verið og eru i samræmi við góðar venjur I iðnaði í öðrum löndum við svipuð skilyrði samkv. gr. 12.02 i lögum fyrir bræðsluna og að tilskyldum þeim ákvæðum skal Isal hlíta ákvæðum í núgildandi og síðari lögum á ísiandi er fjalla um öryggi í heilbrigði og hreinlæti sbr. gr. 13 í sömu lögum. Þannig er Isal skylt að hlíta íslenskum lögum og reglum, sem ekki eru strangari en lög og reglur i öðrum löndum sem ákvarðandi eru um slíkan verk- smiðjurekstur og stuðla að góðam venjum í iðnaði við svipuð skil- yrði. Eru þá lög og reglur sem um álbræðslu gilda hér á landi strangari heldur en í öðrum lönd- um? Gert er ráð fyrir því að með öðrum iöndum sé fyrst og fremst átt við Norðurlöndin, lönd Norður-Evrópu ásamt Bandarikj- um Norður-Ameriku en ekki þróunarlöndin í Afríku, Suður- Ameriku o.s.frv Án þess að farið sé út í saman- burð laga og reglna í þessum lönd- um er óhætt að fullyrða að íslensk lög og reglur eru i fullu samræmi við þau og hvergi strangari, eink- um i samanburði við Norðurlönd- in sem fyrst og fremst eru höfð til hliðsjónar við gerð ísl. laga. Þann- ig eru í gildi ströng ákvæði um mengunarvarnir eigi starfsleyfi að fást fyrir slíkan rekstur svo og strangar reglur um öryggi, hrein- læti og heilbrigði og er óhætt að fullyrða að ákvæði mótsvarandi Islenskra laga og reglna um þessi efni, þ.e. reglugerð nr. 164/1972 um starfsleyfi, lög um öryggiseft- irlit úr 23/1952, lög um hollustu- hætti og heilbrigði nr. 12/1969 og reglugerðir samkv. þessum lög- um, eru I flestum ef ekki öllum tilvikum vægari og ættu því að gilda fyrir ísal, sem þó ber skylda til að fara að strangari ákvæðum sé um slikt að ræða samkvæmt góðum venjum í iðnaði í öðrum löndum samanber gr. 12.02 í lög- um fyrir álbræðsluna. Hér á eftir verður gert grein fyrir þeim ráðstöfunum sem tíðk- ast til varnar mengun innra sem ytra umhverfis svo og öryggis-, heilbrigðis- og hollusturáðstaf- ana, í löndum þar sem álitið er að góðar venjur í iðnaði við svipuð skilyrði gildi, en fyrst fer greinar- gerð um atriði sem sérkenna ál- bræðslu með tilliti til ofan- nefndra atriða og er stuðst við gögn sem aflað hefur verið er- lendis frá. Um mengun á vinnustööum við álbræðslur og sjúkdóma Þetta yfirlit er ekki tæmandi og á við um álbræðslur þar sem not- uð eru „prebaked“ eða forbökuð skaut eða svonefnd „Söderberg" skaut með þeirri undantekningu að við þau siðarnefndu er magn fjölhringa kolefnissambanda í andrúmslofti í kerskálum miklum mun hærra heldur en við notkun forbakaðra skauta. Um magn hinna ýmsu meng- andi efna í andrúmslofti á vinnu- stöðum er ekkert hægt að fullyrða nema mælingar fari fram á þeim en fjölmörg atriói eru afgerandi í því sambandi eins og t.d. loftræst- ing almennt eða við ákveðin störf, aðrar varnir eins og innbygging mengandi framleiðslu eða starfa t.d. lokun bræðslukerja o.s.frv. Um heilbrigðishættu frá þessum efnum fer mikið eftir þeim varnarráðstöfunum sem gerðar eru til að koma I veg fyrir eða minnka mengunina i andrúms- lofti eða umhverfi starfsmanna svo og mismunandi styrkleika eða eðli viðkomandi efna ásamt næmni eða varnarstyrkleika við- komandi starfsmanna gagnvart þessum efnum, auk þess sem mis- munandi tími getur liðið frá því viðkomandi er útsettur fyrir mengunina þar til einkennin geta komið fram. Helstu mengunarvaldar f andrúmslofti á vinnustöðum f álverum eru: Við uppskipun: Áloxið (AI2O3), ryk Kryolit (Na^AlFg), ryk Asbest, ryk Kvarts, ryk (sé eldfastur steinn úr kvartsi) Í kerskála: Áloxið (AI2O3), ryk (alfa og gamma (AI2O3) Kryolit (Na^AlFg), ryk Chiolitt (NaAlF), ryk Flussýra (HF), loftkennd eða bundin i ryki. CF4, loftkennt, Brennisteins- sýrlingur (SO2), lofttegund Kolsýrlingur (CO), lofttegund Kolsýra (C02), loftegund. Fjöl- hringa kolefnissambönd (PAH/PPOM) í loftkenndu ástandi koma fyrir en eru fyrst og fremst við Söderberg’s skaut. í Kersmiðju: Asbest, ryk, Kvarts, ryk (sé eldfastur steinn úr kvartsi). Tjöru- eða asfaltguf- ur (S02?) í Skautsmiðju: Kolaryk. Tjöru- asfaltgufur (S02?) Flúorið. í Steypuskála: Asbest, ryk. Kvarts, ryk (frá eldföstum steini) Klórgas (Cl2) þar sem það er notað. Frá Kerbrotum: Gýanið (þar sem ker eru brotin upp og þeim fargað) 1 Vélaverkstæði: t.d. frá raf- suðu. Zink, Nikkel, Ozon, loft- tegund o.fl. Annað ryk frá fram- leiðslu eða hráefnum sbr. hér að ofan. Aðrir heilsuspillandi þættir eru: Hávaði, geislun (hita), óeðli- legt hita- og rakastig, rafsegulsvið f Kerskála? Köfnunarefnisoxfð (N02) Helstu sjúkdómar sem komið geta upp vegna ofangreindrar megnunar: Sjúkdómar f húð: Húð- krabbamein frá sóti og tjöru. Exem eða útbrot frá ýmsum málmum t.d. Nikkel. Kláði eða erting á húð frá brennisteins- sýrlingi, flússýru, ryki. Brunasár vegna flússýru. Sjúkdómar f öndunarfærum, brjósthimnu eða lffhimnu: Lungnakrabbamein. Fjölhringa- kolefnissambönd, tjöru- asfaltgufur, asbest (sérstaklega reykingamenn). Brjósthimnu- Iffhimnukrabbamein. Asbest. Úeðlileg bandvefsmyndun f lungnavef (Asbestosis og Silicosis): Asbest, kvarts, Berkuþrengsli: (“obstruktiv" lungnasjúkdómar):

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.