Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 44

Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 VtK> MORÖdN- MrtiNU Biðst afsökunar — það kom övænt uppá aukavinna þegar við vorum aö hætta! Sú gamla stendur við orð sln, það er óhætt að bóka það — og sama hvað veðri og vindum llð- ur? o Það er f sjálfu sér ekki til skammar að vera táningur Óli minn. — En vel að merkja, I næstu viku verðurðu 34 ára. Vélsleðaplágan Reykvíkingar hafa eignazt skemmtilegt skíðaland í Bláfjöll- um, en galli er á gjöf Njarðar, ef dæma má af bréfi, sem Velvak- andi fékk frá „Reiðum skíða- manni“: ,,Kæri Velvakandi. Ég er einn af þeim, sem gríp hvert tækifæri til þess að komast á skíði. Eftir að vegurinn var lagð- ur um Bláfjallasvæðið og lyftur settar þar upp hefur aðstaða okk- ar hér á höfuðborgarsvæðinu til skíðaiðkana stórbatnað. En eitt er það, sem spillir mjög ánægjunni af að vera þarna, það er að segja vélsleðaplágan. Það er óþolandi plága að hafa vélsleða þarna þjót- andi um skíðalandið. Ég ætla ekki að ræða um slysa- hættuna, sem af þeim getur staf- að og þá ekki sízt fyrir börn og fólk, sem óvant er á skiðum og á óhægt með að sveigja frá aðvíf- andi aðskotahlutum. Hún liggur í augum uppi, þó að mér þyki trú- legt að vélsleðamenn gefi sliku fólki sérstakar gætur. En hæfni þeirra allra er kannski ekki söm." 0 Mengun í friðlandi „Ég óttast ekki að rekast á vélsleða, en hávaðinn frá þeim ætlar ailt að æra og er yfirþyrm- andi. Það er óþolandi, þegar mað- ur leitar til fjalla og vonast eftir þeirri friðsæld, sem þar á að vera, að losna ekki við skarkala borgar- innar. Að flytja hann þangað með sér er mengun á friðlandi. Nú er mjög rætt um mengun hér og þar, en um þessa mengun hef ég ekki heyrt talað. Menn tala meira að segja um að eyða hundr- uðum milljóna til að koma i veg fyrir mengun, en til þess að koma í veg fyrir þessa mengun þarf engu að eyða. Vélsleðakapparnir þurfa aðeins að fara að settum reglum og hverfa á braut. Ég segi að settum reglum, því að sam- kvæmt skiltum, sem þarna eru, er þeim óheimilt að skrölta um á þessu svæði." BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson EINS og oft áóur á þriðjudögum reynum við úrspilsþraut I dag. Þú, lesandi góður, ert sagnhafi I 6 spöðum, spiluðum I suður. Anzi harður samningur en við höfum oft lent I þeim verri. * Gjafari norður, allir utan hættu. Norður S. 32 H. KDG72 T. 73 L. D872 Suður S. ÁKDG105 H. — T. ÁK82 L. A96 Austur og vestur sögðu alltaf pass en vestur spilar út spaðaníu. Hvernig á nú að spila spilið? I fyrstu virðist spilið vonlaust. Og þó — ekki alveg. Hugsanlega getur spilið legið nóu vel til að það vinnist. Austur verður að eiga hjartaás en fjögur tígulspil og laufkóngur þurfa að vera á sömu hendi. Við vonum því, að allt spilið sé þessu líkt. Norður S. 32 H. KDG72 T. 73 L. D872 Austur S. 64 H. Á1063 T. G654 L. K105 Suður S. ÁKDG105 H. — T. ÁK82 L. Á96 Eftir að hafa tekið fyrsta slag spilum við tígulás og kóng, tromp- um tigul og síðan hjartakóngur frá blindum. Austur leggur ás- innn væntanlega á (látum annars siðasta tígulinn) og við trompum. Spilum öllum trompunum og eig- um þá eftir fjögur spil á hendi, einn tígul og laufin þrjú. Austur fær síðan næsta slag á tígul. Nú er sama hvort hann spilar hjarta eða laufi frá kóngnum. í báðum tilfellum gefur hann okk- ur innkomu á blindan og við tök- um þá hjartaslagi, sem við þurf- um til að vinna spilið. Vestur S. 987 H. 9854 T. D109 L. G43 ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 61 inum og þrúgandi drunginn hafði einnig áhrif á nkkur, svo að samræður okkar urðu hægar 'og langorðar. Seinna þorðum við að athuga nánar að svo virt- ist sem Frederik Malmer væri eftirlætisumræðuefni Kalla — eða réttara sagt dauði hans. Hér eygði Christer allt I einu möguleika að leiða samræðurn- ar inn á þær brautir sem okkur hafði fýst að fara. — Já, sagði hann og kinkaði kolli við langrí romsu Kalla um dyggðir Frederiks Malmers. — Hann virðist hafa verið einstak- lega gjafmildur maður og mik- ill höfðingi, að minnsta kosti gagnvart Birni. Urðuð þið ekki hissa þegar hann bauðst til að kosta menntun hans, sem var bæði löng og kostnaðarsöm. — Ja, það er náttúrlega ekki skrftið þótt maður vrði dálltið hissa... Og mikió urðum við glaðir... En Björn, hann var alltaf frá fyrstu tfð svo mikill námshestur... og glaðvær og myndarlegur, svo að gamli maðurinn hefur sennilega talið að hann væri þess virði að hjálpa honum. Og svo héld ég að honum hafi fundist við eiga um sárt að binda .. þar sem Gertrud var nú horfin og allt það... —Gertrud hafði unnið á herragarðinum einu sinni, var það ekki ? — Jú, jú. Líkast til. Hún var þar I tvö ár, áður en hún átti Björn. Og ég held að þeim hafi þótt afskaplega vænt um hana. — Heldurðu þeim hafi öllum þótt það? sagði Christer og deplaði augunum til gamla mannsins. Kalli hló undarlega hljóð- lausum hlátri. —Ja, nú er lögregluforinginn eitthvað að fara sem við skilj- um báðir. Það er engu lfkara en hann hafi þekkt Gertrud; Ja, hún var nú sjón að sjá, það get ég fullvíssað ykkur um ... og það var allt I lagi með kroppinn á henni og hárið var eins og gull — eiris og ségir I ævintýr- unum. Ég man, já eins og það hefði verið I gær, þegar hún kom heim frá herragarðinum og sagði: ,J«íú skal ég segjaykk- ur að hann er alveg snarvitlaus I mér og vill alltaf vera að kyssa mig... Og hún sagði að hann væri sérstaklega aðsóps- mikill niðri I kjallaranum. Og á laugardagskvöld, þegar hún var hér heima, sá ég ekki betur en ungi herrann rataði bærilega hingað og brennívín hafði hann með sér og svo virtust þau skemmta sér konunglega og fór svona Kka dægilega á með þeim. Einar tók plpuna út úr munn- inum og skaut gætilega inn I: — Það var sem sagt Otto Malmer sem kom hingað með brennivfn. — Nei, fjárakornið. Hann var svo lftill, barn um þetta leyti, ekki fermdur held ég. Nei, ég er að tala um Jan Áxel, hann var jafngamall Gertrud okkar, glaðsinna ungur maður, það getió þið bókað. — Segðu mér, Kalli, sagði Christer alvörugefinn. — Hver af öllum þessum aðdáendum Gertrud heldurðu að hafi verið faðir Björns? — Það getur maður náttúr- lega ekki bókað og ég veit ekki hvort borgar sig nokkuð að vera að brjóta heilann um það ... hvað unga herranum við- kemur þá fór hann til útlanda og giftist þar útlenzkri konu. En þau skrifuðust nú á og ég held ég muni það rétt að hún hafi einmitt verið að skrifa honum þegar hún kom hingað I sfðasta skiptið áður en hún hvarf. Þvf að ég varð að fara með það til herragarðsins. — Til herragarðsins? En Jan Áxel var f Austurrfki. Hvað áttu við með þvf, Kalli? — Já, þetta er dálftið skrft- ið... kannski ég sé að rugla saman. Það hlýtur þá að hafa verið eitthvað annað. Christer færði sér þögnina f nyt sem nú kom og setti fram aðra spurningu: — Þegar Gertrud var heima f sfðasta skiptið áður en hún byrjaði að vfnna í Skógum, hvernig var hún i skapinu. Var hún óstyrk á taugum? eða sýndi framkoma hennar einhvern vott þess að hún væri kvíðin? — Nei, ekki það ég man. Mér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.