Morgunblaðið - 22.03.1977, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
45
VELVAKANDI
SVARAR j SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
am
0 Eru bönn
til þess að
brjóta þau?
„Ég gladdist, þegar ég sá að
vélsleðaakstur væri bannaður á
svæðinu. En þegar svo ekkert
gerðist, fjöllin ómuðu áfram af
vélaskröltinu, varð mér ljóst að
þetta bann var aðeins á pappírn-
um. Það var eitt af þeim bönnum,
sem eru sett aðeins til þess að
menn gætu stært sig af að brjóta
þau. Þetta var eins og með hunda-
haldið i Reykjavik.
Ég get vel skilið, að menn, sem
eiga vélsleða, vilji nota þá annað
hvort sér til gagns eða ánægju, en
mér finnst fráleitt að nokkrum
mönnum liðist að spilla ánægju-
og hvildarstundum hundruða eða
þúsunda manna. Ég fer til fjalla
fyrst og fremst til að hvilast, hvil-
ast frá daglegu þrasi. Ég legg |
þetta vélaskrölt í friðsældinni i i
Bláfjöllum til jafns við það að
menn þjóti með tilheyrandi
hávaða á skellinöðrum um götur
borgarinnar um miðja nótt.
Skiðaland heldur örugglega
áfram að vera gott i Bláfjöilum,
en verða þau friðland? Þeirri
spurningu er enn ósvarað.
0 Helgistaðir
höfuðborgar
Frá Bláfjöllum skulum við
hverfa til borgarinnar og sjá hvað
Magni Guðmundsson hefur að
segja:
„Nýlega sá ég i Morgunblaðinu
sérkennilega tillögu frá gömlum
og góðum kunningja, Ófeigi J.
Ófeigssyni, lækni. Hún var um
neðanjarðar-bilastæði undir
Tjörninni. Það er vissulega allrar
virðingar vert, þegar skynsamir
menn setja fram frjóar hugmynd-
ir, jafnvel þó að þær séu ekki á
þeirra eigin þekkingarsviði. En
galli er á gjöf Njarðar. Ef botn
Tjarnar verður steypt bilaþak,
hættir Tjörnin fljótlega að vera
tjörn. Hún verður einfaldlega
skólp.
Það er um Tjörnina eins og
Arnarhólinn, að hún verður fyrir
stöðugri áleitni þeirra, sem hafa
mannvirki i huga. Þá er eins og
aðrir staðir fyrirfinnist ekki. Til
allrar hamingju hafa borgarbúar
einarðlega hrundið sérhverri at-
lögu að þessum tveim opnu svæð-
um, hvort sem i hlut átti ráðhús,
skautahöll eða seðlabanki. Skora
ég á borgaryfirvöld að friðlýsa
Tjörnina og Arnarhól í.eitt skipti
fyrir öll, svo að einstakir menn
láti af sinni áráttu, en Reykvik-
ingar i heild fái að njóta sinna fáu
sældar-reita i miðbæjarþrengsl-
unurn og hávaðanum.
Magni Guðmundsson"
Þessir hringdu . . .
0 Engar Reykingar
— Það er rétt að þú kallir mig
bara „Skorstein", sagði gamall
kunningi Velvakanda, sem
hringdi i fyrri viku. — Það er
réttnefni að þvi leyti að ég reykti
allt frá unglingsárum og fram á
miðjan aldur eins og skorsteinn,
en hætti svo fyrir tíu árum. Ég er
raunar að halda upp á það afmæli
núna. Meira heillaspor held ég að
ég hafi aldrei stigið. Að vísu var
það erfitt svona i fyrstu. Sérstak-
lega reyndi það á taugarnar og ég
varð um tima skapillur, en ég
ætla ekki að lýsa léttinum, þegar
frá leið. Ég varð allt annar maður,
yngdist um mörg ár.
— Já, :það er gott að hætta að
reykja, en betra er samt að byrja
aldrei á því. Þess vegna glacldist
ég, þegar að skólabörnin skáru
upp herör gegn reykingum. Ég
vona bara að þetta sé ekki bóla,
sem springur fyrr en varir — og
allt fari í fyrra horf. Það er skylda
okkar eldri að fylgjast vel með
starfi þessara krakka og styðja
við bakið á þeim eins og við get-
um.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á ENSKA meistaramótinu i
fyrra, sem haldið var í Ports-
mouth, kom þessi staða upp í skák
Horners, sem hafði hvítt og átti
leik, og Clarke:
19. f4! gxh5 20. f5 Kh8 21. f6 Rg6
(eða 21... Rg8 22. Hf5 og svartur
á enga vörn við hótuninni 23.
Hh5) 22. De3 og svartur gafst
upp. Skákmeistari Énglands 1976
varð hinn 19 ára gamli Jonathan
Mpstel, en hann hlaut 9H v. af 11
mögulegum, sem er glæsilegur ár-
angur.
% Heimska að
byrja að
reykja
Og „Skorsteinn" hélt áfram:
— Satt að segja hafði ég ekki
gert mér grein fyrir að börn
byrjuðu almennt að fikta við
reykingar eins ung og raun ber
vitni. En það gera þau sennilega
til þess að likjast þeim fullorðnú,
og það verðum við að viðurkenna
að þetta höfum við fyrir þeim.
— Þeir fullorðnu geta ef til vill
afsakað sig með því að segja að í
þeirra ungdæmi hafi ekki verið
eins ljóst og nú hvílíkur skaðvald-
ur sígarettan er. Allir vissu að
visu að það var ekki hoilt að
reykja, en að reykingar beinlínis
dræpu menn unnvörpum vissi
enginn. Ég hugsa með trega til
góðra drengja sem voru með mér í
skóla en eru nú allir gamlir um
aldur fram eingöngu vegna
reykinga. Sennilega væri ég ekki
að ræða við þig núna, ef ég hefði
ekki hætt.
— Það er heimska að byrja að
reykja. Allir ættu að gera sér
greiri fyrir þvi. Ung frænka mín
sagði mér að krökkunum hefði
þótt þeir „töff" sem reyktu, en nú
væri þetta i hennar skóla að
snúast við. Krakkarnir litu þá
hornauga eða vorkenndu þeim
sem reyktu. Vonandi er að áfram-
hald verði á því þar sem áhrif
tíðarandans eru óumdeilanleg.
Bakaðu ’ann. — Þú færð mjðlk- — Nei Högni!
ursopa þegar flaskan brotnar! Nei Högni!
— Uggandi
Framhald af bls. 5
fatlaðs fólks, sem ekki getur
hagnýtt sér almenningsfarar-
tæki, með sérstakri ferðaþjón-
ustu.
Auka þarf menntunarmögu-
leika fatlaðra og þátttaka
þeirra i hinu almenna skóla-
kerfi verði eins mikil og kostur
er.
Margs konar hjálpartæki eru
nauðsynleg fötluðu fólki í hinu
daglega lifi. Stefna ber að
tekstri sameiginlegrar
norrænnar hjálpartækja-
miðstöðvar.
Innan vébanda Bandalags
fatlaðra á Norðurlöndum eru
samtök fatlaðra í Danmörku,
Finnlandi, Islandi, Noregi og
Svíþjóð. Það er krafa banda-
lagsins, að fötluðu fólki verði
tryggt félagslegt öryggi og
réttmæt hlutdeild í samfélags-
þróuninni.
í tilefni alþjóðadags fatlaðra
verður flutt , útvarpserindi,
laugardaginn 26. marz n.k. kl.
16.35, um samskipti fatlaðra og
ófatlaðra, eftir Oluf Lauth.
Þýðandi er Skúli Jensson,
flytjandi Dagur Brynjúlfsson.
heilbrigð skynsemi.
BÖKAÚTGÁFAN Iðunn hefur
sent á markað bókina „Heil-
brigð skynsemi í skák“ eftir
Emanuel Lasker, fyrrum
heimsmeistara is skák. Magnús
G. Jónsson þýddi bókina og
Guðmundur Arnlaugsson ritar
formála.
Höfundur bókarinnar,
Emanuel Lasker, lærði að tefla
12 ára gamall. Tuttugu og átta
ára að aldri varð hann heims-
meistari I skák og hélt þeim
titli í 27 ár. Og hann lagði ekki
árar í bát þótt hann tapaði
heimsmeistaratitlinum. Hátt á
sjötugs aldri vann hann ennn
mikla sigra við skákborðið.
Lasker er einn um það að vera
i hópi fremstu taflmeistara
heims allt fram til æviloka.
Lasker ritaði allmikið um
skák og eru bækur hans í góðu
gildi enn f dag. Bók sú, sem
hér birtist, er árangur fyrir-
lestrarferðar et; Lasker fór um
England þegar hann var ný-
orðinn heimsmeistari. Bókin
hlaut þegar í stað miklar vin-
sældir og kom fljótlega út á
mörgum tungumálum.
Guðmundi Arnlaugssyni farast
m.a. svo orð um höfundinn og
bókina i formála: „... margir
af fremstu skákmönnum vorra
tíma hafa sitthvað af honum
lært. Og þessi litla bók er sígilt
rit sem hefur ýmislegt að
bjóða íhugulum lesendum enn
í dag og um ókomin ár“.
— Greinargerð
Framhald af bls. 37
ina 0.4 eða stærri og flussýru
(HF) að nokkru leyti vegna þess
að í grímunni er áloxíð (AI2O3)
sem sígur i sig flussýruna. Þessi
gríma er létt og menn eru fúsir að
nota hana en eitt stærsta vanda-
málið við notkun ryk- eða gras-
gríma hefur verið það að menn
hafa ekki notað grímur vegna
þe§s að þær hafa verið til óþæg-
inda t.d. of þungar eða menn
svitnað og haft kláða eða önnur
óþægindi í andliti vegna þeirra en
einna verst hefur þó verið það að
þær hafa mismunandi mikla
öndunarmótstöðu, sem þeir menn
sem ekki eru heilbrigðir i lungum
eða hjarta finna mest fyrir.
Notkun slikra grima sem nefnd er
hér að ofan hefur minnkað fluor í
þvagi starfsmanna sem nota hana
þar sem það á við.
Hvenær á að nota ryk- eða gas-
grímu?
Af ástæðum sem hér að framan
hafa verið upp taldar er ljóst að
slíkan varnarbúnað á að nota þeg-
ar ryk- eða lofttegundir f and-
rúmslofti eru ofan við hættumörk
en einnig, hafi viðkomandi starfs-
maður óþægindi frá öndunarfær-
um þrátt fyrir það að þessi efni
eru undir hættumörkum. Áhersla
skal lögð á það, að ekki er ætlast
til þess að menn þurfi að nota
slikar grimur heilan vinnudag
samfleytt meðal annars vegna
þess sem að ofan segir um óþæg-
indi frá þeim, heldur er notkun
þeirra ætíð bundin við skemmri
tíma i einu hvern vinnudag t.d.
við sérstök varasöm störf, og sé
vinnustaður þannig að nota verði
grímu, verður að leysa það mál á
annan hátt t.d. með því að fleiri
menn skipti með sér störfum
þannig að sami maður sé ekki
heilan vinnudag einn við starfið
o.s.frv.