Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 46 — Ljösm.: E.Þ. Splunkunýr Peugoet-bfll ónýttist gjörsamlega á Grindavfkurvegi á laugardag um klukkan 15. Bfllinn var að fara fram úr ödrum, er ökumaður missti stjórn á honum og hann valt út fyrir veginn. Stúlka, sem var farþegi í bflnum, handleggsbrotnaði. Reykbindindi í MH í dag KENN'ARAR og nemendur Ilamrahlirtarskólans hafa strengt þess heit að reykja ekki innan dyra skólans I dag og eru reyking- ar hannaðar I þeim salrkynnum, sem heimilt hefur verið að reykja f f dag. Hjlmar Olafsson konrektor sagði í samtali við Mbl. í gær, að tillaga um þetta hefði komið fram frá nemendum og hefði henni verið tekið fengins hendi af skóla- stjórn. Hafa þrír aðilar innan skólans haft umsjón með skipu- lagningu reykbindindisins, 2 nemendur og einn kennari. Af þessu tilefni mun Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, koma í Menntaskólann við Hamrahlið og flytja erindi um skaðsemi reyk- inga. Ölvaður við skipstjórn TRILLA, um 10 rúmlestir, strandaði skammt innan við Voga síðdegis á laugardag, við bæinn Grænuborg. Einn maður var á bátnum og handtók lögreglan I Keflavík hann á strandstað, þar sem hann var grunaður um að hafa verið ölvaður við skipstjórn. Blíðskaparveður var og bjart, er trillan strandaði. Maðurinn var á leið frá Keflavík til Reykjavík- ur, er hann strandaði bátnum. Báturinn náðist út um nóttina eitthvað skemmdur. Málið er f rannsókn. Óvenjulegur árekstur ALLÓVENJULEGUR árekstur varð á aðalgötunni á Eyrarbakka í gær klukkan rúmlega 18. Þar rák- ust á bifreið og drengur, 11 ára gamall, er reið hrossi um götuna. Missti drengurinn vald á hestin- um, sem hljóp á bílinn. Hvorki drengurinn né hrossið meiddust svo teljandi sé, en miklar skemmdir urðu á bílnum, sem var af Saab-gerð. Brotnaði framrúða, vélarhlíf dældaðist og einnig þak bílsins. — Myrkvar Framhald á bls. 48 i skorizt og sá Mývetningum f/rir rafmagni á eðlilegan hátt. Um miðnætti leystist byggða- línan út aftur og þá varð allt Norðurland rafmagnslaust allt frá Borgarfirði syðra að Akur- eyri, en það stóð aðeins stutta stund. I dag var rætt um það í fullri alvöru meöal forráðamanna raf- magns og símamála á Akureyri að koma á beinu handvirku síma- sambandi milli Akureyrar og orkuversins við Laxá m.a. til að tryggja öryggi í tilvikum eins og þessum sem að framan er lýst. — Sv.P. — Kastró Framhald af bls. 1. þátt í meintri innrás frá Angóla ( suðurhluta Zaire. Erlendir fréttamenn fengu ekki aðgang að blaðamannafund- inum, en opinber fréttastofa Tanzanfu segir að Kastro hafi tekið Zairemálið upp á fundinum óspurður. Hann sagði að ástandið f Zaire væri innanrfkismál og sagði að Mobuto Sese Seko forseti Zaire, hefði fundið upp á inn- rásinni til að fá hernaðaraðstoð erlendis frá f haráttu sinni við andstæðinga sfna innan eigin landamæra. Kastro fór síðan öllum á óvart til Mozambique, þar sem Samora Machel, forseti, tók á móti honum. Áður en hann lagði af stað frá Dar Es Salaam vildi fylgdarlið Kastros ekkert segja um hver yrðfnæsti viðkomustaður. Alitið er að ferðalag Kastros standi i sambandi við fyrirhugaða ferð Podgornis, forseta Sovét- ríkjanna, til suðurhluta Afríku. Leggur hann af stað á þriðjudag í ferð til Tanzaníu, Zambíu og Mózambique. Ferð Podgornis hefur lengi verið í undirbúningi en ferð Kastros virðist hins vegar hafa verið ákveðin fyrir fáum dögum. Talið er að Sovétmenn vilji að hann undirbúi jarðveginn fyrir ferð Podgornis en Kastro nýtur nú mikillar hylli i suður- hiuta Afriku. — Hundruð sjúklinga Framhald á bls. 48 sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri fyrst og fremst skurðlækningadeild spítalans, sem lamaðist ef uppsagnir hjúkrunarfræðinganna kæmu til framkvæmda, og eins skurðstofu- gangurinn og rúmafjöldi skurð- lækninga- og lyflækningadeildar drægist saman. „Hér á Borgar- spitalanum verðum við að minnka rúmafjöldann um rúmlega helm- ing en samtals eru 400 rúm á vegum Borgarspítalans að með- töldum útibúum, en hins vegar eigum við eftir að gera okkur betri grein fyrir þessu, en engu að síður er ljóst að um neyðarástand verður að ræða, „sagði Haukur. Um slysadeild Borgarspítalans sagði Haukur, að hún myndi lam- ast að einhverjum hluta og alveg hvað varðar að leggja fólk inn á spítalann. „Það iiggur því ljóst fyrir að Landsspitalinn verður að miklu leyti að taka við þvi fólki,sem þarfnast innlagningar," sagði Haukur. Haukur kvað um 70 hjúkrunar- fræðinga af um 130 á Borgar- spítalanum hafa sagt upp störfum frá 1. apríl og væri hér miðað við heilsdags störf. Georg Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna, sagði er Mbl. ræddi við hann, að flestir hjúkrunarfræðingar sjúkrahússins hefðu sagt upp störfum frá 15. arpíl n.k. og myndi starfsemi sjúkrahússins dragast mjög mikið saman. Af fjórum deildum sjúkrahússins yrði að líkindum hægt að halda einni opinni, en sjúklinga á öðr- um deildum yrði að Iíkindum að senda heim. Lungnasjúklingar yrðu látnir sitja fyrir. „Ef þetta ástand varir stuttan tima verður hægt að bjarga sér, en annars er útlitið svart, „sagði Georg. Hann taldi að af 80 rúmum á Vífilstöð- um yrðu aðeins 20—30 rúm í notkun eftir 15. apríl ef af yrði. Logi Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala, sagði er Morgurblaðið náði tali af honum, að útlitið hjá þeim væri langt frá því að vera glæsilegt. Neyðarvakt hefði átt að hefjast 26. marz n.k. en frá því hefði verið horfið vegna uppsagna hjúkrunarfræðinganna, sem taka eiga gildi 1. apríl. „Það er ljóst að við verðum að loka gjörgæzludeildinni, barna- deildinni, skurðstofugangi og all- ar aðgerðir munu falla niður á meðan þetta ástand varir, „sagði Logi. Hann sagði að reynt yrði að hafa eina legudeild opna, en ekki lægi ljóst fyrir hvernig yrði með röntgendeildina, hins vegar væri ákveðið að hafa augnlækninga- deildina opna, þar sem ekkert annað sjúkrahús hefði jafn full- kominn útbúnað og þar væri. „Það verður reynt að útskrifa allt það fólk, sem hægt verður að senda heim, áður en hjúkrunar- fræðingarnir láta af störfum.ef málin breytast þá ekki á næstu dögum,“ sagði Logi. — Indland Framhald af bls. 1. ráðherra fyrr en eftir sex mánuði, ef flokkur hennar hefði haldið meirihluta, en nú er ljóst að svo er ekki og að hún verði að láta af völdum. Mikil fagnaðarlæti hafa verið meðal fyigismanna Janata á meðan úrslitin hafa verið að berast. Þúsundir manna dönsuðu á götum höfuðborgarinnar og veifuðu Janatafánum, gengnar voru göngur með trommuslagara i broddi fylgkingar og hrópuð slag- orð gegn stjórninni. Auk Indiru Gandhi féllu þrir ráðherrar í kosningunum, en sjálf tapaði hún þingsæti sínu með 55.000 atkvæða mun í hendur leiðtoga sósíalista, Raj Narain, sem dvaldist í fangelsi mest allan timann sem neyðarástand rikti í Indlandi. í síðustu kosningum 1971, vann Indira Gandhi þing- sæti sitt með 110.000 atkvæða meirihluta. Aðrir ráðherrar, sem töpuðu þingsætum sínum, voru Bansi Lal, varnarmálaráðherra, Shankar Dayal Sharma, sam- gönguráðherra, og Hari Ram Gokhale, dómsmálaráðherra. Indira Gandhi hefur verið for- sætisráðherra i 11 ár og hefur sett meiri svip á stjórnmál i landinu þennan tima en nokkur annar stjórnmálamaður. Hún og stuðningsmenn hennar álitu að svo myndi verða áfram og héldu vigreif til kosninga í þeirri trú að stjórnarandstaðan væri niður- brotin og sundruð. Hún vanmat þvi gróflega vilja kjósenda og getu stjórnarandstöðunnar til að sameinast til baráttu. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru nú farnir að skipuleggja stjórnar- skiptin. Fyrsta verkefni þeirra verður að kjósa leiðtoga á þingi, sem forseti landsins útnefnir síðan forsætisráðherra. Líklegast- ir til að hljóta þann heiður eru Moraji Desai, sem er 81 árs, fyrr- um aðstoðarforsætisráðherra og formaður Janataflokksins, sem stofnaður var fyrir tveimur mánuðum, og Jagivan Ram, fyrr- um landbúnaðarráðherra. Hann sagði af sér embætti í stjórn Indiru Gandhi í síðasta mánuði og stofnaði eiginn flokk, Lýðræðis- ráðstefnuna. Báðir þessir flokkar störfuðu náið saman í kosninga- baráttunni. — Loðna 1 Þör- ungavinnsluna Framhald af bls. 48 þurrkuð var, var flutt til Reyk- hóla á 4 bílum — samtals um 35 tonn. Nær lagi er að eitt tonn af þurrkaðri loðnu fáist úr hverjum 5 tonnum. Vilhjálmur sagði, að fyrir lægi pöntun frá Svium um 100 tonn af loðnuskreið og myndi verksmiðj- an þurrka eins mikla loðnu og hún gæti fengið. Verið er að smíða stíur, sem loðnan er látin á eftir að hún kemur úr þurrkofni verksmiðjunnar, þar sem hún verður fullþurrkuð við hægan blástur. Stíur þessar verða tilbún- ar eftir helgi og verður þá þegar hægt að hefja þurrkun loðnunn- ar. Loðnuþurrkun hefur verið í bi- gerð hjá þörungavinnslunni frá því i haust — sagði Vilhjálmur Lúðvíksson. Þegar erfiðleikarnir með þangskurðinn komu fram, gerði stjórn verksmiðjunnar til- lögur til iðnaðarráðuneytisins um það á hvern hátt mætti treysta rekstursgrundvöll verksmiðjunn- ar. Fengin var aðstoð sjávarút- vegsráðuneytisins og rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins til þess að smíða tilraunaþurrkara til þess að kanna, hvort unnt yrði að þurrka loðnu í þykkum lögum, svo að hentaði Reykhólaverk- smiðjunni. Þær tilraunir gáfust vel og lágu niðurstöður þeirra fyr- ir fyrir hálfum öðrum mánuði. Var þá ákveðið að hefja tilraun í stærri stíl um leið og fituinnihald loðnunnar leyfði, en það má ekki vera of mikið. Tilraunin tókst svo vonum framar eins og áður er getið, en möguleikar eru fyrir hendi að geta einnig þurrkað aðr- ar smáfiskategundir. Tillögur þær, sem stjórn Þörungavinnsl- unnar skilaði til ráðuneytisins á sinum tíma, voru settar í sérstaka nefnd og hefur hún enn ekki skil- að áliti. — Neyðarástand Framhald af bls. 15 úr því að flokkarnir 4 hafi getað sett deilur sínar og skoðana- ágreining og myndað kosninga- bandalag ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að stjórnarmyndun og samstarf gangi fljótt og vel. KENNINGAR MAHATMA GANDHIS TIL GRUNDVALLAR í stefnuyfirlýsingu sinni í upp- hafi kosningabaráttunnar lýsti Janataflokkurinn því yfir að stefnan í efnahags og félags- málum í Indlandi skyldi grund- völluð á kenningum Mahatma Gandhis. Lofað var að dregið skyldi úr miðstýringu á sviði stjórnmála og efnahagsmála og að landbúnaður, bómullarrækt og smáiðnaðar myndu fá forgang yfir þungaiðnað, sem mest áherzla hefur verið lögð á á undanförnum árum. Ljóst er að Jagjivan Ram mun gegna mikil- vægu hlutverki í hinni nýju stjórn, enda er hann talinn helzti keppinautur Desais um forsætis- ráðherraembættið. Hann sð koma í veg fyrir valdabaráttu og skor- aði í dag á indversku þjóðina að sýna þeim virðingu og tillitssemi, sem tapað hefðu í kosningunum, einkum frú Indíru, ósigur í kosn- ingum væri óaðskiljanlegur hluti lýðræðis, en ætti ekki að nota til að særa tilfinningar fólks. — Rekstrar- og afurðalán bænda Framhald af bls.31 sjávarútvegi mætir rekstrarerfið- leikum, eða hyggst vinna markað í nýjum heimshlutum, Afriku eða Asiu, fær hún þá sams konar „út- flutningsbætur“ eða fyrirgreiðslu úr ríkissjóði? Eða hvað um iðnað- inn? Hvað um álútflutninginn, sem nam 12.000 m.kr.? Á að styrkja hann með 6.000 m.kr.? Hér er auðvitað um „hringa- vitleysu að ræða“ sagði Gylfi sem ætti ekki að heyrast á hinu háa Alþingi. Gylfi vék og að því hvort ekki væri rétt að niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðir innanlands yrðu greiddar neytendum beint, þann veg, að þeim væri í sjálfsvald sett, hvern veg þeir ráðstöfuðu þessu fé, eða hvort þeir vildu stuðla að sparnaði með þvi að leggja það fyrir að hluta til. Ég vek athygli á þeirri hygmynd, sagði Gylfi, hvort ekki sé rétt að þessum niður- greiðslum sé breytt í beinar greiðslur til neytenda — og þeir séu sjálfráðir um ráðstöfun þeirra. Gylfi sagði hinsvegar framkoma tiilögu réttlætismál bænda, sem sjálfsagt væri að styðja enda væri hin í samræmi við það, er gilti um aðrar framleiðslugreinar í land- inu. (Nokkrir þingmenn voru á mælendaskrá er umræðu var frestað). — Narain Framhald af bls. 15 Hann sagði við Reuter- fréttastofuna í síðustu viku: „Það verður kraftaverk ef hún vinnur. Ég skil ekki af hverju hún hættir ekki strax. Ég er þegar búinn að vinna.“ Narain, sem er lögfræðingur, var oft settur i fangelsi í sjálf- stæðisbaráttunni gegn Bretum og síðar fyrir uppþot sósíalista- flokksins. Hann stærir sig af því að hafa setið í fangelsi hálfa ævina. Hann átti sæti i efri deild frá 1966 til 1972 og aftur frá því í april 1974. — Skákviðtöl Framhald af bls. 19 ekki þó alveg eins hvasst en Spassky er aðgerðarlausari en hann á að sér Það er eins og Hort skorti ákveðni til að leggja verulega til atlögu. nema þá helst í skákinni. sem þeir eru að tefla núna. Liklega hefði einvigið orðið alh öðru vísi, ef Spassky hefði fallið á tima í þriðju skákinni en ekki Hort Mér hefur fundizt gaman að fylgjast með ein- vginu (þess má geta að Ólöf starfar einnig við minjagripasölu Skáksam- bandsins) og það hefur gefið því aukið gildi að hinar einvigis- skákirnar eru skýrðar hérna jafn- óðum — Unglinga- landsliðið Framhald af bls. 21 íslenzka liðið sýndi ekki eins góðan leik í seinni leiknum, og eink- um var seinni hálfleikurinn slakur hjá liðinu þá. í leikhléi munaði reyndar aðeins einu marki, staðan var 6—5 fyrir Þjóðverja, en i seinni hálfleiknum skoruðu íslendingarnir aðeins tvö mörk, en Þjóðverjar nýttu hins vegar sóknir sínar vel. Úrslitin urðu 14—7. Eins og i fyrri leiknum var það Þorbergur Aðalsteinsson sem var bezti maður íslenzka liðsins. Hann skoraði 3 mörk, Simon Unn- dórsson skoraði 2 mörk, Hannes Leifsson 1 mark og Gústaf Björnsson 1 mark. Ætlunin var að unglingaliðið léki einnig landsleik við Dani i ferð þess- ari, en af þvi gat ekki orðið. — Fíkniefni Framhald af bls. 10 sem gera könnunina sem getur varla spillt niöurstöðum hennar. í ljós kom að 77,7% neyta áfengis í einhverjum mæli, og var hlutfallið frá 66—82% og kváðust 12% drekka oftar en vikulega. Meira virðist drukkið á höfuð- borgarsvæðinu eða 80% á móti 70% úti á landi, en þar drukku 14% vikulega eða oftar, á móti 11 % á höfuðborgarsvæðinu. Allir voru sammála um að mjög auðvelt væri að ná í áfengi, flestir fengju það hjá kunningjum eða keyptu það sjálfir í ríkinu. Drykkja var mjög litil innan veggja skólanna (fyrir utan heimavistarskólana) nema á skólaskemmtunum. Ahrif frá kunningjum voru þyngst á metunum þegar um var spurt hvers vegna fólk drykki og næst þar á eftir forvitni. Þess má geta að ekki var spurt hve mikils áfengis væri neytt í hvert sinn, sen sterk (brennd) vin eru langmest drukkin. Fikniefnaneysla reyndist vera 6,3% að meðaltali yfir skólana og var hlutfallið frá 1%—16,0% i skóla. Neyslan á höfuðborgar- svæðinu var á bilinu 8—9% en landsbyggðin aðeins með rúm 2%. Og virðist því nokkur að- stöóumunur hér á landi í þessum málum. Hlutfallið er hæst í FS (Keflavík) og hvort nærvera hersins hafi þar einhver áhrif á er ekki gott að segja, allavega virðist auðveldast að ná i fíkni- efni þar. Oftar en hálfsmánaðarlega neyttu 4,4% á höfuðborgarsvæð- inu en aðeins 0,1% á landsbyggð- inni. Mjög fáir neyta fikniefna oftar en vikulega. Mjög fáir neyta fikniefna í skólahúsi eða á skóla- skemmtunum, heldur miklu frek- ar í góðra vina hópi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.