Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 48
 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 AKa.VSIMíASÍMIW ER: 22480 IHorxiimblflöií) ll.skák- in í dag Loðna þurrkuð í verksmiðju Þör- ungavinnslunnar Danskt fyrirtæki auglýsir norska ull sem íslenzka Uppsagnir hjúkrunarfræðinganna: Hundrud sjúklinga verða send heim ef til uppsagna kemur ELLEFTA einvígisskák Spasskys og Horts hefst á Hótel Loftleiðum klukkan 17 i dag og hefur Spassky hvítt. Á sunnudag bar Hort sigurorð af Spassky í 10. skákinni. Gafst Spassky upp eftir 34 leiki. Leikar standa því jafnir, 5:5,þegar aðeins tveimur skákum er ólokið í einvíginu. Sjá nánar um skák á bls. 18, 19 og 30. Góugróður Veðurblíðan hefur verið ein- stök vfðast hvar um landið í vetur og það er ekki undarlegt þó krókusarnir séu vfða farnir að opna sig. Sigurgeir ijós- myndari í Vestmannaeyjum tók þessa mynd í garði á Strembugötu í Eyjum um helg- ina og hann segir okkur að páskaliljurnar muni fylgja for- dæmi krókusanna á næstu dög- um. Ilvort þetta er aðeins góugróður, sem fellur fyrir sumar er svo spurning sem erf- itt er að svara. LJÓST er nú að mikil vandræði verða á sjúkrahúsum á höfuð- borgarsvæðinu, ef hjúkrunar- fæðingar á Borgarspftalanum, Landakotsspítala og Vffilsstöðum láta verða að því að hætta störfúm 1. og 15. apríl n.k. Eftir þeim Landssím- inn myrkvar Norðurland Akureyri, 21. mar/. MEGIN'HLUTI veitusvæðis Lax- árvirkjunar varð rafmagnslaus klukkan rúmlega 22 f gærkvöldi og hélzt svo f röska klukkustund. Frumorsök rafmagnsleysisins var bilun f örbylgjukerfi Lands- sfmans, en síðar urðu ýmsar keðjuverkanir með fyrrgreindum afleiðingum. Einnig tók af allt sfmasamband á miklum hluta Norðurlands. Fjarmæling er um örbylgjusam- band Landssímans á álaginu á Hvalfjarðarstreng byggðalínunn- ar og er unnt að stjórna þvi frá Akureyri. Ef truflanir verða á örbylgjusambandinu er hætta á að rofi í Rangárvallastöð slái út og við það leysist öll byggðalínan út. Bilanir af þessu tagi eru því taldar afar sjaldgæfar. 1 þetta sinn leystist byggðalinan út og það olli því aftur að Laxár- virkjun sló út, þannig að allt veitusvæði hennar, nema Mývatnssveit, myrkvaðist. Þar sem símasamband rofnaði sam- tímis náðist ekki samband milli Akureyrar og vélavarðanna við Laxá, svo að ekki varð hættandi á að hleypa rafmagni á háspennu- línurnar meðan svo var og enginn vissi hvað hinn aðilinn var að gera. Það var ekki fyrr en um klukkan 23. að allt komst í samt lag aftu-r og ljósin kviknuðu. Jarð- gufustöðin í Bjarnarflagi starfaði allan tímann eins og ekkert hefði Framhald á bls. 46 upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær, verður að líkindum að tæma 200 rúm af 400 á Borgar- spftalanum, starf á slysadeild spftalans verður mjög takmarkað, t.d. verður ekki hægt að leggja fólk inn f sjúkrahúsið, sem kom- ið verður með á deildina. Á Vífilsstöðum verður að Ifkind- um aðeins hægt að halda einni deild af fjórum opinni og verður það lungnadeild. Þar eru nú 80 rúm, en verða aðeins 20—30 ef hjúkrunarfræðingarnir leggja niður störf. Á Landakotsspftala er öruggt að loka verður gjörgæzludeild, barnadeild og allar aðgerðir á skurðstofugangi munu falla nið- ur, en reynt verður að hafa eina legudeildina opna. Hins vegar verður reynt að hafa augndeild- ina opna, þar sem hvergi annars staðar er slfk aðstaða fyrir hendi á sjúkrahúsum. Á Landakotsspít- ala hafa 2/3 af starfandi hjúkrunarfræðingum sagt upp störfum. Samkvæmt þessu er ljóst að á næstunni verður að senda f jölda sjúklinga heim. Morgunblaðinu var tjáð í gær að hjúkrunarfræðingar hefðu rétt um 110 þús. kr. mánaðarlaun að meðtöldum greiddum kaffitíma, en með vaktaálagi hefðu þeir 120—130 þús. kr. á mánuði og ennfremur kom í ljós, að launa- kröfur þessa fólks eru nú miklar. TILRAUN til loðnuþurrkunar var gerð f Þangmjölsverksmiðj- unni á Reykhólum í sfðustu viku og gafst svo vel, að ákveðið var á stjórnarfundi verksmiðj- unnar f gær að hefja loðnuþurrk- un í stærri stfl, en fyrir liggur pöntun á 100 smálestum af loðnu- skreið, sem fara á til Svfþjóðar, þar sem hún verður notuð til fóð- urs fyrir hunda. Samanlagt út- flutningsverðmæti þessarar tSLENZKIR framleiðendur ullar- og skinnavara hafa að undan- förnu tekið þátt f kaupstefnunni Scandinavian Fashion Week f Bella Center f Kaupmannahöfn. Það vakti sérstaka athygli þeirra Islendinga, sem með sýningunni Haukur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, Framhald á bls. 46 ÍR og Vík- ingur unnu í GÆR fóru fram tveir leikir í 1. deild íslandsmótsins f handknatt- leik f Laugardalshöllinni. ÍR sigr- aði Gróttu með 23:17 eftir að stað- an hafði verið 13:7 í hálfleik. Víkingur sigraði Val með 21:20 i spennandi en frekar slökum leik.i Staðan í hálfleik var 13:10 Val í vil. I loðnuskreiðar er um 37 milljónir króna. Vilhjálmur Lúðvíksson, stjórnarformaður Þörungavinnsl- unnar á Reykhólum, sagði i við- tali við Morgunblaðið í gær, að á föstudag og laugardag hefði verið þurrkuð loðna, rúmlega 6 tonn, og væri útflutningsverðmæti hennar um 2 milljónir króna. Tókst þessi tilraun ágætlega, en loðnan, sem Framhald á bls. 46 fylgdust að þar sýndi danskt fyrirtæki, Stobi, fatnað úr ull og var hluti fatnaðarins auglýstur með þeim hætti að hann væri framleiddur úr fslenzkri ull. Þá sýndi þetta fyrirtæki einnig nokkrar flfkur, sem unnar voru eftir fslenzkum fyrirmyndum og mynztrum en þar á meðal var ullarjakki, sem auglýst var að væri úr fslenzkri u11 og var þar um að ræða eftirlfkingu af ullar- jökkum, er fyrirtækið Pólarprjón á Blönduósi hefur framleitt og selt á erlendum markaði. Starfs- menn Stobi viðurkenndu f við- tölum við tslendinga á sýning- unni að ullin f frökkunum væri norsk. Pétur Eirfksson, fram- kvæmdastjóri Álafoss, staðfesti að Alafoss hefði á undanförnum árum selt Stobi nokkuð af ullar- bandi og þá bæði til vélprjóns og handprjóns en hins vegar hefði Alafoss ekki selt fyrirtækinu band, sem hægt væri að nota f fyrrnefnda jakka, sem danska fyrirtækið auglýsti að væru fram- leiddir úr fslenzkri ull. Eins og fram kom hefur Álafoss selt fyrirtækinu Stobi ullarband og hófst sá útflutningur um 1968. Fyrirtæki þetta er rekið af Gunn- ari Stockholm, sem á sínum tíma vann að því að koma á fót fyrir- tækinu Akraprjón á Akranesi. Hefur Stobi, sem er i bænum Hurup á Jótlandi, i þjónustu sinni hóp kvenna, sem handprjónar Framhald á bls. 34 Utanríkisráðherra Svíþjóðar í opinberri heimsókn: Ahugaverðasta land, sagði Karin Söder við komuna til Rvíkur Utanrfkisráðherra Svfa, Karin Söder, kom til Reykjavfkur f gærkvöldi. Er hún hér í opinberri heimsókn, en sfðan mun hún sitja fund utanrfkisráðherra Norðurlandanna sem verður í Reykjavfk á morgun. Klukkan 9:30 í dag hefjast viðræður hennar og Einars Agústssonar utanríkisráðherra og kl. 11:00 mun Karin Söder hitta forseta íslands dr. Kristján Eldjárn. Klukkan 12:15 er hádegisverður í boði utanríkisráðherra og aó honum loknum mun hún skoða hitaveitu Reykjavikur, en að sögn hefur hún áhuga á orkumálum. Klukkan 17 er fundur með blaðamönnuni, en síðan er móttaka í sænska sendi- ráðinu, kl. 18 — 19.30, og lýkur þar með hinni opinberu heimsókn. Við komuna til Reykjavikur í gær sagði Karin Söder, að hún væri nú i fyrsta sinn á íslandi, hún hafði þó séð nokkuð af landinu áður úr lofti, er hún var á ferð til Bandaríkjanna. Sagðist hún hafa mikinn áhuga á að kynnast nánar náttúru landsins, en það væri án efa það áhugaverðasta sem hún hefði komið til og í því sambandi nefndi hún sérstaklega Vestmannaeyjaferð sem fyrirhuguð er á fimmtudag. (Ljósm. Mbl. Rax.) Karin Söder, utanrfkisráðherra Svfþjóðar, við komuna til Reykja- víkur f gær, ásamt Olof Kaijser, scndihcrra Svfa f Reykjavfk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.