Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. APRlL 1977 11 Hrafn Gunnlaugsson: Að hafa efni á lífinu 1. Rfkidæmi fyrir ösku- karl Að hafa efni á því að þurfa ekki að drepa sig á yfirvinnu, er að vera ríkur maður. Að hafa efni á því að drekkja ekki landinu í mengun frá stóriðju, er að vera rík þjóð. Þeirri hugsun er haldið fast að fólki, að nauðsynlegt sé að koma á fót stóriðju á Islandi til að tryggja að við^verðum áfram i flokki ríkustu þjóða heimsins og til að við getum veitt okkur | þann munað sem við girnumst. En rfkidæmi felst samt ekki alltaf í þvi að geta veitt sér meira, heldur miklu fremur í þvi að geta sloppið við alls kon- ar áþján og leiðindi, sem sá minna megandi verður að taka á sig, vegna fátæktar. En i hverju felst velmegun? Ef við viljum nota ríkidæmi okkar til að skapa betra um- hverfi og betri lifskjör handa ókomnum kynslóðum, verðum við að varast að fórna þvi bezta sem landið á: ómengaðri nátt- úru og upprunalegri einstakl- ingshyggju. Aðrar þjöðir hafa neyðst til að sviða land sitt og eitra vatnið til að tryggja efna- hagslega velmegun. En erum við ekki nógu rík til að hafa efni á að sleppa slikum örþrifa aðgerðum og lifa í sátt við landið? Viljum við að sú óværa sem mengunarspúandi stóriðja er grasseri á íslenzkri grund? Höfum við efni á hreinu landi? Er til meiri munaður en hreint land, á meðan stór hluti mannkynsins er að drukkna í eigin skit? Höfum við efni á þeim munaði sem verður eftir- sóttari með hverju ári sem líður: óspilltri náttúru og að geta um frjálst höfuð strokið. 2. Mannlífið á oddinn Burt með spekúlanta stóriðj- unnar sem hoppa á þrútnum hagfæti um allar sveitir með það eitt í huga að blóðmjólka íslenzka náttúru. Við þurfum forystumenn, sem þora að setja mannlifið sjálft á oddinn, en lifa ekki fyrir það eitt, að skattpina allan almenning, til að geta selt ódýra orku til risafyrirtækja og reist skammsýni sinni minnis- merki. Við þurfum nýtt verðmæta- mat, þar sem byrjað er á því að spyrja: Höfum við efni á að vera manneskjur, í stað þess að vaða aurinn upp fyrir haus, til að búa til bætt lifskjör, sem eru í rauninni ekkert annað en múg- mennska þrælsóttans. Við þurfum að endurskoða allt okkar frumhlaup eftir orku og iðnaði, doka við og spyrja: Hvað þýða orðin „bætt lifskjör" eóa „velmegun"? Þýða þau fleiri verkamenn, gráa í ryki stóriðjunnar? — eða frjálsa menn sem lifa á ávöxt- um jarðar og hafsins í kring um þá? 3. Öskraó f feninu Viljum við lifa mannlífi eða eins og maurar i þúfu? — úr- gangsþúfu stóriðju, sem blæs ryki yfir náttúruna og fyllir landið af efnum sem eiga ekki heima í íslenzkri jörð. Höfum við efni á að vera til, eða ætlum við að drabba niður umhverfi okkar og drekkja þvi í óþverra, til að geta öskrað eins og brjálæðingar í feninu: Húrra! Stóriðja, enn meiri hag- vöxt og stóriðju. Lionsklúbburinn Muninn í Kópa- vogi aðstoðar FEF UM ÞESSA helgi eða á laugardag og sunnudag munu félagar I Lionsklúbbnum Muninn ganga í hús í Kópavogi og bjóða til sölu happdrættismiða Félags einstæðra foreldra, en ágóði af þessu happdrætti rennur til breytinga og lagfæringa á húsi félagsins að Skeljanesi 6. En jafn- framt lagfæringunni verður húsinu breytt þannig að gerðar verða 6 litlar ibúðareiningar, svo og verða einstaklingsherbergi og setustofa á rishæð. í þessu húsi er hugmyndin að starfrækja neyðar- heimili fyrir einstæða foreldra með börn, um stundarsakir eða þar til rætist úr fyrir þeim. Sá timi sem fólkið verður í hús- næðinu mun veróa notaður til þess að byggja það upp, hjálpa þvi til að standa á eigin fótum — bjarga sér. Ennfremur er hugsað fyrir að geta hjálpað einstæðum stúlkum i námi, með barn á framfæri, þar til þær hafa lokið námi eða starfs- þjálfun. Margir Kópavogsbúar eru í þessu félagi — og með því að kaupa happdrættismiða af félög- um úr Lionsklúbbnum Muninn, styðja Kópavogsbúar sina eigin meðbræður. Meðal vinninga er litasjónvarp — dregið verður 6. apríl n.k. (Fréttatilkinning frá Lionsklúbbnum Muninn) SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrsl- um. Þeir sem geta veitt upplýs- ingar um þessar ákeyrslur eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við lögregluna strax: Mánudaginn 21. marz. Ekið á bifreiðina R-21835 Volkswagen fólksb. árg. 1967 guldrapplitur. Þetta gerðist um kl. 08.00 um morguninn og sást til ferða ljós- leitrar bifreiðar af gerðinni Saab 96, sem var að aka þarna á brott og talin er vera tjónvaldur. Skemmdir á bifreiðinni voru: Vinstra framaurbretti dældað, skemmdir á framhöggvara, geymsluloki og ljósaumgjörð. Þriðjudaginn 22. marz. Ekið á bif- reiðina R-46687 Saab fólksbifr. árg. 1975 rauðbrúna að lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði á móts við Arnarhvol á timabilinu kl. 20.15 — 23.30. Skemmdir: Dæld á hægra framaurbretti. Rauður litur i ákomu. Mánudaginn 28. marz. Ekið á bif- Neísko! Það eru komnar spánýjar mussur Frá lögreglunni: Auglýst eftir vitn- um ad ákeyrslum reiðina R-35700 Austin Alegro fólksb. árg. 1977 rauða að lit, þar sem hún stóð á móts við hús nr. 12 við Hagamel á tímabilinu kl. 20.45 — 23.30. Skemmdir: Dældir í vinstri framhurð og framaur- bretti. Þriðjudaginn 29. marz. Ekið á bifreiðina Y-5400 Volks- wagen sendiferðabifr. árg. 1971 hvíta að lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Iðnskólann á timabilinu kl. 17.00 — 18.00. Skemmdir: Dæld á 50 cm hæð á vinstra afturaurbretti framan við hjól, svart klístur í ákomu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.