Morgunblaðið - 01.04.1977, Page 14

Morgunblaðið - 01.04.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 Einleikararnir — Svana Vfkingsdóttir (t.v.) og Dóra Björgvinsdóttir. Tónlistarskólinn: 2 ungir einleikarar á tónleikum á morgun Finnskir kommúnistar gagnrýna Norðmenn TÓNLISTARSKÓLINN I Reykja- vfk heldur tónleika I Háskólabíói á morgun laugardag, og hefjast þeir kl. 2.30 síödegis. Illjómsveit Tónlistarskólans leikur þar undir stjórn Marteins Hunger Friðriks- sonar en auk þess koma fram með hljómsveitinni tveir nemendur skólans sem einleikarar, þær Dóra Björgvinsdóttir og Svana Víkingsdóttir. Eru tónleikarnir áfangi I einleikaraprófi þeirra við skólann. I KVÖLD, 1. aprfl, kl. 20.30 verður efnt til kammertónleika á vegum Nurræna hússins. Þar leika Manuela Wiesler flautuleik ari og Ilalldór Haraldsson píanó- leikari, verk fyrir flautu og pianó eftir frakkann Jules Mouquet, ítalann Alfredo Casella og Pál Pamplieher Pálsson og ennfrem- ur eru á efnisskránni verk fyrir einleiksflautu eftir danann Fr. D. Kuhlau og norðmanninn Finn Mortensen. Þess má geta að þessir tónleikar eru haldnir í stað áður auglýstra Kökubazar Hvatar HVÖT, félag Sjálfstæðiskvenna, heldur kökubazar á morgun, laug- ardaginn 2. apríl, kl. 2 e.h. Bazar- inn verður í Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7. Að venju verður mikið um glæsilegar kökur á boðstólum. Seinast er Hvöt hélt kökubazar, seldust allar kökurnar upp á hálf- um klukkutima og var þó af miklu að taka. Nú er upplagt tækifæri til að kaupa kökur til páskanna á góðu verði Kökubazar í Hlíðaskóla FORELDRARAÐ Hlíðaskóla i Reykjavík efnir til kökubasars i skólahúsinu laugardaginn 2. apríl kl. 14—16 síðdegis. Og er ágóðinn ætlaður til styrktar bókasafni skólans, sem ráðið telur að þyrfti meiri bókakost. Munu foreldrar hjálpa til við að bæta þar úr með því að baka kökur, sem seldar verða á kökubasarnum. — Hafís Framhald af bls. 32 þannig að draga ætti úr norðan- strekkingnum á vestanverðu landinu, en vindurinn færðist að- eins austur á bóginn, þannig að ísinn ræki áfram upp að landinu. Þá sagði Páll, að vitað væri um viðáttumiklar isbreiður sem slitn- að hefðu frá meginisnum úti fyrir Norðurlandi, sem væri út af fyrir sig ekki svo hættulegt. Það sem verra væri, er að sá is sem nú berst upp að landinu kældi sjóinn verulega og sá ís, sem bráðnaði, leiddi til þess að seltumagnið í sjónum yrði minna, þetta allt undirbyggi næsta áhlaup betur, — og eftir þvi sem síðustu fregnir herma, má víða búast víð ís á fjörum í dag, sagði Páll. Hann sagði ennfremur, að ísinn hefði haldið sig í góðri fjarlægð Á efnisskrá tónleikanna verður forleikur að Semiramis eftir Ross- ini, þá konsert i g-moll op. 26 fyrir fiðlu og hljómsveit, þar sem Döra Björgvinsdóttir verður einleikari, og loks konsert í e-moll op. 11 fyrir pianó og hljómsveit en þar verður Svana Víkingsdóttir ein- leikari. Velunnarar skólans eru vel- komnir á þessa tónleika. söngskemmtana, sem Bonna Söndberg frá Danmörku átti að halda hér. Vegna veikinda varð hún að fresta för sinni til Islands, en hún er væntanleg í síðustu viku apríl, og mun hún þá halda tvenna tónleika 26. apríl og 28. apríl. Aðgöngumiðasala að tónleikum Manuelu Wiesler og Halldórs Haraldssonar veróur i kaffistofu Norræna hússins og við inn- ganginn. Verð aðgöngumiða er kr. 400.-. frá landinu í vetur, en sjálft ís- magnið t.d. kringum Jan Mayen hefði virzt vera meira en á undan- gengnu hlývirðaskeiði. Sagði hann ennfremur, að þótt ekki væri vist að isinn kæmi upp að landinu i þessu norðanveðri, gæti allt gerzt, þar sem apríl og maí væru aðalisamánuðirnir. Landhelgisflugvélin TF-Syn fór í Iskönnunarflug í gær og var ísinn kannaður á svæðinu frá Þistilf irði vestur með Norður- landi allt að Bjargtöngum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Sigurjón Hannesson skip- herra á flugvélinni gaf við kom- una til Reykjavíkur, þá var sundurlaust íshrafl á siglingaleið fyrir Sléttu og stakir jakar sáust allt að 12 sml. austur fyrir Hraun- hafnartanga. Austast voru is- spangir 35 sml. 40° réttvísandi frá Langanesi og lágu þaðan í norður á 68°10’N og 12.50°’V. Innri mörk issins vestan við Sléttu voru 16 sml. .austan við Grímsey, lágu mörkin siðan í sveig norður fyrir Grímsey i 14 sml. fjarlægð norður af eynni og i 26 sml. fjarlægð V frá Grímsey. Þá var ís 20 sjómilur NV af Strákum, 10 sml. NV af Skaga, 20 sml. NA af Selsskeri, 15 sml. NA af Horni, 6 sml. N af Horni og 6 sml. norður af Kögri. Þaðan liggja mörkin til NNV í átt að meginísn- um. Meginísinn liggur milli eftirfar- andi punkta: 67°50’N og 16°10’V, 67°50’N og 18 V, 30 sml. NV-af Deild og 77 sml. N-af Horni, 40 sml. NV-af Kögri, 63 sml. NV-af Deild og 77 sml. NV-af Bjargtöng- um. Slæmt skyggni var fyrir Norðurlandi og sáust stakir jakar illa. Sigling fyrir Sléttu og yfir Húnaflóa er varasöm í myrkri. — Lagarfoss Framhald af bls. 32 neskja væri um hvenær horfur væru á að skipið yrði afgreitt. Lagarfoss fór til Port Harcourt með um 20 þúsund balla af skreið, og er þetta í fyrsta sinn, sem skip sent beint til Nígeriu með skreið frá Islandi. Fram til þessa hefur skreiðinni ávallt ver- ið umskipað í Hamborg. Oft á tíðum hafa skip þurft að bíða svo vikum og mánuðum skiptir eftir að fá losun í Nígeríu og komið hefur fyrir að farmur þeirra hef- ur verið meira og minna ónýtur þegar honum hefur verið skipað á land. Þrjátiu og eins manns áhöfn er á Lagarfossi, þar af tvær konur. — Gromyko ber í borðið Framhald af bls. 1. siðari árum hefðu komíð frá Sovétríkjunum. Hann sakaði Bandarikjamenn um að reyna að endurskoða Vladivostok- samninginn frá 1973 og torvelda gerð nýs Salt-samnings um tak- mörkun kjarnorkuvigbúnaðar með óaðgengilegum tillögum. En þótt Gromyko væri hvass i máli itrekaði hann að það væri stefna Sovétrikjanna að viðhalda góðum og vinsamlégum sam- skiptum við Bandaríkin og efla slökunarstefnuna détente. í Washington töldu bandariskir embættismenn ekki þörf á aukn- um vígbúnaði og eflingu land- varna ef samningar tækjust ekki við Rússa en sögðu að Carter for- seti gæti fyrirskipað aukna vopnasmiði til að styrkja samn- ingsaðstöðu sína. Þeir voru von- sviknir vegna þess að viðræður Vance utanrikisráðherra í Moskvu fóru út um þúfur en höfðu að leiðarljósi þau ummæli Carters að hann hefði ekki misst kjarkinn. í sameiginlegri yfirlýsingu sem var birt í Washington og Moskvu var lítið fjallað um kjarnorku- vopn að öðru leyti en því að sagt var að málið yrði tekið fyrir aftur i Genf i maí. Á fundi Vance og Gromyko í maí verður einnig fjallað um ástandið i Miðausturlöndum, en það var eitt helzta umræðuefni þeirra í Moskvu. — Norðmenn og EBE Framhald af bls. 1. Aður en viðræðurnar hófust i dag ræddi Jens Evensen, haf- réttarráðherra, stuttlega við Finn Olav Gundelach, fiskimálafull- trúa. Fulltrúar frá öllum aðiidar- löndum EBE sátu siðan fyrsta fundinn þannig að hafa mætti þá með i ráðum. í viðræðunum munu Norðmenn ekki krefjast skriflegrar trygging- ar fyrir heimild til veiða innan 12 milna, aðallega við Bretland. Samningsaðilar eru sammála um að jafnvægi eigi að rikja milli veiða Norðmanna á EBE-miðum og EBE-landa á norskum miðum en Norðmenn vilja miða það við aflaverðmæti en EBE við afla- magn. EBE gerir það jafnframt að kröfu sinni að gerðardómur skeri úr um deilur sem kunna að koma upp um ákvörðun kvóta og fleira. EBE viil einnig að samþykkt verði að endurskoða megi hugsanlegan samning í ljósi end- anlegrar niðurstöðu hafréttarráð- stefnu SÞ. Norðmenn eru andvíg- ir báðum þessum kröfum en möguleikar virðast vera á mála- miðlunarlausn. En erfiðast verður að ná sam- komulagi um þá kröfu Norð- manna að þeir ákveði sjálfir hvaða skip fái að veiða á norskum miðum án tillits til þess frá hvaða EBE-landi þau koma. Þar fneð vilja Norðmenn i raun og veru ákveða hve mikinn kvóta hvert einstakt EBE-ríki skuli fá og það brýtur gegn Rómar-sáttmálanum. — Bretar leyfa hagsbandalagsins til veióa á brezkum miðum. Finnar og Portúgalir fá ekki að veiða innan brezku mark- anna frá og með deginum á morgun að telja þar sem Efna- hagsbandalagið hefur ekki veitt þeim rétt til þess. Framhald af bls. 1. Deilur um varnarmál Auk Geirs Hallgrimssonar töl- uðu tveir forsætisráðherrar við umræðurnar i dag, þeir Anker Jörgensen og Martti Miettunen. Miettunen minnti á I ræðu sinni, að Finnar hefðu gert það að skil- yrði fyrir aðild að Norðurlanda- ráði, að varnarmál yrðu ekki til meðferðar i ráðinu. Sagði hann, að Urho Kekkonen, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, hefði áréttað þetta atriði i fyrstu ræðu sinni á fundi ráðsins eftir að Finnar gerðust aðilar. „Síðan hef- ur liðið 21 ár og þetta grund- vallaratriði er enn I fullu gildi,“ sagði Miettunen, og eru þau orð túlkuð sem viðvörun við því, að öryggis- og varnarmál yrðu tekin til umræðu. Kekkonen, Finnlandsforseti, kom til þingsins og heiðraði það með nærveru sinni um það leyti, sem deilurnar um varnarmálin blossuðu upp. Saarinen kom flestum á óvart með þvi að hvetja beint til þess, að Norðmenn gengju úr NATO og að öll Norður- lönd stæðu utan varnarbanda- laga. Kvað hann það öruggustu og skynsamlegustu lausnina fyrir þjóðir Norðurlanda. Hann minnt- ist á skrif norskra blaða á undan- förnum mánuðum eftir heimsókn Kekkonens til Noregs og kvað hann þau fjandsamleg og jafnvel móðgandi. „Við Finnar erum stoltir yfir þvi, að Finnland er sjálfstæðara og óháðara nú en nokkru sinni fyrr. Finnar eru ekki aðilar að neinu hernaðar- bandalagi." Þau skrif norskra blaða, sem Saarinen gagnrýnir, eru sprottin af ummælum Kekkonens vegna þátttöku vestur-þýzkra hermanna í heræfingum í Noregi. Sagði Kekkonen, að Finnar teldu sér það ekki óviðkomandi hvaða herir væru á norsku landsvæði. Litu norsku blöðin á þessi ummæli sem óviðeigandi afskipti af norsk- um innanríkismálum. Saarinen sagði, að skrif norsku blaðanna væru móðgandi fyrir finnsku þjóðina og væru ekki til þess fallin að bæta norræna sam- vinnu. Hvatti hann norsku’stjórn- ina til að vinna gegn slikum skrif- um. Hann sagði, að þátttaka Vest- ur-Þjóðverja i heræfingum á norsku landsvæði hefði dregið úr trausti manna og trúnaði á norsk- um stjórnmálum og yfirlýsingum. Síðan varpaði Saarinen fram þeirri spurningu, hvort ekki væri öruggara fyrir öll Norðurlöndin að halda sig utan varnarbanda- laga og mynda kjarnorkulaust ^/svæði, sem Bandaríkin og Sovét- ríkin tryggðu öryggi. Kvað hann tima vera til kominn að menn hættu að ímynda sér, að Sovét- ríkin hygðust almennt gera árásir á önnur lönd, því enginn fótur væri fyrir slíkum ímyndunum. Norðmenn létu ekki á sér standa með að svara Saarinen, Trygve Bratteli gekk í ræðu- stólinn og sagði meðal annars: „Okkur eru öllum ljósar þær meginStefnur, sem einstök ríki Norðurlanda hafa valið í utan- ríkismálum sínum og hvernig þær greinir á. Að hálfu okkar Norð- manna hefur frá því Norður- landaráð var stofnað verið gengið út frá því, að það væri i Helsing- fors og hvergi annars staðar, sem ákvarðanir væru teknar um finnsk utanríkismál. Á sama hátt væntum við þess, að það grund- vallaratriði, sem gilt hefur á vett- vangi Norðurlandaráðs, feli einnig i sér að ákvarðanir um norsk utanríkismál séu teknar af norsku ríkisstjórninni og norska þinginu og hvergi annars staðar. Hvað norsk blöð skrifa get ég ekki rætt nánar um. I Noregi ræður ríkisstjórnin ekki yfir því, hvað skrifað er i blöð.“ Kaare Willock, þingmaður norska Hægri flokksins, sagði, að það væri fjarstæða að álita að Norðmenn hygðust nota varnar- mátt sinn til árása á önnur ríki. Benti hann á, að herviðbúnaður í Norður-Noregi væri hverfandi miðað við hvað væri á sumum öðrum stöðum í nágrenninu. Átti hann hér augljóslega við víg- búnað Sovétmanna á Kolaskaga. Þegar Willoch hafði lokið máli sínu stóð Kekkonen á fætur og gekk af þinginu, en hann hafði þá setið þar i um eina klukkutund. Orðrómur var um það, að finnski utanrikisráðherrann, Keijo Korhonen, myndi svara Willoch, en af því varð ekki. — Lax Framhald af bls. 32 ganga og notað þá til undaneld- is. Hafa slik seiði m.a. orðið til að flýta laxagengd í Leirvogsá, og lengt veiðitímann þar til muna. Veiðimálastjóri sagði að hér væri um mjög ánægjuleg tið- indi að ræða, íslenzkir stang- veiðimenn og áhugamenn um fiskrækt hefðu lengi velt fyrir sér hvernig lengja mætti veiði- tímabilið hér á landi til sam- ræmis vió það sem gerist í Bret- landi og Noregi, en laxar af sama stofni ganga í árnar I þessum löndum. Þór sagði að hann teldi liklegt að veiðar yrðu leyfðar i Elliðaánum um 15. þessa mánaðar og i öðrum ám eftir þvi sem laxinn gengi. Hann sagði að fiskifræðingarn- ir Árni ísaksson og Jón Kristjánsson hefðu tekið nokkra laxa upp í Kollafjörð til að gera á þeim hreistursrann- sóknir og aðrar rannsóknir til að ákvarða aldur fiskanna, hvenær þeim hefði verið sleppt og hve lengi þeir hefðu verið í sjó. Magnús Ólafsson læknir for- maður SVFR sagði við blaóa- mann Mbl, er hann hitti hann inn við Elliðaár í gærkvöldi, þar sem klaknefnd félagsins var að draga fyrir klaklax, að stjórnarmenn SVF’R hefðu ekki gert sér grein fyrir hvað þetta þýddi fyrir félagið. Búið væri að selja öll leyfi í Elliðaánum frá 10. júní, en væntanlega yrðu einhver leyfi seld fram til þess tima, er Veiðimálastofnun hefði ákveðið hvenær veiðar mættu hefjast. Magnús sagði að SVFR-menn vonuðu að auk veðurfarsáhrifanna mætti einn- ig rekja þessa laxagengd til til- rauna félagsins til að rækta seiði undan snemmgengnum löxum. Væri vissulega gleðilegt til þess að hugsa að menn gætu byrjað að renna fyrir lax í apríl eða mai. — Spassky Framhald af bls. 32 ur Skáksambandsins, sagði i samtali við Morgunblaðið að það væri rétt, að Skáksamband- ið hefði verið að svipast um eftir húsnæði fyrir skákeinvíg- ið ef svo færi að það drægist mjög á langinn. Hefðu mögu- leikar verið kannaðir á því síð- ustu daga að flytja það i Laugardalshöllina eða Mennta- skólann við Hamrahlíð. Sæmdir heid- ursmerkjum fálkaorðunnar I FRÉTT frá orðuritara segir að forseti íslands hafi í gær sæmt eftirtalda menn heiðursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: Árna Gestsson forstjóra riddarakrossi, fyrir störf að félagsmálum verzlunarmanna, Ásgrim Halldórsson fram- kvæmdastjóra, Höfn í Hornafirði, riddarakrossi, fyrir viðskipta- og féiagsmálastörf, Jakob Jónsson lögregluvarðstjóra, riddarakrossi, fyrir lögreglustörf, Maríu Hildegard, príorinnu St. Jósefs- spítala í Reykjavík, riddarakrossi fyrir liknarstörf, og dr. Sigurð Samúelsson prófessor, stórridd- arakrossi, fyrir störf á sviði heil- brigðismála. Kammertónleikar í Norræna húsinu í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.