Morgunblaðið - 01.04.1977, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Arnarnes Arnarnes
Okkur vantar
blaðburðarfólk
í Arnarnesið strax.
Talið við afgreisluna í Garðabæ sími
42988 eða í Reykjavík sími 10100
Félag bílamálara
Skemmtun i Golfskálanum, Grafarholti
laugardaginn 2. apríl kl. 21 00. Takið
með gesti. Sími 85353.
Stjórnin.
Hitaveita
Suðurnesja
óskar að ráða vélstjóra. Réttindi i vélvirkj-
un áskilin. Umsókn ásamt upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf sendist
Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 a
Keflavík fyrir 1 5. apríl.
Smurbrauðs-
dama
óskast
Smurbrauðsdömu vantar að Hótel Borg,
eða stúlku sem hefur áhuga á slíku starfi
og vill kynna sér þau nánar.
Upplýsingar veitir hótelstjóri.
Tveir duglegir
26 ára gamlir menn óska eftir atvinnu
sem fyrst. Allt kemur til greina. Upplýs-
ingar í síma 23080 í dag.
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra við Heilsuhæli
N.L.F.Í. í Hveragerði er laus til umsóknar.
Skriflegar umsóknir ásamt uppl. um fyrri
störf og meðmælum ef fyrir hendi eru
sendist forseta félagsins frú Arnheiði
Jónsdóttur, Tjarnargötu 10 C, Reykjavík
fyrir 30. apríl n.k.
Skrifstofustúlka
óskast
til símavörzlu og annara alhliða starfa á
skrifstofu Lifeyrissjóðs. Uppl. um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist blaðinu
fyrir 7. apríl n.k merkt: Skrifstofustúlka
2047.
Starfsmaður óskast
Óskum eftir að ráða handlaginn, vand-
virkan ungan mann, við ísetningar og
viðgerðir á ökumælum.
Umsóknin er greinir frá aldri og fyrri
störfum sendist fyrir 2. apríl.
Gunnar Ásgeirsson HF.,
Suðurlandsbraut 16,
Háseta
vantar strax á 140 tonna netabát frá
Hafnarfirði. Uppl. í síma 51 167.
Götun
Óskum eftir að ráða starfskraft til starfa á
skrifstofu okkar. Götunardeild. Nauðsyn-
legt er að umsækjandi hafi starfsreynslu
við götun og endurgötun. Hér er um fram
tíðarstarf að ræða. Allar nánari uppl. veitir
starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins að
Skúlagötu 20
Sláturfélag Suður/ands.
•IUJAAMARNIC
Loftpressu
maður
Óskum að ráða satrfsmann til ýmissa
verka. Aðalstarf er vinna á loftpressu.
Upplýsingar veitir bæjarverkstjóri í síma
21180. Bæjarstjóri
Veitingahúsið
Armúla 5
óskar að ráða framreiðslumann sem fyrst.
Umsókn sendist í pósthólf 5143.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
Silungsveiði
Tilboð óskast í ána Dalsá, Fáskrúðsfirði
sem er til leigu í sumar.
Nánari upplýsingar veitir Landssamband
veiðifélaga, sími 1 5528 frá kl. 5 — 7.
Tilboðum sé skilað til Morgunblaðsins
fyrir 13. apríl n.k. merkt: Veiði — 2292.
þakkir
Þakka vinum og vandamönnum hlýjar
kveðjur og heillaóskir og góðar gjafir í
tilefni 75 ára afmælis míns þann 24.
þ.m.
Guðmundur Björnsson
Einbýlishús
á ísafirði
Til sölu er húseignin Seljalandsvegur 28,
ísafirði. Húsið er tvær hæðir og kjallari.
Hvor hæð 78 fm. Bílskúrsréttur. Ræktuð
lóð. Laus fljótlega.
Arnar G. Hinriksson hdl.
Aðalstræti 13, ísafirði
sími 32 14.
Framhaldsaðalfundur
Málfundarfélagsins Sleipnis Akur-
eyri, verður í sjálfstæðishúsinu litla
sal, laugardaginn 2. apríl kl. 14.
Pétur Sigurðsson, alþingismaður
ræðir um atvinnu og launamál
Stjórnin.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda Kópavogi
heldur fund að Hamraborg 1, 2. hæð mánudaginn 4. april kl.
20:30.
Dagskrá:
1. Kosning á landsfund.
2. Bingó
3. Veitingar.
Allir velkomnir.
Listi vegna leikhúsferðar liggur frammi. Stjórnin.
Bolungarvík
Sjálfstæðiskvenfélagið Þuriður Sundafyllir heldur adalfund
mánudaginn 4. april kl. e.h. að Sólbergi.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosinn fulltrúi á landsfund.
Stjórnin
Háskólar og æðri menntun
Landsmálafélagið Vörður
| samband félaga Sjáifstæðismanna i hverfum Reykjavikur
boðar til raðfunda og ráðstefnu um menntamál i mars, april og
mai.
Þegar hefur verið fjallað um grunnskólann. fjölbrautarskólann
og framhaldsskóla en á næstunni verða fundir um einstaka
aðra þætti menntamálanna.
Að lokum verður efnt til pallborðsráðstefnu, þar sem rætt
verður um efnið: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG MENNTA-
MÁLIN og ennfremur rædd frekar einstök efnisatriði er fram
hafa komið á raðfundunum.
Á þriðja fundinum sem haldinn verður
mánudaginn 4. april kl. 20.30 i Val-
höll, Bolholti 7 (fundarsal i kjallara),
verður fjallað um háskóla og æðri
menntun.
Frummælandí: Halldór Guðjónsson.
dósent.
Almennar umræður og fyrirspurnir.
Mánudaginn 4. apríl — kl. 20.30 —
Valhöll, Bolholti 7.
Stjórn Varðar.
Hvöt, félag
sjálfstæðiskvenna
heldur kökubasar i Sjálfstæðishúsinu Bolholti 7, 2. april n.k.
kl. 2 e.h.
Stjórnin.
Smáíbúða , Bústaða- og Fossvogshverfi
Viðtalstímar
Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi
verður til viðtals að Langagerði 21,
(Kjallara) laugardaginn 2. apríl frá kl.
14.00 — 16.00.
fbúar þessara hverfa eru velkomnir
með fyrirspurnir og ábendingar, sem
leitast verður við að leysa úr.
Stjórn félags Sjálfstæðismanna í
Smáibúða- Bústaða- og Fossvogs-
hverfi.