Morgunblaðið - 01.04.1977, Page 29

Morgunblaðið - 01.04.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRlL 1977 29 — Alþingi Framhald af bls. 27 Bygginga- sjóður og eldra húsnæði Ingvar Gíslason (F) flytur frumvarp til breytinga á lög- um um Húsnæðismálastofnun rikisins. Veigamesta breyting- in skv. frumvarpinu er, að samkvæmt því verður eitt af frumverkefnum byggingar- sjóðs að lána fé til endurnýj- unar á gömlu húsnæði, jafn- framt lánum til nýbygginga, svo og til kaupa á gömlu húsnæði, ef það má verða til þess að stuðla að sem hag- kvæmastri nýtingu þess, þ.e. til að auka endingu og nota- gildi eldra húsnæðis. Nýr rafsteng- ur til Vestmanrtaeyja Garðar Sigurðsson (Abl) hefur lagt fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórina að fela Rafmagns- veitum ríkisins að hefja nú þegarundirbúning að því að nýr rafstrengur verði lagður til Vestmannaeyja." Atvinnumál á Suðurlandi Sami þingmaður flytur til- lögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á ríkissjórnina að gera nú þegar áætlun um að treysta atvinnugrundvöll í Suðurlandskjördæmi, einkum í þeim hlutum þess, þar sem atvinnuástand er verst og ný atvinnutækifæri fæst. Þar er einkum bent á stóraukna gras- kögglaframleiðslu, fullnýtingu hráefna frá landbúnaði, fram- leiðslu úr gosefnum og grasplötum, framleiðslu á rör- um og iðnaðarvörum úr kast- basalti, ylrækt og stórfram- leiðslu á grænmeti til innan- landsþarfa o.fl. Sykur— hreinsunarstöð Þórarinn Sigurjónsson (F) hefur lagt fram fyrirspurn til iðnaðarráðherra, hvað líði at- hugun skv. þingsályktun á hagkvæmni þess að setja upp og reka sykurhreinsunarstöð hér á landi. Innheimta söluskatts í byggingariðnaði Helgi F. Seljan (Abl) og Ragnar Arnalds (Abl) hafa lagt fram fyrirspurn til fjár- málaráðherra: „Er fyrirhugað að ráða bót á því misræmi, sem er í innheimtu söluskatts eftir því, hvort um er að ræða fram- kvæmdir við byggingu íbúðar- húsnæðis á byggingarstað eða á verkstæðum og i verksmiðj- um? Ef svo er, það hvernig?". Virkjun við Villinganes. Páll Pétursson () o.fl. flytja tillögu til þingsályktunar svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þegar ráðstafanir til þess að hraðað verði svo sem frekast er unnt undirbúningi að virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi og hönnun hennar, svo að þar megi reisa næsta raforkuver á Norðurlandi vestra. Fæðingarorlof. Meirihluti heilbrigðis- og trygginganefndar (Jón Skafta- son F, Þórarinn Sigurjónsson F, Ragnhildur Helgadóttir S, Karvel Pálmason SFV, Sigur- laug Bjarnadóttir S, og Guðmundur H. Garðarsson S) hafa skilað nefndaráliti þar sem mælt er með samþykkt frumvarps til laga (er Ragn- hildur Helgadóttir o.fl. fluttu) um afnám skerðingarákvæða vegna tekna maka eða atvinnu- leysisbóta varðandi fæðingaror- lof kvenna í aðildarfélögum ASt. I álitinu segir og: í sam- bandi við málið kom fram í nefndinni áhugi á því að ríkis- stjórnin hraðaði undirbúningi löggjafar um fæðingarorlof handa öllum konum í landinu og tryggði tekjustofn til þess. Þá hafa Þórarinn Þórarinsson og Stefan Valgeirsson flutt breytingartillögu um bráða- birgðaákvæði (við frumvarpið) svohljóðandi: Fyrir 1. janúar 1978 skal ríkisstjórnin láta kanna á hvern hátt megi veita öllum konum i landinu sam- bærilegt fæðingarorlof og tryggja tekjustofn í því skyni. Niðurstöður þessarar könnunar skal leggja fyrir Alþingi. Alþjóðagjald- eyrissjóður. Fram er komið stjórnarfrum- varp, er heimilar ríkisstjórn- inni að staðfesta fyrir íslands hönd breytingar og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem samþykktar voru af stjórn sjóðsins i marzmánuði 1976. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GI.YSINGA- SÍMINN ER: 22480 Enn nýjar ostatréttir: Piparostur Nýr ostur að erlendri fyrirmynd. Ostur sem íslenskir sælkerar hafa beðið eftir með óþreyju. Piparostur er mjúkur ábætisostur þakinn svörtum piparkornum, s sem gefa honum hið eftirsótta heita bragð. i Gerið svo vel - og verði ykkur að góðu. ostur er veizlukostur VÍnSflEIAR PCRfflÍnGARGÍAPÍR Tjöld og tjaldþekjur Prímusar Svefnpokar Vindsængur Picnic-töskur Snyrtitöskur GEfsíP H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.