Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977 15 Mynd þessa tók EAX af kennurum og forráðamönnum Fiskvinnslu- skólans I kennslufrystihúsi skólans I leiguhúsnæði skólans. Frá vinstri eru Sigurður Öskarsson kennari, Benedikt Sveinsson nemi og skóla- nefndarmaður, Sigurður B. Haraldsson skólastjóri, Birgir Finnsson kennari, dr. Jónas Bjarnason formaður skólanefndar, Ásta R. Jóhanns- dóttir kennari og Svavar Svavarsson, formaður nemendafélags Fisk- vinnsluskólans. Fiskvinnsluskólinn: Skólinn gerður að sérskóla og aðlagað- ur grunnskólakerfinu „ÞÆR breytingar sem við höfum gert á námsvfsi skólans fela í sér veigamiklar breytingar frá þvf kerfi sem stuðst hefur verið við, og verður um ýmsar nýjungar að ræða í náminu. Veigamesta breyt- ingin er sú að almennar náms- greinar verða ekki lengur kennd- ar við skólann, heldur ætlast til að þær verði numdar f öðrum framhaldsskólum. Þá felur hinn nýi námsvfsir I sér tilraun til að aðiaga námið f skólanum að fjöl- brautarskólakerfinu, með þvf að skólinn verður gerður að hrein- um sérskóla." Þannig fórust orð Sigurði B. Haraldssyni, skólastjóra Fisk- vinnsluskólans, á fundi með fréttamönnum í gær, en þá kynnti Sigurður, ásamt kennurum og stjórnendum skólans, blaðamönn- um nýjan námsvfsi fyrir Fisk- vinnsluskólann, en kennslufyrir- komulag næsta veturs mun taka mið af hinum nýja námsvfsi. Það kom fram á blaðamanna- fundinum að allt nám við Fisk- vinnsluskólann hefur verið endurskipulagt. Eftir breyting- una munu margir nemendur utan höfuðborgarsvæðisins geta lokið hluta heildarnámsins heima fyrir, og einnig munu nemendur geta valið mismunandi námsleiðir í gegnum skólann, en hinn nýi námsvísir býður upp á mjög sveigjanlegt kerfi námsleiða, að sögn forráðamanna Fiskvinnslu- skólans. Og þá verður stúdentum frá stærðfræðideildum mennta- skóla jafnframt boðið upp á til- tölulega stutt en hagnýtt fisk- tæknanám. í almennum upplýsingum f námsvfsinum kemur fram að hlut- verk Fiskvinnsluskólans sé að veita fræðslu í vinnslu sjávarafla, og m.a. útskrifa fiskiðnaðarmenn og fisktækna. Náminu er skipt í bóklegt og verklegt skólanám og starfsþjálfun á vinnustöðum. Er námstfmi eitt til fjögur og hálft ár, en sú tímalengd fer eftir því að hvaða námslokum er stefnt. Inntaka nemenda i Fiskvinslu- skólann fer eftir hve mörgum stigum þeir hafa lokið í tilteknum námsgreinum i grunnskóla, og fer nám þeirra f skólanum eftir þeim stigafjölda. Þá verður fyrst um sinn, og meðan talin er þörf á, heimilt að leyfa þeim sem eru 25 ára og eldri, og unnið hafa a.m.k. 5 ár við fiskvinnslu, aó stunda nám við Fiskvinnsluskólann og útskrifast þaðan sem fiskiðnaðar- menn án þess að stunda nám í frumgreinum. Almenn inntöku- skilyrði f skólann eru þó þau, sem menntamálaráðherra setur um inntöku nemenda í framhalds- skóla að loknu námi f grunnskóla. Við Fiskvinnsluskólann hafa alls 108 nemendur lokið prófi eða eru enn við nám. Er skólinn til húsa f leiguhúsnæði í Hafnarfirði og fer bókleg kennsla fram að Trönuhrauni 8 en verkleg kennsla f kennslufrystihúsi skól- ans í húsi Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Að sögn forráðamanna skólans ákvarðar það húsnæði stærð skólans. Einn aðalkostur hins nýja kennslufyrirkomulags Fisk- vinnsluskólans sagði Sigurður B. Haraldsson vera þann, að tekið hefði verið upp samstarf við Flensborgarskólann i þeirri mynd að þeir nemendur sem ætla að Framhald á bls. 28 Wang rafreiknar eru ekki aðeins ffyrir lítil f yrirtæki Wang - rafreiknar eru ekki skrýtin óskiljanleg tæki frá Austur - Asiu, heldur amerísk gæðavara, framleidd undir einkunnarorðunum: Einfalt, sveigjanlegt, áreiðanlegt. Wang býður yður einfaldleika. Meðferð tækja og forrita krefst ekki sérmenntaðs starfsliðs, þjálfun fylgir meö í kaupunum. Wang býður yður sveigjanleika. Veljið þann tækjabúnað, sem hentar fyrirtæki yðar í dag. Við fullvissum yður um, að þér getið notað þann búnað, sem grunn tii að byggja á frekari umsvif i gagnavinnslu eftir því sem fyrirtæki yðar stækkar, án kostnaðarsamra breytinga á forritum. Wang býður yður áreiðanleika. Sérþjálfaðir viðgerðarmenn ásamt nægum varahlutum, tryggja örugga viðhaldsþjónustu. Tilbúin forritasöfn á Wang - rafreikna fyrir verslunar og framleiðslufyrirtæki, verkfræðistofur, sveitarfélög, lífeyrissjóði og sparisjóði. Stuttur afgreiðslufrestur. Wang tölvur eru nú þegar í notkun hjá íslenskum fyrirtækjum. Hringið eða komið og skoðið Wang - rafreikni í tölvudeild Heimilistækja s.f. Wang lausn er ódýrari en þér haldið. TOLVUDEtLD, SÆTUNi 8 — SIMI 24000 Lýðháskóladeild Skálholtsskóla var slitið fimmta sinni fyrir nokkru að viðstöddum gestum og fórust hátfðahöld með guðsþjón- ustu, sem séra Sigurður Pálsson vfgslubiskup, Glúmur Gylfason organleikari, Skálholtskórinn og nemendur og kennarar skólans önnuðust. Skólaslit fóru sfðan fram í salarkynnum Skálholts- skóla og við athöfnina fluttu ávörp Þórarinn Þórarinsson, for- maður Skálholtsskólafélagsins, Unni Barstad, skólaumsjónar- maður og Steinar Þórðarson, er talaði af hálfu fyrsta nemenda- hóps skólans, en hann og bekkjar- systkini hans færðu skólanum að gjöf heildarútgáfu af verkum Halldórs Laxness. Fleiri gjafir bárust skólanum einnig á þessum tímamótum, þ.a m. frá Skálholts- skólafélaginu og frá nemendum þeim er setið hafa skólann f vet- ur. Heimir Steinsson, rektor Skálholtsskóla, þakkaði gestum góðar gjafir og vinarhug allan. Rakti hann jafnframt f fáum orð- um fimm ára sögu skólans og aðdraganda skólastofnunarinnar, en fjallaði að öðru leyti I skóla- slitaræðu um vetrarstarfið og þau nauðsynjamál Skálholtsskóla, sem efst eru á baugi. Iðkun leiklistar hefur verið snar þáttur í starfsemi Skálholts- skóla á útmánuðum og í vetur var f f jórða sinn efnt til leiksýningar f Aratungu. Var þar sýnt leikritið Biedermann og brennuvargarnir eftir Max Frisch. Með aðalhlut- verk fóru Gfsli Sigurjón Jónsson, Margrét Gylfadóttir, Eyþór Einarsson og Jörundur Ákason. Þá var miðskóladeild Skálholts- skóla slitið fimmtudag 19. maí s.l. en skólinn hefur rekið miðskóla- deildina fyrir nemendur úr Biskupstungum und'anfarna þrjá vetur. Er það sökum þess að meira kennslurými er við skólann en lýðháskólinn hefur þurft á að halda vegna þess að aðeins er rúm fyrir tuttugu nemendur á heima- vist. Innritun nemenda skólaársins 1977—’78 er nú hafin og gert er ráð fyrir að henni ljúki um mánaðamót júní—júlf. Annan dag hvítasunnu munu eldri nem- endur skólans koma saman til stofnfundar nemendasambands og er gert ráð fyrir að stofnfund- ur þessi, sem fram fer í Skálholts- skóla verði upphaf nemendamóta er eigi sér stað ár hvert, en nemendasambönd eru við lýðhá- skóla í grannlöndunum og segir í frétt frá Skálholtsskóla að þau séu hvarvetna snar þáttur í starfi skólanna. Þá er einnig i frétt frá skólanum greint frá hinni nýju lagasetningu um skólann. „Þau umskipti eru nú orðin á högum Skálholtsskóla, að Alþingi hefur sett lög um stofnunina. Voru lög þessi afgreidd mánudag- inn 2. maí. Með lagasetningunni er starfsgrundvöllur skólans tryggður. Fimm vetra tilraunabú- skapur er á enda, og Skálholts- skóla er formlega vísað til sætis meðal hinna ýmsu menntastofn- ana þessa lands. Af þessu tilefni flytja velunnarar skólans hug- heilar þakkir öllum þeim, er stað- ið hafa að setningu nefndra laga. Starfsemi Skálholtsskóla hefur hingað til verið hagað að hætti norrænna lýðháskóla, og framveg- is verður tilhögun öll áþekk þvi, sem verið hefur, enda gera lög um Skálholtsskóla ráð fyrir þeirri skipan mála“. Atriði úr leikritinu Biedermann og brennuvargarnir, sem nemendur Skálholtsskóla sýndu I vor. Skálholtsskóla slitið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.