Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977 Göróttur drykkur í fallegri flösku Bló ðr autt sólarlag AÐ KVÖLDI annars í hvíta- sunnu frumsýndi sjónvarpið Blóðrautt sólarlag, 70 mín. nýja, íslenska kvikmynd I svart/hvítu eftir Hrafn Gunn- laugsson, sem jafnframt er leikstjóri. Egill Eðvarðsson stjórnaði upptöku á mynd- inni en kvikmyndataka var I höndum Sigurliða Guðmundssonar og Baldurs Hrafnkels Jónssonar. Björn Björnsson sá um leikmynd, Gunnar Þórðarson samdi tón- list við myndina en hljóð- vinna var I höndum Odds Gústafssonar og Marínós Ólafssonar. (Upptöku á tón- list önnuðust Jónas R. Jóns- son og Tony Cook). Ragn- heiður Valdimarsdóttir sá um klippingu, Ragna Fossberg um förðun, Árný Guðmunds- dóttir um búninga, en Sig- valdi Eggertsson annaðist þá smiði er þurfti. Elsa Eðvarðs- dóttir aðstoðaði við upp- tökuna. Með aðalhlutverk fara Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson og Rúrík Har- aldsson. BlóSrautt sólarlag er 5. leíkna kvikmyndin, sem sjónvarpið lætur gera (hinar eru: LénharSur fógeti, Saga úr strlSinu, ViðkomustaSur, og 65. greinin) en aðrar leiknar myndir sjónvarpsins hafa verið tekn- ar að meira eða minna leyti upp I stúdiói á video (á myndsegulband) Upptaka á myndinni fór að mestu fram á Djúpuvik i ágúst siðastliðn- um, en undirbúningur að upp- tökunni hafði þá staðið I u.þ b. 2 mánuði Eftir að upptökum lauk hef- ur myndin verið meira og minna í vinnslu til sýningardags (samning tónlistar, klipping. hljóðsetning o fl ) og vinna við myndina þvi teygt sig yfir eitt ár Jón Þórarinsson. dagskrárstjóri Lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins. taldi að kostn- aður við myndina næmi um 12 milljónum króna. sem ekki getur talist mjög mikill. þegar tekið er tillit til hinnar miklu vinnu, sem að baki liggur. (Þess má geta hér til gam- ans, að upphaflega hafði Hrafn fengið styrk Menntamálaráðs 1975, að upphæð 1 milljón til að byrja á myndinni. og sýna þessar tölur vel. hve þessi styrkur er léttvægur, þegar um er að ræða kvikmynda- gerð að einhverju marki). Strax á vinnslustigi var myndin boðin til sýningar á öllum Norðurlöndunum og verður hún sýnd þar á næstu mánuðum Jón taldi hins vegar, að það gerði myndinni nokkuð erfitt fyrir i sölu, að hún er gerð í svart/hvitu (þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna), en sjónvarps- stöðvar líta slikt efni hornauga enn sem komið er (Svipað má segja um biómyndir. en hins vegar er það að sjálfsögðu val höfundarins í hvert skipti. hvort hann notar liti eða ekki í þeim tilfellum. sem ekki er notaður litur (kostnaðarmismunur skiptir yf- irleitt ekki máli). er það gert vegna þess. að höfundurinn telur svart/hvltu myndina þjóna betur efni og boðskap verksins. Svo var og i þessu tilfelli). Þar sem myndin hefur nú verið sýnd alþjóð, er óþarfi að fjölyrða hér um söguþráðinn. Af yfirborði mynd- arinnar má ráða, að hún er fag- mannlega gerð og þeir Róbert. Helgi og Rúrik sýna hér góðan kvik- myndaleik, þar sem beita þarf ann- arri tækni en i hefðbundnum sviðs- leik Kvikmyndatakan er yfirleitt einnig mjög yfirveguð og sviðsetn- ingar eru aldrei klaufalegar eða stirðar, eins og oft hefur viljað brenna við hjá okkur áður. Tónlistin fellur mjög vel að á mörgum stöðum og gefur væntanlega þá tilfinningu fyrir spennu sem höfundurinn er að sækjast eftir Hins vegar fannst mér hún notuð of mikið og að mátt hefði sleppa henni hér og þar. Þessi skoðun kann hins vegar að mótast af þvi, að við hljóðblöndun á táli. náttúruhljóðum og tónlist, finnst mér tónlistin yfirleitt koma of sterkt fram miðað við önnur hljóð. þvi að þessi tónlist. þó að hún sé á stöku stað notuð til dramatiskra skyndi- áhrifa (til að undirstrika „shock- effect"), á í öllum öðrum tilfellum aðeins að skapa tilfinningu (mood) og vera þar af leiðandi meira i bakgrunni en önnur hljóð Á stöku stað virðist klippingin lika ofurlítið undarleg, þegar klippt er i enda einhvers aðriðis. áður en hreifingum innan þess er að fullu lokið og byrjað á nýju atriði Þessi smáatriði rýra þó ekki þá skoðun, að þetta sé að ytra útliti fagmannlegasta kvik- myndin, sem sjónvarpið hefur enn látið gera. Verkið ber vott um kær- komnar framfarir og vonandi verður þessum vinnubrögðum. sem hér var beitt. upphaldið. Hér gætum við e.t.v. staðnæmst I gagnrýninni og látið þetta gott heita Það væri þó allódrengilegt, þvl ekki hefur verið minnst einu orði á efnið Það er þó ef til vill þar, sem flesta veikleikana er einmitt að finna. Myndin er fyrst og fremst byggð upp sem spennumynd (thriller) með hrollvekjubragði, en spennan kemur ekki fram sem innri spenna milli þessara tveggja manna, sem fara I veiðiferðina (gagnstætt þvi, sem Hrafn segir í viðtali við Mbl. 28 mai .... þegar öll þessi hljóð (borgar- hljóðin) eru þögnuð og maðurinn hefur ekkert að hlusta á nema sinn eigin hjartslátt. þá fyrst fer hann að vera var við, að hann situr uppi með sjálfan sig. Þetta kemur fram hjá ferðafélögunum tveimur. . . i þvi tómi, sem myndast I þeirra vinskap, þá fer hann að eitrast —"), heldur kemur spennan öll utan frá Enda er ekki von til annars, þar sem per- sónunum er ekki gefin neinn bak- grunnur, tilgangur þeirra með ferð- inni aðeins fylleri og veiðiskapur að yfirvarpi og áhorfandinn hefur tak- markaðan áhuga á persónum. sem hann hefur ekkert tiifinningalegt samband við. Það. sem notað er til að skapa spennuna. eru hins vegar margvisleg ytri brögð og ber þar fyrst að telja hina niðurniddu slldar- verksmiðju, sem eitt sér er frábært svið, sem býður upp á ótrúlega mikla möguleika. í annan stað er það sagan um aumingjann. sem var hlekkjaður og lokaður inni og með þeirri staðhæfingu Arnórs, að aum- inginn sé ferjumaðurinn, sem eigi sökótt við hann (Arnór), opnast möguleikinn fyrir þvi að sýna ein- hverja óræða þriðju persónu á vappi hér og þar um verksmiðjuna, sem virðist njósna um þá félaga Þegar spennan er farin að slakna, er skotið inn mynd, sem gerir vart við þennan þriðja aðila, með tilheyrandi tónlist, og því miður þurfti of oft að bregða honum fyrir. Ýmislegt annað er not- að til skyndiáhrifa (og ávallt með tilheyrandi upptakti i tónlistinni) s.s þegaf þeir félagar aka frá sjoppunni og bakka á tunnustafla, sem hrynur. Skottið á bilnum opnast og þeir aka á brott eins og fjandinn sé á hælun- um á þeim. Hvers vegna? í næstu mynd sjáum við þá inni i bllnum, þeir eru afslappaðir og segja hver öðrum sögur Þarna er bara verið að búa til sjokk-áhrif áhrifanna vegna án þess að atvikið standi i nokkru samhengi við framvindu efnisins. Þannig er um fieirí atriði eins og tildæmis tilvitnunina i Egilssögu, sem hreyfir við hjátrú (slendinga. án þess þó að hún snerti þessar per- sónur að nokkru marki og án þess að standa í nokkru efnislegu sam- hengi Blóðrautt sólarlag er þannig ósamstæð i dramatískri uppbygg- ingu, þar sem innri uppbygging er látin víkja fyrir allskyns ytri brellum, sem glepja áhorfandanum sýn og leiða hann afvega frá einhverri meginhugsun. Svo ég vitni aftur I áðurnefnt viðtal þá segir Hrafn að „það sem ég sá fyrst og fremst í sögu Blóðrauðs sólarlags er raun- verulega saga íslendingsins frá upp- hafi til enda, um þennan mann sem hefur verið eínangraður lengst i burtu eins og við höfum verið hér á landi allt frá upphafi okkar sögu, úr tengslum við allt og á í höggi við umhverfi sem slfellt ógnar tilveru hans og sem I mörgum tilfellum ber hann ofurliði " Ef Hrafn hefði réynt að halda þessum skilningi meir á loft I myndinni svo og þeim skiln- ingi. sem áður er vitnað til í viðtalinu og hamið myndina innan þessa ramma. þ e byggt myndina upp innan frá í samræmi við þennan skilning, er þess að vænta að mynd- in hefði verið heilsteyptari Eins og myndin er gerð, er alltof mikil áhersla lögð á atriði. sem beinllnis koma efninu (eða þessum skilningi á þvi) ekkert við og lita út nánast sem stælar. En þrátt fyrir þetta óbeislaða fjaðrafok af hugmyndum, má finna í henni ýmislegt. sem vekur spurn- ingar, og ýmsar kveikjur að hug- myndum íslandsmynd Hrafns kemur fyrst og fremst fram I upphafi myndarinnar i atriðinu fyrir framan sjoppuna, þar sem honum tekst að skapa mjög góða stemmningu, sem þvi miður er sennilega alltof raun- sönn. Þetta er upptakturinn að því umhverfi, sem þessir tveir félagar ætla að hverfa frá um hríð, en með brennivlninu taka þeir þessa veröld með sér og haga sér sist skár en unglingarnir. Ef fyllerí þeirra innan um niðurnidda sildarverksmiðjuna á að tákna íslendinginn „frá upphafi til enda" er það óhugguleg sýn. Það táknar þá veraldlega og andlega uppgjöf Allsherjar rústir mannlegs lifs Táknar Blóðrautt sólarlag þá það. að nú se sólin að hniga til viðar i andlegu og veraldlegu lifi íslend- inga? Að rúsir slldarverksmiðjunnar séu lýsing á sálarlifi íslendinga? í einni myndinni er dregin upp skemmtileg táknmynd, sem tengja má þessum spurningum, en það er þegar Arnór hefur upp báðar hendur hægt og rólega i hálfhruninni sildar- bræðslunni og tónar, likt og for- sprakki í fórnarritúali djöfludýrkenda og syngur eins konar sálumessu yfir horfinni gullöld. Á þetta að vera táknmynd um það, hvað við höfum farið illa og óskynsamlega með „landsins gæði"? Sagan i sögunni. sagan af aumingjanum er það næsta sem við komumst skilningi Hrafns um íslendinginn „frá upphafi til enda", en þetta er trúlega besta atriðið I myndinni. Sagan er hins vegar nokkuð erfið í túlkun, allavega fyrir þá sem skoða myndina i fyrsta sinn. Það var ekki fyrr enn ég sá myndina í annað sinn, að ég þóttist finna eitthvert samhengi milli hennar, brennivlnsins og niðurbrot- innar sildarverksmiðjunnar. Þegar Arnór segir okkur drauminn um guð, sem ásakaði hann fyrir að hafa brugðist sér (með þvi að rétta aumingjanum (íslendingnum) ekki hjálparhönd) þrengir myndavélinn inn á Arnór og framhjá Helga sem skellir brennivinsflösku á borðið, þannig að við sjáum aðeins i flösku- stútinn. Og Arnór heldur áfram: „Og þá fór guð að gráta Ég hafði svikið guð. Og þá breyttist hann hann i aumingjann", og hann starir tóm- lætislega á flöskustútinn. Vill Hrafn með þessu halda þvi fram, að ís- lendingar hafi svikið sjálfa sig, flúið á náðir brennivínsins og þar með klúðrað tilveru sinni? Ef til vill er þetta allt nokkuð langsótt, en það er þá vegna þess, að myndin gefur ekkert ákveðið í skyn. Myndin virð- ist ekki hafa til að bera neinn ákveð- inn undirtón eða ákveðinn tilgang Dauði Arnórs, sem hlýtur að eiga að vera eins konar hápunktur verksins, er gerður að absúrd krossgátu til þess eins að geta viðhaldið einhverri brjálæðislegri spennu. Þegar öllu er á botninn hvolft og hismið hefur verið hrist af beinagrindinni. stendur litið eftir annað en hinn upphaflegi atburður, sem raunveru- lega gerðist hér á landi fyrir allmörg- um árum og er kveikjan að verkinu Tveir menn fara i veiðiferð á af- skekktan stað og þegar komið er til að sækja þá, er annar dauður en hinn vitskertur Það sem gerist þar á milli eru hugarórar og fyllerisröfl, sem undirritaður a m k á bágt með að fá samhengi í eða sjá, að hafi annan boðskap en þann, sem hér hefur verið drepið á og kann að virðast langsóttur Þetta fljótandi innihald er ekki fyllilega samboðið hinu fagmannlega ytra útliti verks- ins, en svo er vist einnig oft um vont vín í fallegum flöskum. SSP. ..Gerðu það sjáHur" kvikmyndakrani smiðaður á staðnum ber þass gott vitni, að Islenzkt hugvit getur ráðið fram úr fátnkt I tnkjakosti. Hrafn fer yfir nnsta atriði með þeim RAbert og Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.