Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977 SIGURMARK PEÍURS KQM Á ELLEFTU STUNQU - og Skagamenn eru á toppnum í 1. deild ÞAÐ VAR mikil og góð stemmning rlkjandi I búningsherbergi Skaga- manna eftir leik þeirra við FH-inga I 1. deiidar keppni islandsmótsins I knattspyrnu á laugardaginn, en I þeim leik tókst hinum unga og marksækna framherja Skagamanna, Pétri Péturssyni að tryggja liði sfnu bæði stigin á elleftu stundu. Menn sungu „Kátir voru karlar" við raust, og víst er að þeir f jölmörgu áhangendur Skagaliðsins sem lögðu leið sfna á þennan leik, voru kátir að leikslokum, eftir að hafa verið daufir f dálkinn lengst af meðan á leiknum stóð. Það var heldur ekki oft ástæða til þess aö kætast, þar sem leikur- inn var léngst af nokkuð daufur og þófkenndur. Var það ekki fyrr en alveg undir iokin sem að svolít- ið tók að greiðast úr flækjunni, og Skagamenn settu á fulla ferð. Það gaf lika það sem þurfti — mark og að auki tvö önnur gullin tæki- færi sem ekki nýttust. Sigur heimamanna í þessum leik var því fyllilega sanngjarn, en segja verður FH-ingum það tíl hróss, að þeir gáfu aldrei eftir — börðust eins og ljón og náðu á tíðum all- góðum sóknarlotum, sem strönd- uðu þó alltaf á sterkri og ákveð- inni vörn heimamanna. Eina mark leiksins var skorað þegar 7 mínútur voru til leiks- loka. Þá hafði Guðjón Þórðarson, bakvörður Akurnesinga, og jafn- framt bezti maður liðsins í þess- um leik, brotist upp kantinn og átti hann sfðan góða sendingu inn á teiginn, þar sem Pétur Péturs- son kom á fullri ferð. Hörður Sig- marsson, markvörður FH-inga hljóp út úr markinu og virtist eiga góða möguleika að ná til knattarins. En það misheppnaðist hjá honum og Pétur hafði betur í viðureign við tvo varnarmenn FH-inga og skoraði. Ákaflega þýð- ingarmikið mark fyrir Akurnes- inga, sem væntanlega hjálpar upp á „móralinn“ hjá liðinu, en f leik þessum heyrðist oft til leikmanna að þeir voru að senda hver öðrum tóninn, en slíkt hefur ekki verið algengt hjá Akurnesingum. — Ég er bjartsýnn 5 að þessi sigur verði til þess að við náum ferðinni aftur, eftir skellinn á Akureyri, sagði Jón Gunnlaugs- son, eftir leikinn á laugardaginn, — þetta var okkur afskaplega erf- iður leikur — okkar fyrsti leikur á grasi í sumar, og við höfðum aðeins einu sinni getað tekið stutta æfingu á grasvellinum fyr- ir Ieikinn. Völlurinn var afskap- lega erfiður og setti tvímælalaus svip á leikinn. Sem fyrr greinir var leikurinn lengst af mjög tíðindalitill. Bæði liðin sóttu fast upp miðjuna, og var þar oft þröngt á þingi og knötturinn gekk mótherja á milli. Öðru hverju náðust þó all- skemmtilegar sóknarlotur, en varnir liðanna voru mjög vel á verði og unnu vel, þannig að sókn- armennirnir máttu sin sjaldnast mikils. Fyrsta umtalsverða tækifærið kom á 12. mfnútu er Skagamenn björguðu naumlega í horn, eftir að markvörður þeirra hafði misst knöttinn frá sér, eftir þvögu fyrir framan markið. Nokkru siðar komst svo Pétur Pétursson einn inn fyrir vörn FH, en var of fljót- ur á sér og skot hans var algjör- lega misheppnað. í seinni hálf- leiknum komst Pétur aftur einn inn fyrir vörn FH, en skot hans lenti þá í höfði Harðar Sigmars- sonar, markvarðar FH. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum tók loks að lifna verulega yfir honum. Skaga- ÍA - FH 1:0 Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Mynd: Sigtryggur Sigtryggs- son. \____________________________/ menn reyndu þá að draga vörn FH iengra út og notuðu kantana meira en áður. Á 30. mínútu bjargaði Logi Ölafsson t.d. á línu, eftir að Pétur Pétursson hafði átt skot að marki, siðan kom markið, og undir lokin komst fyrst Jón Alfreðsson í dauðafæri en spyrnti yfir og síðan komust þeir Kristinn Björnsson og Pétur Pétursson inn fyrir vörn FH og markið virtist blasa við. En Kristinn ætiaði sér greinilega að „negla" í markið, en tókst ekki betur til en svo að skot hans fór yfir. Sjálfsagt hefur mátt eiga von af meiru hjá Skagaliðinu í leik þess- um en það sýndi. Eftir áfallið á Akureyri á dögunum var þó ekki nema von að nokkur skjálfti væri í liðinu, og auk þess hefur því jafnan gengið ákaflega erfiðlega með FH. Helzti ágalli liðsins f leik þessum var fyrst og fremst sá hversu þröngt spilið var hjá því, gekk of mikið inn á miðjuna, þar sem vörn FH með Loga Ólafsson, sem lék nú nýja stöðu í liðinu, sem bezta mann náði oftast að hreinsa frá. Baráttan var aðalsmerki FH í leik þessum, en liðið náði sjaldn- ast því létta og skemmtilega spili sem það hefur sýnt í leik sínum að undanförnu. Af framlínu- mönnunum bar einna mest á Ólafi Danivalssyni, sem gerði oft skemmtilega hluti, en ætlaði sér hins vegar of oft að leika á einn eða fleiri andstæðinga áður en hann skilaði knettinum af sér, og varð það a.m.k. einu sinni til þess að FH-ingar misstu af tækifæri, sem hefði átt að geta orðið mjög gott. Þá ætlaði Ölafur sér að leika með knöttinn nær markinu í stað þess að senda á Janus Guðlaus- son, sem kominn var á auðan sjó. í STUTTU MÁLI: íslansmótið 1. deild Akranesvöllur 28. mai ÚRSLIT: ÍA — FH 1:0 (0:0) Mark ÍA: Pétur Pétursson á 83. mínútu. Áminning: Árni Sveinsson, ÍA fékk gula spjaldið. Áhorfendur: 738. fslanflsmúBð t. delld .........:,l..!:... : .V:. J Pétur Pétursson skoraði mark Skagamanna á elleftu stundu. ÁHORFENDUR að leik ÍBK og Fram í Keflavík á laugardag- inn fengu að sjá fjögur mörk í fjörugum leik á mölinni, sem eins og ætíð setti sinn svip á leikinn. Liðin skiptu mörkunum brððurlega á milli sín og þá einnig stigunum, en þar með er brððernið líka upptalið. Áhorfendur voru vitni að eilffum pústrum, smáspörkum og olnbogaskotum á milli leikmanna allan seinni hálfleikinn. Sum brotin voru reyndar stærri en þetta, en þð áhorfendur hafi séð flest þessara brota, þá var einn maður á vellinum, sem sá minnst af þessu, dómarinn Arnar Einarsson. Var hann alls ekki með á nðtunum og blinda hans og óákveðni hleypti leiknum hreinlega upp. Þrisvar sinnum lyfti hann gula spjaldinu í leiknum sjálfum og tvisvar sinnum í búningsklefanum að leiknum loknum. Rauða spjaldið sást einu sinni, Ólafi Júlíussyni var vikið af velli eftir illdeilur við Sigurberg Sigsteins- son, jukust þær stig af stigi, olnbogaskot, spark, kjaftshögg og loks spýtti Ólafur á andstæðing sinn og eðlilega var honum vikið af velli. Höfðu þeir eldað grátt silfur saman allan leikinn Ólafur og Sigurbergur, en Arnar greip ekki í taumana fyrr en upp úr var soðið. Hér verður ekki farið nákvæmlega út í að rekja gang leiksins. Aðeins skal minnst á beztu menn liðanna og mörkin í leiknum. Hjá Fram fannst undirrituðum þeir beztir Sigurbergur Sigsteinsson, sem var drýgstur í vörninni, Ágúst Guðmundsson, sem barðist allan tímann og Pétur Ormslev, sem gerði marga fallega hluti í leiknum. Þá átti Sumarliði einnig góðan leik, en vantaði þó einhvern neista að þessu sinni. í liði ÍBK bar mikið á.Gísla Grétarssyni í vörninni og Sigurður Björgvinsson er greinilega búinn að jafna sig eftir Belgluferðina og gerði góða hluti á miðjunni. Annars er það styrkur liða og Fram og ÍBK hversu breiddin er góð í liðunum. Bæði eiga þau afburðamenn, en síðan 10—12 manna hóp jafnra leikmanna. 0:1: Eggert Steingrfmsson tók forystuna fyrir Fram á 11. mínútu er hann skoraði beint úr aukaspyrnu við vítateigshorn. Skot Eggerts var engan veginn fast, en Tíu KR-ingar dugðu ekkí á mótí meistaraliði Vals GUÐMUNDUR Ingvason var vægart sagt ( einkennilegu hlut- verki f leik KR gegn Val á föstu- dagskvöldið. í fyrri hálfleik lék Guðmundur á miðju vallarins, átti góðan leik, barðist og skoraði fyrir Vesturbæjarliðið með góðum skalla. í sfðari hálf- leiknum varð Guðmundur að fara f mark hjá KR og þurfti þá tvf- vegis að hirða knöttinn úr netinu, annað markið átti hann ekki minnstu möguleika á að verja, en góður markvörður hefði með heppni náð að koma í veg fyrir seinna markið. Sigraði Valur f þessum leik með tveimur mörkum gegn einu. Casie þjálfari KR-inga tók þá ákvörðun að skipta þeim Guðmundi Jóhannessyni og Magnúsi Jónssyni út af í hálfleik. Voru þeir báðir meiddir, en Magnús þó ekki verulega. Þriðji KR-ingurinn hafði einnig orðið fyrir meiðslum, Magnús Guðmundsson, sem fór úr liði á fingri í fyrri hálfleiknum. Strax i byrjun seinni hálfleiksins var svo gróflega brotið á Magnúsi, með þeim afleiðingum að hann mun hafa viðbeinsbrotnað. Þar sem KR-ingar höfðu þá not- að „kvótann“ upp á tvo varamenn urðu þeir að leika tíu það sem eftir var. Magnús fór útaf og Guðmundur I markið. Et.v. var KR-þjálfarinn of fljótur á sér að skipta báðum varamönnunum inn á í hálfleik, en vitandi vits að gegn Val þýðir lítið að leika með meidda menn tók hann áhættu sem e.t.v. hefur kostað stig að þessu sinni. LOKSINS Á GRASI Leikur Vals og KR fór fram á nýja grasvellinum í Laugar- dalnum og var þetta fyrsti leikur- inn á grasi I höfuðstaðnum á þessu ári. Virðist völlurinn vera mjög góður og undruðust menn mjög að ekki hefði fyrr verið leik- ið á vellinum. Fengu áhorfendur ekki séð annað en t.d. leikur Fram og Víkings um miðja síð- ustu viku hefði einnig getað farið fram á grasinu. Trúlega hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.