Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977 Sement hækkar um 15% IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ heim- ilaði I gær sementsverksmiðjunni 15% hækkun á sementi og kostar tonnið nú 17.300 krónur, þar af eru 3.300 krónur f flutningasjóð. Fyrir helgina heimilaði verð- lagsskrifstofan hækkun á steypu án sements. Mun láta nærri að sú hækkun hafi hleypt kostnaði við steypu í meðalstórt einbýlishús upp um 130 þúsund krónur en þessi hækkun á sementinu mun síðan hækka steypukostnað um annað eins. Saltfisk- ur hækkar um 20% VERÐLAGSSTJÓRI heimilaði í gær um 20% hækkun á saltfiski til neyzlu hér innanlands. Hækk- ar saltfiskurinn úr kr. 395 hvert kíló í kr. 474. Saltfiskur hefur ekki hækkað í rösklega ár, og sú hækkun sem nú var heimiluð er aðeins hluti þeirra kostnaðarhækkana sem orðið hafa við framleiðslu hans á þessu tímabili. Tólf laxar á land á Ferjubakka .3YRJUNIN hefur verið stirð vegna mikilla leysinga og skíts f ánni, en við höfum fengið tólf laxa til dagsins f dag,“ sagði Kristján Fjeldsted á Ferjubakka, er Mbl. spurði hann um netaveið- ina f Hvftá f Borgarfirði. „Við máttum byrja þann 20. mai, sem var föstudagur, en þá kom helgin svo þetta fór ekki í gang fyrr en á miðvikudag raun- verulega," sagði Kristján. Laxar- nir tólf, sem komnir eru á land, sagði Kristján að væru 8—12 pund. „En nú hefur minnkað í ánni og vatnið hreinsazt, þannig að með deginum í dag má segja, að við séum komnir í fullan gang.“ Enskur þing- maður ræð- ir við Einar Ágústsson „ÞAÐ ER rétt, að nýkjörinn þing- maður Grimsby, Austin Mitchell, hefur óskað eftir viðtali við mig til að skýra sinn málstað í fisk- veiðimálum, eins og hann orðar það, og mun ég hitta hann að máli í dag,“ sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra, er Mbl. ræddi við hann í London í gær, en ráð- herrann er f einkaerindum í London á heimleið úr sumarfríi. Sagði Einar aðra fundi með þingmönnum eða ráðamönnum ekki á dagskrá, enda lægi leið hans aðeins í gegn um London heim úr sumarleyfi. Skuttogarar í árekstri TVEIR skuttogarar, Erlingur frá Sandgerði og Bjarni Benedikts- son frá Reykjavík, lentu í árekstri á miðunum í Víkurál s.l. föstudag. Báðir togararnir skemmdust, Erl- ingur þó meira, en hvorugur þurfti að leita hafnar eftir óhapp- ið. Ekki er enh ljóst með hvaða hætti áreksturinn varð, þar sem sjópróf f málinu hafa ekki farið fram. Morgunblaðið frétti hins vegar í gær, að stjórnborðssfður togaranna hefðu rekist saman. Nýjar rannsóknarleið- irreyndarvið Kröflu „Bölvaö kukV* segja jarðvísindamenn EKKI munu enn liggja fyrir niðurstöður á athugunum bandarfskrar konu, Frances K. Farrelly að nafni, á Kröflu- svæðinu, en konu þessa kvaddi Guðmundur Einarsson verk- fræðingur, sérlegur ráðunaut- ur iðnaðarráðuneytisins um gufuöflun við Kröflu sér til aðstoðar f sl. viku, þar sem hún er talin gædd þeim hæfileikum að skynja hvað er á seyði f iðrum jarðar. Skoðaði konan Mývatnssvæðið og kannaði með búnaði sem hún hafði meðferðis, en átti sfðan fund með nokkrum jarðvfsinda- mönnum nyrðra. Þeir jarðvfsindamenn sem mest hafa rannsakað þetta svæði, eru hinsvegar ekkert sérlega ginn- keyptir fyrir vfsindum konunn- ar og einn þeirra kallaði athug- anir hennar „bölvað kukl“ f samtali við Morgunblaðið, og kvaðst hafa mestu skömm á þessu tiltæki. Morgunblaðið hafði samband við Pál Flygenring, ráðuneytis- stjóra í iðnaðarráðuneytinu, og spurði hann hvort kona þessi hefði verið fengin hingað til landsins með vitneskju ráðuneytisins. Páll svaraði því til, að þáttur ráðuneytisins í þessu máli hefði verið sá, að samkvæmt ráðleggingum Gunnarrs Böðvarssonar --- ,ars --------------------- prófessors vestur í Banda- ríkjunum hefði ráðuneytið sent Guðmund Einarsson, sérlegan ráðgjafa sinn, á ráðstefnu um jarðhitamál f Bandarfkjunum og af hálfu Orkustofnunar hefðu einnig sótt þessa ráð- stefnu þeir Karl Ragnars og Valgarð Stefánsson. Páll sagði, að f tengslum við þessa ráðstefnu hefði Guðmundur komist í samband við framangreinda konu, og óskað leyfis til að fá að koma með hana hingað til lands sér til ráðuneytis. Páll kvað ráðu- neytið hafa veitt það leyfi, en að öðru leyti væri koma kon- unnar ekki f neinum tengslum við iðnaðarráðuneytið heldur væri hún fyrst og fremst persónulegur aðstoðarmaður Guðmundar Einarssonar og hún verið hér algjörlega á hans vegum án frekari afskipta ráðu- neytisins. Páll kvað ið'naðarráðuneytið hins vegar hafa gengist fyrir þvf að fá hingað til landsins ný-sjálenzka vfsindamanninn Robert Bolton sem væri einn helzti sérfræðingur veraldar á sviði jarðhitafræði, og væri hann væntanlegur til landsins í júlí. Hefði verið óskað eftir komu hans hingað til lands að ráðum Gunnars Böðvarssonar, sem áður er getið. Efnahagsnefnd Evrópu- ráðsins fundar í Rvík EFNAHAGSNEFND Evrópuráðs- ins heldur fund f Reykjavfk 2.— 4. júnf n.k. Fundinn sækja 40 nefndarmenn, þingmenn frá 19 aðildarlöndum, en af islands hálfu sitja fundinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Pétur Sig- urðsson. Efnahagsnefndin kemur saman milli þriggja árlegra funda ráð- gjafaþings Evrópuráðsins og eru þeir fundir haldnir í aðildarlönd- unum til skiptis. Hér munu nefndarmenn kynna sér sérstaklega íslenzk málefni og Framhald á bls. 24. Veiðiferðir togar- anna lengdar vegna yfirvinnubannsins AFLI íslenzku togaranna var sæmilegur undan Vestfjörðum í sfðustu viku og nú sfðustu daga hefur verið góður afli hjá mörg- um togurum í kantinum austur af Beruf jarðarál. I gær komu tveir togarar til Reykjavíkur Ingólfur Arnarson með 240 tonn og Vigri með 190 tonn. Miðað við þann stutta vinnudag, sem nú er og fyrirhug- að verkfall á föstudaginn verður ekki hægt að láta fleiri togara landa í vikunni í Reykjavík. Marteinn Jónasson, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, að auk Ingólfs Arnarsonar hefðu tveir aðrir B.Ú.R. togarar, Þor- móður goði og Snorri Sturluson, átt að landa i þessari viku, en Loðna og ufsi í Siglufirði Siglurirði, 31. mai. SIGLUVÍKIN kom í dag með 80 tonn. Vart hefur orðið við stóra loðnu hér inni í firðinum og fisk- ur, sem dreginn er á færi hér út af er úttroðinn af loðnu. Þá hefur ufsi gengið í torfum hér inn allan fjörð. Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins hélt hér fund í dag. Á morgun verður byrjað að ryðja Lágheiði. — Fréttaritari. hætt hefði verið við það, og veiði- ferð togaranna framlengd um viku. Var Þormóður goði kominn með 130 tonn í gær og Snorri Sturluson 140—150 tonn. Ritstjóri Stúdenta- blaðsins dæmdur FYRIR helgina var dæmt I Hæstarétti I máli nokkurra ein- staklinga sem stóðu að undir- skriftasöfnun Varins lands á sín- um tíma gegn ritstjóra Stúdenta- blaðsins, Gesti Guðmundssyni. Dómurinn gekk mjög á sömu lund og hinir fyrri, og var hann þyngdur frá því sem dæmt hafði verið i héraði. Ummælin voru dæmd ómerk, en Gesti var gert að greiða 10 þúsund kr. sekt til ríkissjóðs, auk 25 þúsund króna til að standa straum af birtingu dómsins og skal dómurinn birtur í Stúdenta- biaðinu. Þá var Gesti gert að greiða 80 þús. kr. i málskostnað. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að fébætur ættu ekki við i þessu tilfelli, en tveir dómarar, Halldór Þorbjörnsson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson skiluðu sératkvæði um þetta atriði, eins og oftast áður. Eru þeir að fá 'ann ■? m VÆNTANLEGA verður fyrsti lax vertíðarinnar kominn á land um hádegisbilið I dag því að i morgun kl. 7 ætluðu stjórn- armenn SVRF að hef ja veiðar i Norðurá og einnig átti að hefja veiði I Laxá á Ásum. Aðrar helztu árnar fylgja sfðan eftir frá 10. — 20. þ.m. ! stuttu samtali við Mbl. sagði Þór Guðjónsson veiði- málastjóri, að vatn væri nú með minnsta móti I ánum og lítill snjór I f jöllum, en þó væri eng- in ástæða til að kviða, veiðin sl. 7 ár hefði verið 56000—74000 laxar á ári og fremur lfklegt að veiðin f ár yrði einhvers staðar á þvf bili þótt erfitt væri að slá nokkru föstu um það. Flokkinn skortir tengsl við félagaí verkalýðshreyfingu — segir í dreifibréfi Alþýðu- bandalagsmanna í Breiðholti Alþýðubandalagið f Breiðholti gengst fyrir fundi um kjaramálin f kvöld f Glæsbæ, og sem fundarboð hafa forsvarsmenn banda- lagsins f Breiðholti litið dreifa dálitlum bæklingi undir heitinu Kjósið milli kosninga, þar sem fram kemur töluvert óvægin gagnrýni á Alþýðubandalagið og forustulið þess. Kvartað er undan litlu virku starfi almennra stuðningsmanna bandalagsins, t.d. f samanburði við Sjálfstæðismenn, að tengsl skorti við almenna félaga f verkalýðshreyfingunni og almennir flokksmenn séu áhrifalitlir f starfi flokksins. Skýra stefnumótun skorti varðandi verkefni Ifðandi stundar og stjórnmálaforingjum Alþýðubandalagsins „virðist auðveldara að velja veggfóður á veggi himnarfkis en gefa svör við þvf hvernig leysa eigi verðbólgu vandann," eins og segir orðrétt f bæklingnum. ER ALBVÐUBANDALAGIÐ VIRK PÓLITtSK HREYFING? Því miður gildir það um Alþýðubandalagið í- næstum sama mæli og aðra flokka, að oftast virðist réttara að taia um söfnunar- og smölunarlið í kosningum en raunverulega pólitíska hreyfingu. Megin- ástæðan fyrir þessu ástandi er, hve illa hefur gengið að fá fólk til starfa í flokknum. I Breið- holtsdeildinni eru einungis um 100 félagar. Til samanburðar verður að hafa f huga að í hverfasamtökum sjálfstæðis- manna í Breiðholtinu eru skv. upplýsingum Sjálfstæðisflokks- ins um 2000 manns. Þetta sýnir að stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins hafa ekki talið flokkinn sér nægilega nákominn til þess að þeir vildu ganga í hann. Til þess að breyta þessu þarft þú að ganga í flokkinn. HVAÐ ER AÐ FLOKKNUM? Skýra stefnumótun skortir varðandi verkefni líðandi stundar. Stjórnmálaforingjum Alþýðubandalagsins virðist auðveldara að velja veggfóður á veggi himnaríkis en gefa svör við því hvernig leysa skuli verð- bólguvandann. Flokkinn skortir tengsl við almenna félaga i verkalýðs- hreyfingunni. í starfi flokksins reynist erfitt fyrir almennan flokks- mann að fá áheyrn og hafa áhrif. Þessu verður ekki breytt nema þú komir í flokkinn og spyrjir t.d. hvort eðlilegt sé: 0 að formaður flokksins flytji tillögu ásamt fleiri þing- mönnum hans, um sérstakan bensínskatt á Reykvíkinga? 0 að þingmaður Alþýðu- bandalagsins leggi til að reist verði tunnuverksmiðja I Vik í Mýrdal með þeim rökstuðningi að Vík liggi vel við þeim stöðum, sem verka síld? Til hvers eru slíkar tillögur, þegar ljóst er, að við Breiðholts- búar höfum nú þegar mestan bensinkostnað allra lands- manna, vegna þess hve langt þarf að sækja vinnu, og hundruð kílómetra eru til næstu hafnar frá hinum hafn- lausa stað Vík í Mýrdal. Til þess að breyta þessu, þarft þú að koma í flokkinn. ER ALÞVÐUBANDALAGIÐ VERKALVÐSFLOKKUR? Svo er sagt, en almennt verkafólk er fátt á flokksskrá. Það sýnir að mikið skortir á að Alþýðubandalagið sé raunveru- legur verkalýðsflokkur. Þetta leiðir af óljósri stefnu flokksins og stöðugu daðri hans við af- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.