Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977 29 Hvítasunnukappreiðar Fáks: Geysir þ jófistartaði og Þjálfi sigraði í 800 metrunum - Sigurði Ólafesyni veitt viðurkenning ÁRLEGAR hvítasunnukapp- reiöar Fáks, sem fram fóru á velli félagsins á Vfðivöllum á annan'í hvítasunnu, báru mjög merki mikillar þátttöku, þó úr- slit í einstökum greinum kæmu ekki á óvart. í upphafi kapp- reiðanna voru sýndir nokkrir eldri gæðingar, sem staðið hafa framarlega í gæðingakeppnum hjá félaginu eða keppt fyrir hönd þess á mótum. Það sann- aðist sem fyrr að lengi lifir í gömlum glæðum og þarna mátti sjá Hroll Sigurðar Ólafssonar og Núp Sigurfinns Þorsteins- sonar grípa snarpar skeiðglefs- ur. Gráni Jóhanns Friðriksson- ar náði sem fyrr að heilla við- stadda. Að lokinni þessari sýn- ingu var Sigurði Ólafssyni frá Laugarnesi afhentur veglegur bikar, sem stjórn Fáks ákvað að veita honum til minningar um skeiðhross hans, Glettu og Þessir tveir koma tii með að keppa hvað harðast á skeiði ( sumar, ef ráða má af úrslitum þeirra kappreiða, sem nú eru afstaðnar. Aðalsteinn á Fannari til vinstri og Bjarni Þorkelsson á Ás. Hroll og sem þakklætisvott frá Fák fyrir hinn mikla áhuga Sig- urðar á skeiði á undanförnum árum. En með sanni má segja að Sigurður og hross hans hafi verið lífakkeri skeiðsins síð- ustu þrjá áratugi, þessa ein- stæða gangs, sem íslensk hross búa yfir. Þá voru kynnt úrslit í gæð- ingakeppni félagsins og i flokki alhliða gæðinga sigraði Ögri, 7 vetra, brúnstjörnóttur frá Skipalæk í Múlasýslu og hlaut í einkunn 8,84 stig. ögri er und- an Svip 384 og Ekkjufells- brúnku en eigendi hans er Gísli Loka, knapi VHhjálmur Hróifsson, kemur að marki og Glóa, knapi Sigurður Sæmundsson, fylgir fast eftir. Þetta er ekki f fyrsta skiptið, sem Glóa verður að láta sér nægja annað sætið en það er eins og oft vanti hersiumuninn hjá henni að ná Loku. B. Björnsson og knapi var Ragnar Hinriksson. Annar varð Stokkhólmablesi, 7 vetra, rauð- blesóttur frá Stokkhólma í Skagafirði með 8,54 stig. Hann er undan Rauð 618 og Nótt en eigandi er Halldór Sigurðsson og knapi var Reynir Aðalsteins- son. Garpur, 7 vetra, brúnn frá Oddsstöðum í Borgarfirði, varð þriðji með 8,42 stig. Eigandi Garps er Hörður G. Albertsson en knapi var Eyjólfur ísólfsson. Sigurvegari í flokki klárhesta með tölti varð Brjánn, 7 vetra, brúnstjörnóttur frá Sleitustöð- um í Skagafirði, með 8,84 stig. Brjánn er undan Þokka frá Við- vík og brúnni hryssu frá Sleitu- stöðum. Eigandi hans er Hörð- ur G. Albertsson en knapi var Sigurbjörn Bárðarson. I öðru sæti í þessum flokki varð Þokkadís, 7 vetra, brún frá Dalsmynni í Skagafirði, með 8,66 stig. Eigendur Þokkadísar eru Kristbjörn Þórarinsson og Margrét Jónsdóttir og sat Mar- grét hryssuna í keppninni. I þriðja sæti varð Trítill, 7 vetra, brúnn frá Leirulækjarseli í Mýrasýslu, með 8,44 stig. Eig- andi hans er Gunnar Steinsson en knapi var Birgir Gunnars- son. Þátttaka unglinga setur nú æ meiri svip á hestamannamót og á Hvítasunnukappreiðum sýndu 14 ungmenni hesta sína undir stjórn Kolbrúnar Krist- jánsdóttur og hlutu þrjú þeirra sérstaka viðurkenningu eftir að hafa gengið undir dóm. Stiga- hæstur varð Tómas Ragnars- son, 11 ára á Glotta, með 8,50 Guðmundur Óiafsson, formaður Fáks, afhendir Sigurði Óiafssyni bikar 1 viðurkenningarskyni fyrir áhuga hans á skeiði og tii minningar um skeiðhross hans, Glettu og Hroll, en það er einmitt Hrollur, sem Sigurður situr. Ljósm. Mbl. RAX. og t.g. úrslit á övart en hins vegar er sýnt að Ás, sem er 8 vetra jarp- ur hestur, ættaður frá Hesti i Borgarfirði, hefur skipað sér í sveit þeirra hesta, er i sumar koma til með að reyna við Is- landsmetið i skeiðinu, 22,5 sek. En það setti Óðinn Þorgeirs Jónssonar i fyrra en Fannar hefur jafnað það. Besti timi Vafa -i fyrra var 23,1 sek. en næstur honum að tíma i fyrra var Rjúkandi með 23,5 sek. og á Hvítasunnukappreiðunum lá hann í hvorugum sprettinum. Sigurvegari i 250 metra ung- hrossahlaupi varð Ægir Harðar G. Albertssonar, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, á 19,4 sek. Annar varð Hroði Þórdísar Albertsson, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, á 19.6 sek. en Ægir og Hroði hlupu ekki i sama riðli. Að lokinni keppni voru tvö hross, Snegla Árna Þórðar- sonar, knapi Björn Baldursson, og Gjafar Hinriks Albertssonar, knapi Birgir Örn Birgisson, með besta tíma næst á eftir Hroða eða 19.7 sek. Knaparnir á Sneglu og Gjafar kusu að keppa til þrautar um þriðja sætið og lyktaði þeirri keppni með sigri Sneglu, sem kom að marki á 19.6 en Gjafar fylgdi fast á eftir á 19.8 sek. Snegla hlaut þriðju verðlaun. Loka Þórdísar H. Albertsson, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, sigraði rétt einu sinni í 350 metra stökkinu á 25.3 sek. í undanúrslitum náði Loka einn- ig bestum tíma, 25,7 sek., en hún hljóp að mestu án keppni. í öðru sæti í 350 metrunum varð Glóa Harðar G. Albertssonar, knapi Sigurður Sæmundsson, á 25.6 sek. en í þriðja sæti varð Gustur, knapi og eigandi Björn Baldursson, á 27.0 sek. Ellefu hross kepptu i 1500 metra brokki og var Faxi Egg- erts Hvanndals, knapi Eyjólfur ísólfsson, þar i sérflokki og sigraði á 3 mín. 23.9 sek og bætti tima sinn vérulega frá Vorkappreióum Fáks. Annar varð Moggi, eign Hilmars og Ásgeirs, knapi Hilmar Guðmundsson, á 3 min. 40.8 sek. og þriðji Elding Ólafs Guðmundssonar á 3 mín 52.8 sek. Þau mistök urðu við fram- kvæmd brokkkeppninnar að knapar voru ræstir án þess að þeir bæru allir einkennisnúmer og áttu starfsmenn kappreið- anna, dómnefnd og hlaup- gæslumenn því í ærnum erfið- leikum með að henda reiður á hvaða hross hefðu unnið til sigurlauna. Þarna er ekki um erfitt eða flókið mál að ræða en sem þó getur orðið til margvís- legra leiðinda ef ekki er úr bætt. Skemmtilegasta keppnin á þessum kappreiðum var í 800 metra stökkinu og náði spenn- an hámarki er menn biðu þess að hrossin i úrslitariðlinum væru ræst. Geysir Harðar og Helga Harðarsonar, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, var á sffelldu iði og þögn sló á alla. I úrslitunum hlupu sex hestar og hafði Geysir þeirra bestan tima eða 62.4 sek. Jerimas, eigandi og knapi Björn Baldursson, var Framhald á bls. 25 Keppendur 1 flokki barna og unglinga sýna hesta sýna. Frest til vinstri en Tómas Ragnarsson en við hlið hans er Þórður Þorgeirs- son. stig, annar varð Þórður Þor- geirsson á Pílu, 12 ára, með 8,23 stig og í þriðja sæti varð Krist- björg Kristinsdóttir, 13 ára, á Þokka með 8,13 stig. Alls mættu 29 hross til keppni í 250 metra skeiði og hlupu þau í 5 riðlum og hefur þátttaka í skeiði ekki oft verið jafn góð á kappreiðum Fáks siðustu ár. Þvi miður höfðu þó ekki allir erindi sem erfiði, því algengast var að aðeins einn eða tveir hestar lægju á skeiði i hverjum riðli. Urslit i skeiðinu urðu þau að Fannar Harðar G. Albertssonar, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, sigraði á 23 sekúndum sléttum, annar varð Ás Þorkels Bjarnasonar, knapi Bjarni Þorkelsson, á 23,5 sek. en þriðji varð Vafi Erlings Ól- afssonar, sem einnig var knapi, á 23,9 sek. Ekki koma þessi Ragnar Hinriksson situr besta alhliða gæðinginn á þessu móti, ögra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.