Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977 31 son til þess að taka að sér deildina, sem og áður segir. Árið 1969 var gerð könnun á því, hvert leiðir piltanna úr sjóvinnudeild- inni höfðu legið. Á þessum 11 árum höfðu 96 gagnfræðingar út- skrifazt úr sjóvinnudeild skólans; af þeim höfðu 72 gerzt sjómenn, þar af 59 farið í sjómannaskóla — 40 í Stýrimannaskólann, 10 í Vél- skólann, 3 í Loftskeytaskólann og 4 í Matsveinaskólann. Auk þess hefar einn piltanna farið í fisk- iðnfræði, annar í netagerð og jafnvel einn í lögfræði. Af þessu sést, að þessi kennslustörf hafa borið ríkulegan ávöxt fyrir sjávarútveginn. í hópi þessara pilta eru nokkrar af mestu afla- klóm landsins í dag. Mér segir svo hugur um, að ráðamenn til sjávar hafi skilið mikilvægi þessa starfs, enda eru nú uppi hræringar með- al þeirra og skólamanna að efla þessa kennslu sem víðast um landið. Ekki gat ég látið mér það í hug koma árið 1942, er Hörður kvænt- ist frænku minni, Vigdísi, og þau fluttust inn á heimili foreldra minna, að við ættum eftir að vera samstarfsmenn við Lindargötu- skóla um 10 ára skeið. En svo varð. Þegar ég tók upp kennslu hjá Jóni Á. Gissurarsyni, skóla- stjóri Lindargötuskóla, haustið 1961, þá var Hörður þar fyrir sem kennari sjóvinnudeildar skólans sem fyrr segir. Naut hann þá óskoraðs trausts kennaranna og virðingar og vináttu nemenda sinna. Enda þótt Hörður notaði enga tæpitungu við nemendur sína heldur ósvikið sjómannamál með öllum þeim blæbrigðum, sem hart og óvægið sjómannslíf setur því, þá naut Hörður mikillar vin- áttu sinna nemenda, sem meðal annars kom fram í því, að þeir héldu flestir sambandi sínu við hann löngu eftir að þeir luku námi við skólann. Hörður fylgdist og vel með því, hvernig þeim vegnaði I lífinu og var óspar á heilræðin til þeirra. Herði var einkar lagið að segja sögur af samferðamönnum sínum og fór þá á stundum frjálslega með söguþráðinn, svona til þess að krydda frásögnina lítið eitt, færa hana í stílinn, eins og þeim einum er lagið, sem hafa skálda- æð einhvers staðar fólgna í sér. Á ég mér margar góðar endurminn- ingar frá því að hlusta á Hörð, þegar hann fór á kostum og ein- hver gat borgað honum i sömu mynt, sagt sjóarasögur, því þá stóð ekki á Herði að svara með annarri sögu, sem aldrei varð síðri hinni, hvorki í stfl, efni né frásagnarmáta. Þessa frásagnar- gleði hafa börnin hans tileinkað sér í ríkum mæli, og mér segir svo hugur um, að barnabörnin muni feta í sömu slóð i því efni, ef marka má frjótt ímyndunarafl lit- illa frænda minna. Það sem einna helzt einkenndi Hörð i daglegu lífi var glaðværð hans, hlýja og bjartsýni á mann- lífið, óbilandi traust á sjómann- inum, sem hafði lært i hörðum skóla lífsins, en ekki í „pappírs- skólum" nútimans. Þetta má ekki skilja svo, að honum hafi verið í nöp við skólalærdóm — síður svo; eintómur bókalærdómur var honum ekki að skapi, skóli lifsins varð að fylgja með öllum skóla- lærdómi að hans mati. Það er mér þungbært að kveðja svo snemma jafn kærkomin vin og félaga, sem Hörður var mér um 35 ára skeið, en minningin um góðan dreng yljar. Kona mín og ég, foreldrar mínir, systkini og mágafólk og börn þeirra votta eftirlifandi eig- inkonu, börnum og barnabörnum, tengdabörnum og systkinum og frændfólki öllu okkar dýpstu samúð við fráfall Harðar Þor- steinssonar. Far vel, kæri vin. Ólafur H. Óskarsson. Árið 1959 var Lindargötuskóla breytt úr tveggja ára unglinga- skóla í fjögurra ára gagnfræða- skóla. Var þá ákveðið að stofna sjóvinnudeild i skólanum. Námi skyldi hagað þannig, að málanám og stærðfræði skyldi sama og hjá öðrum deildum en ýmsum les- greinum sleppt. Unnust þannig tíu vikustundir, sem varið skyldi til sjóvinnunáms. Var þetta skref tekið I þeirri trú — og nokkurri vissu — að kenna nætti drengjum ýmis vinnubrögð í landi, sem koma mætti að gagni, þegar um borð í fiskiskip kæmi. Hitt var og talið líklegt, að drengir sem varið hefðu þetta miklum tíma i sjó- vinnunám, legðu fyrir sig sjó- mennsku að námi loknu, ekki sist ef þeim yrðu tryggð viss réttindi með þessu námi. Loforð fengust þegar í upphafi fyrir forgang þessara drengja fyrir skipsrúmi fram yfir aðra jafnaldra og nokkru hærra kaup, sérstaklega fyrir drengilegan stuðning Jóns Axels Péturssonar, þáverandi for- stjóra Bæjarútgerðar Reykja- víkur. Reynsla sýndi síðar, að þeir voru þessara réttinda verðugir, sem vænta mátti. Sömuleiðis var notið hollra ráða og aðstoðar Sjó- mannaskóla íslands og drengjun- um tryggðar vissar ivilnanir í þeim skóla, eftir þvi sem próf gæfu tilefni til. ' En nú var þrautin þyngri að finna hæfan kennara, sem mótað gæti sjóvinnudeildina og gæfist ekki upp, þegar mesta nýjabrum- ið færi af. Þetta þurfti að vera friskur sjómaður, sjómannaskóla- genginn. Litil von var að k'ennara- laun freistuðu slíkra manna. Þá barst Hörður Þorsteinsson, skipstjóri, mér upp I hendur. Hörður var Reykvikingur í húð og hár. Hann hafði alist upp i stórum systkinahópi. Ungur gerðist hann sjómaður, lauk farmannaprófi í Sjómannaskóla íslands, gerðist stýrimaður og síðar formaður á eigin bát. En þá reið ógæfan yfir. Hörður slasaðist við skyldustörf um borð í ofviðri. Ekki vár annað sýnna en örkuml biðu Harðar til æviloka. Löng sjúkrahúsvist beið hans og farkostur hans fúnaði i naustum. Hörður var kvæntur og hafði fyrir konu og börnum að sjá. Þegar hér var komið sögu, hafði Hörður öðlast það mikinn bata, að engum ókunnum gat dottið annað í hug on þar gengi heill maður til skógar, en þó var heilsan ekki betri en svo, að sjómannsstarf í rysjóttum vetrarveðrum á ís- landsmiðum var ekki við hæfi. Undanfarna vetur hafði hann stjórnað og kennt sjóvinnubrögð í námskeiðum á vegum Æskulýðs- ráðs Reykjavikur. Hann var ekki allskostar ánægður i þeirri vist. Þótt aðsókn væri mikil, þá væru drengirnir of ungir og námsskeið- in of stutt. Ekki fóru skoðanir Harðar og ráðamanna í einn far- veg, svo að samkomulag varð ekki hið ákjósanlegasta, enda lognaðist þessi starfsemi útaf, þegar Harð- ar naut ekki lengur við. Hörður tók heilshugar við því starfi, sem honum bauðst I Lind- argötuskóla. Hér fékk hann að ráða ferðinni og góða vinnuað- stöðu. Hann var nemendum sin- um harður en hlýr verkstjóri. Gamlir nemendur áttu hann að vini til æviloka hans, og sýndu það i verki, en fjöldi þeirra skipar nú rúm i íslenskum skipum, margir sem forystumenn. Eftir áratugastarf Harðar að menntun verðandi sjómanna í litl- um skóla fór að renna upp fyrir ráðamönnum, að hér væri á döf- inni starfsemi, sem vert væri að gaumgæfa betur en verið hafði. Lúðvík Jósefsson, frv. sjávarút- vegsráðherra, fól Herði að ferðast til margra sjávarplássa og miðla heimamönnum af þekkingu sinni og reynslu, sem nýtast mætti til kennslu i skólum heimamanna. Er nú svo komið, að starfa Harðar sér stað í mörgum útgerðarstöð- um landsins. Hörður hefur mark- að spor í íslenskum sjávarútvegi. Vonandi er starf hans upphaf að gjörbreyttu viðhorfi manna til verkmenntunar ungum mönnum, sem hyggjast leggja fyrir sig hið karlmannlega sjómannsstarf. Hörður var glaðsinna, gæddur smitandi gáska og bjartsýni. öll- um kom hann í gott skap, sem við hann áttu samneyti. Hann var dæmigerður íslenskur sjómaður, sem að afloknu sjóvolki gengur hnarreistur og prúðbúinn frá borði, fullviss þess, að hann stendur engum erlendum starfs- bræðrum að baki. Framhald á bls. 28 StÐUSTU stúdentarnir brautskrððir frð Kennaraháskóla tslands, Ljðsm. Mbl. RAX. Síðustu stúdentarnir frá Kennaraháskóla íslands KENNARAHÁSKÓLA tslands var slitð við hátfðlega athöfn f fþróttahúsi skólans sl. föstu- dag. Við þetta tilefni voru alls 128 nemendur brautskráðir frá skólanum og var hópur ný- stúdenta stærstur eða 83. Þá voru 38 nemendur útskrifaðir með kennarapróf og 7 kennarar við framhaldsskóla veittu við- töku skfrteinum sínum eftir að hafa stundað sérstakt nám f uppeldis- og kennslugreinum við skólann. Þeir stúdentar, sem brautskráðir voru frá Kennaraháskólanum á föstu- dag, eru sfðustu stúdentarnir, er skólinn brautskráir og hefur hálft sjöunda hundrað nem- enda lokið stúdentsprófi frá skólanum frá þvf að fyrstu stúdentarnir voru brautskráðir 1968. Baldur Jónsson, rektor Kenn- araháskólans, gerði í ræðu sinni grein fyrir þeim tímamót- um, sem nú væru í starfi skól- ans þar sem eftirleiðis yrði allt nám við skólann komið á háskólastig. Sagði Baldur að með lögum um skólann frá 1963 hefði verið gert ráð fyrir að brautskráðir kennarar frá skól- anum gætu með eins árs námi öðlast rétt til að gangast undir stúdentspróf. Fyrstu stúdent- arnir samkvæmt þessari heim- ild hefðu verið útskrifaðir 1968. Árið 1971 hefði stúdentspróf verið gert að inntökuskilyrði í skólann og honum breytt I Kennaraháskóla. Sagði Baldur að þar með hefði verið brostinn grundvöllur fyrir starfi menntadeildar fyrir kennara við skólann. En með þessum breytingum hefði þó verið ljóst að veruleg fækkun yrði í skól- anum fyrst um sinn og um það leyti hefðu verið stofnaðar svo- kallaðar framhaldsdeildir gagn- fræðaskólanna og í framhaldi af þeim hefði við Kennarahá- skólann verið komið upp tveggja ára námi, sem lyki með stúdentsprófi. Höfðu nem- endur þá að baki tveggja ára nám í framhaldsdeildum og að viðbættu tveggja ára námi i að- fararnámsdeildum Kennara- háskólans. Sagði Baldur að fyrst hefðu Framhald á bls. 28 Kunnáttumenn okkar, aðstoða yður, án nokkurra skuldbindinga, í sambandi við val á fallegum og hag- kvæmum innréttingum, sem hæfa heimili yðar og greiðslugetu. Hinar ýmsu innréttingar okkar miðast fyrst og fremst við þægindi, fallegt útlit og góða endingu. Komið í heimsókn og skoðió eldhúsinnrétt- ingar, baðinnréttingar, fataskápa,gólf parket 13 tegundir, inni- og útihurðir (m.a. Carl Larsson Fullningahurðirnar), og vegg- og loftpanel. OKKAR BOÐ — YKKAR STOÐ Innréitingaval hf. I4 SUNDABORG SÍMI 84660 REYKJAVIK Innréttingaval er vandasamt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.