Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
‘fnyyjAnvK’un'iJU
S3? SlGGA V/öGA É T/LVEfcAN
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
BORIS SPASSKY var heims-
meistari I skák frá 1969 til 1972,
en þá glataði hann heims-
meistaratitlinum I hendur
Fischers. Staðan hér að neðan er
frá yngri árum Spasskys. Hann
hefur svart og á leik gegn
Furman á Skákþingi Sovétríkj-
anna 1957.
20... Bxf.3! 21. gxf3 — Exf3+, 22.
Khl — I)h3, 23. IIf2 (Eða 23. De2
— e4! 24. Bxe4 — Rxh2! og svart-
ur vinnur) Rel!! og hvltur gafst
upp því að ekki gengur 24. Hxf7
vegna Dg2+ mát og hvíta staðan
er gjörsamlega vonlaus eftir bæði
24. Bfl — Dxfl + ! og 24. Del —
Hxf2.
um sveiflum að það er líka at-
hyglisvert. Oft hefur verið talað
við merkismenn í sjónvarpinu og
þetta hefur gengið hljóðalaust
fyrir sig þar til um daginn, þá
hófst líka upp lúðrablástur á und-
an og eftir. Viðtalið var við mann,
sem lengst átti að hafa verið i
borgarstjórn, en Stefán Jónsson í
Hafnarfirði átti þó metið, þótt
mjótt væri á mununum.
Þessi borgarfulltrúi sagði að
kommúnisminn væri það bezta
fyrir mannfólkið. Það vill nú svo
vel til að í dag er hægt að bera
saman þessar tvær stjórnmála-
stefnur, kapítalismann og
kommúnismann og það bezta er
að þær eru framkvæmdar báðar
hjá einni og sömu þjóðinni. Þess
vegna er samanburðurinn svo
auðveldur.
Þýzkaland var allt í rúst eftir
stríðið og skiptist í tvennt. Annar
hlutinn hefur kapitalismann að
leiðarljósi, en hinn kommúnism-
ann og hver er munurinn?
Vestur-Þýzkaland bjargar
stundum gjaldmiðli Englendinga,
sem sigruðu þá, og allir Austur-
Þjóðverjar' vilja þar vera og frá
fleiri þjóðum koma flóttamenn-
irnir, því þar rikir frelsið. Austur-
Þjóðverjar neyddust aftur á móti
til þess að byggja múr i miðri
borg þar sem dýrastar eru
lóðirnar til þess að ekki yrði land-
auðn hjá þeim.
Svona augum lítur
almenningur kommúnismann
sem þekkir hann I framkvæmd.
Alltaf stendur þessi málsháttur
fyrir sinu: „Af ávöxtunum skulið
þið þekkja þá.“ Það finnast ekki
frjálsar kosningar i kommúnista-
ríkjunum. Skýringin er sú að
kommúnisminn á þar engin at-
kvæði. Þar er ekkert frelsi og þar
af leiðandi þráir fólkið það eins
og dauðþyrstur maður vatn. Á
Vesturlöndum aftur á móti þar
sem nóg er af frelsinu, þar
blómstrar kommúnisminn og eina
skýringin á þessu er sú, að þar er
mikill fjöldi manna, sem virðist
vera orðinn leiður á frelsinu og
heldur að ófrelsi og kúgun sé það
besta. Mannskepnan hefur sjald-
an kunnað að meta ofbeldið.
Ilúsmóðir."
I>essir hringdu . . .
0 Ötímabær
barnagæzla?
Eins og fólk hefur án efa tekið
eftir hafa orðið nokkrar umræður
um lækinn I Nauthólsvik eða
sprænuna eða hvað nú á að nefna
hann og menn deilt um hvort
hann eigi að fá að standa þarna
óbreyttur eða hvort eigi að hefja
lagfæringar og gera þarna alvöru
baðstað með þeim búningsklefum
og öðru sem þarf. Einn borgarbúa
hafði samband við Velvakanda og
vildi fá að tjá sig örlitið um þetta
mál:
— Mér finnst það alger óþarfi
að ætla sér að fara að útbúa þarna
í sprænunni við Nauthólsvikina
einhvern :lvöru baðstað. Það er
alltaf verið að fara fram á að
borgin reisi fleiri og fleiri barna-
heimili og dagvistunarstofnanir
og nú er þetta það nýjasta, að
efna til barnagæzlu í Nauthólsvík-
inni við þessa merku sprænu. Ég
sé ekki tilganginn í því og það má
áreiðanlega nota þessa aura
betur, til að fjölga heitu pott-
unum í sundlaugum borgarinnar
og jafnvel búa þar til einhvers
konar sprænu, svipaða þeirri i
Nauthólsvikinni. Þá hafa menn
a.m.k. svipað umhverfi til að sulla
í. Ég held að við verðum að gæta
okkar á þvi að þessi barnagæzlu-
áhugi gangi ekki út í öfgar, for-
eldrarnir verða sjálfir að gæta
barna sinna a.m.k. stundum, það
er ekki alltaf hægt að ætlast til
þess að borgin geri það með sin-
um stofnunum.
sgpB
Fyrirliggjandi ámoksturstæki fyrir
40. ha., 60 ha. og 85 ha. URSUS.
Vélaborg Sundaborg
86680
86655
og
simi
Pólskir jarotætarar, mjög góð
reynsla.
URSUS40 ha. á kr
URSUS 65 ha. á kr
URSUS 85 ha. á kr.
(áætlað)
690.000 -
968.000 -
1.950 000,-
HOGNI HREKKVÍSI
****• Jk /
r
f+tf © 1977
McNmight Synd., Inc.
EINKA-
LEYFIS-
stofan
Hann telur sig hafa ræktað nýtt afbrigði grill-
kjúklinga!