Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977
25
— Hvitasunnu-
kappreiðar Fáks
Framhald af bls. 29
með 63.0 sek., Þjálfi Sveins K.
Sveinssonar, knapi Guðrún
Fjeldsted, var með 66,5 sek,
Blákaldur, eig. og knapi Hafþór
Hafdal, var á 66,7 sek. og Loft-
ur Jóhanns Tómassonar, knapi
Valdimar Guðmundsson, var á
68 sek. sléttum.
Geysir var eins og áður sagði
á sífelldu iði og stóð svo I
nokkurn tíma. Flaggið féll,
hestarnir voru ræstir og frá
dómpallinum sást hvar Geysir
stökk fram í þann sama mund,
sem flaggið féll og fékk þar af
leiðandi mjög gott start. Geysir
kom fyrstur að marki á 63.3
sek. en eftir að startið hafði
verið kært til dómnefndar úr-
skurðaði hún að Geysir hefði
þjófstartað og var hann dæmd-
ur úr leik. En með þjófstarti er
átt við að hesturinn hafi farið
fram yfir ráslínu áður en merki
um start var gefið. Fyrstu verð-
laun voru þvf dæmd Þjálfa
Sveins K. Sveinssonar en tími
hans var 65.5 sek. Annar varð
Loftur á 66 sek. og þriðji Blá-
kaldur á 66.1 sek.
Atvik sem þetta minnir á þær
umræður, sem oft hafa farið
fram um að sett verði f kapp-
reiðareglur ákvæði um að heim-
ilt verði að úrskurða hesta, sem
ekki standa kyrrir á ráslinu eft-
ir ákveðinn tíma, frá keppni.
Það má ekki gleyma því að
ókyrrð í einum hesti getur kom-
imjög niður á öðrum, sem
standa oft á tíðum lengi í sömu
sporum og ná af þeim sökum
slæmu starti. Aukin þátttaka og
meiri fjölbreytni kappreiða
gerir kröfur um að tími kapp-
reiðanna sé vel nýttur og þær
gangi sem best fyrir sig. Þeirri
ábendingu er því hér með kom-
ið á framfæri við stjórn Fáks að
hún fái til liðs við sig menn úr
hópi knapa og starfsmanna á
kappreiðum og leiti ráða til að
stytta þann tíma, sem kappreið-
arnar taka, ef kostur er.
—t.g.
— 34 stúdentar
útskrifast...
Framhald af bls. 23
skólameistari að húsnæðið væri
gert með það í huga að það
hýsti alla framhaldsskóla, sem
nú störfuðu á Isafirði, og jafn-
vel þó að fleiri námsgreinar
bættust við.
Alls stunduðu 148 nemendur
nám við skólann i vetur, 47 í 1.
bekk, 39 í 2. bekk, 28 í 3. bekk
og 34 í 4. bekk. 70 nemendur
voru frá ísafirði, 26 annars
staðar af Vestf jörðum og 52 frá
öðrum stöðum á landinu. 126
Norska sendiráðið
er flutt að Fjólugötu 1 7.
nemendur stóðust próf á þessu
vori, og á fyrstu fjórum árum
skólans hefur hann útskrifað
alls 128 stúdenta, 54 stúlkur og
74 pilta.
Beztum árangri á
stúdentsprófi náði Steindór
Gísli Kristjánsson frá Kirkju-
bóli i Langadal með fullnaðar-
einkunnina 8,77 og er það jafn-
framt hæsta stúdentsprófs-
einkunn sem tekin hefur verið
við skólann.
Hann var á eðlissviði, á'
félagsfræðasviði var Oddný
Sigurðardóttir frá Stykkis-
hólmi hæst með fullnaðar-
einkunnina 8,36 og á náttúru-
fræðisviði voru hæst Ósk
Þórðardóttir frá Vestmanna-
eyjum með einkunnina 7,28 og
Zófónias Þorvaldsson, Dýr-
firðingur, með einkunnina 7,26.
Eftir að skólameistari hafði
afhent stúdentum skírteini sín
og veitt viðurkenningar, mælti
dúx skólans nokkur orð og
sagði hann m.a. að nemendur
þessa árgangs væru hreyknir af
því að hafa verið útskrifaðir
undir stjórn fyrstu konunnar,
sem gegnt hefði skólameistara-
starfi hérlendis.
— Friðmælast nú
við Kúbumenn
Framhald af bls. 1.
skipti á sendimönnum. Einnig er
rætt um mannréttindamál, mál 27
bandarískra fanga í kúbönskum
fangelsum og sameiningu
kúbanskra fjölskyldna í Banda-
ríkjunum og Kúbu.
Carter hefur látið i ljós ugg
vegna 15.000 til 20.000 pólitiskra
fanga á Kúbu og bent á að aðgerð-
ir Kúbumanna í nokkrum Afríku-
löndum skaði tilraunir til að bæta
sambúðina.
Bandarískar heimildir herma
að Fidel Castro forsætisráðherra
hafi ekki svarað tillögum Carters
um skipti á sendimönnum. Slík
tilhögun hefur oft leitt til eðli-
legra samskipta Bandaríkjanna
og annarra ríkja.
— Deilan út
af Dayan
Framhald af bls. 1
októberstríðsins 1973. Hann
var gagnrýndur fyrir að taka
boðinu einni viku eftir að
hann var kosinn á þing fyrir
Verkamannaflokkinn.
Þó telja ýmsir leiðtogar
Lýðræðisbreytingaflokksins að
flokkurinn verði að kyngja
andúð sinni á Dayan og fara í
rfkisstjórn til að vinna að bar-
áttumálum sínum. Ef flokkur-
inn fer í stjórn fær Begin
stuðning 75 þingmanna af 120
og stendur þar með vel að vígi
gagnvart Bandaríkjunum og
Arabalöndunum. Flestir telja
að Begin verði að milda stefnu
sína gagnvart Aröbum ef Lýð-
ræðisbreytingaflokkurinn
verður stjórnaraðiii.
— 200 mílna
lögsaga
Framhald af bls. 1.
Norskar Orion-flugvélar verða
að lenda á Svalbarða og norsk
eftirlitsskip verða að geta leitað
hafnar þar ef Norðmenn eiga að
geta varið nýju lögsöguna að
gagni. Það gæti valdið vandkvæð-
um gagnvart Rússum.
— Teknir fast-
ir í Angola
Framhald af bls. 1.
öllum kynþáttum i stjórninni.
Alves er talinn hlynntur Rússum
og hans mun vera leitað.
Neto sagði ekkert nánar um
þátttöku útlendinga í uppreisn-
inni. Héraðið Malanje sem er 320
km austur af Luanda var sagt
vettvangur uppreisnarmanna.
Haft var eftir Neto að hann
mundi seinna skýra frá þátttöku
útlendinga. Sagt er að ekki hafi
verið barizt á iandsbyggðinni en
nokkrir hafi verið handteknir.
Bersýnilegt virðist að byltingar-
tilraunin hafi komið af stað
hreinsun í MPLA.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
Þl AIGI.YSIR I M ALLT
LAND ÞEGAR ÞU AIG-
LÝSIR I MORGENBLAÐIM
Til sölu
á Vestfjörðum íbúðahús
og útihús
Til sölu steinhús, hæð, ris og kjallari ásamt
litlum og lélegum útihúsum úr steini. Eign
þessi er í 1. km. fjarlægð frá næsta þorpi.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 94-7765 og í
síma 94-7760 á kvöldin.
Garóabær
Sími afgreiðslunnar í
Garðabæ er
44146 og 10100
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al’GhYSINí; A-
SIMINN KR:
22480
Sportjakkar
fyrir allan aldur
veró frá kr. 2,900
Tau - og denim síöbuxur
verö frá kr. 2,950
Austurstnrti 10
'simi:27^Jl