Morgunblaðið - 01.06.1977, Síða 24

Morgunblaðið - 01.06.1977, Síða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Heimdallur — Skógræktarferð í Heið- mörk Heimdallur S.U S. efnir til skógræktarferðar i Heiðmörk fimmtudaginn 2. júni n.k. Lagt verður af stað frá Valhöll, Bolholti 7 kl. 20. Félagar fjölmennið. Heimdal/ur S. U. S. Austurland Almennir stjórnmálafundir Nesjum Austur-Skaft. fimmtudaginn 2. júni kl. 9. Fáskrúðsfjörður föstudaginn 3. júni kl. 9. Reyðarfjörður laugardaginn 4. júní kl. 4. Eskifjörður laugardaginn 4. júni kl. 9. Neskaupstaður mánudaginn 6. júni kl. 9. Seyðisfjörður þriðjudag- mn 7. júní kl. 9. Egilsstaðir mlðviku- daginn 8. júní kl. 9. Sverrir Hermannsson, alþingismaður og Pétur Blöndal. framkvæmdastjóri mæta á fundunum og ræða stjórn- málaviðhorfið. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna á Akranesi boða til almenns stjórn- málafundar í sjálfstæðishúsinu við Heiðarbraut 20 fimmtudaginn 2. júní n.k. kl. 20.30. Frummælandi verður Ingólfur Jóns- son, alþingismaður, fyrrverandi ráð- herra, Friðjón Þórðarson, alþingis- maður mætir einnig á fundinum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna á Akranesi. kennsla Frá Flensborgarskóla Frestur til að skila umsóknum um skóla- vist á haustönn 1 977 rennur út föstudag- inn 3. júní n.k. Skó/ameistari. Útgerðarmenn Vil kaupa netabúnað, teina 12, 14 eða 1 6 mm, 5—6000 faðmar. Færi 14— 1 6 mm., 1500 fm. Dreka 6 — 8 stk. ásamt keðjum. Línubelgi. STAÐGREITT. Upplýsingar í síma 95-5454 eftir kl. 6. Bátur óskast nú þegar til djúprækjuveiða fyrir Norðurlandi, lágmarksstærð 70 tonn. Upplýsingar! sima 95-1 327. Veiðimenn — Veiðivötn Veiði hefst í Veiðivötnum á Landmannaaf- rétti þriðjudaginn 21. júní. Pöntun og sala veiðileyfa fer fram að Skarði í Land- sveit, sími um Meiritungu. Eggert Theódórsson Siglufirði sjötugur Eggert leit ljós heimsins fyrst f Efri-Hafnarbænum á Siglufirði. Þegar hann hrein í fyrsta sinnið og gaf þar með til vitundar, að hann væri í heiminn borinn, má vera að nærstöddum hafi þótt sem hinn nýlaugaði sveinn kynni þá þegar að beita raddböndunum og mundi vita hversu ætti að tjá sig í fylling tfmans. Burðardagurinn var 1. dagur júnímánaðar þess herrans árs 1907. En hann var ekki einn í heiminum, því bæði þar og á öðr- um stöðum fæddust fleiri, svo sem eðlilegt lögmál lífsins er. Sumir siglfirzkir urðu leikfélagar afmælisbarnsins og samferða- menn á heimaslóðum. Nú er þessi dagur — 1. júní — nefndur Alþjóðabarnadagurinn, og því má vænta ýmissa tíðinda á vettvangi þeim, sem hann er helgaður, en það mundi önnur saga. Til skírnar var hnokkinn færð- ur og ausinn vígðu vatni af séra Bjarna Þorsteinssyni og hlaut við þá athöfn nafnið Páll. Heitir því fullu nafni Eggert Páll, en Páls nafnið ekki almennt notað, en þegar mikið liggur við eins og t.d. núna og vitna þarf til postulanna gjörninga svo sem skýrt er frá í helgum fræðum, sem honum eru harla kær og ætti að vera hverj- um þegni fyrirmynd, bæði sem tæki til veraldlegra átaka og um þroska á æfibraut. Foreldrar Eggerts voru hjónin Svanhildur Ólöf Þorsteinsdóttir, ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu og Theódór Jónas Pálsson, skip- stjóri, en hann fæddist að Óslandi í Skagafirði. Þau hjón ffuttu til Vesturheims árið 1903 en undu þar ekki, enda lostin þungum hörmum vestra. Sneru þau heim til íslands aft- ur árið 1906 og settust að í Efri- Höfn i Siglufirði og var Thódór lengi kenndur við þennan bæ. Theódór var kunnur hákarla- formaður og sægarpur. Skipstjóri m.a. á Njáli og Æskunni. Var hann snöggur upp á lagið, úr- ræðagóður, orðheppinn og eru þar um ýmsar frásagnir, harla merkar sumar, aðrar aðeins gam- anmál en geyma þó mannlýsing- ar. Svanhildur móðir Eggerts dó er hann var 3ja ára að aldri og er hann einn á lifi af alsystkinum sínum. Theódór kvæntist I annað sinn Guðrúnu Ólafsdóttur árið 1912 og eignuðust þau 3 börn. Ólst Eggert upp ásamt þessum hálfsystkinum sínum í föðurhúsum og gekk svo sem lögmælt var í barnaskólann i Siglufirði og naut þar fræðslu og uppeldisáhrifa þriggja mætra skólastjóra, sem allir voru ágætir kennarar, hver á sína visu og áttu eftir að koma mikið við sögu Siglufjarðar. Eru þau hjón, Guð- rún og Theódór, löngu látin. Eggert varð háseti hjá föður sínum, 15 ára gamall, en Theódór var þá með Æskuna. Skipið fór til hákarlaveiða, sem stóðu venju- lega frá þvi í marzmánuði og fram í júní, en er þeim veiðum lauk réði hann sig á bát sem „Ruby" nefndist og var gerður út á þorsk- veiðar. Á báðum skipum af afli góður, en þrátt fyrir það lauk þar með sjómennsku hans, vildi ei stíga „vikivakann á — völtum kvikubökum". Vélstjóranámskeið var haldið i Siglufirði um þetta leyti og var kennari Jón vélfráeð- ingur Sigurðsson, frá Hellulandi. Lauk Eggert þaðan góðu prófi og hlaut vélstjórréttindi er því lauk. Starfar svo um tíma við kvik- myndasýningar i Nýjabió i Reykjavik og fékk sýningarrétt- indi að þvi loknu. Þá er haldið aftur til SiglufjarÖ- ar og starfað að kvikmyndasýn- ingu hjá H. Thorarensen, sem rak Nýjabíó, þar er unnið unz fisk- mjölsverksmiðjan „Bein“ tekur til starfa sumarið 1929, en þangað ræðst Eggert sem vélstjóri. Þá um haustið slasaðist hann í verk- smiðjunni með þeim afleiðingum að hægri höndin varð ónýt til hverskyns beitingar síðan. Haust- ið 1930 hóf Eggert störf hjá Síld- arverksmiðju ríkisins í Siglufirði, fyrst sem aðstoðarmaður birgða- varðar en síðan 1960 hefur hann gegnt aðalbirðgavarðarstarfi hjá fyrirtækinu, og hefur því starfað hjá SR í 47 ár, sennilega mun það hæsti starfsaldur þar nú. Eggert er léttur og lipur bridge- spilari og var oddviti þeirra I Bridgefélagi Siglufjarðar rúman áratug en hug hans allan hefur þó Félag lamaðra og fatlaðra „Sjálfs- björg" átt, enda verið formaður Siglufjarðarfélagsins f 16 ár og unnið þar af miklum þegnskap. Gerðist Eggert félagi í Roraty- klúbb Siglufjarðar 1974. Kona Eggerts er Elsa Þorbergs- dóttir, ættuð úr Reykjavík. Gengu þau í hjónaband árið 1931 og hafa eignast 6 dætur og 1 son, allt mannvænlegir afkomendur, sem allir eru á lifi og eiga sumir þeirra börn og buru. Hefur Elsa búið manni sínum gott og vistlegt heimíli að Suðurgötu 43 en þar hafa þau búið allan sinn búskap. Þar er rausn í garði, hlýlegt og notalegt að sækja þau heim og gamanmál á vörum og viðræður líflegar. Áður en byggð þéttist á heima- slóðum afmælisbarnsins var nægilegt olnbogarými fyrir glett- inn, spaugsaman og sprækan strákaling. Enda var þetta vel not- að og sannast hér að lengi býr að fyrstu gerð. Leikbróðir og vinur glettninnar hefur hann alla tið verið og hafa þau skötuhjúin margan stiginn saman gengið, innileg, ljómandi af ánægju og unaði sælunnar, en ekki ætíð við fögnuð annarra. Þó hann gangi nú um götur öllu hæg- ar en áður fyrr og brestur á heilsu bagi hann, þá er glettnisvipurinn enn hinn sami og viðeigandi gam- anyrði á vör, þegar kunningja er mætt og boðinn er góður dagur. Enn hugar afmælisbarnið vel að öllu umhverfi, einkum öllum trjágróðri, sem prýða má húsa- garða, enda hefur hann kynnt sér sérstaklega hversu auka megi hann með tilliti til grisjunar. Einnig hefur hann áhuga á hversu hanna megi fjárhús og önnur gripahús, svo næg birta berist um glugga. Þá má geta þess, sem nú er ekki algengt að áhugi hans fyrir dýralækningum er mikill og hafa leiðbeiningar hans sumar gefið góða raun að þvi er frásögur herma. En hvað sem um allt þetta er ætti sú hýra mynd af afmælis- barninu, sem fylgir þessari af- mæliskveðju, að minna margan stúdentinn eigi síður en sjómann- inn á liðnar síldarvertíðir og lipur samskipti, liðnar stundir, liðin at- vik, smá glettni við starfsfélaga, snjallar stökur ungra og lffs- glaðra hagyrðinga í hópi sumar- starfsmanna SR, ýmis óræð fyrir- bæri sem menn töldu sér trú um að þræðir þeirra kynnu að liggja frá Iager SR. Allt er þetta liðið og kemur aldrei aftur. Aðeins minn- ing fjörs og leikja á vordögum æfinnar. Norður yfir heiðar sendum við hjónin hugheilar afmæliskveðjur og árnaðaróskir. Sjálfur flyt ég þakkir fyrir öll samstarfsárin hjá SR, allar glettur og gamanmál og þá fyrirmynd sakleysisins sem æt- íð mátti sjá í spegli á vinnustað. „Sannmálar varir munu ávalt standast" segir i bókinni, sem hann hefur á koddanum hjá sér. Óskir um batnandi heilsu eru hér líka með og þess ber að minnast, „að glatt hjarta veitir góða heilsu". „Allir hreinhjartaðir fagna og leika á tfstrengja hörpu og knýja strengina ákaft með fagnaðarðpi“ „Syngjanýjan söng“ við upphaf nýs áratugs. (Lánað úr „Orðskviðunum“> B.E. — Fiskvinnslu- skólinn Framhald af bls. 15 leggja fiskiðnnám eða fisktækna- nám fyrir sig, geti numið hinar almennu námsgreinar, sem Fisk- vinnsluskólinn krefst, í Flens- borgarskólanum. Sagðist Sigurður vonast til að slíkt sam- starf tækist við fleiri skóla. Um hinn nýja námsvísi sagði Sig- urður að lokum, að það væri sín von að hin nýja námstilhögun yrði ekki aðeins aðgengilegri fyrir væntanlega nemendur Fisk- vinnsluskólans, heldur yrði nám þeirra einnig hagfelldara ísl- enzkum fiskiðnaði. — íþróttir Framhald af bls. 21 hans, er hann skellir niður báðum fótum, er hann sér fram á sam- stuð, hreinlega hoppar í „tæklinguna" og gæti þvi stór- meitt andstæðinginn, en slikt ,mun vera ólöglegt með öllu. Beztu menn Vals að þessu sinni voru Dýri Guðmundsson, sem er betri leikmaður en áður og lék sóknarmenn KR oft grátt í leiknum, Albert lék mjög vel, Ingi Björn átti bæði mörkin, en hafði hæglega átt að geta skorað meira. Atli og Hörður áttu báðir góða spretti, en Hörður hvarf þó óeðli- lega mikið langtímum saman. Af KR-ingum voru þeir beztir Börkur Ingvarsson, sem er sér- lega efnilegur, og Hálfdán örlygs- son, laginn leikmaður með af- brigðum. I STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild, Laugardalsvöllur 27. maf. VALUR — KR 2:1 (0:1) MÖRK VALS: Ingi Björn Albertsson á 60. mfnútu og Magnús Bergs á 76. mfnútu. MARK KR: Guðmundur Ingvason á 33. mfnútu ÁMINNINGAR: Vilhelm Friðríkssyni og Erni Óskarssyni var sýnt gula spjaldið f leiknum. — Minning Hörður Framhald af bls. 31 Hörður Þorsteinsson var fædd- ur 22. okt. 1920 og dáinn 26. maí 1977. Hann var kvæntur Vigdisi Ólafsdóttur. Þau áttu saman þrjú börn, en frú Vigdís átti eina dótt- ur fyrir, þvi að hún er nú ekkja i annað sinn. Ég þakka Herði Þorsteinssyni ánægjulegt samstarf og dygga vináttu frá fýrstu kynnum og sendi ekkju hans, börnum og ætt- ingjum hugheilar samúðarkveðj- ur. Jón Á. Gissurarson. — Síðustu stúdentarnir Framhald af bls. 31 stúdentar verið útskrifaðir með þessum hætti frá skólanum 1974, og nú væru þeir síðustu að útskrifast. Almennt um starfsemi skól- ans á sl. starfsári sagði Baldur, að alls hefðu 330 manns verið við nám i skólanum. Nú útskrif- uðust 38 kennarar en alls hefðu verið í lokaárgangi skólans 56 neméndur og ættu nokkrir þeirra eftir að Ijúka verkefnum og að þvi loknu fengju þeir væntanlega afhent skírteini sín. Baldur sagði að mesta áfall- ið í starfi skólans á sl. ári hefði verið neitun kennara á grunn- skólastigi i Reykjavfk að taka nema úr skólanum i æfinga- kennslu og sagði hann það von sína að úr þessu mætti bæta í komandi kjarasamningum. Þá hyllti nú undir að hafnar yrðu framkvæmdir við byggingu aukins húsnæðis fyrir skólann og væru á fjárlögum þessa árs veittar 25 milljónir króna til þess verks. Að siðustu gerði rektor að umræðuefni lög um Kennaraháskóla tslands, sem lögð voru fram undir þinglok í vor. Af hálfu brautskráðra nem- enda talaði Reynir Karlsson, nýstúdent, við athöfnina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.