Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNÍ 1977
33
félk í
fréttum
Þad er sýnilega eítthvað skemmtiiegt, sem stjórandinn Snæbjörg Snæbjarnardóttir er að útskýra fyrir
kórnum. Ólafur Vignir Albertsson við hljóðfærið.
Brottfluttir Skagfirðingar
sgngja heim í héraði
+ í tilefni af 40 ára afmæli
Skagfirðingafélagsins á þessu
ári efnir Skagfirska söngsveitin
í Reykjavík til söngferðar heim
i hérað og ætlar að syngja á
Sauðárkróki fimmtudaginn 2.
júní, Hofsósi á föstudag kl. 3,
laugardag aftur á Sauðárkróki
og í Varmahlíð um kvöldið. Og
loks er ætlunin að efna til tón-
leika í Austurbæjarbíói þegar
söngsveitin kemur til baka eða
9. júní.
Fréttamaður Mbl. leit inn í
Félagsheimili Skagfirðinga-
félagsins fyrir helgina, þar sem
söngsveitin var að æfa undir
stjórn Snæbjargar Snæbjarnar-
dóttur og við undirleitk Olafs
Vignis Albertssonar. Tilkoma
félagsheimilisins, sem Skag-
firðingafélagið, Söngsveitin og
Kvennadeild Skagfirðingafél-
agsins keyptu f fyrra, hefur
verið gífurleg lyftistöng fyrir
söngsveitina, sem þá hafði
starfað í fimm ár, að því er
formaður hennar, Gunnar
Björnsson, tjáði okkur.
í vetur hefur söngfólkið, sem
er um 60 talsins, mætt þrisvar
sinnum í viku. Og æfðar hafa
verið þrjár söngskrár. Sú fyrsta
fyrir hljómplötu, sem ætlunin
er að komi út i haust, þá söng-
skrá fyrir árshátíð Skagfirð-
ingafélagsins, en þar syngur
söngsveitin alltaf og loks var
svo æfð alveg ný söngskrá fyrir
söngferðina heim f Skagafjörð.
Ætlunin er að syngja fyrst af
öllu Skagafjörður eftir
Matthías Jochumsson við lag
Sigurðar Helgasonar, þá Lindu
og Kossaleit eftir Skúla
Halldórsson, þrjú lög eftir
Sigfús Halldórsson, Söngurinn
göfgar, Vögguljóð og Stjána
Bláa. Og sfðan verk eftir erlend
tónskáld. Maríubæn úr
Cavaleria Rusticana eftir P.
Mascagni, O Isis og Osiris úr
Töfraflautu Mozart, Angus Dei
eftir Bizet, úr Sígaunabarónin-
um eftir Strauss og fjögur lög
úr Carousell eftir Rogers og tvo
kóra úr Seldu brúðinni eftir
Smetana.
Gunnar Björnsson, sagði að
mikill áhugi væri hjá söngfólk-
inu, sem allt eru sjálfboðaliðar
utan söngstjóra og undirleik-
ara. Og það væri happ sveitar-
innar að hafa Snæbjörgu, sem
hefði haldið söngsveitinni
saman. Hún væri af söngelskri
ætt t.d. er Gígja systir hennar í
kórnum og þriðja systirin er
skólastjóri Tónlistarskólans á
Sauðárkróki. Raunar eru
Skagfirðingar söngelskir mjög.
Heima í héraði eru nú starfandi
fimm kórar fyrir utan kirkju-
kórana og sá sjötti Skagfirska
söngsveitin, skipuð burtflutt-
um Skagfirðingum.
- Það þykir dauflegur mann-
fagnaður í Skagafirði, ef ekki
er mikið sungið, sagði Gunnar
Björnsson. Heima hjá honum, í
Bæ, hefði verið orgel og hefði
þótt sjálfsagt að safnast saman
þar á kvöldin og taka lagið á
uppvaxtarárum hans. Raunar
sagði hann að hljóðfæri hefði
verið á flestum bæjum þar í
kring. Og alkunna er að Skag-
firðingar taka gjarnan lagið ef
þeir fara í hópi á hestum.
Og nú koma brottfluttu Skag-
firðingarnir i Skagfirsku söng-
sveitinni úr Reykjavík og
syngja fyrir heimamenn. Og
væntanlega verður einhvers
staðar tekið lagið þessa daga
utan dagskrár. — E.Pá
Skagfirska söngsveitin á æfingu I nýja félagsheimilinu, þar sem kórfólkió hefur mætt 3var f viku í
vetur.
Ljósm. RAX
r • * # j I % - M
; >
■ IrÉL
! Sölutjöld 1 7. júní
Þjóðhátíðarnefnd mun sem fyrr veita leyfi fyrir
sölutjöldum á Þjóðhátíðardacjinn.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Æskulýðsráðs, Fríkirkjuvegi 1 1 .
Umsóknum sé skilað þangað í síðasta lagi
mánudaginn 6. júní n.k.
Þjóðhátiðarnefnd
BÚNAÐARBANKINN
BREYTTUR.
AFGREIÐSLUTIMI
MIÐBÆJARÚTIBÚ
MELAÚTIBÚ
HÁALEITISÚTIBÚ
930-1530 & 1700-18-30
ÚTIBÚ GARDABÆ
9-30-12 & 13-15-30
17-00-18-30
-y,,.
fra sfefTens
VERZLUNIH
Laugavegi 58-Sími 11699
J