Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977 23 ftleiðaþota af gerðinni DC-8. 34 stúdentar útskrif aðir frá Menntaskólanum á Isafirði Skólameistari flytur skólaslitræðu sfna. Menntaskólanum á isafiröi var sagt upp sl. laugardag. Við at- höfnina lék Margrét Gunnars- dóttir verk eftir Chopin, en síð- an flutti skólameistari, Bryndís Schram, ræðu og rakti I nokkr- um orðum skólastarfið sl. vetur^ í Upphafi máls sfns minntist skólameistari eins nemanda sem fórst sl. haust og hafa nemendur í 4. bekk skólans, sem voru skólabræður hans, gefið skólanum styttu til minningar um hann, Sigurð I. Magnússon. Þá lét skólameistari þess getið, að þessi stund, sem nú væri upp runnin, væri sú stund, sem hún hefði mest kviðið fyrir, er hún tók að sér að gerast skólameistari, en með góðum stuðningi alls starfs- fólks skólans og nemenda hefði þetta starf orðið henni léttbært og ánægjulegt. Þá greindi skólameistari frá félagslífi i skólanum og var m.a. grósku- vika og listahátíð skólans. Varðandi húsnæðismál skólans gat skólameistari um að nú hefði fengizt leyfi frá ráðu- neyti til að ganga frá teikningum að fyrirhuguðu skólahúsnæði og stæðu vonir til þess að arkitektar lykju sinni vinnu í haust. Skólinn yrði þö enn um sinn til húsa i gamla barnaskólahúsnæðinu, sem hann hefur verið undanfarin ár. Á teikningunni af hinum nýja skóla er gert ráð fyrir að 250 nemendur sitji i skólanum í 14 kennslustofum, og sagði Framhald á bls. 25 frá M.l. I vor. Alls útskrifuðust 34 stúdentar „Afstaða Alþýðuflokks eru afarkostír, sem við getum ekki gengið að” — segir Karvel Pábnason, aJþingismaður, og tetur aUt annað koma til greina í framboðsmálunum „ÉG TEL engar Ifkur á frekari viðræðum og persónulega Ift ég á afstöðu Alþýðuflokksmanna sem afarkosti, er Samtakamenn geti ekki gengið að,“ sagði Karvel Pálmason, alþingismaður, er Mbl. spurði hann um viðræðufund Samtakamanna og Alþýðuflokksmanna á Vest- fjörðum um hugsanlega samvinnu f næstu kosningum. Fundur þessi fór fram á Hnffsdal á laugardag. Karvel sagðist álfta, að afstaða Samtakamanna um að Samtökin byðu ekki fram á landsgrundvelli f næstu kosningum væru enn óbreytt. Hins vegar kvaðst hann ekkert vilja segja um það, hvort samtakamenn á Vestfjörðum myndu standa að eigin framboði utan flokka. „Það kemur allt til greina," svaraði Karvel þessum spurningum. Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, sem var á fund- inum, sagði, að Alþýðuflokkurinn gæti ekki gengið til annars sam- starfs en þess að bjóða mönnum þátttöku í opnu prófkjöri á vegum flokksins. „Til slíks samstarfs bjóðum við öllum lýðræðissinn- uðum jafnaðarmönnum," sagði Benedikt. „Og þurfa þeir, sem i framboði eru í prófkjörinu, ekki að vera flokksbundnir Alþýðu- flokksmenn, en þeir þurfa að hafa meðmæli 25 Alþýðuflokksmanna í kjördæminu, nema í Reykjavík og á Reykjanesi er talan 50. Til að fá að greiða atkvæði í prófkjörinu þurfa menn að vera orðnir 18 ára og flokksbundnir i Alþýðuflokkn- um eða ekki í öðrum stjórnmála- flokkum." Sagði Benedikt, að á þetta hefði verð lögð áherzla í vðræðunum við Samtakamenn og að annað kæmi ekki til greina af hálfu Alþýðuflokksins. Þegar Mbl. spurði, hvort sameiginlegt fram- boð væri útilokað, sagði Bene- dikt: „Slikt kemur ekki til greina. Alþýðuflokkurinn mun standa á eigin fótum og bjóða fram i eigin nafni, en býður öllum til sam- starfs í opnu og frjálsu próf- kjöri.“ Benedikt sagði, að ekki hefði verið talin ástæða til að ákveða annan viðræðufund, en Samtakamenn myndu afgreiða málið fvrir sitt leyti á næstu kjör- dæmisráðstefnu. „Málið liggur ljóst fyrir eftir þennan fund,“ sagði Karvel Pálmason, alþingismaður. „Þeir Alþýðuflokksmenn gerðu grein fyrir sinum viðhorfum til sam- starfs, sem eru þau, að við segjum okkur úr Samtökunum og leggj- um þau niður til að taka siðan þátt i prófkjöri Alþýðuflokksins sem utanflokksmenn. Þetta tel ég vera afarkosti, en við í nefndinni höfum gert það, sem okkur var falið; að ræða við Alþýðuflokksmenn og fá fram niðurstöðu, sem nú liggur fyrir. Við munum síðan leggja niður- stöðuna fyrir næstu kjördæmis- ráðstefnu, en þær hafa yfirleitt verið haldnar aö haustinu." Karvel kvaðst telja fyrir sitt leyti afar ólíklegt að Samtaka- menn gengju til liðs við Alþýðu- flokkinn, eins og forystumenn hans vildu. „Það voru ýmsar leið- ir til samstarfs,“ sagði Karvel, og nefndi sameiginlegt prófkjör Samtakanna og Alþýðuflokksins á Vestfjörðum sem dæmi þar um. „Það má segja til viðbótar,“ sagði Karvel, „að skrif Alþýðu- flokksmanna á Vestfjörðum að undanförnu hafa frekar fælt okk- ar fólk frá samstarfshugmyndinni heldur en hitt og að lítil von sé til heilbrigðs og árangursriks sam- starfs, þegar svona er af Alþýðu- flokksmanna hálfu staðið i byrj- un.“ JARSKOLA I ©I SLITIÐ inn nú brautskráð 107 stúdenta á þremur árum. Á þessu sumri verða liðin 100 ár frá fyrstu stofnun Flensborgar- skóla, en 10. ágúst 1877 gáfu prófastshjónin í Görðum, séra Þórarinn Böðvarsson og Madame Þórunn Jónsdóttir út gjafabréf til stofnunar skóla í Flensborg í Hafnarfirði, og tók skólinn til starfa þá um haustið. I upphafi var skólinn þó barnaskóli, en 5 árum siðar eða 1. júní 1882 var gjafabréfinu breytt og skólanum breytt í alþýðu- og gagnfræða- skóla og hefur hann siðan starfað sem framhaldsskóli. Hefur aldur skólans yfirleitt verið miðaður við þá breytingu og verður aldaraf- mælis skólans þvi ekki minnst sérstaklega fyrr en 1982. inn að landa f Færeyjum á morgun, en hinu tókst að Ianda í skjóli nátt- myrkurs,“ sagði Sæmundur Árelfusson framkvæmdastjóri Þor- móðs ramma h.f. f Siglu- firði í samtali við Morgun- blaðið í gær en það fyrir- tæki gerir Stapavfk út. Eftir að löndun var hætt úr Stapavík í Troon samþykktu hafnarverkamenn í Bretlandi að komið yrði í veg fyrir frekari landanir úr íslenzkum fiskiskip- um f Bretlandi á meðan brezkir togarar fá ekki að veiða innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar við ísland, að því er fréttaritari Morgunblaðsins í Hull símaði í gær. Sæmundur Árelíusson sagði í samtalinu við Morgunblaðið, að þeir hefðu selt fiskinn á föstu verði til McFisheries i Fleetwood og fengið um 160 kr. fyrir kílóið. Þá hefði McFisheries fengið menn í Troon, sem er útborg Ayr, til að landa úr skipinu, og allt liefði gengið vel um nóttina eða þar til i birtingu í gærmorgun, en forsvarsmenn þeirra er vilja ekki landanir íslenzkra skipa í Bret- landi fundu skipið. „Þegar þeir fundu Stapavík var búið að koma öllum fiskinum á land, en á bryggjunni stóð bill með 200 sextiu og fimmkílóa kössum eða u.þ.b. 20 tonnum. Skipverjum á Stapavík varð þá strax ljóst, að ef þeir freistuðu þess að láta bílinn fara með fiskinn gæti komið tii hörku og tóku þá til bragðs aó taka fiskinn um borð aftur." Að sögn fréttaritara Mbl. i Hull hafa forráðamenn McFisheries þegar gefið út yfirlýsingu um, að þeir muni ekki kaupa meiri fisk af Islendingum á meðan nú- verandi ástand rikir. Mikil reiði greip um sig hjá brezkum sjómönnum er þeir fréttu um löndun Stapavikur. Brezkur skipstjóri á vesturströnd Skotlands sem AP-fréttastofan ræddi við sagði, að ef sjómenn hefðu vitað um komu skipsins, þá hefðu þeir lokað höfninni i Troon með skipum sínum. Það væri ófært að íslendingar væru að landa fiski, sem þeir gætu ekki nýtt sjálfir, í Bretlandi á meðan brezkum togurum væri haldið utan við 200 mílna fiskveiðilög- söguna. DC-8 þotur of hávaðasamar Bandarísk loftferðayfirvöld leggja svo fyrir að skipt verði um hreyfla BANDARÍSK loftferðayfirvöld hyggjast á næstu árum herða mjög reglur um hávaða af völdum flugumferðar. Þessar reglur bitna harðast á flugvélagerðun- um Boeing 707 og Douglas DC-8 sem Loftleiðir nota, en bandarisk- um flugfélögum sem þessar vélar nota, hefur verið gert að láta skipta algjörlega um hreyfla i þeim fyrir 1985. Gert er ráð fyrir að erlend flugfélög muni fá áþekkan aðlögunartlma. Þar sem Loftleiðir nota DC-8 þotur í flugi sínu vestur um haf, munu þessar reglur hafa töluvert að segja fyrir framtíðaráform félagsins hvað flugvélakost áhrærir. I samtali við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, kom fram, að af hálfu félagsins hefur verið fylgzt með þessum málum, og kvað hann það nú liggja fyrir að erlend flugfélög mundu fá svipaðan aðlögunar- tíma og hin bandarísku að upp- fylla þessar reglur um hávaða- minni þotuhreyfla og að ekki þyrfti að vera eins hraður gangur á breytingum erlendu félaganna og hinna innlendu. Sigurður sagði, að vafalaust væru tvenns konar eða þrenns konar möguleikar til að mæta þessum nýju reglum. I fyrsta lagi að fá undanþágu til enn lengri tima, ef menn hefðu áhuga á sliku, í öðru lagi væru nú þegar komnar fram hugmyndir um nýja hreyfla í t.d. DC-8 vélarnar, ann- ars vegar Pratt Whitney og hins vegar General Electric og loks í þriðja lagi væri endurnýjun flug- vélakostsins, þar sem DC-8 vélarnar væru leystar af hólmi með hávaðaminni vélum. Má t.d. nefna að framangreint hávaða- vandamál snertir ekki breiðþot- urnar, en af hálfu Flugleiða er nú verið að athuga með kaup á slík- um vélum. ;kin meðan skipið hét Reykja- ví.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.