Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977 WIKA Þrýstimælar Öll mælisvið frð + 1 KG til + 600 KG SöMííflmÐgjtur Vesturgötu 16, simi 13280. Málverk ósk- ast Málverk óskast eftir Ás- grím, Jón Stefánsson eða Kjarval. Upplýsingar á lögfræði- skrifstofunni Banka- stræti 7, simi 12343 23331 (Sveinn H. Valdi- marsson hrl.) Skuldabréf fasteignatryggð og spariskfrteini til sölu. Miðstöð verðbréfavið- skipta er hjá okkur Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og varðbréfasala Vasturgötu 17 Sfmi 16223. Þorleifur Guðmundsson heimasfmi 12469. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Ný saumastofa hefur opnað og annast saum á hverskonar yfirbreiðslum yfir bíla ofl. Góð efni, vönduð vinna. Við önnumst einnig viðgerðir á yfir- breiðslum, tjöldum ofl. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Saumastofan Foss s/f. Starengi 17. slmi 99-1461. Selfossi. STERKUR vamarleikur! Vinnuvélar verkfæri og bifreiöar, sem eru stööugt í notkun úti í umhleypingasamri og óblíöri veöráttu láta fljótt á sjá. Vinnuhæfni og verömæti tækjanna minnkar ef ekkert er aö gert. Þetta vandamál veröur ekki leyst í eitt skipti fyrir öll - en stööugt viöhald meö Hörpu-vinnuvélalakki er sterkasti varnarleikur sem völ er á til þess aö sigrast á þessum vanda. Hörpu vinnuvélalakk er slitsterkt og ódýrt, og fæst í málningarverslunum um land allt. Erlendar fréttir í stuttu máli Nýr varnarmálaráð- herra í Austurríki Vln 31. mal — Reuter OTTO Rösch, innanrfkisráð- herra, var I dag skipaður Ecevit spáð fylgisaukningu Ankara, 31. mal. Reuter. ÚRSLIT skoðanakönnunar, sem birt voru í dag, gefa til kynna mikla fylgisaukningu Lýðveldisflokks Ecevits, fyrr- um forsætisráðherra, sem nú er í stjórnarandstöðu, i kosning- unum á sunnudag. Benda úrslit könnunarinnar til þess að Lýð- veldisflokkurinn, sem er jafn- aðarmannaflokkur, gæti komist nálægt því að vinna meirihluta á þingi þar sem eru 450 sæti. Sýnir hún að flokkurinn muni fá að minnsta kosti 208 þing- sæti en hann fékk 185 f kosn- ingunum 1973. Skoðanakönn- unin náði til alls landsins. Gough Whitlam endurkjörinn Canberra 31. maí — Reuter GOUGH Whitlam, fyrrum for- sætisráðherra Ástralfu, var endurkjörinn leiðtogi Verka- mannaflokksins í dag. Sigraði hann Bill Hayden, fyrrum fjár- málaráðherra með naumind- um. Sigur Whitlams þýðir að hann mun leiða flokk sinn fram til næstu þingkosninga, sem verða ekki haldnar seinna en í marz 1979. Vonir vakna um sendiherra Guatemalaborg, 31. mal — AP VONIR manna um að sendi- herra E1 Salvador í Guatemala, Eduardo Casanova, verði fljót- lega sleppt jukust í dag þegar gengið var að kröfum ræningja hans um að stjórnmálayfir- lýsing þeirra yrði lesin á fundi Þróunarbanka Ameríku. Paul Desmond er látinn New York, 31. mal. Reuter. PAUL Desmond, einn af mestu altsaxófón-meisturum jazzheimsins og fyrrum sam- starfsmaður Dave Brubeck, lézt í dag að heimili sfnu 77 ára að aldri. Desmond samdi frægasta verkið sem flutt var af Brubeck, „Take five“. Rahman fékk 99% Dacca 31. mal — Reuter. í kosningum um helgina fékk Ziaur Rahman, forseti Bangla- desh, mikinn stuðning við her- lögin og 19 liða áætlun um að rífa þjóðina upp úr fátækt og hörmungum. Þegar búið var að telja um þriðjung atkvæða hafði Zia, hershöfðingi, eins og landar hans kalla hann, fengið næstum 99% atkvæða. Búizt var við lokaúrslitum siðar í dag, en fram til þessa hafði Zia hers- höfðingi fengið 11.729.352 at- kvæði en aðeins 129.157 voru á móti. 6 72 tonn af hassi Halifax, 31. mal. AP. KANADÍSKA strandgæzlan fðr um helgina um borð f skozka skútu og fann þar 6,5 tonn af hassi, sem smygla átti inn i Kanada. Kom skútan frá Kolumbiu, en talið er að hún hafi áður verið notuð til að flytja hass til Kanada. varnarmálaráðherra og er þar með bundinn endi á sex mánaða deilur um ólöglega sölu austurrlskra vopna til Sýr- lands. Bruno Kreisky, kanslari, tilkynnti þetta eftir fund I for- sætisnefnd Sóslalistaflokksins, sem er við völd. Fjórum klukkustundum áður hafði Rudolf Kirschenslager fallizt á afsögn fráfarandi varnarmála- ráðherra, Karls Llitgendorfs. LUtgendorf sagði af sér eftir að þingnefnd hafði gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki gefið Kreisky nákvæmar upplýsingar um sölu á austurriskum rifflum til Sýrlands í desember síðast- liðnum, en sú sala er brot á hlutleysi Austurríkis. Watergate- mennirnir fá afevar HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna neitaði í dag að sam- þykkja beiðni frá tveimur fyrr- verandi samstarfsmönnum Richards Nixons forseta, John Mitchell dðmsmálaráðherra og H.R. Haldemann starfsmanna- stjóra, um að fengelsun þeirra yrði frestað þar til afstaða hefði verið tekin til beiðni þeirra um að dómarnir gegn þeim yrðu endurskoðaðir. Hæstiréttur neitaði að endur- skoða dómana gegn Mitchell, Haldeman og John Ehrlicbman innanríkisráðgjafa 23. maí. Þá sendu Mitchell og Haldeman Hæstarétti aðra beiðni um endurskoðun. Ekki er víst að Hæstréttur taki afstöðu til þeirrar beiðni fyrr en Mitchell og Haldeman hafa verið fangelsaðir. Haldeman og Mithcell voru dæmdir í allt að átta ára fangelsi. Allt bendir til þess að þeir byrji að afplána dómana innan eins mánaðar. Flugræningi fangelsaður Stokkhólmi, 31. maí. NTB. Hinn 37 ára gamli sovézki flugræningi, sem i síðustu viku rændi farþegaflugvél í innan- landsflugi í Sovétríkjunum og lét hana lenda i Stokkhólmi, var í dag úrskurðaður i fangelsi af þingsréttinum I Sollentuna. Öliklegt er talið að hann verði framseldur til Sovétríkjanna. Sovétmenn hafa farið fram á að hann verði framseldur en ekki fylgt þeirri kröfu eftir af neinni hörku. Leit hætt í rústunum Southgale, Kentucky 31. maí — Reuter. Nú hefur verið hætt leit að fleiri likum í rústum næstur- klúbbsins þar sem 160 manns fórust f bruna um helgina. Er nú verið að rifa það sem eftir stendur af Beverly Hills Supper Club, en borgarstjðri Southgate sagði blaðamönnum, að ekki væri búizt við þvi að fleiri lik fyndust. Mikill eldur brauzt út þegar klúbburinn var fullur af fólki á laugardagskvöld. Um 3000 manns flýðu út f nóttina en í fyrstu var álitið að um 300 manns hefðu farizt. Ekki hefur enn tekizt að bera kennsl á 45 lík en sum þeirra eru svo mikið brunnin að þau eru óþekkjan- leg. Þetta er mesti bruni í Bandaríkjunum í 35 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.