Morgunblaðið - 01.06.1977, Side 18

Morgunblaðið - 01.06.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977 JWí>r0ij«i>Miíð> Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingasjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10100. Auglýsingar ASalstræti 6, slmi 22480 Áskriftargjald 1 300.00 kr. j mánuði innanlands. j lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Um útbreiðslu rússnesku A' síðari hluta tuttugustu aldar hefur eitt stórveldi öðr- um fremur haldið uppi heimsvalda- og nýlendustefnu. Það eru Sovétríkin Þau eiga sér lengri sögu sem útþenslusinnað heimsveldi en þau 60 ár, sem kommúnistar hafa verið þar við völd. Októberbyltingin varð hins vegar ekki til þess að draga úr heimsvaldastefnu Sovétríkjanna heldur gaf hún henni nýjan kraft og síðan hafa Sovétríkin rekið markvissa útþenslustefnu með kommúnismann að vopni. Sovétríkin hafa gert langflest nágrannariki sín í Evrópu að leppríkjum sínum, og þau hafa skipulega unnið að því að efla áhrif sín í öðrum heimshlutum, ekki sízt í Asíu og nú á síðari árum í Afríku. Kenningar kommúnismans eru eitt helzta vopnið í þessari útþenslustefnu hins sovézka heimsveldis og gildir þá einu, þótt fengin reynsla hafi sýnt, að kenningin er eitt og framkvæmdin allt annað. Annar meginþáttur í útþenslustefnu Sovétrikjanna eru hin svonefndu „menningarlegu" og „vísindalegu" samskipti, sem gífurleg áherzla er lögð á. í Sovétríkjunum býr mikið listafólk og hið opinbera stjórnkerfi hagnýtir sér list þess markvisst i viðleitni sinni til þess að bæta ásjónu Sovétríkjanna í augum annarra þjóða, fegra þá mynd, sem þau hafa fengið á sig vegna stjórnmálalegra og hernaðarlegra afskipa af málefnum annarra þjóða og meðferðar á eigin þegnum. Þess vegna m.a. hafa Sovétmenn beitt sér fyrir þvi að sett hafa verið upp í ýmsum löndum, þ.á m. á íslandi, svonefnd „menningarfélög", sem eiga að annast „menningarleg samskipti" milli Sovétrikjanna og viðkomandi landa en eru í raun aðeins þjónustufyrirtæki hins sovézka stjórnkerfis. Þess vegna er það rangt, ef menn halda að „menningarleg samskipti ' við einræðisríki á borð við Sovétríkin séu bæði sjálfsögð og saklaus. Einræðisríkið stefnir alltaf að því að notfæra sér list og menningu þjóðar sinnar til þess að ná pólitískum markmiðum. Þriðji þátturinn í nýlendustefnu Sovétríkjanna á okkartímum er skipulagsbundin barátta þeirra fyrir því að útbreiða rússneska íungu innan Sovétríkjanna og utan í Morgunblaðinu í síðustu viku birtist grein eftir rússneskan prófessor, Vladimir Jakúb, þar sem hann ræðir um rússnesku í heimi nútímans og gerir grein fyrir vaxandi útbreiðslu hennar, bæði innan Sovétríkjanna og utan Á yfirborðinu segir grein þessi þá sögu, að áhugi á rússnesku fari vaxandi víða um heim. En þegar betur er skoðað bregður grein þessi upp mynd af annars konar ástandi, annarri viðleitni, sem sé tilraunum Sovétríkjanna til að þurrka út sjálf- stæða tungu, menningu og þjóðerni þeirra þjóða, sem herrunum í Kreml hefur tekizt að innlima í Sovétsambandið á undanförnum áratugum. í grein þessari segir hinn rússneski prófessor: „Grund- völlur hinna ýmsu tungumála í landinu hefur styrkzt en um lejð sést af manntalinu 1 970, að rússneskan eflist mest hlutfallslega, 141,8 milljónir manna nefndu hana þá móðurmál sitt, þar af 1 28 milljónir Rússa og 1 3 milljónir manna af öðru þjóðerni. Auk þess töldu 41,9 milljónir manna af öðrum þjóðernum sig hafa fullt vald á rússnesku sem öðru máli." Þessa tilvitnun má skilja á þann veg, að Sovétmönnum hafi tekizt að þurrka út sjálfstæða tungu og menningu, a.m.k. 1 3 milljóna manna og hana má einnig skilja á þann veg að þeir séu komnir vel á veg með 42 milljónir til viðbótar. Þá segir greinarhöfundur einnig: „Á undanförnum árum hef ég einnig orðið var við miklar framfarir á sviði rússneskukunn- áttu í hinum ungu Eystrasaltslýðveldum. . ." Engum kemur það á óvart, enda hafa Sovétmenn markvisst unnið að því að þurrka út þjóðerni Eystrasaltsþjóðanna þriggja. Það hefur verið gert með því að flytja fólk þaðan í burtu í stórum stíl til annarra hluta Sovétríkjanna og flytja Rússa og eða aðrar þjóðir inn til Eystra- saltsríkjanna í staðinn. Þannig mætti lengi halda áfram að rekja, hvernig rússneskan er notuð sem tæki ! nýlendustefnu Sovétríkj- anna á okkar tímum og er grein rússneska prófessorsins í Morgunblaðinu einkar glöggt dæmi um það. Við íslendingar viljum eiga góð samskipti við fólkið, sem býr í Sovétríkjunum eins og aðrar þjóðir heims. Gagnkvæm tungu- málakunnátta stuðlar að því. En hörmulegt er á hvern veg einræðisstjórnir nota allt og alla pólitískum markmiðum til framdráttar. Við viljum ekki sízt kynnast menningu, list og viðhorfum þeirra fulltrúa almennings I Sovétríkjunum, sem orðið hafa að hrekjast úr landi vegna þess, að skoðanir þeirra, list og menningarverk eiga ekki upp á pallborðið hjá sovézkum stjórnar- herrum. Fulltrúar kerfisins geta ekki talað fyrir hönd þjóða Sovétríkjanna, það hefur reynslan sýnt. Útlagar og andófsmenn, sem nú búa víða um Vesturlönd, eru sannari fulltrúar þjóða sinna en margir þeir, sem koma á opinberum vegum til þess að kynna Sovétríkin, land og þjóð. Stapavfk frá Siglufirði. Myndin var t» borg RE og er verið að landa loðnu ðr þ' Stapavík SI fannst þegar bjartvarorðið Komið verður í veg fgrir frekari landanir íslenzkra skipa í Bretlandi „VIÐ ætluðum okkur aldrei að láta fréttast hvaða dag né í hvaða höfn Stapavík átti að landa í Skotlandi, en þetta fréttist og þegar vissum aðilum í Bretlandi var liðst, að verið var að landa úr íslenzku skipi í Troon var látið til skarar skrfða. Varð Stapavík þvf að halda úr höfn í Troon með u.þ.b. 20 af þeim 70 tonnum sem voru í skipinu og á bátur- Hvítasunnan: Mikil ölvun engin slys Um 3 þúsund ungmenni á Þjórsárbökkum MIKIL umferð var úr Reykjavfk yfir hvítasunnuna, en eftir þvi sem næst verður komizt urðu ekki nein meiriháttar slys eða óhöpp I umferðinni þrátt fyrir það. Mestur mannfjöldi var sam- an kominn á bökkum Þjórsár, þar sem Héraðssambandið Skarp- héðinn gekkst fyrir móti. Mikið af unglingum sótti þetta mót og bar töluvert á ölvun. Tók lög- reglan alls um 50 ölvaða öku- menn á þjóðvegunum I grennd við Reykjavfk. Að sögn lögreglunnar á Selfossi tókst mjög góð samvinna milli lög- reglunnar á Selfossi og lög- reglunnar i Reykjavík, ekki sízt vegaeftirlitsins um gæzlu og eftir- lit með umferðinni austur yfir fjall, sem var að Iangmestu leyti á mótið á Þjórsárbökkum. Þar tók þegar á föstudagskvöld að safnast saman mikill mannföldi og meiri en aðstandendur mótsins höfðu gert ráð fyrir, og varð þar tölu- verð ölvun meðal mótsgesta, sem voru næreingöngu ungmenni. Að sögn lögreglunnar fór þó mótshaldið aldrei úr böndunum sakir ölvunar, eins og stundum hefur viljað verða, og var það ekki sízt að þakka mjög strangri löggæzlu af hálfu reykvískra lög- reglumanna og lögreglumanna úr Arnessýslu. Alls voru um 140—150 ungmenni flutt af móts- stað vegna ölvunar og þá til Reykjavíkur, þar sem engin aðstaða var á Selfossi til að hýsa allan þennan fjölda. Mjög ströng gæzla var einnig úti á vegum af hálfu vegaeftirlits lögreglunnar, sem tók alls tæp- lega 40 ökumenn, sem grunaðir voru um ölvun við akstur og lög- reglan á Selfossi tók um sjö slíka ökumenn Alls munu rösklega 50 ökumenn hafa verið teknir undir áhrifum áfengis á þjóðvegum i nágrenni Reykjavíkur um hvíta- sunnuna, en engin alvarleg um- ferðaróhöpp eða slys urðu þrátt fyrir þetta. Húsavík: Gagnfræðaskólanum var gefín lágmynd af Benedikt Björnssyni Húsavfk, 31. maf. Gagnfræðaskóla Húsavfkur var slitið sl. laugardag, og voru þá útskrifaðir sfðustu gagnfræðing- arnir, 25 að tölu, samkvæmt eldri fræðslulögunum. Svo vildi til að nú eru liðin 30 ár sfðan fyrstu gagnfræðingar útskrifuðust frá skólanum, og fjölmenntu þeir til skólaslitanna ásamt 10 ára nemendum. Hjónin Katrín Júlíusdóttir og Stefán Pétursson, útgerðar- maður, færðu skólanum að gjöf lágmynd af Benedikt heitnum Björnssyni, fyrrverandi skóla- stjóra, sem var stofnandi ung- lingaskóla Húsavikur 1906 og mikill frömuður í fræðslumálum Húsavfkur. Gjöfin er einnig til að minnast merks starfs Benedikts sem oddvita Húsavíkur, en það er hans verk, að þegar Húsavíkur- hreppur eignaðist sitt land og fór að úthluta lóðum, var landið leigt, en ekki selt, eins og gert var víða annars staðar. Bærinn er þvi eig- andi alls Húsavíkurlands. Jónas Geir Jónsson, sem kennt hefur við skólana f Húsavik í 43 ár, lætur nú af störfum og flutti skólastjóri honum þakkir fyrir hans vel unnu störf. Að lokum gafst fólki kostur á að skoða þann hluta nýju gagnfræða- skólabyggingarinnar, sem nú er i smiðum, en þar var fyrir skömmu tekin í notkun aðstaða fyrir sjóvinnu, leirvinnslu og þrek- þjálfun. _ Fréttaritari FLENSBORG HAFNARFIE FLENSBORGARSKÓLA í Hafnarfirði var slitið 25. maf sl. Brautskráðir voru 45 stúdentar, 197 með grunnskólapróf, 126 gagnfræðingar og 10 með próf úr 6. bekk framhaidsdeildar. Við skólann stunduðu 680 nemendur nám f vetur. I vetur var í fyrsta skipti kennt eftir áfangakerfi í skólanum og náði það til tveggja árganga i framhaldsnámi, en tveir efstu ár- gangar menntadeildar og gagn- fræðadeildar bjuggu áfram við bekkjakerfi. Næsta ár verður aukið við áfangakerfi skólans. Hæstu einkunnir á stúdents- prófi hlutu Elínborg J. Ólafsdótt- ir, eðlisfræðisviði, 8,5; Þórður Viðar Viðarsson, náttúrufræði- sviði, 8,4; og Hlín Hermannsdótt- ir, málasviði, 8,1. Alls hefur skól- INNLENT Kolmunni til Akraness Akranesi, 31. maí. TOGARARNIR Haraldur BöSvarsson og Krossvík eru hér í höfn í dag með blandaðan afla til vinnslu I fyrstihús- unum, Haraldur með 160 lestir og Krossvík með 115. Víkingur kom f nótt af Færeyjamiðum með um 600 lestir af kolmunna til vinnslu f fiski- mjölsverksmiðjunni. Haraldur AK 10, sem er á handfæraveiðum, kom f morgun með 53 lestir af stórum ufsa. Hér er mikil atvinna, en af- greiðsla skipa tefst vegna yfirvinnu- bannsins. — Júlíus. Lo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.