Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977 19 GLÆSILEGT MET HJÁ INGUNNI EINARSDÓTTUR INGUNN Einarsdóttir, ÍR, setti glæsilegt íslandsmet I 100 metra hlaupi á Vormóti HSK, sem fram fór á Selfossi um sl. helgi. Fékk Ingunn tfmann 11,8 sekúndur og varð þannig fyrst fslenzkra kvenna til þess að rjúfa 12 sekúndna múrinn. Hreinn Halldórsson, KR, varp- aði kúlunni 20,02 metra á sama móti. Frásögn af mótinu verður að bfða vegna mikilla þrengsla I blaðinu. Hilmar til Svíþjóðar? Töluverðar likur eru á því að handknattleiksþjálfarinn Hilm- ar Björnsson flytjist t’l Svíþjóð- ar í sumar og taki við þjálfun-3. deildarliðs í Stokkhólmi, sem Hammerby heitir. Hilmar kom um siðustu helgi frá Svíþjóð, þar sem hann dvaldi vikutíma. í samtali við Mbl. sagði Hilmar, að boð Sví- anna væri mjög girnilegt og væri hann mjög spenntur að fara út, en hann kvaðst ekki vera búinn að ákveða sig end- anlega. Hammerby er eitt þekktasta íþróttafélag Svíþjóð- ar. Það á 1. deildarlið i öllurn greinum boltaíþrótta nema handknattleik. Á nú að bæta úr þvi og verður ekkert til sparað. —SS. 7T1 n nnTiTnísíN STJORNULIÐ CHARLTONS MÆTIR ÚRVALINU í KVÚLD Tveir kóngar í sama liðinu TVEIR knattspyrnukonungar leika nú með sama liðinu, New York Cosmos. Það varð fagnaðar- fundur, þegar þeir Beckenbauer og Pele hittust á fyrstu æfingunni sl. fimmtudag, eins og myndin ber með sér. Beckenbauer lék sinn fyrsta leik með Cosmos um helgina og enda þótt leikurinn tapaðist 2:4, þótti „Keisarinn“ sýna mjög góðan leik og hann skoraði seinna mark liðsins. STJÖRNULIÐ Bobby Charltons kemur til landsins ( dag með flug- vél Fí og f kvöld klukkan 20.30 Fyrsta stórmót sumarsins í golfi: Ovæntur sigur hjá 19ára pilti FYRSTA stórmót sumarsins í golfi, „Dunlop-open“, fór fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja á Leiruvellinum á laugardag og sunnudag. Þátttakendur voru mjög margir eða 97 að tölu. Fór mótið hið bezta fram og þótti hafa heppnast mjög vel þótt hvass hafi verið í veðri báða keppnisdagana. Magnús Hall- dórsson úr Golfklúbbnum Keili sem er aðeins 19 ára gamall, bar sigur úr býtum f keppni án forgjafar en með forgjöf sigr- aði Jón Pálmi Skarphéðinsson GS. Enskur golfmaður, Roger Mace, var meðal keppenda og hafnaði hann f öðru sæti. Lifgðdaði hann mjög upp á mótið og sjálfur kvaðst hann hafa haft mikla ánægju af þvf að vera með f þessu móti. Verð- laun voru veitt af Árna Árna- syni, umboðsmanni Dunlop á Islandi. Samtals voru veitt 170 stig til landsliðs þar sem meðal keppenda voru 29 meistara- flokksmenn. Úrslit urðu þessi án forgjaf- ar: 1. Magnús Halldórsson GK 152 högg (36 holur). 2. —3 Þórhallur Hólmgeirsson GS og Roger Mace 154 högg. 154 högg. 4. Björgvin Þorsteinsson GA 156 högg. 5. Hálfdán Karlsson GK 158 högg. 6. —8. Ragnar Ólafsson GR, Hallur Þórmundsson GS og Július R. Júlíússon GK 159 högg. 9. Sigurður Hafsteinsson GR 160 högg. 10. Sigurður Pétursson GR 161 högg. 1 keppni með forgjöf varð röð efstu manna þessi: 1. Jón Pálmi Skarphéðinsson GS 141 högg nettó (forgjöf 22). 2. Magnús Halldórsson GK 142 högg nettó (forgjöf 5). 3. Björgvin Hólm GK 143 högg nettó (forgjöf 15). 4. Þórhallur Hólmgeirsson GS 144 högg nettó (forgjöf 5). 5. —7. Guðmundur Kristjáns- son GS (forgjöf 12). Þor- steinn Björnsson GK (for- gjöf 18) og Kári Knútsson GK (forgjöf 15) 145 högg nettó. Eftir fyrri dag keppninnar var Þórhallur Hólmgeirsson með eitt högg umfram næstu þrjá menn, 75 högg á móti 76 höggum hjá Roger Mace, Magn- úsi Halldörssyni og Björgvin Þorsteinssyni. Seinni daginn var Magnús sterkastur, þó svo að nokkur upphafsskot mis- tækjust hjá honum. í upphafs- skotum og púttum var hann langbeztur og bætti þá upp lé- leg upphafsskot. mætir liðið úrvalsliði KSÍ á Laugardalsleikvanginum. Sífelldar breytingar hafa orðið á liði Charltons en eftir því sem Mbl. kemst næst, verður hópur- inn skipaður eftirfarandi leik- mönnum: Alan Ball, Sout- hampton, Ralph Coates, Totten- ham, Ian Callhagan, Liverpool, Bobby Charlton, Jackie Charlton, John Hurst, Oldham, Norman Hunter, Bristol City, Brian Kidd, Manchester City, Bobby Lennox, Celtic, Peter Osgood, Sout- hampton, Joe Jones, Liverpool, George Woods, Blackpool, Jim Platt, Middlesbrough, Tony Dunne, Bolton, Peter Docherly, Manchester City, Tommy Smith, Liverpool, Alex Stepney, Manchestcr United, og Alan Suddiek, Stoke. Islenzka liðið verður skipað sömu leikmönnum og áttu að leika gegn Færeyingum á dögun- um, nema hvað Diðrik Olafsson, Vikingi, kemur í stað Árna Stefánssonar, Fram, sem er meiddur. Aðrir leikmenn eru Sig- urður Dagsson, Val, Ólafur Sigur- vinsson, IBV, Einar Þórhallsson, Breiðablik, Jón Gunnlaugsson, ÍA, Gfsli Torfason, IBK, Viðar Halldórsson, FH, Hörður Hilmars- son, Val, Atli Eðvaldsson, Val, Árni Sveinsson, ÍA, Albert Guð- mundsson, Val, Guðmundur Þor- björnsson, Val, Ingi Bjiirn Al- bertsson, Val, Kristinn Björnsson, ÍA, Karl Þóröarson, ÍA og Ólafur Danivalsson, Fll. 4:19,3 í 1500 m: Lilja setti íslandsmet - og Jón og Gunnar gerðu það gott „Jú, ég er ánægð með þetta hlaup og að hafa farið undir 4:20. Ég var ekki alltof bjartsýn fyrir hlaupið þvf ég hef átt við smá meiðsli að strfða og verið í með- hiindlun vegna þeirra. En ég fékk góða keppni og var dregin vel áfram, og nú er ég bjartsýn á að hlaupa undir 4:15 nú f sumar." Þannig mælti Lilja Guðmunds- dóttir ÍR, er við spjölluðum við hana f gær, en á móti f Kil við Karlstad setti hún glæsilegt nýtt íslandsmet f 1500 metra hlaupi, 4:19,3 mfnútur. Bætti hún þar með eigið met, sett á Ólympíu- leikunum, um eina sekúndu. Á samá móti kepptu Jón Diðriks- son, UMSB, Gunnar P. Jóakims- son, ÍR, og Ágúst Þorsteinsson, UMSB, og allir settu þeir persónuleg met. „Ég varð nr. tvö i hlaupinu. Eva Gustafsson sigraði á 4:18,7 mín. Dró ég mikiö á hana á siöustu metrunum. Hún og Liz Hjalmars- son höfðu haldið uppi góðum og jöfnum hraða og reyndi ég að hanga sem lengst. Við Liz vorum reyndar samhliða er 250 metrar voru eftir en þá skildi ég við hana og reyndi að ná Evu. Liz fékk 4:25 mín.,“ sagði Lilja Jón Diöriksson, IJMSB, varð þriðji Íslendingur til að hlaupa 1500 metra undir 3:50, þvi hann hljóp á 3:49,9 min. á mótinu og varð annar eftir harða baráttu við Finna. Gunnar P. Jóakimsson, IR, vann sinn riðil 800 metra hlaups- ins á 1:53,9 min., sem er hans bezti árangur einnig. Leiddi Ciunnar hlaupiö frá upphafi til enda. Ágúst Þorsteinsson, UMSB, hætti sig svo um 10 sekúndur i 1500 metrunum er hann hljóp á 4:12,8 minútum. — ágás. Island mætir Wales ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda næstu Evrópukeppni unglinga- landsliða f knattspyrnu f Pól- landi. Búið er að skipa þjóðum f riðla f undankeppninni og kom f hlut íslands að leika við Wales f undankeppninni. Leikið verður heima og heiman og sú þjóðin, sem betur hefur f þeim viðureign- um fær farseðilinn til Póllands. Evrópukeppni unglingalands- liða lauk í Belgíu á laugardaginn. Fóru leikar þannig, að Belgar sigruðu Búlgaríu i úrslitaleik keppninnar 2:1 og hrepptu þeir þar með Evrópumeistaratitilinn. i keppninni um þriðja sætið unnu Sovétrikin stórsigur yfir Vestur- Þýzkalandi, 7:2. íslenzka ungl- ingalandsliðið stóð sig með mikilli prýði í Belgiu eins og menn rekur eflaust minni til. Gerðu íslenzku strákarnir jafnefli við Grikki og Englendinga og töpuðu naumlega fyrir sigurvegurum keppninnar Belgum 2:0. Tveir leikir í 2. deild TVEIR leikir fara fram i 2. deild i kvöld. Á ísafirði leika heinia- menn gegn KA á Akureyri og i llafnarfirði leika iiaukar og Þróttur, Reykjavík. Siðarnefnda leiknum hefur verið flýtt um tvo tima vegna leiksins i Laugardal og hefst hann klukkan 18. Sjá einnig íþróttir á bls. 38 og 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.