Morgunblaðið - 16.07.1977, Side 13

Morgunblaðið - 16.07.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 13 Skæruliðaforingi: Vararfólkvið Kanaríeyiaför Bonn 15. júlí — Reuter. LEIÐTOGI skæruliðahóps hefur varað ferðamenn við því að fara til Kanaríeyja og segir í viðtali við þýzkt blað að samtök sín ætli að herða á baráttu sinni, með- al annars með sprengjuár- ásum. Skæruliðinn, Antonio Cubillo segir í viðtalinu að fram til þessa hafi samtök sin aðeins notað litlar heimabúnar sprengjur, sem aðeins var ætlað að gera samtökin þekkt. Nú sé tími til kominn að hefja hina vopnuðu baráttu. Boð- ar hann notkun mannskæð- ari vopna, meðal annars naglasprengja. Samtök Cubillo berjast fyrir sjálfstæði Kanarí- eyja, og hafa þau aðal- stöðvar í Alsír. Urðu sam- tökin fræg á síðast liðnum vetri þegar þau sprengdu r Irum ber að hætta aðgerðum Brussel 14. júní — Reuter. EMBÆTTISMENN Efnahags- bandalagsins sögðu f dag að úr- skurður Evrópudómstðlsins um að trum bæri að hætta aðgerðum sfnum til takmörkunar fisveið- um, styrkti verulega fiskveiði- stefnu framkvæmdanefndar EBE. Segja embættismennirnir að úrskurður dómstólsins hafi jafn- vel verið ákveðnari en fram- kvæmdanefndin fór fram á. Dóm- ararnir skipuðu Irum að létta af banni sfnu við fiskveiðum stærri togara innan 50 mflna lögsögu sinnar frá klukkan 01 næstkom- andi mánudag. Sögðu þeir að Irar mættu ekki grfpa til annarra verndunaraðgerða án vitneskju framkvæmdanefndarinnar. Allar slíkar aðgerðir verða að samrýmast lögum EBE og sameig- inlegri fiskveiðistefnu aðildar- landanna. Embættismennirnir segja að þessi úrskurður hljóti að þýða að Irar verði að framkvæma þær áætlanir, sem EBE lönd, sem stunda veiðar við írland hafa sent stjórninni í Dublin. sprengju á Las Palmas flugvelli. Sprengingin leiddi til þess að flugvélum var beint til Tenerife og varð þar með óbeint valdur mesta flugslyss sögunnar, þegar tvær jumbóþotur rákust á og fórust með þeim 577 manns. Liddy boðin vinna í „hlerana- bransanum” St. Catharines, Kanada 15. júli — AP. EINUM af syndaselum Water- gatehneyklisins, Gordon Liddy, hefur verið boðin yfir- mannsstaða í kanadisku fyrir- tæki, sem starfar við að kanna hvort simar séu hleraðir. James Miller, aðalforstjóri Sexuricomm Canada Ltd,. sagði í gær að hann hefði boðið Liddy starfið vegna „reynslu hans af hlerunarbransanum og ómetanlegrar trúmennsku við yfirmenn". „Hann hélt sér saman af einskærri trúmennsku, þó að ég áliti að þeirri trúmennsku hafi verið beint i ranga átt, og ég met hann fyrir það“, sagði Miller. Liddy á von á náðun þann 7. september og sagði Miller hann hafa virzt áhugasaman um starfið þegar þeir ræddu saman i sima. Kvað Miller hann hafa sagt að hann hefði fengið tvö önnur atvinnutil- boð. MATAREITRUN — Myndin sýnir gesti á húsgagnasýningu í Osaka í Japan, eftir að þeir höfðu fengið skæða matareitrun. Fólkið þjáðist af magakvölum og sést hér bíða eftir flutningi á sjúkrahús. Eritreumönnum verður ágengt Briissel, 15. júli. AP. BELGÍSKA blaðið Le Soir skýrði frá því í dag að upp- reisnarmenn í Eritreu hefðu beitt sprenguvörp- um og stórskotaliði til þess að ná virkisborginni Keren úr höndum 4.000 manna herliðs Eþíópíu, og jafn- framt haldið eþíópska flug- hernum í burtu með loft- varnarskothrið. Frétt Le Soir, sem send er af blaðamanni blaðsins í Eritreu, staðfestir fregnir frá þjóðfrelsisfylkingu Eritreu um að hún hafi tekið 1.500 eþíópska her- menn til fanga í Keren. Talsmaður uppreisnar- manna segir að um 2.500 Eþiópíumenn hafi fallið í umsátrinu um Keren, sem leiddi til töku borgarinnar 9. júlí. Le Soir segir hins vegar að 2.000 Eþíópíu- menn hafi fallið en 500 komist undan. Ekkert er sagt um mannfall í liði Eritreumanna. Háttscttur yfirmaður i her Eþiópiu og óþekktir hermenn hans 1 fangabúðum Eritreumanna. Um 700 eþfópskir hermenn, auk þeirra sem teknir voru f Kernen, eru f fangabúðum frelsishreyfingar Eritreu. Talið er að um 30.000 skæruliðar berjist með marxisku hreyfingunni Eplf, og annarri hreyfingu, þjóðfrelsisfylkingu Eritreu, fyrir sjálfstæði héraðsins, sem er hið nyrsta í Eþíópíu. Álítur eiginmann sinn burtnuminn Washington 15. júlf — AP EIGINKONA sovézks flótta- manns, sem gerðist bandarfskur Mistök ollu blindu og heilaskemmdum London 15. júlí — Reuter KONA sem lögð var inn á sjúkrahús í London til venju- legs gallblöðruuppskurðar kom þaðan næstum alveg blind og með varanlegar heilaskemmdir vegna þess að hláturgas var not- að á hana f staðinn fyrir súr- efni, samkvæmt skýrslu hlut- lausrar rannsóknarnefndar, sem birt var f dag. Konan, Elizabeth Shewan, sem var kennari og kenndi í tvö ár vió sendiráðsskóla i Tokyo, eftir að hafa búið eitt ár i Bandarikjunum, er nú á þroskastigi þriggja ára barns. Faðir hennar, John Shewan, segir að nú sé hún „ekki annað en lifandi lík“. Shewan, sem er 28 ára gömul, var ekið inn á skurðstofu West- minster sjúkrahússins i febrúar 1975, og þar var henni fyrir mistök gefið hláturgas (nitrous oxide). I skýrslu nefndar, sem heil- brigðisyfirvöld hverfisins skipuðu til að rannsaka þetta mál, kemur fram að „klúðurs- leg“ viðgerð hafði farið fram á svæfingartækjunum. Hosur sem lofttegundir fóru um höfðu verið tengdar öfugt eftir að gólfhreinsunarvél hafði rifið þær af stútunum. I skýrslunni eru hlutaðeig- andi einstaklingar ekki nefndir á nafn, né gagnrýni beint að skurðlæknum sjúkrahússins, svæingarlæknum, hreinsunar- manni eða tæknimanni. Gagn- rýnin beinist aðallega að ónefndum viðgerðarmanni, sem notaði hvítt límband til að festa of litlar tengingar við hosurnar, sem fluttu hláturgas- ið og súrefnið. Skuldinni er einnig skellt á framleiðanda svefnlæknis- tækjanna og eftirlitsmann, sem lét hjá líða að yfirfara tækin. Skýrslan sem birt var er úr- dráttur úr niðurstöóum og at- hugunum nefndarinnar. Faðir konunnar vill hins vegar fá að sjá heildarskýrsluna, og segist eiga siðferðislega heimtingu á því. Hann nýtur stuðnings þeirra starfsmanna West- minster sjúkrahússins sem eru i samtökum opinberra starfs- manna, en forystumaður þeirra hefur fordæmt skýrsluna og segir hana tilraun til „hvít- þvottar". gagnnjósnari, bað í dag Jimmy Carter, forseta, að reyna að kom- ast á snoðir um afdrif manns sfns, sem hún álítur að Sovétmenn hafi rænt fyrir 18 mánuðum sfðan. Bandarfska utanrfkisráðuneyt- ið staðfestir að Nicholas Shadrin hafi verið gagnnjósnari fyrir FBI þegar hann hvarf f Vfn þann 20. desember 1975, eftir að hafa farið til að hitta njósnara sovézku leyniþjónustunnar KGB. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að ráðuneytið hafi fyllsta áhuga á þvi að ná Shadrin aftur. „Hann er bandariskur borgari og velferð hans varðar okkur". Hvita húsið sagðist styðja eiginkonu Shadrins, Blanka, og að allt verði gert til að fá upplýs- ingar um afdrif hans. Lögfræðingur hennar segir hins vegar að tveir bandariskir utanríkisráðherrar og einn forseti hafi talað við sovézka embættis- menn um þetta, án árangurs. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.