Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 Félagið Germanía er sá félagsskapur sem hvað mest hefur stuðlað að samskiptum milli íslands og Þýzkalands á sviði menningarmála. Félag- ið var stofnað árið 1920 og er elzta féiagið af þessu tagi á íslandi. Tilgangur félagsins er að greiða fyrir menningar- legum samskiptum milli landanna tveggja. Starfsemi félagsins hefur að miklu leyti Félagió Germanía hefur starfað í 57 ár verið fólgin í því, að fá hing- að til lands Þjóðverja til fyrir- lestrarhalds eða tónlistar- flutnings, að ógleymdum ýmsum sýningum, sem hafa verið fluttar hingað til lands. í því sambandi má til dæmis nefna sýningu á verkum Emil Nolde, sem Germania stóð að á fimmtíu ára afmæli sinu ásamt Listasafni íslands og Gutenberg — en hún var fyrirtveimurárum. Germanía hefur einnig staðið fyrir því að íslenzkar listsýningar væru settar upp í Þýskalandi og fyrirlesarar færu utan. Auk þessa starfs hefur Germanía um langt árabil staðið fyrir þýzkunám- skeiðum fyrir byrjendur. Félagar í Germaníu eru einkum fólk, sem hefur dval- ið i Þýzkalandi við nám eða af öðrum ástæðum og kynnzt landsmönnum og menningu. í félaginu eru nú um 300 manns. Félagið hefur mikil samskipti við félög í Þýzka- landi sem miða að þvi að halda uppi menningarsam- skiptum við ísland, en slík félög eru starfandi bæði i Hamborg og Köln. Samvinnu þessara félaga hefur m.a. verið þannig háttað, að Germanía hefur skipulagt hópferðir til Þýzkalands, en íslandsvinafélögin ytra hafa gengizt fyrir hópferðum Þjóð- verja hingað til lands. Núverandi formaður Germaníu er Davíð Ólafsson bankastjóri. Fyrr á öldum áttu íslend- ingar litil menningarsam- skipti við aðrar þjóðir og þar á meðal Þjóðverja. Einn Þjóð- verji hafði þó all mikil sam- skipti við nokkra islenska framámenn á síðustu öld. Það var fræðimaðurinn Konrad Maurer, en hann átti m.a. mikinn þátt i útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árna- sonar. Hann vareinnig dygg- ur stuðningsmaður íslend- inga i sjálfstæðisbaráttunni og er af ýmsum talið að varla hafi annar maður erlendur orðið málstað íslands jafn mikið til framdráttar og hann, með skrifum sinum um þau mál. Margir íslendingar hafa á liðnum árum sótt menntun sína til Þýzkalands og þegar Framhald á bls. 26 Frá opnun Nolde-sýningarinnar árið 1970. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og dr. A. Butenandt, forseti Max Planck vísindastofnunarinnar, en þeir voru báðir gestir Germaníu á 50 ára afmæli félagsins. FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR /SLAJVDS Fiankliiit íyistí áfangí á leíð lengia Frankfurt er ekki aðeins mikil miöstöö viöskipta og verslunar — heldur einnig ein stærsta flug- miðstöð Evrópu. Frá Frankfurt, sem er um þaö bil í miðju Þýskalandi, eru óteljandi ferðamöguleikar. Þaðan er stutt til margra fallegra staða í Þýskalandi sjálfu (t.d. Mainz og Heidelberg) og Þaðan er þægilegt að halda áfram ferðinni til Austurríkis, Sviss, Ítalíu, Júgóslavíu, eða jafnvel lengra. Frankfurt, einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.