Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULl 1977 3 Verdjöfnunarsjóður sjávarútvegsins: 2000 millj. kr. í saltfiskdeild — 1500 þús. kr. í freðfiskdeild Heildarinnstæöur hinna ýmsu deiida Verðjöfnunar- sjóðs sjávarútvegsins námu 3007,5 millj.kr. um síðustu mánaðamót. Langmest var í saltfiskdeildinni eða tæp- lega 1937 millj. kr. en minnst í freðfiskdeildinni, þar var innstæðan aðeins 1,5 millj. kr., að því isólfur Sigurðsson hjá Seðlabanka Íslands tjáði 1 samtalinu við Morgunblaðið sagði ísólfur að hinn 30. júní s.l. hefði innstæða í freðfiskdeildinni verið 1,5 millj. kr. og gæti upp- hæðin vart verið miklu minni. Á sama tíma voru til 162,6 millj. kr. í humardeildinni og i rækjudeild 53,7 millj. kr. Alls var þvi inn- stæða í frystideild Verðjöfnunar- sjóðs um s.l. mánaðamót 217,8 millj. kr. i mjöl- og lýsisdeild Verðjöfn- unarsjóðs var innstæða um s.l. mánaðamót alls kr. 610,4 millj. kr. og skiptist þannig: Loðnumjöl hafði gefið 444,2 millj. kr. fiski- mjöl 36,2 millj. kr. og loðnulýsi 130 millj.kr. Sú upphæð sem til- heyrir loðnumjöli og loðnulýsi hefur komið inn frá siðustu vetr- arvertið og ef að líkum lætur á upphæðin þar eftir að aukast eitt- Morgunblaðinu í gær. hvað enn, þar sem öll uppgjör frá útflutningi eru enn ekki komin. Isólfur kvað 1.936,9 millj. kr. hafa verið á innstæðureikningi saltfiskdeildarinnar um s.l. mán- aðamót og öll upphæðin kæmi frá blautverkuðum fiski. Innstæða i þessari deild hefði verið svipuð um nokkuð langan tíma, en vitað væri að hún ætti eftir að aukast um 200—300 millj. kr. á næstunni eða í 2,1 millj. kr. Þá voru 177,1 millj. kr. í skreiðardeild sjóðsins, og þar á upphæðin enn eftir að aukast, ef öll sú skreið fer úr landinu á næstunni sem búið er að semja um sölu á. Þá voru i Verðjöfn- unarsjóði 65,3 millj. kr. sem er tilkomið vegna gengismunar á sl. ári og mun dreifast á hinar ýmsu deildir. Gunnvör hf. á ísafirði semur um smíði skut- togara í Flekkefjord FYRIRTÆKIÐ Gunnvör hf. á Isa- firði hefur samið um smíði á nýj- um skuttogara af minni gerðinni í Flekkefjord í Noregi. Togarinn verður tilbúinn haustið 1978 og mun hann kosta 21,3 milljónir norskra króna eða sem næst 790 milljónir islenzkra króna sam- kvæmt núverandi gengi. Skipa- smíðastöðin mun taka núverandi togara fyrirtækisins, Júlíus Geir- mundsson IS, upp í kaupverðið og er hann metinn á 12 milljónir norskra króna f samningi fyrir- tækjanna eða á 444 milljónir fs- ienzkra króna. Að sögn Birgis Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Gunnvarar hf., hefur fyrrnefnd skipasmíða- stöð smiðað langflesta skuttogara, sem útgerðarfélög á Vestfjörðum hafa keypt til landsins undanfar- in ár og þar á meðal Júlíus Geir- mundsson. Sagði Birgir að togar- arnir hefðu reynzt afburða vel. Fleiri togarar eru nú i smíðum fyrir íslenzk útgerðarfélög hjá skipasmíðastöðinni i Flekkefjord og má þar nefna togara ísbjarnar- ins og Guðbjargar á ísafirði. Að sögn Birgis Valdimarssonar verði hinn nýi togari Gunnvarar búinn öllum fullkomnasta búnaði til fiskveiða sem völ er á. Þorskveiðibannið í gildi á miðnætti: Stærri togarar flest- ir á karfaveiðar ÞORSKVEIÐIBANNIÐ skall á um miðnætti og mega nú engin fslenzk skip stunda þorskveiðar fram til 1. ágúst n.k. og þau sem stunda aðrar veiðar mega ekki koma með meiri þorsk að landi en sem svarar 10% af afla veiðiferð- ar. Af þessum sökum mun t.d. trilluútgerð um allt land liggja niðri þessa viku, en smærri bátar stunda að mestu veiðar með hand- færi, þá munu Ifnubátar aðrir en þeir sem nú eru á grálúðuveiðum þurfa að hætta veiðum, ennfrem- ur togbátar og netabátar. Aftur á móti mega eigendur togara velja um hvort þeir taka skip sfn frá þorskveiðum þessa eða næstu viku. Eigendur 19 skipa hafa til- kynnt að þau ætli að láta sfna togara stunda þorskveiðar þessa viku, en eigendur 53 skipa hafa á hinn bóginn ákveðið að taka þá af þorskveiðum fram til 1. ágúst. Mjög mun misjafnt hvort togur- unum verður lagt algjörlega þessa bannviku, eða hvort þeir fara til annarra veiða, t.d. karfa- veiða á meðan. Stærri togarar á Suðvesturlandi munu almennt reyna við karfa- veiðar út þessa viku. Kvað Mar- teinn Jónasson, framkvæmda- stjóri BUR í gær, að togarar Bæj- arútgerðarinnar færu til karfa- veiða. Nú væri líka sá tími sem nóttin væri björtust og þvi mest von um að fá karfa og ufsa. Því mætti segja að þorskveiðibannið kæmi á góðum tima. Þá fregnaði Morgunblaðið i gær, að sums staðar á landinu væri mjög erfitt að senda togara til karfaveiða þótt menn vildu, þar sem ekki væru neinar karfa- vinnsluvélar fyrir hendi í vinnslustöðunum og mun t.d. Þórshafnartogarinn Fontur hafa stöðvast vegna þessa og eins Rauðinúpur frá Raufarhöfn. Birgir Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Gunnvarar h.f. á isafirði, sagði í samtali við Morg- unblaðið i gær, að Vestfjarðatog- ararnir, að einum undanskildum, myndu liggja bundnir við bryggju á meðan bannið væri í gildi. Sá togari sem héldi þorskveiðum áfram þar til í næstu viku væri Júlíus Geirmundsson. Þá sagði hann, að ekki yrði farið í það að mála togara núna eða dytta að þeim á annan hátt. Menn ætluðu að láta það biða þar til síðar á árinu, enda þyrftu togararnir hvort eð er að vera frá þorskveið- um i 23 daga til viðbótar þessari viku eða næstu fram til 15. nóvember. r œvrs eda ekkert LEVI’S r Levis mitti: cm 25 t 64 cm 26 t 66 cm 27 t 69 cm 28 t 71 cm 29 t 74 cm 30 t 76 cm 3^ t 79 cm 32 t 81 cm 33 t 84 ' cm 34 t 86 cm 36 t 91 skrels: cm 34 t 86 cm 36 t 91 Laugavegi 89 & 37 - Rvk. simar 13008 & 12861 PONTUNARLISTI , vinsamlegast sendióstrax L6VI S gallabuxur nafn simi yieimilisfang fjöldi skrefsidd Laugavegi 89 & 37 - Rvk. simar 13008 & 12861 □ □ mitti □ snió

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.