Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 25
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULÍ 1977 33 félk í fréttum Mynda- bók fyrir blinda + I vetur kemur út hjáGylden- dal forlaginu I Danmörku fyrsta myndabókin fyrir blinda. „Höfundur“ bókarinn- ar, ''irginia Allen Jensen, hef- ur nýlega fengið styrk að upp- hæð rúmar tvær milljónir króna frá Norræna menningar- sjóðnum (Nordistk Kultur- fond). Það hefur tekið þrjú ár að búa bókina til en hún er aðallega ætluð börnum. Styrkurinn er til að standa straum af þeim aukakostnaði sem er við að gefa út svona bók, fram yfir venjulega prentaða bók. Skrifuð hefur verið saga sem er myndskreytt með abstrakt myndum. Það hefur verið mikið vandaverk að velja myndirnar. Blindir geta til dæmis ekki hugsað sér stórt hús, teiknað á Iftið pappfrsblað. Myndirnar þurfa af eðlilegum ástæðum að vera úr mismun- andi efnum. Einhverju sem hægt er að þreifa á. Fyrst voru gerðar tilraunir með að hafa fletina ýmist úr sandpappír eða skinni en skinnið reyndist of dýrt og svo vildu börnin gjarn- an tæta skinnið af pappírnum. En nú hefur verið fundin að- ferð sem þykir henta vel. Nokkrir fletir eru eins og sand- pappír viðkomu aðrir eru slétt- ir og enn aðrir með upphleypt- um röndum eða óreglulegum hringjum. „Þessar mvndir eru mjög góð undirstaða f.vrir blind börn til að læra að gera sér grein fvrir hvað flatarmyndir eru“ segir Vjrginia Jensen. Leitað hefur verið ráða hjá sér- fræðingum víða um heim varð- andi gerð bókarinnar, en hún hefur nú þegar vakið mikla at- Vírginia Allen Jensen með eina af myndunum f bókinni. Þær eru abstrakt þvf sjóndaprir hafa ekki ncina myndskynjun, þeir skynja allt f þrfvfdd. hygli. Fyrsta upplag hennar verður prentað á fimm tungu- málum þ.e. dönsku, norsku, sænsku, finnsku og fslenzku. Einnig verður bókin prentuð f Sviss og búizt er við að Holland, USA og England komi fljóticga á eftir. Einnig hefur frétzt að tran og Brasilía hafi áhuga fyrir bókinni. Handrit af bók- inni hefur verið fengið í hend- ur nokkrum börnum bæði blindum og sjáandi og komið hefur f Ijós að sjáandi börn hafa einnig mikla ánægju af henni. Bókin er gefin út að tilhlutan Intcrnational Childrcn’s Book Service. Hœttuleg atvinna + ÞaS er ekki allt sem við sjáum í kvikmyndum hættulausar sjónhverfingar Þetta atriði sem gerist i nýrri Hollywood kvikmynd kostaði staðgengilinn Vic Rivers lifið. Ætlunin var að bíllinn á myndinni æki út af brú og lenti i á. en siðan átti að bjarga ökumann- inum, Vic Rivers. á siðustu stundu. En það fór ekki eftir áætlun. Billinn lenti á þakinu og Vic komst ekki út. Það tók björgunarmennina 25 mínútur að ná honum úr bilflakinu. Hann var með lifsmarki en lézt tveim timum síðar á sjúkrahúsi i Los Angeles. Á minni myndinni sést Vic Rivers setjast undir stýri áður en hann leggur af stað i ferðina sem endaði öðruvisi en til var ætlazt. — Hefur ekki rignt Framhald af bls. 5 Öll þessi ríki hafa nú hlotið sjálfstæði, Angóla 11. nóv. 1975, Mosambique, 25. júní, 1975, Cap Verde 5'. júli, 1975 og Guinea-Bissau, sem lýsti yfir sjálfstæði sinu áður en stríðinu gegn fasisma nýlendustjörnar- innar lauk, eða árið 1973. Stríð- inu sjálfu lauk eftir miklar blóðsúthellingar, árið 1974 en þá hafði það staðið i 11 ár. Hins vegar höfðu öll þessi riki verið portúgalskar nýlendur i 500 ár. Með þessum rikjum er nú mikil og náin samvinna. Meðan á stríðinu stóð, en það var háð i Guinea-Bissau, börðust margir Cap Verde búar þar, en i Praia var starfandi sterk mótspyrnu- hreyfing. í dag höfum við mjög náið samband við Portúgal með bræðralag og friðsamlega sam- vinnu i huga. Við erum opin fyrir sam- vinnu við sem flest lönd og ríki og eigum góð samskipti bæði við Svia, Niðurlönd, Frakkland, Bretland, Bandarikin og jafn- vel Sovétríkin og Kína. ÖIl þessi ríki hafa sent okkur fag- lærða menn, verkfræðinga, tæknifræðinga og fleiri til hjálpar við verklega og efna- hagslega uppbyggingu Cap Verde eyjanna. Landbúnaður er aðalatvinnu- vegur okkar. Á vetrum flytjum við út afurðir hans, sem eru aðallega: Mais, bananar, baun- ir, kaffi og tómatar. En miklir og ógnvænlegir þurrkar hafa þjáð okkur og eft- ir að við hlutum sjálfstæði byrj- uðum við á þvi að grafa brunn i eyjarnar fyrir vatnsforða, sem áður rann allur i sjó. Fyrsta árið eftir sjálfstæðið grófum við 500 bruniia en nú eru þeir 1000 á ári. Utgerðin á Cap Verde byggist að mestu á smábátum og aðal- fisktegundin er túnfiskur, sem við flytjum út. Eg hafði mikið gagn og gaman af að heimsækja Haf- rannsóknastofnunina, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og Fiskifélag íslands, og endur- tek að við getum mikið lært af íslendingum i sambandi við fiskiðnaðinn. Þá finnst mér sjálfstæðisbar- átta og saga Islands mjög at- hyglisverð og það er meira likt með löndum okkar en margur heldur. Cap Verde-búar eiga sér til dæmis bæði forna og merka menningu. Þeir eru bók- menntahneigðir eins og íslend- ingar og mjög margir yrkja Ijóð i fristundum sinum, m.a.s. yrki ég mér til afþreyingar. Ég er bjartsýnn á framtíð Cap Verde eyja og held að að tiu árum liðnum munum við hafa yfirstigið nokkra þá byrj- unarörðugleika, sem ungt riki á við að glíma. Við hyrjuðum með tómar hendur og nú tveimur árum eftir að við hlutum sjálfstæði. eigum við okkar eigin gjaldmið- il, „escudo" og það segir sína sögu“, sagði dr. Fortes að lok- um. _ h.Þ. LEGO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.