Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1977 . 7 Látalæti Sá ágreiningur, sem kominn er upp í Alþýðu bandalaginu varðandi vaxtabreytingar í banka- kerfinu, er athyglisverður. Ragnar Arnalds og Lúðvik Jósepsson lýsa andstöðu. Guðmundur Hjartarson. tilnefndur af Alþýðu- bandalaginu í banka- stjórastöðu hjá Seðla- banka, stóð að vaxta- breytingunni. Og Ingi R. Helgason, bankaráðsmað- ur Alþýðubandalagsins. greiddi ekki atkvæði gegn vaxtabreytingunni. Hann sat einfaldlega hjá. I Viðavangi Timans er nýverið fjallað um þennan ágreining Alþýðubanda- lagsins. Þar segir m.a.: „Ljóst er af fyrrnefndri bókun Inga R. Helgason- ar, að hann er Lúðvík al- gjörlega ósammála um þetta mikilvæga atriði, þvi hann segir m.a.: „Pen- ingakerfi okkar á i vök að verjast i þviliku verð- bólguástandi. þar sem ' veruleg hætta er á minnk- andi sparnaði. sem aftur myndi rýra getu banka- kerfisins til að sinna hinu mikilvæga hlutverki sinu." Ingi drepur þarna á kjarna vandans. sem allir ábyrgir menn hljóta að viðurkenna, a.m.k. með sjálfum sér, að sé til. Lúðvik Jósepsson kýs hins vegar að berja hausn- um við steininn og læzt ekki sjá þennan vanda. Verði honum að góðu. Hann vex ekki i augum ábyrgra manna fyrir svona málflutning, sízt af öllu manna úr verkalýðsstétt. sem flestir telja, að skuldakóngarnir hafi nægilega matað krókinn á undanförnum árum á kostnað sparifjáreiganda og launþega." Hin „sögulega” grautargerð I sunnudagsleiðara Tim- ans er fjallað um uppruna og innviði Alþýðubanda- lagsins og sagt m.a.: „Brynjólfur Bjarnason birti í siðasta sunnudags- blaði Þjóðviljans afmæiis- grein um niræðan öldung, Helga Jónsson. sem var á sinum tima einn af stofn- endum Kommúnista- flokksins. Brynjólfur getur þess m.a. að Helgi hafi áður fyrr verið mikill stuðningsmaður Þjóðvilj- ans. Siðan segir hann: „Og nú er hann (þ.e. Þjóðviljinn) orðinn meiri stærð en okkur Helga dreymdi um i fyrstu, þeg- ar við vorum sem ná- komnastir honum. Og fleira hefur breytzt, sem okkur óraði ekki fyrir. Ef Helgi hefði þá séð I draumi sumar greinar Þjóðviljans á árinu 1977, þá hefði hann áreiðanlega ekki trúað þvi að slikt ætti fyrir honum að liggja. Hann var mjög virkur fé- lagi i þeim flokki, sem stofnaði Þjóðviljann, og nú er sá flokkur sagður hafa verið fáum harm- dauði i einni greininni. Nú eru vissulega aðrir timar og önnur verkefni. En ábyrgð þeirra, sem skrifa i Þjóðviljann, er engu minni er fyrr. Helgi var ófeiminn að segja okkur til syndanna á sinum tima. Nú býst ég við að hann segi ekki margt við ykkur Þjóðviljamenn. En hann hugsar kannski meira. Og hann ætlast áreiðanlega til þess. að þeir sem nú hafa tekið við Þjóðviljanum. skrifa hann og móta stefnu hans, geri ---------------------------i sér Ijósa grein fyrir þeirri sögulegu ábyrgð, sem þeir hafa tekið á sig og þeim vanda, sem þvi fylgir". Ljóst er af þessu, að Brynjólfur Bjarnason kann þvi illa. að núv. leið- togar Alþýðubandalagsins skuli leggja sérstaka rækt við að reyna að fela upp- runa þess, sem var Kommúnistaflokkur ís- lands. og þá róttæku stefnu. sem þá var fylgt. En fátt einkennir nú meira vinnubrögð leiðtoga Al- þýðubandalagsins. Þeir leggja meginkapp á að af- neita bæði byltingarstefn- unni og þjóðnýtingar- stefnunni. eins og Kjartan Ólafsson gerði i Þjóðvilj- anum á sunnudaginn var. í stað þess er reynt að eigna Alþýðubandalaginu svokallaðan evrópu- kommúnisma. sem raunar enginn veit hvað er, og kannski sizt áhangendur hans sjálfir. Aðeins mun til ein enn meiri grautar- gerð, en það er stefnuskrá Alþýðubandalagsins sjálfs. en af henni getur enginn ráðið hvers konar flokkur það er. Tilraunir Alþýðubanda- lagsmanna til að fela þannig uppruna sinn og að byltingarstefnan og þjóðnýtingarstefnan hafa beðið skipbrot, þar sem þær hafa verið reyndar. Þess vegna vill Alþýðu- bandalagið ekki vera bendlað við þær." Stólalyfta í Blá- fjöll haustið 1978 Vegi og bílastæðum breytt í sumar AUSTURRlSKUR verkfræðingur og sérfræðingur um skfðastaði, S. Faber, hefur dvalið hér f nokkra daga á vegum Bláfjallanefndar. Skoðaði hann um helgina aðstæð- ur f Bláf jöllum með tilliti til upp- byggingar á staðnum, ásamt Ilá- koni Ólafssyni formanni Skfða- sambandsins. En hann mun sfðan verða Bláfjallanefnd til ráðuneyt- is um lyftuval og aðra uppbygg- ingu svæðisins. A fundi Bláfjallanefndar 11. júlí var m.a. lögð fram greinar- gerð um fjölmörg tilboð i lyftur, sem borizt höfðu vegna útboðs. Var samþykkt að stefna að þvf að koma upp stólalyftu í Kóngsgili á tveimur árum, þannig að hún yrði sett upp sumarið 1978, en kaupa síðan í haust dráttarlyftu af Borer Star gerð, til viðbótar þeim lyft- um sem Bláfajllanefnd mun reka á næsta vetri. Þá var fram- kvæmdastjóra, Stefáni Kristjáns- syni falið að láta hanna og gera kostnaðaráætlun um brekkulýs- ingu í Kóngsgili og rafmagnslínu í Eldborgargil, og honum heimiluð kaup á plóg á snjótroðara til að auðvelda jöfnun á brekkunum Þá var lagt fram bréf frá nátt- úruverndarráði, þar sem heimilaðar eru fyrirhugaðar breytingar á Bláfjallavegi, gerð bflastæða og brekkulögun. Breyting á innsta hluta vegar- ins og bílastæðunum er þegar haf- in, að sgögn Elínar Pálmadóttur, formanns Bláfjallanefndar. Á þeim kafla liggur hann alltaf und- ir snjó, ef einhver snjór er, og hefur reynzt mjög erfitt að halda honum opnum og bílastæðunum, þannig að umferð gæti orðið sæmilega örugg þar. Eru bíla- stæðin færð frá fjallinu, sem gef- ur skíðafólki betra rými er niður kemur úr brekkum og vegurinn lagður hærra með stærri bilastæð- um ofar i brekkunni. En áform eru um að halda siðan áfram með veginn inn með fjöllunum og að lokum i hringvegi niður í Kaldár- sel. Sagði Elín að vegur yrði lagð- ur síðar i sumar og vinna menn borgarverkfræðings það verk undir stjórn Ögmundar Jónsson- ar, en oskað hefur verið eftir þvi við vegamálastjóra að hann láti kanna og merkja vegarstæði frá enda núverandi vegar að Kald- arseli. * »s»4> «»''• w™*1 _ "** **!* i»íl •M.'v. 'T’T'. 'V'*'** *! t-W* *< "** b... >"#***#.*»'*** ■}. ................ KVARZ ogUTI-SPRED í 11 I. fötum Síðumúla15 simi 3 30 70 tr byrjuð með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrum. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill Nudd- og snyrtistpfa, Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opið til kl. 10 öll kvöld Bílastæði, Sími 40609.« gæÖavara í sérflokki.... fáanleg í sjö geröum og tíu fallegum litum. LANCERARNIR loksins komnir. Nokkrum bílum óráðstafað Allt á sama stað laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.