Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 32
 (iLYSINCíASIMINN KK: 22480 Loftskeytamaður á stærsta far- skipi Islendinga H(JN HEITIR Hrafnhildur Björnsdóttir loftskeytamaður á stærsta farskipi Islendinga, eft- ir því sem við vitum best. „Ég hef alltaf haft áhuga á að komast á sjóinn, og það var varla tækifæri til þess nema gerast loftskeytamaður eða þá kokkur, en ég hef aldrei treyst mér til þess,“ sagði Hrafnhild- ur f samtali við Morgunblaðið. Aðspurð kvaðst hún aldrei hafa verið á sjó áður, nema smávegis á gamla Hofsjökli, en hún hefði unnið í landi sem loftskeytamaður. ,,Ég útskrifaðist sem loft- skeytamaður fyrir- 8 árum, og ég ætla að vinna á Hofsjökli minnsta kosti út árið, en ég hugsa ekki lengra fram i tim- ann." Mbl. spurði Hrafnhildi að lok- um hvernig henni líkaði á sjón- um, og svaraði hún að bragði: „Ég er afskaplega ánægð með vinnuna og likar mjög vel.“ Hrafnhildur Björnsdóttir loftskeytamaður. Samband málm- og skipasmiðja: Vítalaust að hafa samþykkt verðlagsnefndar að engu „Getum ekki samþykkt útreikninga þeirra,” segir verðlagsstjóri FRAMKVÆMDASTJÓRN Samhands málm- og skipa- smiðja „telur það aðildar- fyrirtækjum sínum víta- laust að hafa samþykkt verðlagsnefndar frá 8. júlí 1977 að engu, þar sem hún Reikna med að beiðnir rík- isverksmiðj- anna fái sömu afgreiðslu og aðrar - segir Georg Ólafis- son, verðlagsstjóri □------------------□ Sjá fréll bls. 38. n -----------------□ „ÉG reikna með að hugsanleg- ar hækkunarbeiðnir frá ríkis- verksmiðjunum fái sömu af- greiðslu og aðrar beiðnir," sagði Georg Ólafsson verðlags- stjóri, er Mbl. hafði samband við hann í tilefni samninga rfkisins við starfsmenn rfkis- verksmiðjanna, en þar var samið um 19,62% hækkun á alla kauptaxta, en ekki beina krónutöluhækkun. „Það hefur verið stefnan, að eðlilegast sé að fyrritæki beri að minnsta kosti fyrst um sinn hluta kostnaðar af kjarasamningun- um og ég sé ekki annað en að það eigi við ríkisfyrirtæki sem önnur." er hein valdnfðsla, sem hvorki á stoð í lögum né almennum siðvenjum“, segir í greinargerð frá framkvæmdastjórninni, sem Mbl. barst í gær. „Samþykkt verðlagsnefnd- ar er klár,“ sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri, er Mbl. ræddi við hann í gær. „Við höfum samþykkt þá taxta útseldrar vinnu, sem reiknaðir voru eftir þeirri reglu, að 2,5% og 18.000 krónur kæmu á þá taxta, sem fyrir voru, en við get- um ekki samþykkt útreikn- inga málmiðnaðarins og rafverktaka, þar sem við teljum að í skjóli leyndar sé verið að velta yfir á ney- endur kauphækkun, sem virðist í revnd vera allt að 10% og 18.000 krónur.“ Georg Ólafsson sagði, að i bók- un sáttanefndar, sem báðir aðilar skrifuðu undir hefði staðið 2,5% og 18.000 krónur ofan á þá taxta, sem fyrir voru. „Hefði þarna stað- ið 10% og 18.000 krónur, þá væri málið allt annað og eins og málm- iðnaðurinn og rafverktakar vilja láta það líta út. En því er bara ekki að heilsa og þess vegna eru útreikníngar þeirra rangir og við getum ekki samþykkt þá. Það er alrangt að við séum með þessu að skipta okkur af kjara- samningum aðila og koma í veg fyrir að atvinnurekendur standi við gerða samninga. Það er álit meirihluta verðlagsnefndar, að fyrst þeir gátu samið svona við sína menn, þá hljóti þeir að hafa ætlað að standa sjálfir undir þeim hækkunum, sem af því leiða, að minnsta kosti fyrst í stað.“ Georg Ölafsson sagði, að af þeim töxtum, sem verðlagsnefnd hefðu borizt, hefðu byggingar- menn, — trésmiðir, málarar, múr- arar og pipulagningamenn, — reiknað út nýja taxta eftir þeirri samþykkt verðlagsnefndar, að 2,5% og 18.000 krónur kæmu á þá taxta, sem fyrir voru, en málmiðn- aðurinn og rafverktakar reiknuðu sina taxta út eftir t>ví, hvernig 2,5% var svo dreift á einstaka taxta í samningunum, sem var allt frá þvi að vera ekki neitt á suma taxta og svo mun meira á aðra, eða allt að 10%. „Slíka útreikn- inga getum við ekki samþykkl að minnsta kosti ekki fyrst um sinn,“ sagði Georg Ólafsson verðlags- stjóri. ,,Ég geri ráð fyrir því, að við munum sjálfir gefa út taxta fyrir útseldu vinnuna og birta þá.“ Manns leitað við Purkey Annar bjargaðist naumlega 1 land MANNS var leitað í nótt eftir að gúmbát hlekktist á f mynni Hvammsf jarðar síðdegis f gær. Feðgar úr Reykja- vfk voru á bátnum, bjargaðist sonurinn í land á Purkey. Fregnir af atburðinum voru frekar óljósar f gærkvöldi vegna slæms fjarskiptasambands, en þó mun vélarbilun hafa verið orsökin. Það var um klukkan 17 í gærkvöldi að beiðni barst til Stykkishólms um að læknir og lögregla kæmu út í Purkey vegna atburð- ar, sem þar hefði orðið. Síð- ar var beðið um froskmenn til aðstoðar, og fóru félagar úr björgunarsveitinni i Stykkishólmi út í Purkey. Mannsiátið í „Hverfissteini”: Játa að hafa brugðið leðurbelti að hálsi bins látna oghert að RANNSÓKN á mannslátinu í fangageymslum lögreglunnar við Hverfisgötu að kvöldi þriðjudags- ins í sfðustu viku hefur verið haldið áfram af fullum krafti sfð- an og f gær sendi Rannsóknarlög- regla rfkisins frá sér fréttatil- kynningu um málið. Þar kemur fram, að Grétar Vilhjálmsson, 45 ára, og Guðmundur Antonsson, 46 ára, hafa viðurkennt við yfir- heyrslur að hafa veitzt á Hrafni heitnum Jónssyni í fangaklefan- um umrætt kvöld, brugðið leður- belti um háls honum, hert að og rykt í. Kemur þessi framburður saman við ummerki á beltinu, sem var f eigu Guðmundar og ennfremur kemur hann heim og saman við niðurstöðu réttar- krufningar, sem lá fyrir f gær, en hún Ieiddi í Ijós að áverki á hálsi Ilrafns heitins átti þátt f dauða hans. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Mbl. hafa menn- Banaslys í Biskups- tungum SEXTAN ára drengur beið bana f dráttarvélaslysi í Biskupstungunum síðdeg- is í gær. Ekki er unnt að skýra nánar frá slysinu né nafni piltsins, þar sem ekki hafði náðst til allra aðstandenda seint í gær- kvöldi. irnir tveir ekki getað gefið neina skýringu á verknaðinum. Þeir sitja nú f 60 daga gæzluvarðhaldi og hefur þeim verið gert að sæta geðrannsókn á meðan. Fréttatilkynning Rannsóknar- lögreglu ríkisins fer hér á eftir í heild: Svo sem fram hefir komið í fréttum lézt Hrafn Jónsson, Bjargarstig 6, Reykjavik, siðla kvölds 19. þ.m. eftir átök í fanga- geymslu lögreglunnar að Hverfis- götu 113, Reykjavík. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf þegar rannsókn máls þessa aðfararnótt 20. þ.m. og hefir hún staðið yfir siðan. Málsatvik voru þau, að um kl. 21.00 umrætt kvöld voru 2 menn færðir i svokallaðan almennings- klefa lögreglunnar vegna ölvun- ar. Var Hrafn annar þeirra. Laust fyrir kl. 22.00 voru þeir Grétar Vilhjálmsson, f. 1932, og Guð- mundur Antonsson, f. 1931, báðir heimilislausir, færðir i þennan sama klefa. Virðast þá þeir sem fyrir voru í klefanum hafa verið sofandi. Kl. rúmlega 23.00 heyrði fangavörður dynk úr klefanum og fór þegar að aðgæta hvað um væri að vera. Lá Hrafn þá blóðugur i andliti á bekk, en þeir Grétar og Framhald á bls. 27 Harpa f ékk síld með loðnunni ÞEGAR loðnuskipið Harpa var að loðnuveiðum djúpt norður af Straumnesi í fyrrinótt fékk hún nokkuð af síld í fyrsta kastinu um nóttina, en slfkt mun ekki hafa gerzt á þessum slóðum f fjölda ára. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Hjálmar Vil- hjálmsson að þvi væri ekki að neita að það kæmi svolitið ein- kennilega fyrir sjónir að Harpa skyldi nú hafa fengið nokkrar síldar á þessum slóðum, þar sem Harpa hefði að líkindum verið i köldum sjó. Sagði Hjálmar að Hafrannsóknastofnunin stefndi að því að fá sýni af sildinni þegar Harpa kæmi í höfn til að landa. Þegar búið væri að rannsaka sild- ina, yrði að líkindum hægt að segja frá af hvaða stofni síldin væri. Keflavík: Stal 30—40 bensínlok- um af bílum HARLA óvenjulegir þjófnaðir voru framdir I Keflavfk nú um helgina. 15 ára Keflvfkingur gerði sér Iftið fyrir og hirti bensfnlok af milli 30 og 40 bflum f suðurbænum og hafði með heim til sfn. Lögreglan var snör f snúningum og hafði upp á þjófnum og fundust lok- in heima hjá honum. Allmörg lok eru ennþá f óskilum á lög- reglustöðinni og eru bíleig- endur beðnir að snúa sér þang- að ef þeir sakna bensfnloka af bifreiðum sfnum. Drengurinn mun hafa verið öivaður þegar hann hirti lokin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.