Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JOLÍ 1977 Jungfraujoch, hæstu járn- brautastöð Evrópu, er um tveggja tíma ferð við venju- legar aðstæður, en við mátt- um gera okkur að góðu 4 tíma í geysidjúpum snjónum sem var orðinn mjög gljúpur vegna hita dagsins. Um klukkan 17,00 komum við loks í stöðina eftir um 39 klukkustunda erfitt en skemmtilegt klifurferðalag. Fyrsta hugsunin, „matur". Við hröðuðum för okkar inn í jarðgöngin, sem stöðin er í og inn á veitingahúsið. En viti menn, enginn matur framreiddur lengur, þar sem síðasta ferð niður til Grindelwald færi eftir 25 mínútur. Hvílík vonbrigði! Þetta þýddi tveggja tíma leið- inlega lestarferð áður en við fengjum matarbita. Er við komum til Grindelwald kom- um við okkur snarlega inn á gott veitingahús og pöntuð- um væna nautasteik af dýr- ustu og beztu gerð og stóra könnu af Ijúffengum ísköld- um bjór. Allt í einu er við vorum nýbyrjaðir á kræsing- unum rak Sighvatur upp hálfkæft sársaukaóp, en þá var einmitt að komast líf I tærnar á hægrafæti, en fyrir þeim hafði hann ekkert fund- ið síðan um nóttina góðu. Hann var viðþolslaus í stóru fjallgönguskónum og reif sig úr þeim hið snarasta. Síðar kom í Ijós að hann hafði kalið lítilsháttar á stórutá og mundi m.a. missa nöglina auk óþæginda sem þessu fylgja. Eftir máltíðina héldum við þegar af stað áleiðis til Chamonix, bæjar við rætur nokkurra þekktustu fjalla Frakklands. En það hafði ver- ið hugmyndin að klifa eitt þeirra fjalla, Graudes Jorres. En dagarnir liðu og alltaf var Sighvatur jafn aumur í tánni og haltur þar að auki. Hann komst ekki einu sinni í klifur- skóna. Það varð því úr að við félagarnir lögðum af stað áleiðis til Luxemburgar gegn- Helgi að klifra I erfiSasta hluta hryggsins. vorum þó ekki nema rúmlega hálfnaðir, upp og yfir hrygg- inn. Loksins tók hríðinni að linna og farið var að birta lítillega til, svo við gátum farið okkur heldur hraðar. Rúmlega átta tímum eftir að við lögðum af stað um morg- uninn, komumst við yfir hrygginn að fjallinu Mönch, þ.e. fjórfalt lengri tími en við venjulegar aðstæður. Loka- partur leiðarinnar framhjá fjallinu Mönch, og niður í um Sviss og Þýzkaland. Frá Luxemburg flugum við til íslands 27. júní s.l. með þotu Flugleiða. Og klukkan 16,00 stóðum við, Sighvatur og Helgi, félagar í Hjálparsveit skáta i Reykjavík á Keflavík- urflugvelli eftir mjög við- burðaríka ferð til Alpanna. Að lokum þökkum við Flug- leiðum og Morgunblaðinu fyrir þeirra aðstoð og vonum að lesendur hafi haft eitt- hvert gagn og gaman af. Helgi viS komuna niSur i Jungfraujoch. Eigertindur klifinn: 3. grein Sillan sem við fundum loks, var um 1 m á breidd og 4 m á lengd. Bæði fyrir ofan og neðan var algjört þver- hnípi. Veðrið var nú orðið verulega slæmt, blindbylur svo ekki sá út úr augum. Við byrjuðum á að koma okkur fyrir á sem beztan hátt miðað við aðstæður. Siðan festa okkur við klettinn með fleig- um og böndum, fórum í öll tiltæk aukaföt og drógum fram álteppið, en álpokinn hafði skemmzt litlu áður. Þó reyndum við að vöðla leifum af álpokanum um fætur okk- ar. Að öðru leiti sátum við þarna þétt saman, í hniþri með álteppið yfir okkur. Ekki var vistin mjög ánægjuleg. Okkur varð fljótlega hrollkalt og urðum við á hálftíma fresti að standa upp og berja okkur til hita. En einn var sá líkamshluti sem okkur tókst ekki að halda hita á, en það voru fæturnir, sem fljótlega dofnuðu upp, svo við fund- um lítið fyrir þeim. Svona leið þessi mjög svo dapur- lega nótt, svefnlítið, við hugsanir um heita rúmið heima. Örugglega kaldasta nótt sem við báðir höfum lifað Klukkan var nú orðin rúmlega 04,00 og farið að birta litillega, en ekki slotaði hriðinni. Hafði nú snjóað samfellt í 10 klukkustundir. Allir klettar og kennileiti voru algjörlega horfin. Ekki nóg með það, heldur myndi nú reynast geysilega erfitt og seinlegt að finna öruggar tryggingar á klettanibbum sem daginn áður höfðu skag- að upp úr snjó og ís en voru nú undir þykku lagi af ný- föllnum snjó. Nýja snjólagið var allt að 1 /2 metra á hæð og þótti okkur furðulegt hvað snjórinn hélzt í þessum ann- ars mikla bratta. Við fórum að taka saman útbúnaðinn, setja á okkur broddana, öryggisbeltin og annan nauð- synlegan útbúnað áður en haldið skyldi af stað. Einnig fengum við okkur smá súkkulaði í svanginn. Sá hluti ferðarinnar sem nú var um það bil að hefjast tekur við venjulegar aðstæður um 2 klukkutíma. Við lögðum nú af stað klukkan 05,00 full- búnir öllum útbúnaði. Eins og við var að búast gekk ferðin mjög hægt. Við tryggðum hvern einasta metra leiðarinnar, þar sem aðstæður þarna voru geysi- Helgi efst á hryggnum. Næturgisting á fjallasyllu lega ertiðar, þær langerfið- ustu, sem við félagarnir höfð- um lent i til þessa. Allan þennan tima sem við vorum búnir að vera á ferðinni höfð- um við borðað mjög litið, ýmist ekki haft tækifæri til þess eða hreinlega gleymt þvi Nú var svo komið að þótt hungrið væri orðið all veru- legt, höfðum við ekki lyst á öðru en súkkulaði og vökva, en þetta tvennt var aftur á móti af mjög skornum skammti, svo næringin var fremur lítil. Sighvatur kvart- aði sáran og 'reyndi að þræla i sig brauði með áleggi þótt lystin væri lítil. En Helgi hinn lystarlausi tók ekki í mál að borða neitt. Við höfðum nú klifið í um 6 klukkustundir en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.