Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULl 1977 JT „I Cap Verde hefur ekki ringt í níu ár” Rætt við sendiherra Grænhöfðaeyja í Portúgal, Spáni, Frakklandi og á Italíu „Það skiptir mig engu máli þótt það sé rigning á tslandi í þessari tveggja daga heimsókn minni, þar sem ekki hefur rignt í heimalandi mínu sfðast- liðin nfu ár.“ Heimaland þess er mælir svo eru Cap Verde eyjar í Atlantshafi um 370 mfl- ur vestur af Dakar f Senegal f Afríku. Maðurinn heitir Cor- sino Antonio Fortes, doktor f lögum og sendiherra lands sfns f Portúgal, á Spáni, f Frakk- landi og á Italíu. Cap Verde eyjar hlutu sjálf- stæði sitt þann 5. júli árið 1975 og höfðu þá verið portúgölsk nýlenda í fimm hundruð ár. Morgunblaðið hitti Fortes að máli á Hótel Sögu í gær, en hann hélt til Lundúna f morgun á leið sinni til Lissabon, þar sem hann hefur aðsetur sitt. Cap Verde eyjár eða Græn- höfðaeyjar eru tiu talsins. Sú stærsta þeirra er Sao Thiago, þar sem höfuðborgin Praia er. Eyjarnar urðu til við eldsum- brot. Sumur þar eru geigvæn- lega heit og tiðir og miklir þurrkar, sbr. orð Fortes að þar hafi ekki rignt s.l. níu ár. Ibúar eru kynblendingar, portúgalsk- ir og afrikanskir og mjög fáir Evrópubúar hafa búið þar. Fjöldi íbúa á eyjunum er um 300 þúsund. Opinber tunga landsins er portúgalska, en móðurmál innfæddra heitir Crioulo, sem er mállýzka upp- runnin úr fornri portúgölsku og afrískum mállýzkum. Að sögn Fortes tala flestir portú- gölsku, allir kunna Crioulo og auk þess tala menntamenn frönsku og ensku yfirleitt. Dr. Fortes er fæddur á Cap Verde árið 1933. Hann lagði stund á lögfræði i Lissabon. Hann kom hingað til lands sl. mánudag, og hafði þá áður heimsótt París til að vera við- staddur þjóðhátiðarhöld Frakka, 14. júli. Þar næst fór hann til Luxemborgar og ræddi við ráðamenn þar um innflytj- endur frá Cap Verde til Luxem- borgar en tala þeirra er 3000, á Niðurlöndum eru 7000 innflytj- endur frá Cap Verde og i Bandarikjunum um 200 þús- und. „Þeir fluttust þangað í byrj- un þessarar aldar“, sagði For- tes. „Það er meðan Cap Verde eyjar voru enn portúgölsk ný- lenda og þar var enga atvinnu að fá. Eftir að við urðum sjálf- stæð hefur ekki borið á þvi að fólk flytti i burtu eins og áður. Ég hef haft mikla ánægju af þvi að koma til tslands. Hér hef ég rætt við ráðamenn, sjávarút- vegsráðherra, dómsmálaráð- herra og fulltrúa í utanríkis- ráðuneytinu og allir hafa tekið mér opnum örmum. Tilgangur heimsóknar minn- ar er að sjálfsögðu sá að styrkja stjórnmálasarnband Islands og Cap Verde eyja og i gær færði ég forseta Islands skilaboð frá forseta Cap Verde eyja, herra Aristides Pereira. Ég undirrit- aði síðan ásamt Ólafi Jóhannes- syni, sem nú gegnir starfi utan- rikisráðherra sameiginlega yf- irlýsingu um stofnun stjórn- málasambands. Ég hafði mikið gagn af þvi að ræða við sjávar- útvegsráðherra um fiskiðnað- inn hér og hjá okkur. Eg er sannfærður um og meira en það, að Cap Verde-búar geti lært heilmargt af íslendingum í sambandi við uppbyggingu fiskveiða og fiskiðnaðar. Mögu- leiki er á að fá íslenzka menn út til okkar til að kenna okkur og um leið kanna ástand mála i fiskiðnaði og fiskveiðum upp- byggingu þeirra á Cap Verde. Við erum vanþróað land og berjumst hörðum höndum við uppbyggngu eyjanna. Enn er- um við fátæk, enda aðeins tvö ár síðan við hlutum sjálfstæði eins og hinar portúgölsku ný- lendurnar í Afríku. Við höfum sameiginlegan og aðeins einn stjórnmálaflokk ásamt með Guinea-Bissau, þótt við höfum að sjálfsögðu okkar eigin ríksstjórn. Við erum hlut- laust land og opin fyrir sam- vinnu við öll riki, hvort sem þar er ríkjandi lýðræði eða einræði. Flokkurinn okkar er framfara- flokkur, sem var stofnaður 20 árum áður en Cap Verde og Guinea-Bissau hlutu sjálfstæði. Skammstöfun á heiti flokksins er P.A.I.G.C. sem útleggst, „Partie Africain pour L’Inde- pendence Guinea-Bissau et Cap Verde”. Og er sama markmið hjá honum og hjá M.P.L.A. i Angóla, Frelimo í Mosambique og Cipe í Sao Tome e Principe. Framhald á bls. 33. Vönduð Islenzk Skerj ar okkplat a Logaplatan Mikið var, komin út HLJÓMSVEITIN Logar i Vest- mannaeyjum hefur lengi haft það í sjónmáli að gefa út vand- aða hljómplötu, en piltarnir vildu ekki leggja i slikt nema að hafa góðan tima frá hversdags- þrasinu. Þeir slógu til i vor og unnu dag eftir dag við upptöku i Hljóðrita í Hafnarfirði. Lögðu alla þá vinnu í verkið sem þeir töldu þurfa og árangurinn er plata sem þeir geta verið hreyknir af. Logar leika tónlist fyrir venjulegt fólk, þeir flytja enga gráttexta þótt þeir fjalli um vandamál dagsins og þeir eru ekkert að rembast við að mótmæla öllu þjóðfélaginu og heimta magasár á mann eins og þeir gera sem hæst hafa i plötu- útgáfunni í nafni þjóðlegrar velferðar. Þeir ríma við þjóðfél- agið, en láta sér nægja að vera aðeins litla guia hænan í hinni stóru bók Gagn og gaman. Tónlist Loga á „Mikið var“ er vönduð í hvivetna og texta- framburður og söngur með ágætum. Otsetningar eru stil- hreinar en fjölbreyttar jafn- framt. Eitt lag flytja þeir félag- ar á dönsku til þess að minna á norræna samvinnu og frænd- semi við norræn mál en ekki enska tungu eins og svo margar hljómsveitir hafa verið uppfull- ar af á kostnað islenzkrar tungu. Þeir félagarnir i Logum byggja mikið á stemningu og næmleika i þvi sem þeir flytja, enda urðu þeir að hafa upp- stoppaðan lunda i upptökusal til þess að geta unnið þar. Jafn- vel í hinum uppstoppaða fugli gátu þeir fundið Eyjastemning- una. Jóhann G. Jóhannsson tón- skáld og listmálari hefur gert nokkra texta sem eru á plöt- unni og heita þeir „Allir á fæt- ur“, en platan hefst á hanagali, „Eitt sinn enn“, „Vestmanna- eyjar“ og „Mig vantar víxil“. Þá hefur Bjartmar Guðlaugsson gert textana „Sálarflækja", „Hún er min von“, og „Föður- landsvinurinn", en við tvö þau fyrrnefndu hefur Jóhann Eiríksson gert lög. Þá er tón- verk eftir einn af Logamönn- um, Jóhannes Johnsen, á plöt- unni og heitir það „Þin Svan- hvít“. Logar. Frá vinstri: Olafur Bachmann trommur, Ævar R. Kvaran bassi, Jóhannes Johnsen pianó og orgel, Valdimar Gfslason gftar og Hermann Ingi Hermannsson söngvari. ROLLS ROYCE NOTAR AÐEINS (UJPIOIMEER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.