Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 37
21
^ ■ I ■ | ...... . I . „ ■*. ■ . .....
MORGUNBLAÐIÖ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1977
Keflvikingur, þa var það þð Suðurnesjamaðurinn Hilmar Hjálmarsson
staðan varð 2:0 fyrir IBK, en það átti þó eftir að breytast.
) HERTI
FRAM
manna i vítateig Keflvikinga af-
greiddi Sigurbergur Sigsteinsson
boltann í netið á 15. mínútu. Upp-
hafið að hættunni við mark IBK
var fyrirgjöf Eggerts Steingríms-
sonar. Aðeins fjórum mínútum
siðar kom góð fyrirgjöf frá hægri
frá Rúnari Gislasyni, sem hafði
leikið laglega á tvo Keflvíkinga.
Kristinn Jörundsson var algjör-
lega óvaldaður og sneiddi knött-
inn snyrtilega í netið. —Ég gat
ekki annað en skorað, markið var
galtómt fyrir framan mig, sagði
Kristinn eftir leikinn.
Framarar sóttu mun meira er
hér var komið sögu, aðeins einu
sinni ógnuðu Keflvíkingar veru-
lega það sem eftir var. Steinar
Jóhannsson braust þá skemmti-
lega i gegn, en hörkuskot hans
með vinstri fór yfir markið. Gísli
bjargaði um svipað leyti á línu frá
Rúnari Gislasyni.
Urslitamarkið kom siðan á 84.
mínútu leiksins eftir fyrirgjöf
Rúnars. Þorsteinn missti knöttinn
frá sér fyrir fætur Kristins, sem
hreinlega lagði eða setti boltann á
höfuð Sumarliða. Sá þakkaði pent
fyrir sendinguna og skallaði inn.
Fram-ÍBK 3:2
Texti: Ágúst I. Jónsson.
Myndir: Friðþjófur Helgason.
3:2. Þau urðu úrslit leiksins. Eftir
atvikum sanngjarn, en klaufalegt
hjá ÍBK að missa tvö — núll,
niður í tap.
Framliðið átti nú jafnari leik,
en áður, enginn einn skar sig
verulega úr. Af Keflvíkingunum
er Gísli Torfason áberandi beztur,
en vörn liðsins brást illa i völdun-
inni er Framarar skoruðu mörk
sín.
1 stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild, Laugar-
dalsvöllur 24. júli.
Fram—IBK 3:2 (0:1)
Mörk Fram: Sigurbergur Sig-
steinsson á 60. minútu, Kristinn
Jörundsson á 64. mínútu og Sum-
arliði Guðbjartsson á84. minútu.
Mörk IBK: Gísli Torfason á 43.
mínútu og Hilmar Hjálmarsson á
53. mínútu.
Áminning: Engin.
Áhorfendur: 857.
Klént í
rikanum
ÁHUGALEVSIÐ virtist algjört I herbúðum Skagamanna er þeir mættu
FH i Kaplakrika á laugardaginn, og FH-ingar áttu heldur engan
stórleik. Markalaust jafntefli gaf þvf sennilega réttasta mynd af
leiknum. Varla hafa Skagamenn verið daufari fyrr I sumar og þó, þá
hafði vantað góðan mann, Pétur Pétursson, þá er ef mikið að segja að
ládeyðan f Skagaliðinu hafi skapazt af fjarveru hans. FH-liðið lék f
rauninni hvorki betur né verr undanfarið, en einhvern neista vantaði f
liðið er dró að marki IA.
Af helztu færum þessa leiks má
nefna skalla Jóns Gunnlaugsson-
ar rétt framhjá FH-markinu opnu
i fyrri hálfleiknum, hörkuskot
Gunnars Bjarnasonar rétt yfir i
seinni hlutanum og skalla Janus-
ar, sem Björn Lárusson bjargaði á
marklínu. Undir lokin komst
Kristinn Björnsson síðán í dauða-
færi, en þetta bezta færi leiksins
varð að engu er skot Kristins
smaug við stöng að utanverðu.
Þessi úrslit voru mjög þægileg
fyrir Valsmenn, hvert stig, sem
Skaginn og Víkingar' tapa, er i
rauninni eitt unnið fyrir þá. I
Skagaliðinu vantaði allan létt-
leika að þessu sinni. Beztu menn
voru Árni Sveinsson og Guðjón
Þórðarson, en meðalmennskan
var í fyrsta sæti hjá liðinu.
Af FH-ingum var Olafur Dani-
valsson mjög góður, en þegar
Ólafur opnar með hreyfanleika
FH-ÍA 0:0
Texti: Ágúst I. Jónsson.
Mynd: Friðþjófur Helgason.
sinum og hraða eru aðrir of seinir
að kveikja — Ólafur mætti reynd-
ar vera fljótari að losa sig við
knöttinn oft á tíðum. Janus hefur
nú verið færður aftur i mið-
varðarstöðuna með Gunnari
Bjarnasyni. Er Gunnar sá leik-
maður, sem undirrituðum hefur
komið hvað mest á óvart í 1. deild-
inni með góðri frammistöðu sinni
i sumar. Hann og Janus gætu orð-
ið sterkasta miðvarðaparið i 1.
deildinni ef þeir verða áfram hlið
við hlið.
BLASIR VIÐ ÞOR
t hjá Ákureyrarliðinu Þór og úr þessu getur ekkert nema kraftaverk
ild. Á laugardaginn fékk Þór lið Breiðabliks f heimsókn og mátti
ir sanngjarn sigur þvf Breiðabliksmenn voru miklu ákveðnari og betri
að þessu sinni. Þórsliðið hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og ekki
nar, að meiðsli hafa hrjáð helztu lykilmenn liðsins. Meiðslin hafa sett
kara í leiknum á laugardaginn en leikmenn Þórs væru búnir að sætta
Breiðabliksmenn náðu sér ekki
á strik fyrst eftir markið og litlu
munaði að Sigþór bætti við marki
þegar hann komst einn inn fyrir
en hann var of seinn og tækifærið
gekk honum úr greipum. Breiða-
bliksmenn fóru brátt að láta
meira að sér kveða og léku þeir
oft á tíðum bráð skemmtilega
saman úti á vellinum, þveröfugt
við Þórsarana, en sóknarleikur
þeirra var allur mjög tilviljana-
kenndur. A 16. mínútu jöfnuðu
Blikarnir metin. Löng sending
var send fram völlinn og náði
Sigurjón Rannversson boltanum.
Hljóp hann vörn Þórs af sér og
skoraði af öryggi sitt fyrsta meist-
araflokksmark.
VlTI MISTEKST.
Breiðabliksmenn höfðu áfram
yfirburði í seinni hálfleik en
flestum á óvart fengu Þórsarar
vitaspyrnu á 7. minútu s.h. Sigþór
og Einar Sveinbjörnsson Jéku
skemmtilega saman inn i vítateig
og lenti Einar þar i návigi við
Sigurjón Rannversson. Féll Einar
við og Þorvarður dæmdi umsvifa-
laust vítaspyrnu. Sigþór tók
spyrnuna en kæruleysilegt skot
hans kom á mitt markið og Ömar
átti ekki í vandræðum með að
verja. Það var mikið áfall fyrir
Þór að skora ekki úr vitinu og á
þessu augnabliki fannst manni að
vonirnar um áframhaldandi veru
í 1. deild brygðust endanlega.
Sókn Blikanna þyngdist smá
saman og Einar Þórhallsson skor-
aði mark eftir aukaspyrnu en Þor-
varður dæmdi það af vegna rang-
stöðu. Á 25. mínútu s.h. var Einar
enn á ferðinni þegar hann skall-
aði boltann inn eftir hornspyrnu
Gisla Sigurðssonar og i þetta
skipti var markið löglegt. Markið
verður að skrifast á reikning
Ragnars markvarðar, sem mis-
tókst að slá boltann frá, en það
átti að vera auðvelt verk.
iSkömmu eftir markið var Þór
Hreiðarsson í dauðafæri en Ragn-
ar markvörður bjargaði mjög vel.
En Þór brást ekki bogalistin á 43.
mínútu s.h. þegar hann skoraði af
stuttu færi eftir að Hinrik Þór-
hallsson hafði brotizt upp hægra
megin og sent boltann fyrir mark-
ið. Þar með gerði Þór endanlega
út um vonir nafna sins.
LIÐIN.
Hjá Þór vantaði Gunnar Aust-
fjörð og Jón Lárusson, sem báðir
voru meiddir og nokkrir aðrir
leikmenn léku nú með þótt
meiddir væru. Og útkoman var
herfileg, skipulagslaus knatt-
spyrna. Sigurður Lárusson var
bezti maður liðsins og sá eini sem
barðist allan tímann ásamt Sigþór
Ómarssyni, sem var oft á tíðum
eini sóknarmaðurinn hjá Þór. I
seinni hálfleik kom ungur piltur,
Einar Bjarnason, inná og við
komu hans gjörbreyttist sóknar-
leikur Þórs til hins betra. Við
fyrstu sin virðist þar vera á ferð-
inni lipur knattspyrnumaður.
Breiðabliksliðið lék oft mjög vel
saman úti á vellinum, enda fékkst
næði til þess. Hins vegar hefur
liðið skort ákveðni fyrir framan
mark andstæðinganna og það
blandar sér ekki í toppbaráttuna
fyrr en meiri broddur fæst í sókn-
ina. I þessum leik voru þeir beztir
Ómar markvörður, Einar Þór-
hallsson, Þór Hreiðarsson og Sig-
urjón Rannversson.
Dómari var Þorvarður Björns-
son og tókst honum ekki eins vel
upp nú og oftast fyrr i sumar.
Þór - UBK 1:3
Texti og mynd:
Sigtryggur Sigtryggsson.
Voru Breiðabliksmenn mjög
óánægðir með dómgæzluna, en
hafa ber í huga að leikurinn var
fremur erfiður að dæma.
I STUTTU MÁLI:
Akureyrarvöllur 23. júlí, ís-
landsmótið 1. deild, Þór UBK 1:3
(1:1)
Mark Þórs: Sigþór Ómarsson úr
vitaspyrnu á 1. mínútu.
Mörk UBK: Sigurjón Rannvers-
son á 16. minútu, Einar Þörhalls-
son á 70. minútu og Þór Hreiðars-
son á 88. minútu.
Aminning: Ómar Guðmundsson
UBK bókaður fyrir að mótmæla
dónti.
Áhorfendur: 560.