Morgunblaðið - 26.07.1977, Side 18

Morgunblaðið - 26.07.1977, Side 18
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULl 1977 Kyrrð komin á í Sri lanka Colombo, 25. júli. Reuter. HERLÖGUM sem sett voru f átta sýslum I Sri lanka eftir kosn- ingaóeirðirnar, sem kostuðu 34 mannslff, var aflétt í dag. Embættismenn segja að tveir hafi látið lífið í dag en að yfirvöld hafi náð tökum á ástandinu. Lögreglan heldur uppi hörðu eftirliti í öllum sýslunum, í kring- um borgirnar Colombo og Kandy. Verzlanir og vinnustaðir opnuðu aftur i dag eftir 4 daga almenn fri vegna kosninganna og dró úr ólát- um þegar fólk fór að sækja vinnu. Ráðherrar nýrrar stjórnar Sam- einaða þjóðarflokksins undir for- sæti hins fjötiu ára gamla Junius Jayawardene hófu i dag fyrstu vinnuviku sína. Einn þeirra, Gamini Dissanayake, þriðji æðsti maður Sameinaða þjóðarflokks- ins hefur varað við þvi að lýðræði gæti verið á síðasta snúningi í Sri lanka. Fólk hefur notað siðasta möguleika sinn til að kjósa lýð- ræðisstjórn til að leysa hin erfiðu efnahags- og félagsvandamál landsins. Ef henni mistekst eru sterkar líkur á því að vinstri stjórn eða hægra einræði taki við. Víkingur með 700 tonn af kolmunna til Akraness vlKINGUR frá Akranesi kom til heimahafnar i gær með rösklega 700 tonn af kolmunna, en tæp vika var þá liðin frá þvi að Vík- ingur hélt frá Akranesi til kol- munnaveiðanna úti fyrir Aust- fjörðum. Að því er Júlíus Þórðar- son, fréttaritari Mbl. á Akranesi, sagði í gær, er gert ráð fyrir að Vlkingur haldi aftur á kolmunna- miðin, nema því aðeins að betri fréttir berist frá loðnumiðunum. Börkur frá Neskaupstað var bú- inn að fá 750 lestir af kolmunna í gærmorgun, en í fyrradag hafði hrælt á miðunum og var þá lítið að fá. Hins vegar fór veður batn- andi á miðunum eystra í gær og var þess þá að vænta að kolmunn- inn þétti sig 'a ný. Eitt færeyskt skip, Sigmundur Brestisson, mun nú vera komið á kolmunnamiðin úti fyrir Austur- landi, en ekki hefur Morgunblað- ið haft fréttir af afla hjá skipinu. Lítil sem eng- in loðnuveiði NITJAN loðnuskip voru komin á loðnumiðin úti fyrir norðanverð- um Vestfjörðum í gær, en þrátt fyrir að þau köstuuðu töluvert fengu þau lítið sem ekkert. Bæði voru torfur litlar, og straumur mikill. Gekk loðnan hratt undan straumnum. Jón Þórðarson, leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni, sagði þegar Morgunblað- ið ræddi við hann í gærkvöldi að loðnuskipin hefðu verið að kasta öðru hvoru á miðunum norður af Straumnesi í allan gærdag, en að- eins^ örfá fengið afla svo hann vissi og ekkert mikinn. Harpa RE fann nokkrar loðnu- torfur á miðunum djúpt úti af Straumnesi í fyrrinótt. Kastaði skipið tvisvar, í fyrra kastinu fékk skipið 50 tonn af loðnu og nokkrar síldar, en í því seinna fengust 200 tonn. Nóg að gera í borunum „JU, það er nóg að gera f borunum," sagði Jakob Björns- son, orkumálastjóri, er Mbl. ræddi við hann I gær. „Dofri er nú á leið til Akureyrar að bora fyrir hitaveituna þar og kemur í stað Jötuns, sem nú er við Kröflu. Narfi, sem borað hefur í Borgarfirði, Selfossi og að Laugalandi I Holtum er nú á leið til Egilsstaða, þar sem dýpka á holu, en síðan fer hann væntanlega til Dalvfkur og Siglufjarðar. Glaumur hefur verið á Isa- firði, þar sem boranir hafa ekki borið árangur fremnr en í Bol- ungarvik, en nú á næst að reyna á Tálknafirði. Ýmir er nú að bora eftir köldu vatni fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Þá sagði Jakob Björnsson að svonefndur hitastigulsboranir væru framkvæmdir víða á Austfjörðum, Vestfjörðum og Vesturlandi, en þessar boranir eru gerðar til að kanna, hve ört hitinn vex með dýpi og hafa þessar boranir sums staðar leitt til þess að rétt þykir að bora dýpra og athuga málið nánar. „En það ber að hafa í huga, að enda þótt þessar boranir sýni að hitastig fer ört vaxandi með meira dýpi, þá vantar enn vatn- ið svo hitaveitan er engan veg- inn komin í sjónmál með hita- stigulsborunum einum saman," sagði Jakob. Á Austurlandi hafa slíkar rannsóknir ekki leitt til frekari borana, nema á Egilsstöðum, en hitastigulsbor- anir eru nú fyrirhugaðar á Stöðvarfirði, Neskaupstað og siðar meir á Raufarhöfn. Þá sagði Jakob, að góður árangur hefði náðst með hitastigulsbor- unum á Snæfellsnesi. Þegar Mbl. spurði orkumála- stjóra, hvort hann teldi aðfleiri bora þyrfti til að anna eftir- spurn, sagði hann: „Það er erf- itt að segja til um það. Þetta er eins og í skuttogurunum, eftir- spurnin kemur svolítið i kipp- um, en það er rétt að minni borarnir eru nú mjög ásetnir hjá okkur. Og Jötunn hefur greinilega áframhaldandi verk- efni við Kröflu á næsta ári.“ Þá gat Jakob þess, að meðal djúpborana væri fyrirhuguð djúpborun á höfuðborgarsvæð- inu, allt að 3000 metra til að kanna, hvort þar megi finna annað vatnskerfi. Sagði Jakob að Hitaveita Reykjavikur hefði mikinn áhuga á að hrinda þessu í framkvæmd, en þetta væri dýrt fyrirtæki og þvi kynni kostnaðurinn að draga fram- kvæmdir eitthvað. Loks nefndi Jakob Björns- son, að á vegum Orkustofnunar færu nú fram kannanir við Blönduog á Austurlandi, við Eyjabakka, í sambandi við F'ljótsdalsvirkjun. „Þarna er verið að taka sýnishorn úr berg- inu með tilliti til stíflustæða, stöðvarhúsa og þes háttar.“ Allgott í Selá Á hádegi föstudags voru komnir á land rúmlega 200 lax- ar af neðra svæði Selár, að sögn eins veiðimanns er þá lauk veiði í ánni. Ekki fengum við nákvæmar tölur af efra svæð- inu, en víst er þó, að veiðin hefur einnig verið mjög góð þar eftir að hún hófst þann 1. júlí. Veitt er á fjórar stangir á neðra svæðinu, en á tvær upp frá. Mikill lax er kominn upp um alla á og er hann auk þess mjög vænn, þó að örlítið hafi bólað á smálaxi allra síðustu daga. Stærsti laxinn í sumar reyndist vera 20 pund og er auk þess talsvert af 15 til 17 punda fiski. Hópurinn sem hætti á föstudag- inn á neðra svæðinu, fékk 26 laxa i miklum kulda, en þeir þar á undan, drógu 47 fiska og þá voru einnig innbyrtir 20 lax- ar á efra svæðinu, þannig að veiðin hefur verið mjög góð í sumar. Flekkudalsá Að sögn Benedikts Jón- mundssonar á Akranesi, voru um helgina, komnir um 130 lax- ar á land á þrjár stangir. Mikill lax er í ánni og eins, hefur verið mjög gott vatn í henni í sumar. Yfirleitt er laxinn frá fimm pundum og upp i sjö. Andakflsá 1 Andakílsá, er aðeins veitt á tvær laxastengur, enda svæðið örstutt, aðeins frá brú og upp að stiflu. Um helgina höfðu veiðzt á þessu svæði um 70 lax- ar síðan veiði hófst þann 25. júni. Frekar lítið hefur verið af laxi, en það sem á land kemur er yfirleitt 5—7 pund og svo smærri og stærri innan um. Andakílsá neðan brúar Ekki er um laxveiði á stöng að ræða á þessu svæði, en sil- ungsveiði er þar nokkur og ráð- stafa bændurnir veiðinni hver fyrir sínu landi. Veitt er bæði á stöng og í net. — gg. Börnin við svín KlNVERSKUR flugmaður, sem flýði til Taiwan þann 7. júlf I Mig-19 orrustuþotu kfnverska flughersins segir að matvæla- skortur sé svo mikill i Kfna að fólki liggi við sulti og sumir skipti meira að segja á börnum sfnum fyrir matarskömmtunar- miða. Flugmaðurinn, Fan Yuan-yen, sem er 41 árs, segir i viðtali að ein ástæðan fyrir flótta hans sé sá hryllingur, sem hann fylltist þeg- ar börn og gamalmenni söfnuðust saman við matsal yfirmanna og biðu eftir matarafgöngunum. Sagði Fan að á meðan flugmenn flughersins, sem litið er á sem eins konar yfirstétt í Kína, fengju meira en nóg þá rikti skortur hjá öðrum. Hann sagði að félagar sínir i yfirmannamatsalnum settu mat- arafgangana í fötur og síðan Grasaferð og sölvafjara Næstkomandi miðvikudags- kvöld, 27. þ.m., efnir Ferðafélag islands til grasaferðar i Bláfjöll. Leiðbeinandi verður Anna Guð- mundsdóttir húsmæðrakennari. Þann 17. júlí sl. efndi félagið til ferðar að Stokkseyri, þar sem far- ið var í sölvafjöru. Tókst sú ferð svo vel, að ákveðið var að fara aðra slíka ferð á sömu slóðir í næsta mánuði. Ef almennur áhugi verður fyrir grasaferðinni n.k. miðvikudagskvöld mun félagið efna til annarrar og þá á fjarlæg- ari stað, þar sem gnægð er grasa. Læknir kom á staðinn I SAMBANDI við frétt f blaðinu 15. júlf þar sem sagt er frá því, að Ömar Ragnarsson hafi flogið með sængurkonu frá Raufarhöfn til Akureyrar gætti, þess misskiln- ings að læknishjálp hefði ekki borizt. Heilsugæzlustöðin á Þórshöfn á að annast læknisþjónustu á Rauf- arhöfn. Tveir læknar voru þar, er þetta gerðist, og fór annar þeirra til Raufarhafnar. Fór hann síðan með konunni í flugvél Ömars til Akureyrar. Auk Raufarhafnar á heilsu- gæzlustöðin á Þórshöfn að annast læknisþjónustu á Þórshöfn og þremur nágrannahreppum. slógust um mat slægjust börn og gamalmenni um þá. „Stundum gáfum við svinum sem við ölum í herbúðunum, skemmda matarafganga. Þá slóg- ust börnin við svinin um mat sem fólki var óhæfur til neyziu.“ Renndi flautandi upp ad bryggju BORGARFIRÐI eystra. A tf- unda tfmanum 1 kvöld renndi sovézkt skip út úr svarta þoku að bryggju hér með flauti miklu og hafði uppi fána sem gaf til kynna að skipverjar vildu ná sambandi við lækni. Skip þetta, sem heitir Ajs- berg, er 300 tonna fiski- skip. Kom i ljós að einn skip- verja hafði fótbrotnað og var fenginn bíll til að flytja hann til Egilsstaða. — Fréttaritari. Framhald af bls. 18 7. Þráinn Hafsteinss.. ísl. 54,32 8. Torfinn Overn, N. 51,36 Hástökk kvenna: m 1. Þórdis Gislad , ísl. 1.75 2. Janne Gunnarsrud. N. 1,72 3. Eija Puolakka, Fi. 1.69 4. Carina Ström, Sv. 1,66 5. Maria Guðnadóttir, isl. 1.66 6. Jaana Rusanen, Fi 1,63 7. Carina Larsson, Sv. 1.60 8. Nina Helen Eilertsen, N. 1,60 10.000 m hlaup karla: mín. 1. Matti Karjalainen. Fi. 29.40.3 2. Ari Vehkaoja, Fi. 30.27,5 3. Bengt Norqvist, Sv. 20.33.6 4. Torbjörn A. Larsen. N. 30.42.1 5. Kristoffer Rypdal, N. 31.11.1 6. Ágúst Þorsteinss., ísl. 32.23.0 7. Ágúst Gunnarsson, Ísl. 33.57,2 4x400 m boðhlaup kvenna: 1. Finnland 3.51.7 mín. 2. ísland 3.53,0 mín (Sigríður Kjartansdóttir, Lilja Guð- mundsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir. 3. Noregur 3.57,3 min 4. Svíþjóð 4.03,9 mín. 4x400 m boohlaup karla: 1. Finnland 3.18,0 min. 2. Island 3 18,8 mip. (Jón Diðriksson, Gunnar Jóakims- son. Bjöm Blöndal, Vilmundur Vil- hjálmsson) 3. SvíþjóS 4. Noregur Lokaúrslit: Konur: 1. Finnland 2. island 3. Noregur 4. Svlþjóð Karlar: 1. Finnland 2. Noregur 3. island 4. Sviþjóð Samanlagt: Finnland fsland Noregur Sviþjóð 3.22.1 min. 3.22,8 min. 146 stig. 138 stig. 124.5 stig 100.5 stig. 220 stig. 168.5 stig. 164 stig. 142.5 stig. 366 stig 302 stig 293 stig 243 stig — Deilt um ráðningu Framhald af bls. 2 mæli sem hér var beitt. Styðja og reglur í öðrum löndum slika niðurstöðu." Einnig telur Birgir að nefndin hafi verið vanhæf vegna tengsla einstakra nefndarmanna við Þórð Harðarson. I samtali við Morgunblaðið sagði Birgir, að kjarni þessa máls væri spurningin um hvað sérfræðiviðurkenning innan læknastéttarinnar ætti að tákna, en samkvæmt lögum og venjum í öðrum löndum væri þar átt við afmarkað nám og þjálfun og næði einungis til þess. — Varðandi menntun okkar Þórðar þá er hún með ólíkum hætti. Þórður er ekki lyflæknir heldur hjartalæknir en ég er lyflæknir með melt- ingarsjúkdóma sem undirgrein. Lyflæknisdeild Borgarspital- ans er hins vegar þannig upp- byggð að hjartalækningar eru aðeins einn fimmti af starfi deildarinnar og sérfræðingur aðeins á svo þröngu sviði sem hjartalækningar eru getur ekki verið hæfur til að vera yfir- læknir yfir allri deildinni. Þar með hlýtur deildin að setja liiður faglega við ráðningu hjartalæknis sem yfirlæknis hennar, sagði Birgir. Bréf Birgis til borgarstjórnar var lagt fram í borgarráði sl. þriðjudag og var því þar vísað til borgarlögmanns. Páll Lindal borgarlögmaður sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði með bréfi visað þessu máli til stjórnar Borgarspitalans enda hefði hún ráðið í þá stöðu, sem hér um ræðir. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sagði að bréf Birgis væri enn til athugunar i ráðuneytinu og hann gæti á þessu stigi ekki tjáð sig um efnisatriði en kvaðst fastlega gera ráð fyrir að málinu yrði vísað til landlæknis og læknadeildar Háskólans, áður en það hlyti afgreiðslu i ráðuneytinu. Ulfar Þórðarson læknir, for- maður stjórnar Borgarspital- ans, sagði að stjórnin hefði farið með umsókn Birgis sam- kvæmt þeim fyrirmælum sem lög segja fyrir um. Leitað hefði verið umsagnar um hæfni um- sækjenda.hjá stöðunefnd þeirri er kveðið er á um í lögum um heilbrigóisþjónustu og land- læknir veitir forstöðu, stöðu- nefnd Borgarspítalans og læknaráði Borgarspítalans. Hefði stjórn spítalans haft í höndunum umsagnir þessara aóila en áður en til veitingar stöðunnar kom sagði Ulfar að Birgir Guðjónsson hefði dregið umsókn sína til baka og kom umsókn hans því aldrei til úr- slitaafgreióslu hjá stjórn spítal- ans. — Ég furða mig á við- brögðum læknisins og fæ ekki séð hvernig umsækjandi, sem dregur umsókn sína til baka eftir að álit stöðunefndanna liggur fyrir, getur kært ráðn- ingu í stöðu. Stjórn Borgarspít- alans fjallaði aldrei um umsókn Birgis og það er þvi rarigt að saka stjórn spítalans um að hafa staðið með röngum hætti að málum, sagði Ulfar og vildi ekki að öðru leyti tjá sig um efnisatriði í kæru Birgis Guð- jónssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.