Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1977 „Of snemmt að vera með spá- dóma á ferðinni” - segir orkumálastjóri um mælingarnar á holu 7 við Kröflu „ÉG tel nú nokkuð snemmt að vera með einhverja spádóma á ferðinni,“ sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri, er Mbl. ræddi við hann í gær vegna þess álits Einars Tjörva Elfassonar, yfir- verkfræðings Kröflunefndar, að lfkur bentu til að gufutregðan á Kröflusvæðinu væri fyrst og fremst bortæknilegt vandamál. „Sannleikurinn er sá“, sagði Jakob Björnsson, „að það veit enginn ennþá, hvort gufutregðan stafar af bortækninni eða ekki, hvort jarðhitasvæðinu er um að kenna eða Baðir þessir þættir eiga einhverja sök.“ Verkfall rafvirkja hjá ríkinu Á MIÐNÆTTI f nótt átti að koma til framkvæmda verkfall hjá raf- virkjum hjá Rafmagnsveitum rfkisins, en eftir því sem Morgun- blaðið vissi bezt stóð þá enn yfir fundur með deiluaðilum hjá Framhald á bls. 27 Jakob sagði það rétt, að í holu 7 hefðu fundizt þrengsli. „Og við erum svona að velta þvf fyrir okk- ur af hvaða orsökum þetta er eða hvaða þýðingu það hefur. Við munum halda rannsóknun- um áfram og fara í það að dýpka holu 9. Síðan vonumst við til að okkur takist að ná þessu gataða fóðurröri upp og hafa þannig samanburð á því, hvernig holur haga sér með og án fóðurröra. Þetta er líka spurning um öryggi holanna, þvi það er tals- verð hætta á því að hola hrynji saman, ef ekkert fóðurrör er i henni. Það er auðvitað hugsanlegt að þetta fóðurrör hafi einhver áhrif á rennslið, en það verður þá auðvitað að vega og meta ávinn- inginn af meira innstreymi á móti áhættunni af að hola hrynji sam- an.“ Þegar Mbl. spurði orkumála- stjóra, hvort ekki væri hægt að endurhanna fóðurrörin, ef þau reyndust orsök gufutregðunnar, svaraði hann. „Það er hugsanlegt að það sé hægt að breyta fóðurrör- unum.“ En um hugsanlegan tíma, sem slíkt verk tæki eða kostnað við það, vildi orkumálastjóri engu spá. Fokker lenti á Gunnars- holti FOKKER-Vél frá Flugfélagi ís- lands lenti f gær á flugvellin- um hjá Gunnarsholti í Rangár- vallasýslu eftir að flugvöllur- inn f Reykjavík hafði lokast vegna þoku. Mikil þoka var f Reykjavfk f gærmorgun, og enda þótt allar vélar flugfélags- ins færu f loftið var hins vegar ekki unnt að lenda á flugvellin- um. Ein vélanna fór til Vest- mannaeyja og á heimleiðinni kom í Ijós að Reykjavfkurflug- völlurinn var enn lokaður. Tók flugstjóri vélarinnar, Ingimar Sveinbjörnsson, yfirflugstjóri Fí f innanlandsfluginu, þá það ráð, að hann lenti vélinni á Gunnarsholti og hélt þar kyrru fyrir þar til Reykjavfkurflug- vöilur opnaðist að nýju. UNNIÐ er af fullum krafti að rannsókn á ávísanamálsins mikla, sem verið hefur f rannsókn f hálft annað ár. Vinna nú að rannsókn- inni átta manns, þrír rannsóknar- lögreglumenn, fjórir laganemar og rannsóknardómarinn Ilrafn Bragason. „Það má segja svona í gamni að þetta sé orðin ný stofnun i ríkis- tSLANDSMETIÐ FALLIÐ — Glóa Harðar G. Albertssonar, knapi Vilhjálmur Hrólfsson sigrar Loku Þórdfsar H. Albertsson, knapi Sigurður Sæmundsson, og setur nýtt Islandsmet f 350 metra stökki 24,4 sek. Loka, sem átti gamla Islandsmetið f greininni, varð önnur. Ljósm. Mbl. t.g. Ný íslands- met í skeiði •t og 350 metra stökki TVÖ NV tslandsmet voru sett á akppreiðum Skeiðfélagsins á Viðivöllum sl. laugardag. Fann- ar Harðar G. Albertssonar, knapi Aðalsteinn Aðalsteinss- on, setti nýtt met f 250 metra skeiði 22,2 sek. en eldra metið var 22,5 sek. og það átti Óðinn Þorgeirs Jónssonar f Gufunesi. Hitt metið setti Glóa Harðar G. Albertssonar, knapi Vilhjálm- ur Hrólfsson og var það f 350 metra stökki. Hljóp hún vega- lengdina á 24,4 sek. og sló þar með met Loku Þórdfsar II. Al- bertsson 24,9 sek. en Loka varð f öðru sæti og hljóp á 25 sek. sléttum. Hörð keppni var einnig i öðr- um greinum á kappreiðunum og til dæmis komu þrjú fyrstu hrossin í 250 metra stökkinu öll að marki á sama tíma 18,8 sek. en sjónarmunur skildi þau að. Þetta voru Ægir Harðar G. Al- bertssonar, Lotta Steingríms Björnssonar og Gjálp Þorkels Bjarnasonar. I 800 metra stökki sigraðí Geysir Helga og Harðar Harðarsonar á 62,3 sek. og i 1500 metra brokki sigraði Leiknir, Sigurðar Sæmdunds- sonar á 3 mín. 10.3 sek. Vöruskiptajöfnuðurinn: Skip og flugvélar fluttar inn fyrir röska 4,5 milljarða í júní Átta manns vinna í ávísanamálinu kerfinu, en sannleikurinn er sá, að rannsóknin er svo viðamikil að ekki þýðir annað að hafa í henni marga menn ef henni á einhvern- tíma að ljúka," sagði Hrafn Bragason í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hrafn kvað ógerlegt að spá um það hvenær rannsókn- inni lyki en sagðist vona að henni lyki á þessu ári. Vöruskiptajöfnuðurinn f júnf- mánuði varð óhagstæður um 7,8 milljarða króna og þegar litið er á fyrri hluta ársins, þ.e. sex fyrstu mánuðina er hann orðinn óhag- stæður um tæpa 6.5 milljarða eft- ir að hafa verið hagstæður lengst framan af árinu. Sköpum skipti að f júnfmánuði nam innflutning- urinn 15,7 milljörðum króna en útflutningurinn rétt tæplega 8 milljörðum króna. Það sem af er árinu til júlfloka nemur innflutn- ingurinn samtals 54,3 milljörðum en útflutningur 47,9 milljöðrum. Það sem mestu veldur um þenn- an mikla halla er að í júnimánuði eru tekin með i reikninginn öll skipa- og flugvélakaup sem orðið hafa fyrri hluta ársins, en and- virði skipa sem flutt hafa verið inn á þessu timabili er rétt tæpir fjórir milljarðar og andvirði flug- véla er 712,9 miiljónir króna. Skipin sem hér um ræðir eru 3 skuttogarar frá Póllandi fyrir 1,6 milljarða, 2 skuttogarar frá Nor- egi fyrir tæpa 1,2 milljarða, einn skuttogari frá Frakklandi fyrir 276,8 milljónir og annar frá Italíu fyrir 197 milljónir, einnig 2 fiski- skip frá Noregi fyrir 73,4 milljón- ir, eitt frá Bretlandi fyrir 19,6 ' milljónir, vöruflutningaskip frá Danmörku fyrir 426,1 milljón, tollgæzlubátur frá Bretlandi fyrir 28,8 milljónir og dýpkunar- prammi fyrir 154 milljónir króna. Framhald á bls. 27 Tveir nýir myndaflokkar þegar sjónvarp byrjar aftur SJÖNVARPIÐ tekur að nýju til starfa eftir sumarleyfin 1. ágúst n.k. eða á mánudaginn kemur, og af því tilefni snéri Mbl. sér til Péturs Guðfinnssonar, fram- kvæmdastjóra sjónvarpsins, til að spyrjast fyrir um það hvort ein- Deilt um ráðningu yfirlækn- is við Borgarspítalann BIRGIR Guðjónsson læknir hefur með bréfum til heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra og borgarstjórnar Reykja- vikdur kært ráðningu Þórðar Harðarsonar læknis f stöðu yfirlæknis lyflæknisdeildar við Borgarspftalann f Reykjavfk og störf og niðurstöður dómnefnd- ar f þvf sambandi. Gerir Birgir, sem var einn af sex umsækj- endum um fyrrnefnda stöðu, kröfu til þess að ráðning Þórðar f stöðu yfirlæknis við lyflæknisdeild Borgarspftalans verði felld úr gildi, jafnframt þvf sem álit stöðunefndar um hæfni umsækjenda verði fellt úr gildi og ný nefnd fjalli um hæfni umsækjenda. Olfar Þórðarson, formaður stjórnar Borgarspitalans, sagði að Birgir hefði dregið umsókn sína til baka áður en ráðning f stöðuna var afgreidd af stjórn- inni og hann fengi því ekki séð að Birgir gæti kært ráðningu f stöðuna. Jón Ingimarsson skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sagði að bréf Birgis væri enn til athugunar í ráðuneytinu. Fyrrnefnd staða yfirlæknis var auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 1. júlf 1976 og var ráðið í stöðuna í nóvembermánuði sl. af stjórn Borgarspítalans. Birgir Guð- jónsson læknir var eins og áður sagði einn af sex umsækj endum, en umsókn sína dr hann til baka, þegar hann hafð fengið vitneskju um að stöðu- nefnd, sem fjalla skal um hæfni umsækjenda um stöður tiltek- inna embættismanna í heil- brigðiskerfinu svo sem yfir- lækna, raðaði honum f fimmta sæti miðað við hæfni umsækj- enda. Kærði Birgir þetta álit stöðunefndarinnar þá, þ.e. í nóvembermánuði 1976 til heil- brigðisráðuneytisins en ráðu- neytið hafnaði kröfu hans sem órökstuddri með bréfi 28. desember sl. Með bréfum dagsettum 9. maí sl. kærir Birgir enn fyrrnefnda ráðningu til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra auk borgarstjórnar Reykjavíkur. Sem rökstuðning við kröfur sín- ar bendir Birgir á að það álit stöðunefndar að Þórður Harðarson sé lyflæknir sé efnislega rangt. Röðun umsækj- enda af stöðu nefnd eftir hæfni í töluröð sé efnislega röng og formlega ólögleg. Orðrétt segir um þetta atriði í rökstuðningi Birgis: „Hún er efnislega röng þar eð nefndin fór rangt með sérfræðiheiti Þórðar Harðar- sonar og þar eð hún hirti ekki um að afla gagna um hæfni annarra umsækjenda að neinu marki. Slík gögn liggja nú fyrir varðandi undirritaðan. Hún er formlega röng þar eð 33. gr. 1. nr. 56/1973 mælir einungis fyrir um umsögn um hæfni um- sækjenda. Lita ber þvi svo á að röðun sé bönnuð a.m.k. í þeim Framhald á bls. 26 hverjar nýjungar yrðu f dag- skránni frá þvf sem var fyrir sum- arleyfi. Pétur sagói, að alla jáfna væri hlutfail innlends efnis lágt fyrst eftir sumarieyfi en nú yrði það jafnvel enn lægra en endranær vegna uppsetninga nýrra tækja í upptökusal i tengslum við litvæð- ingu sjónvarpsins auk þess sem námskeiðahald væri þar fyrir hugað allan næsta mánuð. Af nýju erlendu efni nefndi Pétur, að í ágúst yrði tekinn til sýninga brezkur heimildamynda- flokkur, er nefndist Leitin aó upptökum Nílar. Væri þarna raunverulega um leikna heim- ildamynd að ræða, er lýsti könn- un Afríku seinni hluta síðustu aldar og væri hann í sex þáttum. Þá yrðu sú breyting á laugardags- Framhald á bls. 27 12 net hirt í Húnaflóa Veiðieftirlitsmaðurinn f Húna- vatnssýslum hefur f sumar hirt 12 net f sjó f Ilúnaflóa vegna brota á lögum um laxveiðar. Netin eru í vörzlu sýslumannsins f Húna- vatnssýslu, Jóns tsberg. Sýslumaður tjáði Morgunblað- inu í gær, að töluvert hefði borizt af kærum um ólöglegar netalagn- ir nálægt veiðiám, og þá helst i Miðfirði en bannað er að hafa net Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.