Morgunblaðið - 26.07.1977, Page 22

Morgunblaðið - 26.07.1977, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1977 Fósturmóðir mín lést þann 24 júl! s 1 JÓHANNA ROKSTAD Marklandi, GarSabæ Sigriður Johnsen Gunnar Skúlason skríf- stofumaður - Mirming - + Dóttir mín EDDA STEINGRÍMSDÓTTIR. NorSurstíg 5, andaðist 24 júlí Þuriður Eggertsdóttir. + Móðir okkar HELGA PÁLSDÓTTIR Lágafelli. Sandgerði andaðist að heimili sinu 22 þ m Jarðarförin augiýst síðar Bömin + ÁSA KRONIKA f. Kristjánsdóttir andaðist að heimili sinu i Hróarskeldu aðfaranótt 22 júli. Vandamenn + Eíginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir JÓN ÁRNASON. alþingismaður, Akranesi lézt að Sjúkrahúsi Akraness, aðfaranótt 23. júlí, Ragnheiður Þórðardóttir, börn og tengdabörn. Sunnudaginn 17. júlí s.l. varð vinur minn Gunnar Skúlason bráðkvaddur. Þetta kom öllum mjög á óvart, þvi hann. hafði ekki kennt sér neins meins fram til þessa dags. En oft er skammt bilið milli lifs og dauða. Gunnar Skúlason fæddist i Reykjavik 5. september 1932 og var því aðeins 44 ára þegar hann Iézt. Foreldrar Gunnars voru hjónin, frú Valgerður Jónsdóttir og Skúli Þorkelsson húsasmiða- meistari. Gunnar var yngstur þriggja barna þeirra hjóna. Móð- ur sína missti hann, þegar hann var aðeins 15 ára, en faðir hans lifir enn i hárri elli. Gunnar varð stúdent frá Menntaskóla Akureyrar árið 1956. Síðan þá hefur hann stund- að skrifstofustörf og síðast starf- aði hann hjá Skattstofu Hafnar- fjarðar. Hann var alla tíð mjög fær starfsmaður. T.d. hafði hann mikla bókhaldsþekkingu og einn- ig var hann góður tungumálamað- ur. Dugnaður og samvizkusemi einkenndu störf hans. Gunnar heitinn kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, frú Vikt- oríu Jónsdóttur, 23. mai 1964. Var það hans stærsta gæfuspor. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Skúla 11 ára, Valgerði 9 ára og Goða Jóhann 6 ára. Auk þess átti hann eina stjúpdóttur, Rut Eiriks- dóttur, sem nú er uppkomin. Gunnari þótti mjög vænt um börn sin og stjúpdóttur. Hann var um- hyggjusamur heimilisfaðir og skömmu áður en hann andaðist, hafði hann ráðgert að fara upp i sveit með fjölskylduna í sumar- leyfi sinu, til að njóta hinnar frið- sælu, íslenzku náttúru. En enginn má sköpum renna og i staðinn fór hann i annað og lengra ferðalag. Gunnar heitinn var gjörvilegur maður að vallarsýn, rólegur í fasi og hafði gott vald á skapi sínu. Hann var vingjarnlegur i viðmóti og greiðvikinn. Þótt hann væri fremur dulur í skapi, var hann hrókur alls fagnaðar i góðra vina hópi. Hann var vinsæll maður og átti gott með að umgangast fólk. Mér er kunnugt um, að Gunnar hafði mikinn áhuga á blaða- mennsku á sinum yngri árum, enda þótt ævistörf hans yrðu önn- ur. Bjartsýni og kjark átti hann i ríkum mæli, þvi að hann réðist í það stórvirki, aðeins 26 ára gam-1 all, að gefa út vikublað. Hét það „Borgarblaðið" og komu út mörg eintök af því, áður en hann varð að hætta útgáfu þess, vegna dýr- tiðar og verðbólgu. Þetta var al- gert aukastarf hjá Gunnari og rit- stýrði hann blaðinu vel, en það flutti greinar um fjölþætt mál- efni. Gunnar var vel ritfær og auk þess góður ræðumaður. Bókelskur var Gunnar, vel les- inn og gat rætt um ólíkustu efni af viti og þekkingu. Hann hafði yndi af ferðalögum, en bezt leið honum heima hjá eiginkonu sinni og börnum. Það er vissulega sorglegt fyrir fjölskyldu Gunnars og vini, að hann skyldi vera hrifinn á brott á bezta aldri, en við mennirnir sjá- um svo skammt, og verðum því að taka þessu með hugarró — þeirri stillingu og jafnaðargeði, sem ein- kenndi Gunnar svo mjög á meðan hann dvaldi meðal okkar. Nú er hann horfinn inn á bjartara til- verusvið. Góðar óskir fylgja hon- um þangað. Ég vil votta eiginkonu hans og börnum, öldruðum föður hans og öðrum ættingjum einlæga samúð mína. Blessuð sé minning Gunn- ars Skúlasonar. Magnús Guðhjörnsson. GuðnýMaren Vals- dóttir — Minning Fædd 28. september 1961 Dáin 17. júlf 1977 Þegar ung stúlka er hrifin burt úr þessum heimi i óskiljanlegu slysi, þar sem tilviljun ein virðist ráða hvar niður er borið, þá fyll- umst við fyrst beiskju og spyrjum hver tilgangurinn sé. Svo skyndi- lega er lokið þessari hérvist henn- ar, sem á aðeins stutta fortið, en öll sín heit bundin framtíðinni. Nú verða þau heit ekki efnd á annan veg en þann, að þeir sem eftir lifa fegri minningu hennar með þvi lifi, sem þeir eiga fyrir höndum. Minningin um hið sak- lausa barn, sem engan vill særa, en stafar frá sér gleði, gefur og vekur ást til annarra, það er + Maðurinn minn og faðir. ÞÓRÐURJÓNSSON, rafvirki. Lundarbrekku 4, andaðist i Landsspitalanum 24. júlí. Kristfn Friðriksdóttir. Jenný Lind Þórðardóttir. + Móðir min, tengdamóðir og amma BJÖRG JÓNSDÓTTIR Höfn Hornafirði andaðist þann 21. júli i Borgarspitalanum. Jón Hilmar Gunnarsson. Ámý Friðriksdóttir synir og barnabörn. + Móðir okkar RAGNHEIÐUR SOEBECH sem lézt föstudagínn 22. júlí á Elliheimilinu Hlið Akureyri verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. júli kl. 1 3.30 Sigrlður Hallgrlmsdóttir Karólina Hallgrimsdóttir Halla Hallgrimsdóttir Eiginmaður minn og faðir okkar PÉTUR DANÍELSSON hótelstjóri, Bollagötu 1. Reykjavtk lézt að heimili sinu 22. júli. Jarðarförin fer fram fímmtudaginn 28. júli frá Dómkirkjunni kl 1 3.30 . Rannveig Ásgrimsdóttir, og börn hins látna + Konan mín, móðir, stjúpmóðir og dóttir, SIGURLAUG PÁMADÓTTIR Háaleitisbraut 42. verður jarðsungín fimmtudaginn 28. júli frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Gunnar 1. Jónsson, Pálmi Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir. + Jarðarför HRAFNS JÓNSSONAR. sem lést 19 júlí fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. júli kl. 13 30 Hulda Jónsdóttir. + Eiginkona min og móðir okkar. PÁLÍNA ÞORFINNSDÓTTIR, verður jarðsungin míðvikudaginn 27. júlí 1977 kl. 13.30 frá Frikirkj- unn' Magnús Pétursson, Petrína Magnúsdóttir, Siguroddur Magnússon. Hjartkær dóttir okkar og systir MARGRÉT DAGBJÖRT HALLBERGSDÓTTIR, Bogahlið 16, Reykjavik. er lést af slysförum 17. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 27. júli kl. 3 e h Aslaug Ólafsdóttir, Hallberg Kristinsson. og systkini hinnar látnu. hennar fortíð. Geti sú minning hjálpað okkur til eftirbreytni i okkar lifi, þá hefur hið stutta æviskeið hennar átt sér mikinn tilgang. A skilnaðarstundu liða atvik fortíðarinnar fyrir hugskotssjón- um. Við munum litla barnið heima á æskustöðvunum á Akra- nesi, þar var hún frumburður og gleði ungra foreldra, þeirra Sig- riðar Garðarsdóttur og Vals Jóns- sonar, sem stigu fyrstu sporin inn í fullorðinsárin með hana við hönd sér. Þar voru Rósa amma og Jón afi, Gógó amma og Garðar afi, sem alltaf kunnu ráð til að kæta litla sál, ef mamma var ekki nærri til að kyssa burt barnstárin. Þar voru lika frændur og frænkur, sem alltaf voru tilbúin að rétta fram hjálparhönd, ef barnssálina brast skilning á þessum ógnar- stóra heimi. Við munum hana, þegar hún kom til Reykjavíkur til að stofna nýtt heimili með mömmu sinni og fósturföður, Kristni Jónssyni. Þá eignaðist Kramhald á bls. 37 S. Helgason hf. SWNI03A llnholtl 4 Slmar 0477 og 14254 -+m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.