Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLl 1977
25
Á FERÐ MEÐ PÓLÝFÓNKÓRNUM
2. HLUTI
— Okkar verk er að raða upp
og koma hljómveitinni fyrir og
sjá um að kórinn komist fyrir,
en þetta er all-breytilegt frá
einni kirkjunni til annarar.
Stundum þarf engar sérstakar
ráðstafanir, sumar kirkjurnar
eru það rúmgóðar og hægt er að
láta kórinn standa i tröppunum
í kómum, en sums staðar þarf
aö fá palla og jafnvel smiöa á
staönum eins og gert var i
Vicenza.
-— Við fengum sérstakan bil
til að aka með hljóðfærin á
milli, sögðu þeir félagar, — og
var hann með okkur allan tim-
ann. Þetta var töluvert mikið
hlass, sembal, orgel, pákumar,
kontrabassamir og ýmislegt
fleira sem fylgir og við viljum
gjaman minnast þess hversu
hjálplegir fararstjóramir voru
alltaf við allan þennan undir-
búning. Timinn var oft ekki
langur sem við höfðum til und-
irbúnings og þá reið á að allt
gengi fljótt og vel.
Spjall þetta fór fram i
Lignano þegar ferðinni var lok-
ið og sögðu þeir að það hefði
verið einna skemmtilegast að
starfa i Feneyjum, þvi þar þurfti
að setja öll hljóðfærin i bát og
sigla með þau til Markúsarkirkj-
unnar. En i Feneyjum var það
lika erfiðast, þar þurfti að bera
lengst.
— Renosto, sá sem var frá
itölsku ferðaskrifstofunni Vent-
ana, héldu þeir áfram, — fór
stundum meö okkur á undan til
að við hefðum betri tima og
okkur finnst þetta hafa verið
mjög ánægjuleg ferð, vinnan var
mikil en nú er þetta búið og
hvild framundan hjá okkur.
Þeir Gunnar og Jón áttu báðir
von á konum sinum og var
ætlunin að vera um kyrrt i
Lignano i tvær vikur.
— Okkur veitir ekki af hvild-
inni, sögðu þeir, — þetta hefur
veríð mikill sprettur á okkur allt
siðan i mai, en þá voru margir
hljómleikar i Háskólabiói sem
við þurftum að aðstoða við.
„Rótaramir" fylgdu hljóð-
færunum eftir alla leið i flugvél-
ina og sáu um að þeim væri rétt
fyrirkomið og þeir geta án efa
verið ánægðir með sitt verk, þvi
ekki mun hafa komið ein ein-
asta rispa á t.d. orgelið við alla
þessa flutninga.
Gaman að vera
með íslendingum
Kammerhljómsveitin, sem
spilar með Pólýfónkórnum er
skipuð um 50 hljóðfæraleikur-
um og eru sum hljóðfærin litil
og meðfærileg, en önnur þarf
sérstakan bíl undir og er dálitið
fyrirtæki að koma þeim fyrir á
hverjum nýjum staö þar sem
halda á hljómleika. Fyrir orgel-
ið þurfti t.d. að fá mann frá
Bretlandi til að sjá um uppsetn-
ingu og stillingu og við ræddum
örlitið við hann i hléi á einum
hljómleikunum. Hann varfyrst
spurður um ástæðu þess að
hann kom með i þessa ferð:
— Ég hugsa að ástæðan sé að
nokkru leyti sú að Ingólfur
keypti orgel hjá föður minum,
sem er hljóðfærasmiður i Lond-
on og þeir þekkjast þvi nokkuð.
Hann smiðaði fyrir hann orgel á
mjög stuttum tima fyrir 3—4
árum þegar Pólýfónkórinn var
að flytja Mattheusarpassiuna.
John Mander er lærður hljóð-
færasmiöur, þ.e. ergelsmiður, og
var hann i 5 ár við nám i
Rut og María Ingólfsdœtur eftir vel leikinn fiðlukonsertinn
I Markúsarkirkjunni og Ingólfur gengur fram til að þakka
móttökurnar.
— Þetta heíur verið mjög
skemmtileg ferð, ég hef kynnzt
mörgum fslendingum og það er
gaman að vera með þeim, sér-
staklega seint á kvöldin.
Hefurðu áður verið i ferð sem
þessari?
— Já, ég hef einu sinni verið
á ferð með ensku óperunni, er
hún var i Þýzkalandi með
Benjamin Britten.
John Dike Mander lýkur
feröinni þar sem hún hófst, á
fslandi, en þar mun hann ganga
frá orgelinu þar sem hann tók
það sundur og bjó um það til
flutnings i flugvélinni. Hann
hefur sem sé fylgt þvi alla ferð-
ina, kom til fslands frá Bretlandi
og fer aftur frá fslandi til Bret-
lands, þegar hann hefur lokið
hlutverki sinu.
Rétt fyrir hverja hljómleika er
siðan upphitun hjá kór og ein-
söngvurum og það var oft fróð-
legt að fylgjast með hvernig hún
fór fram. Kórinn fékk yfirleitt
eitthvert hliðarherbergi eða
hliðarsal til að undirbúa sig,
hljómsveitin kom sér fyrir á sin-
um stað, fiðluleikarnir stilltu
strengi, tromeptleikararnir
undirbjuggu sig eftir beztu getu.
Ingólfur Guðbrandsson stjórnar í Markúsarkirkjunni.
Þýzkalandi og siðast liðin þrjú
og hálft ár hefur hann unniö við
að teikna og stilla hljóðfæri hjá
fyrirtæki föður sins.
— Ég er með i þessari ferð
núna til aö sjá um uppsetningu
og stillingu á orgclinu svo og til
að stilla sembaliö og aðstoöa á
annan hátt við að koma hljóð-
færunum fyrir ásamt hinum
tveimur mönnunum sem sjá um
það, þeim Jóni og Gunnari.
einsöngvaramir ganga um gólf
og hituðu upp sinar raddir meö
þvi að æfa einhverja skala og
enn aðrir sátu og virtu aðra fyrir
sér. Þegar allt var tiibúið var
hljómleikagestum hleypt inn og
Frá vinstri: Jón Sigurðsson, Gunnar Þjóðólfsson og John Dike Mander, aðstoðarmenn
hljómsveitarinnar, og á bak við þá er einn fararstjóranna, Pétur Björnsson. Ljósm.
Friðþjófur.
siðan, er kyrrð var komin á i
salnum, gengu kór og hljómsveit
á sinn stað og einsöngvarar og
söngstjóri skömmu siðar.
Á hljómleikunum i kirkjunni
i Vicenza var fluttur Messias og
er óhætt að segja að mikil
stemming hafi rikt á þeim
hljómleikum. Bæði bassi og
sópran fengu sitt klapp inni i
miðju verki fyrir vel sungnar
ariur og kórinn einnig. Það kom
okkur sumum dálitið undarlega
fyrir sjónir að gestir voru ekki
endilega grafkyrrir i sömu sæt-
um alla hljómleikana, þeiráttu
það til i hléi eða jafnvel i miðju
verki að færa sig og ganga um
kirkjurnar til að geta séð og
heyrt betur. Þó sagði Ingólfur að
sér fyndist rikja meiri kyrrð en
hann hefði e.t.v. átt von á.
Morguninn eftir hljómleikana
i Vicenza bauð borgarstjóm
hópnum að skoða Teatro
Olimpico og þar voru reiddar
fram veitingar. Áður hafði verið
ekið nokkuð um borgina, en að
loknum hádegisverði var enn
ekið af staö og nú haldið til
hinnar merku borgar Feneyja,
en Vicenza hefur stundum verið
nefnd „Feneyjar á þurru landi“.
Dagstund
í Feneyjum
Án efa eru Feneyjar ein
merkasta borg sem ferðamenn
koma til á Italiu og sjálfsagt þó
viðar væri leitað, en hún á sér
skemmri sögu en t.d. Vicenza.
Hefst saga hennar ekki að marki
fyrr en eftir fall Rómarikis.
Fyrstu menn, sem leituðu til
þessara smáeyja undan strönd-
inni, settust að á 5. og 6. öld er
þeir flýðu undan húnum, sem
fóru suöur um Italiu. Borg var
formlega stofnuð 811 og á tima
krossferðanna varð uppgangur
hennar hraður, þá komu
leiðangrar við i Feneyjum og
Feneyingar höfðu allt eins mik-
inn verzlunarlegan áhuga á
krossferðum og trúarlegan.
Verzlun og viðskipti voru um
aldir aðalatvinnuvegur borgar-
búa, en þegar ný lönd fundust
tóku augu heimsins aö beinast
frá Feneyjum og til hinna nýju
staða. En Feneyjar voru stór-
veldi, höfðu sinn eigin herafla.
sem m.a. gerði Tyrkjum lifið
leitt svo og Júgóslövum. Árið
823 voru jarðneskar leifar
Markúsar guðspjallamanns
færðar til Feneyja frá Alexand-
riu eða þeim stolið öllu heldur
og hefur vængjaða Ijónið verið
vemdari borgarinnar siðan.
Feneyjar eru 117 talsins og
tengja borgina 150 skurðir eða
,,götur“ og yfir þá liggja 400
brýr. Um 4 km löng brú tengir
Feneyjar við fastalandið og var
hún gerð 1933. Þegar ekið er um
þessa brú má segja að útsýni sé
nokkuö spillt af verksmiðjureyk
og álika óhreinindum, og i
ferðamannabæklingi einum seg-
ir að það sé mun skemmtilegra
að sigla milli lands og eyjanna
en fara i bilum. En þegar til
Feneyja er komið er nauðsyn-
legt að yfirgefa bila, skilja þá
eftir á stórum bilastæðum við
Piazzale Roma og hverfa um
borð i gondói eða litla vélbáta,
sem flytja fólk niður Grand
Canal sem skiptir borginni i
tvennt og niður á Markúsartorg-
ið.
Um 360 þúsund ibúar eru i
Feneyjum og til borgarinnar
Framhald á bls. 31