Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLl 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ejtwujAmPK'aa'iJU urðum við um aldabil að þola ein- okun og einveldi. En þó tók stein- inn fyrst úr á timum Hörmang- arafélagsins illræmda. Það félag flutti til landsins úldið og maðkað mjöl svo fólkið hrundi niður úr hor og hungri og alls konar illum aðbúnaði og talið er að á árunum 1752—1758 hafi að minnsta kosti ellefu hundruð manns fallið úr hungri og harðrétti. Og i þokka- bót var öll vara er þurfti að mæla og vega stórlega svikin af hinum illræmdu dönsku Hörmöngurum. Aðalbjargvættur okkar Islend- inga í þessum miklu þrengingum var höfðingsmaðurinn Skúli land- fógeti, — á hann heiður og þökk skilið fyrir það. Nú svo má minna á i lokin frægðarverk Kristjáns skrifara, er hann lagði til að kaþólski bisk- upinn Jón Arason og synir hans tveir væru af lifi teknir i Skál- holti án dóms og laga, 7. nóvem- ber 1550. Enginn Islendingur með ærlegt blóð í æðum getur gleymt því niðingsverki er þá var framið þar í Skálholti. Friðrik góður, ég gæti talið upp miklu fleiri ávirðingar danskra stjórnvalda i garð okkar Islend- inga, en hér og nú verða skráðar, já, það gæti verið efni i heila bók, en læt hér staðarnumið að sinni. Ég vona svo að raunsæi kreddu- trúarmanna torfunnar nái yfir- höndinni hjá þeim framvegis og heilbrigð skynsemi verði látin ráða ferðinni. Að endingu legg ég svo til að fallhamar og jarðýta verði sem allra fyrst sett á torfu- rústirnar og lóðin verði alveg fin- kembd og hreinsuð. Og svo á nýtt og glæsilegt stjórnarráðshús að risa á þessari fallegu lóð öllum til ánægju og vonandi kredduhópn- um lika. Allar götur frá 1904 hefur stjórnarráðið verið til húsa i gamla hegningarhúsinu. Fyrir löngu er timabært að það flytji þaðan burt I nýja byggingu. „Traustir skulu hornsteinar hárra sala.“ Þorkcll HjaItason.“ Þessir hringdu . . . $ Fyrir alla landsmenn Torfi Tómasson hjá Styrktarfélagi vangefinna kvaðst vilja koma á framfæri nokkrum orðum varðandi spurningu konu, sem var i Velvakanda fyrir stuttu, um Styrktarfélagið og hvort það væri aðeins fyrir Reykvíkinga. Torfi sagði að Styrktarfélagið hefði verið landsfélag er það var stofnað fyrir 20 árum og hefði það starfað sein slikt þar til á s.I. hausti að stofnuð voru, að tilhlut- an Styrktarfélagsins, Landssam- tökin Þroskahjálp. Sagði Torfi að þessi breyting, sem nú stæði yfir tæki nokkurn tima, það væri ekki hægt að gera það í einni svipan. Þá nefndi Torfi Tómasson að Styrktarfélagið hefði bæði staðið fyrir og hvatt til stofnunar styrktarfélaga út um land, t.d. á Akureyri, Vestfjörðum og á Aust- fjörðum og allur styrkur sem fé- laginu hefur verið veittur hefur einnig komið til góða fólki úti á landi. I Reykjavík rekur félagið dagheimilin Lyngás og Bjarkarás og þar eru einnig vistmenn utan af landsbyggðinni og á svonefndu vernduðu heimili, (pensionati) sagði Torfi að væru nú 5 stúlkur, þar af 3 utan af landi. Því sagði SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Það vekur alltaf mikla athygli í hinu mikla skáklandi, Júgóslaviu, þegar tveir fremstu skákmenn landsins, þeir Gligoric og Ljubojevic, mætast. í þessari skák, sem tefld var i júgóslavn- esku deildakeppninni í fyrra, eig- ast þeir einmitt við og það er Gligoric, sem hefur hvítt og á leik. 30. Hxd5!! — Dxd5, 31. Dxb4+ — Dc5, 32. Hcl! Þetta var leikurinn sem Ljubojevic yfirsást. Hann gafst samstundis upp. Torfi að þetta væri misskilningur að félagið sigldi undir fölsku flaggi, félagið starfaði fyrir alla landsbyggðina og það væri langt þangað til að það myndi telja sig sérstakt Reykjavikurfélag. • 50 eða 60? Okukona: — Ég hef stundum verið að velta þeirri spurningu fyrir mér hvaða ökuhraði sé i gildi á götum Reykjavikur. Hér er víðast 45 km hámarkshraði eða 50 er hann víst kominn i eða á leiðinni, en mjög víða aka allir á um það bil 60 km hraða og jafnvel meira og það sem meira er að lögreglan gerir það lika. Ég hef margoft tekið eftir þvi að þegar t.d. er ekið eftir einhverri af breiðari götum borgarinnar aka flestir á 60 km hraða og lögreglan fylgir þessum hraða eða sennilega öllu frekar: lögreglan ekur á 60 og aðrir öku- menn fylgja henni eftir án þess að hugsa út i það svo mikið, lög- reglan brýtur varla umferðarlög- in svo við ökum bara jafn hratt og hún. Annað hvort ætti lögreglan að gæta sin betur í umferðinni eða að hækka verður hámarks- hraðann enn meira. Annað mál, sem mig langar að spyrja um: Er það ekki algjör skylda að lögregl- an noti bæði blikkljósin og sír- enur þegar hún er i útkalli? Og úr þvi að ég er farin að tala um umferðarmálin þá langar mig bara að minnast á notkun stefnu- ljósa, en mér finnst hún fyrir neðan allar hellur hjá flestum ökumönnum. Þeir setja þau á um leið og beygt er, en ekki áður eins og á að gera og það finnst mér að ökumenn verði að Iagfæra. Þetta voru miklar hugleiðingar um umferðarmálin, hvort lögrégl- an brýtur umferðarlögin getur Velvakandi ekki tjáð sig um en er ökuhraðinn ekki 60 km á mörgum „breiðgötum" borgarinnar? HÖGNI HREKKVÍSI Þcir þola ekki Högna ávcllinum! Fjögur ár í hungurverkfalli Hinn 1. april siðastliðinn voru 1 nákvæmlega fjögur ár liðin síðan P. R. Sarkar, öðru nafni Anandamurti, hóf hungurverk- fall í rikisfangelsinu i Patna á Indlandi. P.R. Sarkar er stofn- andi og leiðtogi Ananda Marga, sem er þjóðfélagsleg og andleg hreyfing, stofnuð á Indlandi 1955. Hreyfingin hefur i mörg ár sætt harkalegum ofsóknum indverksra stjórnvalda. Hafa þau sakað hana um undirróður og að stefna að vopnaðri bytlingu. Var hreyf- ingin efst á lista yfir þær 26 hreyfingar, sem Indira Gandhi lét banna á þeim forsendum að með því væri hún að vernda lýðræðið, sem hún á sama tíma afnam á sömu forsendum. Verndun henn- ar á lýðræðinu var þannig fólgin í því að afnema það. Mörg hundruð félagar Ananda Marga voru hnepptir í fangelsi ásamt stofn- andanum, P.R. Sarkar. í júní 1971 þóttist lögreglan finna vopn i yfirgefnum aðal- stöðvum Ananda Marga í Ranchi- héraði; Þá var P.R. Sarkar hand- tekinn. Honum var síðan sleppt samkvæmt skipun frá hæstarétt- inum í Patna. Hann var handtek- inn aftur í desember sama ár og hefur verið í haldi síðan. Það tók stjörnvöld sex mánuði að semja ákærur á hendur honum. Hljóð- uðu þær þá upp á morð, en slíkar sakir höfðu ekki verið nefndar, þá er hann var handtekinn, enda aðalvitnið í málinu þá ekki komið fram, en það var einn fyrrverandi félagi í Ananda Marga, Madhavananda að nafni. Madhavananda hafði verið hand- tekinn um leið og Sarkar, en fyrst eftir að hafa verið I vörzlu alrikis- lögreglunnar, CBI, í nokka mán- uði, gaf hann þann vitnisburð, sem ákærurnar byggðust á. í növember 1976 var svo Sarkar dæmdur af undirrétti í Patna í lifstíðarfangelsi, gefið að sök að hafa staðið á bak við morð á sex fyrrverandi félögum úr Ananda Marga. Þeim dömi hefur verið harðlega mótmælt af félögum Ananda Marga út um allan heim, sem telja hann pólitiskan glæp, gerðan til að sverta hreyfinguna og lama starfsemi hennar. Skýrsl- ur tveggja heimþekktra lögfræð- inga, C.A. Sheppards frá Kanada og W.T. Wells, fyrrverandi brezks þingmanns, styðja það álit. Stóratburðir í „undirdjúpi“. í „mannlifshafinu" ristir það ekki alltaf djúpt, sem fréttnæm- ast þykir í heimspressunni. Frétta- og blaðamenn sleikja gjarnan froðuna, sem lent hefur út úr sjálfu iðukastinu og gárast til þeirra með vestan eða austan vindinum. En i djúpinu eru jafn- vel framin heil þjóðarmorð svo varla bólar af þeim á yfirborðinu. Þar fara fram þau átök, sem seinna koma til með að valda straumköstum áyfirborðinu. Á Indlandi úir og grúir af alls- kyns pólitiskum flokkum og félög- um, sem hampa hvert sinum hug- myndum og stefnum. Fram- kvæmd þeirra er þó ævinlega bundin þvi skilyrði að viðkom- andi flokkur nái völdum i fylki því sem hann boðar stefnu sína i, fremi hann nái þá ekki „ til alls Iandsins,“ eins og gildir um stóru flokkana'. Ananda Marga starfaði gerólikt öllum slikurn flokkum. Hugmyndafræði hennar byggir á nákvæmri þekkingu á þeim þrem- ur lífssviðum, sem maðurinn til- heyrir, þ.e. efnislegu, huglægu og andlegu. Hún einhæfir sig þvi hvorki við dialektíska efnis- hyggju eða andlega heimspeki, heldur lítur á ntanninn sem hluta af einni órofa heild, þar sem hið minnsta verður ekki sundur- greint frá hinu mesta. Ananda Marga er fyrst og fremst starfsöm hreyfing, sem tjáir hugmynda- fræði sína í verki. Rofar til á Indlandi. Eftir hinn fræga ósigur Indiru Gandhi i nýafstöðnum kosningum á Indlandi, hefur hin nýja stjórn Morariji Desai aflétt banninu á Ananda Marga. Talið er líklegt að mál P.R. Sarkars verði tekið fyrir að nýju. Þaö getur þó orðið of seint fyrir Sarkar sjálfan, því líf hans hangir á bláþræði, þar sem hann neitar að aflétta hungur- verkfallinu þar til kröfum hans hefur verið sinnt. (Kröfurnar eru í fimm liðum og setti P.R. Sarkar þær fram þegar hann hóf hungur- verkfallið. Þær fjalla meðal ann- ars um að rannsókn verði látin fara fram á meintri tilraun til að ráða hann af dögum I fangelsinu með eiturbyrlun; að ofsóknum gegn félögum hreyfingarinnar verði hætt o.fl.) Ríkisstjórn tslands beðin um aðstoð. Ananda Marga á Islandi hefur nýverið sent islenzku rikisstjórn- inni tilmæli, þar sem þess er farið á leit, að hún geri fyrirspurn til hinnar nýju stjórnar Indlands, til að kanna afstöðu hennar til máls P.R. Sarkars, ásamt tilmælum um að kröfum hans verði fullnægt og að honum verði sleppt gegn trygg- ingu, þangað til mál hans verður tekið fyrir að nýju. 'Jafnframt verði honum leyft að koma til einhvers Norðurlandanna til að hljóta þá læknismeðferð og að- hlynningu, sem niðurbrotinni heilsu hans er nauðsynleg og til að hann megi lifi halda. Svar hefur ekki enn borizt frá ríkisstjórninni, enda stutt um liðið síðan tilmaéli þessi voru af- . hent. Guttormur Sigurðsson. — Minning Guðný Framhald af bls. 30 hún lika nýja vildarvini, þau Jón og Möggu, sem urðu henni afi og amma á áður ókunnum slóðum. Þótt erfitt væri að flytjast um set frá hinum stóra frændgarði og vinum á Akranesi, þá voru brátt bundin ný tryggðabönd og leiðin lá björt inn i unglingsárin i glöð- utn hópi nýrra vina. í þeim hópi félaga og vina miðlaði hún gleði og lífsfjöri af þeirri brosmildu lifsgleði, sem gerði hana okkur svo kæra. Við munum hvernig hún brást við af ósvikinni vinnu- gleði og dugnaði, þegar hún fékk verk að vinna. Það var gaman að heimsækja litlu ráðskonuna hjá Gunnu föðursystur sinni og Davið á Arnbjargarlæk og fá að sjá hana á sumrum taka þar rösklega til hendi með bros i augum. Það var lika glöð ung stúlka, sem hélt af stað vestur i Bjarkarlund í vor til starfa sumarlangt, hún kemur ekki aftur i haust, en minningarn- ar lifa. I dag er sárt að hugsa um hana, en tíminn, sá mikli læknir, mun gæða minningarnar gleði og slæva sársaukabroddinn, því sá fjársjóður, sem hún skildi eftir i hugum allra þeirra, sem henni unnu, hann er ósvikið gull. Maren litla er horfin frá okkur, en við vitum, að hún sem kunni ekki grimmd heimsins, heldur veitti gleði hins gróandi lifs til þeirra, sem þekktu hana, hún á visa góða heimkomu handan þessa lífs. Þangað fylgja henni góðar fyrirbænir margra. Við biðjum þann, sem öllu ræð- ur, aö gefa foreldrum. litlu systkinunum, afa og ömmu. Rösu ömmu og öllum öðrunt ástvinum, sem syrgja hana, styrk til að bera harm sinn og gæfu til að gleðjast yfir endurniinningunni. sem lifii i hjarta hvers og eins. Megi Maren hvila i friði. Steinunn og Bjarni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.