Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1977 39 ÞAÐ AÐ allt fór f bál og brand á milli Egypta og Lfbyumanna f sfðustu viku bendir til þess að Sadat, forseti Egyptalands, hafi ákveðið að magna landamærajur upp f meiriháttar strfð til þess eins og hann sagði á föstudags- kvöld, „að kenna Gaddhafi lexfu, sem hann myndi aldrei gleyma". Vopnuð árás Egypta á Ifbyska landamærabæinn Mosaad, er sögð hafa verið framhald margra al- varlegra landamæraátaka undan- farna 12 daga, sem ekkert hefur fregnast um. Jafnframt ber að hafa i huga að árásin var gerð daginn fyrir 25 ára afmæli egypzku byltingarinn- ar, sem varð Farouk konungi að falli og leiddi Nasser til valda og síðan Sadat. Stundin var þvi kjör- in til að sýna herstyrk þjóðar- innar. Þá er það ekki minna merkilegt að árásin átti sér stað sama dag og blöðin i Kairo fluttu forsíðufrétt- ir um fullyrðingar egypzkra stjórnvalda um að hermdarverk hóps ofstækisfullra múhameðs- trúarmanna væru skipulögð af líbysku leyniþjónustunni. Voru hermdarverkin sögð vera liður i libyskri áætlun um að steypa Sadat af stóli. Egyptar segjast hafa komist á snoðir um aðild Libyumanna þegar leiðtogi ofsatrúarhópsins, sem er einn 465 manna sem bíða þess að koma fyrir herrétt vegna aðildar að sprengjutilræðum, mannráni og morði á egypzkum ráðherra, gerði játningu sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gert að sárum Iffat Abdul Hamid Iffad, yfirmanns flugsveitar, en flugvél hans var skotin níður I námunda við Tobruk. (AP-sfmamynd). Því kenndi Sadat Líbýiunönnum lexíu Sadat ásakar Gaddhafi, „þann brjálæðing", eins og hann kallar hann, um að skipuleggja samsæri gegn sér. Slíkar ásakanir hafa fylgt löng- um og bitrum deilum leiðtoganna, sem magnast hafa síðustu fimm árin. Þær endurspegla einnig inn- anlandsóróleika í Egyptalandi, sem stafa af efnahagsörðugleik- um og stöðugum ófriði við ísrael. Alvarlegar óeirðir urðu i Egyptalandi í janúar vegna verð- hækkana á matvörum og Sadat kenndi vinstrisinnum og Sovét- ríkjunum um þær. Við önnur tækifæri hafa Libyumenn verið syndaselirnir, sérstaklega eftir að Gaddafhi tók að eiga vingott við Sovétríkin í fyrra. Þá var hægt að afgreiða egypzka kommúnista og and-kommúniska múhameðsof- stækismenn með sama penna- strikinu. Verulega tók að skerast í odda með Sadat og Gaddafhi þegar Sadat hafnaði áætlun um samein- ingu Egyptalands og Líbyu, sem þeir höfðu komið sér saman um 1971. Varð það mikið áfall fyrir Gaddafhi, sem hefur verið ákafur postuli einingar araba. Um sama leyti höfðu Líbyumenn opnað dyrnar fyrir egypzkum verka- mönnum og sérfræðingum, sem þeir þurftu til að byggja upp efna- hag landsins. Er talið að um 200.000 Egyptar starfi nú i Lfbyu. Ágreiningurinn magnaðist vegna deilna um rekstur stríðsins í Mið-Austurlöndum 1973 og frið- arviðræðurnar sem komu í kjöl- farið. Gaddafhi hafnaði öllum málamiðlunartillögum um frið við ísrael. Líkt og írakar studdi hann Palestínuskæruliða sem ráku áróður fyrir áframhaldandi baráttu gegn ísrael. Stuðningur hans við Palestínumenn kom hon- um einnig i andstöðu við Egypta og Sýrlendinga i friðarumleitun- um Araba i borgarastríðinu í Libanon. Sambandið við Sovétrikin hefur einnig verið undirrót erj- anna. I fyrstu var Gaddafhi gagn- rýninn á bandalag Egypta og Sovétmanna og lagðist gegn allri sovézkri nærveru i Libyu. Hann horfði frekar til vesturveldanna, sérstaklega Frakka þegar hann vantaði vopn. En svo kom að þvi að Sadat vísaði sovésku sérfræð- ingunum úr landi 1972 og sagði síðan upp vináttusáttmála sinum við Sovétríkin og opnaði glugga sinn til vesturs. Gaddafhi geðjaðist ekki að vax- andi sambandi Egypta við Banda- ríkjamenn eftir stríðið 1973. Hann sneri sér til Sovétrikjanna og fékk þaðan vopn, en einnig tryggingu fyrir áframhaldandi stuðningi við að minnsta kosti sum Arabaríkin. Nú lftur Sadat svo á sem Gadd- afhi sé I liði með Rússum um að steypa sér af stóli. En hvað sem afskiptum Gaddafhis liður þá mun pólitisk framtíð Sadats fyrst og fremst velta á getu hans að leysa efnahagsvandamál Evypta- lands og tryggja varanlegan frið við ísrael. Skýrslur um misnotkun geðlækninga frá Sovét London, 25, júli. AP. AMNESTY International segist hafa fengið f hendur handrit frá sovézkum andófsmanni, sem innihaldi viðamikið efni um notkun geðlækninga til að kúga andófsmenn. Mannréttindasamtökin segja að handritið, sem gert er af Alexander Podrabinyek, sé „fræðilegt og vandað og laust við að vera áróðurskennt, og gæti orðið mikilvægt framlag til alþjóðlegs skilnings á vanda- málinu". Sovézkir andófsmenn hafa löngum fullyrt að sovézk yfir- völd loki heilbrigt fólk oft inni á geðveikrahælum vegna sér- skoðana þess. Um svipað leyti og Amnesty fékk handrit Podrabineks í hendur kom út bók í London um vestrænar at- huganir á ásökunum um mis- notkun geðlæknisfræðinnar i Sovétríkjunum. í bókinni, setn ber titilinn „Russia’s Political Hospitals”, er komist að þeirri niðurstöðu að misnotkun geð- lækninga i pólitískum tilgangi í Sovétríkjunum sé „orðin mjög útbreidd og kerfisbundin, og virðist vera vísvitandi stefna stjórnvalda”. Höfundarnir, brezki stjórn- málafræðingurinn Peter Reddaway og suður-afriski geð- læknirinn dr. Sidney Bloch, yitna í 210 sjúkrasögur sem smyglað var til vesturlanda og eiga viðtöl við sovézka geð- lækna og sjúklinga, sem fengið hafa leyfi til að flytjast úr landi. Amnesty International, sem berst fyrir þvi að pólitiskum föngum um allan heim verði sleppt, hefur sett sig í samband við prófessor Linford Rees, for- seta félags brezkra geðlækna. Segist Rees hlakka mikið til að lesa handritið. Félag brezkra geðlækna sam- þykkti í fyrra ályktun um mis- notkun geðlækninga i Sovét- ríkjunum og ætlar aó leggja hana fyrir þing Alþjóðasam- bands geðlækna í Honolulu um mánaóamót ágúst-september. Mun brezka félagið hvetja al- þjóðasambandið til að veita at- hygli „fjölda sönnunargagna um kerfisbundna misnotkun geðlækninga í pólitískum til- gangi í Sovétríkjunum" og fylkja sér í lið með þeim sem „fordæma slfkar gerðir“. Amnesty segir að handrit Podrabinyek, sem er upp á 265 síður og nefnist „Læknisfræði i hegningarskyni", byggi á þriggja ára rannsóknum og sé vitnað til „fjölmargra opin- berra og óopinberra heimilda". Podrabinyek, sem er 23 ára gamall, er í óopinberum sam- tökum andófsmanna, sem kanna „notkun geðlækninga í póiitiskum tilgangi" og safna gögnum um hana. Er hópurinn hluti af hinum svo kallaða Hels- ingforshóp, sem kannar hvern- ig sovézk yfirvöld hafa fram- fylgt ákvæði Helsingforssátt- málans um mannréttindi. Amnesty segir að i formála segi Podrabinyek að hluti hand- ritsins hafi verið gerður upp- tækur af KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, þegar hún gerði leit á heimili hans i marz. Hann kvaðst hafa getað komið mest- um hluta textans undan og ákveðið að senda hana frá sér, þótt ekki væri hann fúllunnin, til að tryggja varðveizlu hans. Reddaway, sem er lektor í sovézkum stjórnmálum við London School of Economics, segist hafa séð handrit Podrabinyeks og segir að þær 200 sjúkrasögur sem Podrabinyek vitnar til séu mjög á svipaðan veg og þær • 210, sem hann og dr. Bloch segja frá. Segir Reddaway að Podra- binyek hafi með aðstoð vina sinna getað rætt við mun fleiri andófsmenn, sem haldið var á geðsj.úkrahúsum. Einnig segir Reddaway Podrabinyek nefna 102 sovézka geðlækna, sem set- ið hafa i nefndum, sem hafa úrskurðað andófsmenn geð- sjúka. Hann segir að Podrabin- yek ljúki með þeirri bón til Alþjóóasambands geðlækna að ræða opinskátt á þingi þess sannanir fyrir misnotkun geð- lækninga i Sovétrikjunum. Jafnframt hvetur hann til þess að rofið verði allt samband við sovézka geðlækna. Teikningin sýnir veggspjald sem sett var upp I Peking fyrir einu ári sfðan og sýnir Teng Hsiao-ping sem illan anda, sem tignaður er af fáum. Orðið „endurreisn** á fánanum á að tákna ósk hans um endurreisn kfnverska keisaradæmisins. Herinn stað- festir endur- reisn Tengs Hong Kong, 25. júlí. Reuter. KlNVERSKI herinn hefur stað- fest ákvörðun miðstjórnar kommúnistaflokksins um að endurreisa Teng Hsiao-ping varaforsætisráðherra og reka „þorparana fjóra“ svokölluðu úr flokknum, að sögn fréttastof- unnar Nýja Kína. Fréttastofan sagði að milljón- ir hermanna úr her alþýðunnar hefðu tekið þátt i hátfðarhöld- um um helgina með öðrum Kin- verjum til að fagna endurreisn Tengs. Mest voru hátiðarhöldin i Liaoning-héraði í Norðaustur- Kina, þar sem 3 milljónir her- manna og annarra borgara gengu í skrúðgöngu. Li Teh-sheng, yfirmaður her- stjórnar Shenyang-héraðs, og aðrir háttsettir menn i hernum og flokknum voru meðal fólks- ins, sem fagnaði Teng með þvi að veifa fánum og berja trumb- ur. (AP-sfmamynd). Þegar þessi mynd var tekin af Teng Hsiao Ping varaformanni fyrir fáeinum dögum sat hann f góðu yfirlæti á fundi miðstjórnar kfnverska kommúnistaflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.