Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 23
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULÍ 1977 31 — Þar er ekki hávaði Framhald af bls. 25 var myndaður í bak og fyrir. aö ekki er á þeim aö finna styttur eða heilu myndaserium- ar, sem segja langa sögu, eins og viða i þessum gömlu bygging- um. Arkitektar ntjtimans leggja sig eftir annars konar skreyting- um og öðru visi byggingarlist. En nóg um þaö. Fjölmargir áheyrendur voru i Markúsarkirkjunni og hlýddu á hljómleikana, en flutt var Vi- vaidi/ Bach efnisskráin. Senni- lega hafa ferðamenn verið i mjög miklum meirihluta og vera má að sumir þeirra hafi komið til að heyra meira i kómum, en hann hafði tekið lagið úti fyrir kirkjunni, á Markusartorginu fyrr um daginn þegar verið var að taka mynd af honum. En hljómleikamir tókust mjög vel og var flytjendum öllum vel fangað. Strax að hljómleikunum lokn)im var haldið áfram til sið- asta áfangastaöarins i ferðinpi, Lignano, en nokkrum gafst tækifæri til aðdveljast eina nótt i Feneyjum og skoða sig örlitið um morguninn eftir. /'• koma árlega þúsundir ferða- manna alls staðar að úr heimin- um og var hámark ferðamanna- timans að ganga i garð nú i lok júni, er Pólýfónkórinn var þar á ferð. Þar er ekki hávaöi af völd- um mikillar bilaumferðar og hefur borgin enn þann dag i dag nokkum svip hins gamla tima, ein af fáum breytingum, t.d. i samgöngumálum, eru vélbát- amir, sem feröamenn taka sér far meö hafi þeir ekki tima til að taka það rólega með gondól- um. Margt skoðunarvert er að sjálfsögöu i Feneyjum og margt fleira væri hægt að tina hér til úr sögu borgarinnar, en hér skal látið staðar numið og reynt að láta myndir tala sinu máli. Þær þyrftu þó að vera i iit til að njóta sin sem bezt. En sjón er sögu rikari og þeir sem eiga kost á þvi að komast til Feneyja ættu ekki aö sleppa þvi tækifæri. Þaö verður að ætla sér mikinn tima og talaö er um aö minna en tveir dagar dugi ekki til aö sjá aðeins það helzta. I Markúsar- kirkjunni Markúsarkirkjan, sem er ein stórfenglegasta kirkjan á allri Italiu, er eins konar samsetning af býzantiskum og evrópskum byggingarstil. Hún er aö mestu reist á árunum 1063—1094 og tók viö af minni kirkju frá árinu 832 og var kirkja hertoganna i Feneyjanna i Feneyjum, og reist yfir gröf Markúsar. Nokkrar breytingar voru gerðar á endur- reisnartimanum, m.a. á 17. öld- inni og segja má aö hún hafi oft verið lagfærð og henni breytt nokkuð. Inni i kirkjunni eru þaö helzt fagrar mósaikmyndir sem vekja athygli og eru hinar elztu frá 12. öld, en samanlagt hefur verið unnið við þær i um 700 ár. Fyrir hverja æfingu og hverja tónleikaþarf að stilla strengi. Kórinn tók lagið d Markúsartorginu í Feneyjum meðan hann Markúsarkirkjan á bak við og til hœgri sér i hertogahöllina. Við htið Markúsarkirkjunnar er Palazzo Ducale eða hertoga- höllin. Hún var tákn um mátt Feneyinga og var i senn mót- tökustaður hertoganna, aðsetur stjómar Feyneyja og dómshús, og var fangelsi i kjallaranum. Hertogahöllin var reist á 12. öld og endurbyggð verulega á 14. og 15. öld og þykir bera vott um mikla snilli i byggingarlist. Salir hennar og gangar eru skreyttir með styttum og málverkum og er næsta ótrúlegt hversu mikil vinna hlýtur að liggja að baki þessum listaverkum öllum. Það á þvi vel heima og fær inni- haldsrikari merkingu, máltækið, sem segir að Róm hafi ekki verið byggð á einum degi. Jafn- framt koma i hugann stórbygg- ingar nútimans og rifjað er upp Þær eru um 4000 fermetrar að flatarmáli, og þar sem eru ekki mósaikmyndir á veggjum eru þeir klæddir marmara og fögr- um steinum, sem sæfarar hafa fært kirkjunni frá Austurlönd- um. Fjolhœfast Surform, hefilraspurinn frá Stanley, er án nokkurs vafa fjölhœfasta verkfærið, sem Stanley verk- smiðjumar framleiða, — enda hefur hefilraspurinn orðið vinsæiasta Stanley verkfærið á ótrúlega skömmum tima. Hefilraspurinn er sannkalfað undratól, sem hægt er að nota betur en hefil, rasp og þjöl í flestum tilvikum. En Surform blaðið hefur 450 beittar stáltennur, sem vinna hver um sig eins og Iftið sporjárn. Surform hefilraspurinn er því verkfærið, sem oftast þarf að grípa til, t.d. þegar þarf að raspa ryð, hefla af gluggabrún, ná af gamalli málningu, snikka til borðs- enda, liðka eldhússkúffuna eða jafna plastfyllingu á bílbrettinu. Segðu Surform víð járnvörukaupmanninn og vittu hvað hann segir! STANLEY —1—!—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.