Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JOLl 1977
23
^ JlloijxuuMnítiít^
iir7iiiini
JÓHANN Rúnar Kjærbo
skaut öðrum kvlfingum
aftur fyrir sig í Coca-Cola
mótinu í Grafarholti um
helgina. Lék hann holurn-
ar 36 samtals á 154 högg-
um og fékk fyrir það 27.55
landsliðsstig. Björgvin
Þorsteinsson, íslands-
meistari frá Akureyri,
hafði góða forystu eftir
fyrri daginn og þá var
Sveinn Sigurbergsson í
öðru sæti. Síðari daginn
réði enginn við Jóhann,
auk þess sem nákvæmni
hinna datt niður í hitanum
og góða veðrinu í Grafar-
holti.
Björgvin lék samtals á 156
höggum, Sigurður Hafsteinsson á
158 og Sveinn Sigurbergsson datt
niður i 4. sætið á 159 höggum.
Nokkra af snjöllustu kylfing-
unum vantaði í þessa keppni, þar
sem unglingalandsliðið hélt til
Noregs á sunnudagsmorguninn.
Meðal unglingalandsliðsmann-
anna eru þeir Ragnar Ölafsson,
Sigurður Thorarensen, Geir
Svansson og fleiri góðir.
Ragnar Ölafsson var þó með
fyrri daginn I kók-keppninni og
nældi sér þá í 60 lítra af kók er
hann náði lengsta teigskotinu á 18
braut fyrri daginn. Sigurður Haf-
steinsson var lengstur á holunni
seinni daginn. Helgi Hólm og
Ömar Kristjánsson voru næstir 2.
holu hvor sinn daginn og fengu
allir þessir kylfingar 60 lftra af
kók fyíir árangurinn.
I keppni með forgjöf varð Helgi
Hólm hlutskarpastur eftir að hafa
leikið 18 holu aukakeppni við
Guðmund Hafliðason, báðir komu
þeir inn á 139 höggum nettó.
Finnbjörn Finnbjörnsson varð
þriðji á 140 höggum. Jóhanna
Ingólfsdóttir sigraði í kvenna-
flokki á 174 höggum.
Landsliðsstigin dreifðust þann-
ig fyrir þetta mót: Jóhann Kjærbo
JÓHANN BEZTUR
i HITAMOLLUNNI
27.55, Björgvin Þorsteinsson
24.65. Sigurður Hafsteinsson
21.75, Sveinn Sigurbergsson
18.85, Atli Arason 15.95, Ómar
Kristjánsson 11.60, Júlíus Júlíus-
son 11.60, Ölafur Skúlason 7.25,
Sigurður Albertsson 4.35, Sigur-
jónGíslason 1.45 stig.
Frá morgni til mið-
nættisá Nesvellinum
Jaðarsmótiö
um helgina
JAÐARSMÓTIÐ í golfi verður
háð á Akureyri um næstu
helgi, en það er 36 holu keppni
með og án forgjafar. Gefur
Jaðarsmótið að venju stig til
landsliðs. Búast má við góðri
þátttöku f mótinu og margir
kylfingar að sunnan hyggja á
norðurferð um ver/lunar-
mnnahelgina.
Bandaríkja-
maður beztur
í Skandinavíu
Bandarfkjamaðurinn Bob
Byman sigraði I opna
skandinavfska meistaramót-
inu f golfi, sem lauk f Svíþjóð
á sunnudaginn. Lék hann hol-
urnar 72 á 275 höggum, en
annar varð Spánverjinn Se-
veriano Ballesteros á 277 högg-
um. Svíar eða aðrir Skandinav-
ar blönduðu sér Iftt f toppbar-
áttuna á mótinu.
14 ára piltur
stökk 1 #80 m
Meistaramót íslands I frjálsum íþróttum fyrir yngstu aldursflokkana fór
fram á Selfossi helgina 16.—17. júlí s.l. Keppendur é mótinu voru um 160
talsins frá 12 félögum og samböndum. Voru aðstæður til keppni ágætar á
laugardaginn, en rigning á sunnudag. Keppt var í 26 greinum í fjórum
flokkum pilta og í telpnaflokki.
Þórður Pálsson. HVl 2:36,5
Mörg ungmennin sem kepptu á móti
þessu vöktu athygli fyrir frammistöðu
sina, og er greinilega mikið úrval af
efnum í afreksfólk í þessum flokki. í
piltaflokknum bar mest á UBK-piltinum
Guðna Sigurjónssyni, Ólafi Arnarsyni
úr ÍR og Stefáni Þ. Stefánssyni úr ÍR.
Setti Stefán stórglæsilegt piltamet i
hástökki er hann stökk 1,80 metra
í telpnaflokki komu ungar stúlkur frá
Vesturlandi sérstaklega á óvart og má
þar nefna þær íris Grönfeldt og Ragn-
hildi Sigurðardóttur úr UMSB og
Rögnu Marteinsdóttur úr HSH.
í strákaflokki voru það einkum þeir
Þórður Þórðarson og Albert Imsland úr
Leikni, sem vöktu mesta athygli og i
stelpnaflokki má sérstaklega nefna
Svövu Grönfeldt úr UMSB og Lilju
Stefánsdóttur úr HSH. í þessum flokki
var sett eitt met, er boðhlaupssveit
Ármanns hljóp á 58 5 sek. og bætti
þvi eldra metið um tæpar 5 sekúndur.
Stigakeppni mótsins unnu Borgfirð-
ingar sem hlutu 89 stig. Snæfellingar
urðu i öðru sæti með 76 stig, ÍR-ingar
í þriðja sæti með 74,5 stig, Leiknir í
fjórða sæti með 65 stig, HSK í fimmta
sæti með 60,5 stig og UBK í sjötta
sæti með 36,5 stig Alls hlutu 11 félög
og sambönd stig i keppninni
Helztu úrslit i mótinu urðu þessi:
KÍILUVARP:
Ragna Marteinsdóttir, HSH 10,14
lrisGrönfeldt. LMSB 9,66
Ragnhildur Sigurðardóttir. IJMSB 9.49
SPJÓTKAST:
IrisGrönfeldt. L'MSB 31.75
Ragna Marteinsdóttir. LJMSB 24.25
Katrln Einarsdóttir. IR 22.69
STRAKAFLOKKITR 12 ARA OG YNGRI:
60 METRA HLALP:
Þórður Þórðarson. Leikni 8.5
Albert Imsland. Leikni 8.7
Jón B. (íuðmundsson, HSK 8.7
800METRA HLAUP:
Albert Imsland. Leikni 2:30.1
Arni Thorarensen. HSK 2:35.0
4X100 METRA BOÐIILAt'P:
Sveit Leiknis 60.1
Sveit HSH 62.0
Sveit UMSB 64.8
LANGSTÖKK:
Þórður Þórðarson. Leikni 4.63
Andri Marteinsson. A 4.50
Jóhann Nikulásson, HSH 4.28
HASTÖKK:
Þórður Þórðarson. Leikni 1.42
Saevar Glslason, HSH 1,25
Þórður Pálsson. HVl 1,25
KULUVARP:
Ingvar Helgason. HSK 9.15
Þorbjörn Guðjónsson. UMSB 9,07
Garðar Vilhjálmsson, UMSB 9,01
STELPNAFLOKKUR 12 ARA og YNGRI
60 METRA HLAUP:
SvavaGrönfeldt. t’MSB 8.4
Silja Stefánsdótt ir. HSH 8.5
Bryndls Hólm, IR 8,5
800METRA HLAUP:
SvavaGrönfeldl, l’MSB 2:38,4
Dagbjört Leifsdóttir. IIVl 2:46.4
Hugrún Ragnarsdóttir. HSH 2:50.6
4X100 METRA BOÐIILAl’P:
Sveit Armanns 58.5
Sveit UMSB 61.4
Sveit IR 61.4
LANGSTÖKK:
Jóna B. Grétarsdóttir. A 4.38
Lilja Stefánsdóttir. HSH 4,37
Bryndls Hólm. IR 4.35
HASTÖKK:
Soffla Theodórsdóttir. HSK 1.20
Lilja Stefánsdóttir. HSH 1,15
Ylfa Einarsdóttir. HVl 1,15
KOLUVARP:
Ylfa Einarsdóttir. HVl 7,12
Lilja Stefánsdóttir. HSH 7.12
Svava Helgadóttir. HSK 6.60
PILTAFLOKKUR 13—14 ARA:
100METRA HLAUP:
Guðni Sigurjónsson. UBK 12.5
Stefán Þ. Stefánsson, IR 12.6
Halldór Halldórsson. HSH 12.8
800 METRA HLAUP:
Guðni Sigurjónsson. UBK 2:15.2
Ingvar Þórðarson. FH 2:20.8
örnHólm. HVl 2:22.1
4x100 METRA BOÐHLAUP
Sveit UMSB 56.8
Sveit HSK 57.5
Sveit Leiknis 57.9
ALLS MÆTTU 83 kylfingar til keppni um
tékknesku kristalsvasana á Nesvellinum á sunnu-
daginn og hvfti boltinnvar sleginn þar frá þvf
snemma um morguninn þar til þeír sfðustu komu
inn úr aukakeppni um miðnættið. Ekki fengust
úrslit f keppninni um alla gripina, en f flokki
karla án forgjafar varð Tom Holton hlutskarpast-
ur á 76 höggum, en þeir Hilmar Steingrimsson og
Jðn Haukur Guðlaugsson léku á 78 höggum.
I keppni karla með forgjöf urðu þeir jafnir
Hörður Haraldsson og Skúli Sigurðsson á 69 högg-
um, en Hörður vann í 18 holu aukakeppni. Fjórir
kylfingar léku síðan á 70 höggum nettó. t kvenna-
flokki án forgjafar sigraði Ólöf Geirsdóttir á 90
höggum, Kristin Þorvaldsdóttir var á 99 höggum.
Björg Ásgeirsdóttir sigraði með forgjöf á 75 högg-
um og Kristine E. Kristjánsson var á 79 höggum
nettö.
I unglingaflokki sigraði Magnús I. Stefánsson
glæsilega á 58 höggum og verður snarlega lækkað-
ur i forgjöf fyrir þessa frammistöðu. Annar varð
Jón S. Jónsson á 63 höggum nettó. Gísli Árnason
varð næstur holu á 6. braut og fékk góð verðlaun
fyrir og Eyþór Eiríksson fékk sérstök aukaverð-
laun. Pilturinn sá safnaði saman kylfum, járnum
og aflóga poka i skála klúbbsins og fór út á völl og
lék betur en margur með fullkomnari verkfæri.
- áij
Þau voru ekki amaleg, verðlaunin, sem beztu kylfingar Nesklúbbsins fengu fyrir gððan árangur I
keppninnni um tékkneska kristalinn á sunnudaginn. Oþarft er að lýsa gripunum, myndin talar sinu
máli. A myndinni eru frá vinstri Magnús R. Magnússon frá fyrirtækinu T.H. Benjaminsson, Karel
Kriche frá tékkneska sendiráðinu, Hörður Haraldsson, Skúli Sigurðsson, Olöf Geirsdðttir, Björg
Asgeirsdðttir, Magnús I. Stefánsson og Tom Holton. (Ijðsm. Friðþjðfur).
FÖTUM FÆKKAÐ —
Það var einstakt góð-
viðri á sunnudaginn og
kylfingar fækkuðu föt-
um i Grafarholti eftir
því sem hitinn jókst,
eins og þessi mynd Frið-
þjófs ber með sér.
Celtic betra
en Arsenal
LEIKMENN Celtic eru i
Astralfu þessa dagana og
kepptu á sunnudaginn við
enska 1. deildarliðið Arsenal.
Sigraði Celtic með þremur
mörkum gegn tveimur. Paul
VVilson (2) og Ron Glavin
skoruðu fyrir Celtic, en
Malcolm MacDonald og Pat
Íice fyrir Arsenal. Liðin taka
átt í fjögurra liða keppni f
Syndney þessa dagana ásamt
Rauðu Stjörnunni frá Belgrad
og landsliði Ástralfu, sem tek-
ur þátt í Heimsmeistarakeppn-
jnni f Argentfnu. ^