Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULÍ 1977 11 Miðaldir í Mosaic MOSAIC heitir bókmenntatímarit sem Manitobaháskóli í Winnipeg gefur út ársfjóröungslega; hver árgangur allt að þúsund bls. Ég hef lítillega getið þessa rits hér áður. Einn af aðstandendum þess er Haraldur Bessason sem kennir íslensku við nefndan háskóla. Islenskar bókmenntir hafa fengið ærið rúm i ritinu, sennilega vegna aðildar hans. Mosaic er skýrt dæmi þess hvað unnt er að gera i fjölmenni þar sem ekki skortir fé. Utgáfa rits af þessu tagi útheimtir meira en að einn ritstjóri sitji við borð og biði þess að efninu snjói niður í fang hans. Það er heilt fyrirtæki að halda því gangandi ár eftir ár. Mosaic er fjölbreytt timarit á akademiskum grundvelli, flytur alhliða skoðanir og sinnir rann- sóknum á eldri jafnt sem yngri bókmenntum. Þó höfundar í hverju hefti séu milli tíu og tutt- ugu — oftast, birtast sífellt ný og ný nöfn; ritið viðar að sér efni hvaðanæva að. Stundum koma hefti með blönduðu efni en yfir- leitt hneigjast þeir Mosaicmenn til að raða saman skyldu efni, taka fyrir eitt og eitt afmarkað svið í senn. Síðasta hefti var t.d. helgað miðaldayrkisefni í nútima- bókmenntum. Miðaldirnar, eftir á að hyggja, þær eru talsvert á dagskrá þessi árin. Fyrir nokkrum áratugum voru þær skoðaðar sem menn- ingarsögulegt svartnætti. Nú er litið til þeirra bjartari augum. Minnumst þess að íslenskar »fornbókmenntir« urðu til á mið- öldum. Hvað voru þær? Islensk fornöld, klassik? Eða einungis miðaldabókmenntir í almennum og venjulegum skilningi og þá i tengslum við aðrar slikar í nálæg- um löndum? Mér er óhætt að segja að þeir, sem skrifað hafa um miðaldabókmenntir í Mosaic, hafi yfirhöfuð skoðað islenskar forn- bókmenntir i samhengi við þær. Ég nefni ritgerðir eins og Grettis saga og evrópskar slðmiðaldabók- menntir eftir Robert J. Glendinn- ing (IV/2 1970) og Draumar og forspár í fslenskum fornbók- menntum eftir Paul Schach (IV/4 1971). Schach ber ýmis minni i islenskum fornbókmenntum saman við önnur slik i evrópskum bókmenntum á sama tima. Niður- staða hans verður sú að allt séu þetta greinar á sama meiði, íslenskar fornbókmenntir séu i höfuðatriðum afsprengi sinna tíma, miðaldabókmenntir klippt og skorið. En jafnframt getur hann þess að þeim^sem stúdera þessi fræði nú á dögum, hætti til að ganga of langt, gera of mikið úr þessu sam- hengi, skoða islenskar bókmennt- ir sem hluta stærri heildar ein- ungis. T.M. Anderson, sem ritar um uppruna islenskra bókmennta (VII4 1975), er á sama máli varð- andi tengsl þeirra við aðrar evrópskar bókmenntir sömu alda, hvort heldur litið sé til lagarit- unar, helgra fræða eða sagnfræði. Hið eina sem hér hafi verið saman sett og sérislenskt megi kallast — frá upphafi til enda — Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSÖN séu Islendingasögurnar. Séu þær jafnframt hið frábærasta er islendingar hafi lagt til miðalda- bókmenntanna. En jafnvel þó hvorki Schach né Anderson né aðrir, sem um islenskar fornbókmenntir fjalla, telji þær eitthvert einstakt fyrir- bæri i heimsbókmenntunum held- ur rækilega tengdar sinni tið, gera þeir hlut þeirra eigi að minni fyrir bragðið. Ég hygg að hinn almenni mið- aldaáhugi lyfti þeim fremur en hið gagnstæða og við megum glað- ir sætta okkur við að vera ekki taldir með grikkjum og rómverj- um eins og ýmsir hylltust til hér forðum. Hitt er svo annað mál að þessar bókmenntir munu hér eftir sem hing'að til hafa svipað gildi fyrir íslenska bókmennta- sköpun og t.d. rómversk klassík hefur haft fyrir rómanskar óg jafnvel engilsaxneskar bók- menntir. Þar sem Mosaic er tímarit með ritskýringu að markmiði en ekki gagnrýni eins og við skiljum það orð hér fæst það að minnihluta við sköpun bókmennta á liðandi stund. Eina ritgerð hef ég rekist á þar um islenskar nútímabók- menntir. Er hún heftir Sigurð A. Magnússon og er hugleiðing um íslenska skáldsagnaritun (1970). Islenskur lesandi saknar náttúrlega hressilegra sviptinga í svona riti, við erum þvi vanir. Ég minnist t.d. aðeins eins viðtals — þau mættu vera fleiri — Anne- Marie Brumm talar við Josif Brodski, rússneskt ijóðskáld (f. 1940), búsett i Bandaríkjunum og telst til útlagaskálda. Viðtalið snýst um ljóðlist og þá einkum Brodskis. Bæði fróðlegt og skemmtilegt! Sú var tíðin að rússneskum út- lagaskáldum veittist erfitt að koma verkum sínum á framfæri á Vesturlöndum. Þau stóðu i sviðs- ljósinu það andartakið sem þau voru að sleppa vestur fyrir, siðan ekki söguna meir. Það var ekki fyrr en með Solzhenitsyn að þetta tók að breytast, að útlagaskáldin komu sér varanlega á framfæri. Nú eru þau orðin kapituli i bók- menntasögunni. Og rödd þeirra er orðin sterk. Hinu ber ekki að neita að frægð þeirra fyrir almenningssjónum stafar oftar af fyrri fangabúðavist eystra en af skáldskaparverðleik- um. Þeir eru sjálfsagt fleiri sem kannast við nafnið Brodski en hinir sem lesið hafa ljóð hans, svo dæmi sé tekið. En með þetta viðtal i huga, meðal annars, segi ég og skrifa að tímarit ættu að leita meira en þau gera til höfunda sjálfra, ekki sist Ijóðskálda sem jafnan gengur nokkuð erfiðlega að ná til fjöld- 29555 opidalla virka daga frá 9til 21 ogumhelgar f rá 13 til 17 Mikió úrval eigna á söluskrá Skoóum ibúóir samdoegurs EIGNANAUST LAUGAVEGI 96 (vió Stjörnubió) SÍMI 29555 Hjörtur Gunrfarsson sölum. Bogi Ingimarsson sölum. Sveinn Freyr solum. Svanur Þór Vilhjálmsson hdl. ans. Gott viðtal kemst næst per- sónuiegum kynnum við skáldið sjálft. Og skáld er vissulega jafn- rétthátt öðrum gagnrýnendum þegar það ræðir eigin verk. Ég ætla ekki að sinni að fjöl- yrða meira um Mosaic. Þetta rit er með áranna rás orðinn heill hásköli. Mig langaði aðeins að minna á það og þakka vini okkar, Haraldi Bessasyni, fyrir þann þátt sem ég þykist vita að hann eigi í að gera hlut íslenskra bók- mennta þarna snöggtum meiri en hið margfræga fólksfjöldahlutfall gefur annars rétt til. Erlendur Jónsson 16180-28030 Ljósheimar 2 herb. íb. í háhýsi 60 fm. 6,5 millj. Útb. 4,5 millj. Jörvabakki 2 herb. ib. á 1. hæð 65 fm 6,5 millj. Útb. 5 millj. Laufvangur 3 herb. íb. i sérflokki 96 fm. Sér þvottah og búr. 9 millj. Útb 6 millj. Hjarðarhagi 3 herb. íb. á 1. hæð. 96 fm 9,5 millj. Útb. 6,5 millj. Furugrund 4 herb. íb. á 1. hæð 110 fm. 2 herb. i kj. um 30 fm. fylgja. íb. i sérflokki. 13 millj. Útb. 8,5 millj. Smáíbúðarhverfi Einbýlishús á tveim hæðum 1 50 fm. Útb. 1 2 millj. Brekkutangi Fokhelt raðhús á mjög góðum stað í Mosfellssveit 210 fm. á tveim hæðum auk 1 20 fm í kj. Útb. aðeins um 6 millj. Laugavegur 33 Róbert Árni Hreiðarsson lögfr. Sölustj. Halldór Ármann Sigurðss. Kvölds. 36113 28611 Miðvangur nýtt og glæsilegt raðhús á tveim hæðum um 155 ferm. f húsinu eru 4 svefnherb. innréttingar mjög vandaðar. Bílskúr og frá- gengin lóð. Verð 20—21 millj. i Garði efsta hæð í þríbýlishúsi 120 ferm. ný hitaveita. Hæðin skipt- ist í 2 svefnherb., stofu, hol, eldhús og bað. Verð 6,5 — 7 millj. Skipti æskileg (t.d. sumar- bústaður). Hávegur lítið hús (hálft) á einni hæð með háalofti, þetta er tvö herb. eld- hús og bað, geysistór og falleg lóð. Bílskúrsréttur líklegur. Verð 7 millj. Laugarnesvegur 4ra—5 herb. 100 ferm. ibúð á 4. hæð. Parket á stofu, suður- svalir, verð 9,5 millj. Þverbrekka 5—6 herb. 130 ferm. ibúð á 2. hæð, fullfrágengin ibúð, tvennar svalir, verð 11,5 millj. Hamraborg 3ja herb. 86 ferm. ibúð á 6. hæð. Bilskýli. Verð 9 millj. Grettisgata 4ra herb. 1 10 ferm. ibúð ásamt geymsluplássi i risi, verð 10 millj. Vesturberg 4ra—5 herb. 108 ferm. jarð- hæð, 3 svefnherb. Sér garður, verð 10 millj. Skaftahlíð 5 herb. 127 ferm. neðri sérhæð ásamt bilskúr. Sér inngangur, sér hiti. Verð 1 7 millj. Heimsendum söluskrá. Fasteignasalan Bankastræti 6 Hús og eignir Simi 28611, Lúðvik Gizurarson hrl., kvöldsími 1 7677. 26200 Víðigrund — Einbýli Höfum til sölu eða í skipti fyrir 4ra—5 herb. íbúð í blokk, helst í vesturbæ eða Háaleitishverfi fyrir skemmtilegt einbýlishús í Víðigrund, Kópavogi. Húsið sem er um 125 fm. að stærð er rúmlega fokhelt, kjallari er undir hluta hússins. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. FASTEICSIASALA5I MORCISRLABSHISISL Óskar Kristjánsson MÁLFLlTMSCSSkRIFSTOFA (iuðmundur Pétursson hrl., Axol Einarsson hrl. MlflMORG Hilmar Björgvinsson hdl., Harry H. Gunnarsson, sölum. fasteignasala Lækjargötu 2, (Nýja bíó) Símar 25590 og 21682. Til sölu 2ja herb. ný vönduð íbúð við Blikahóla. íbúðin er á 6. hæð. Sérstak- lega fallegt útsýni. Laus 1. október. Verð 6.5 millj. Útborgun 4.5 millj. 3ja herb. 80 firríbúð við Hverfisgötu. íbúðinni fylgir saunabaðstofa og geymslur. Laus nú þegar. Verð 8.5 millj. Útborgun 5—6 millj. I byggingu Hlíðarvegur í Kópavogi Vorum að fá til sölu 3 íbúðir í byggingu í þribýlishúsi. íbúðirnar afhendast fokheldar að innan en húsið fullfrágengið að utan. Á efri hæð er 147 fm. sérhæð ásamt bílskúr á neðri er 3ja herb. 80 fm. íbúð, ásamt bílskúr. og 2ja herb. íbúð, 70 fm. íbúðirnar eru allar með sérinngangi. HÚSAFELL FASTEIGNASALA Ármúla42 81066 Kleppsvegur til sölu mjög góð 4ra herb. íbúð á 4. hæð. íbúðin er laus nú þegar. Austurbær til sölu mjög góð íbúð í sambýlishúsi ca 1 20 fm. íbúðin er saml. stofur, 2 stór svefnherb, gott bað og eldhús, rúmgott þvottaherb. inn af eldhúsi. Tvennar svalir. íbúðin er laus strax. Hraunbær lítil 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus strax. Fasteignamiðstöðin, Austurstræti 7 simar 20424—14120 heimasími 42822 Sölustj. Sverrir Kristjánsson viðskiptafr. Kristján Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.