Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 36
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI1977 ætusamtí iðureign íkingsog estmanneyja VÖLLURINN var rennblautur eftir langvarandi rigningu og þvl háll eins og sápustykki. Meðan leikurinn fór fram gekk á með skúrum, sem nálguðust að vera skýfall á köflum. Þetta, sem hér að framan er sagt á við grasvöllinn I Vestmannaeyjum og ieikinn milli IBV og Vlkings, sem fram fór á laugardaginn. Við slíkar og þvilikar aðstæður, er vart hægt að búast við að leik- menn sýni mikla snilldartakta, og þær réðu oft meira um gnag leiks- ins heldur en það sem leikmenn voru að'rayna að gera. Sköpuðust þvi oft spennandi augnablik. Þetta var þvi baráttuleikur, þar sem ekkert var gefið eftir fyrr en i fulla hnefana, án þess þó að vera grófur eða ruddalegur, enda var góður dómari leiksins, Gujón Finnbogason, vel á verði og var óspar á að nota flautuna, ef svo bar undir. Tíðindalaus byrjun Það var fátt markvert, sem skeði fyrstu 30 mín. leiksins, eða því sem næst. Baráttan var mest á miðjunni og barst upp að víta- teigunum, en þá tann allt út i sandinn. Markverðir beggja liða áttu þvínáðugar stundir, nema hvað þeir þurftu af og til að sparka út. Fyrsta umtalsverða skotið átti Valþór Sigþórsson á 27. mtn., Dið- rik varði vel. Fór nú að færast nokkuð fjör í leikmenn og litlu síðar áttu þeir Tómas, Sigurlás og Valþór skemmtilegt upphlaup, en knötturinn fór fram hjá. Og aftur voru Eyjamenn nærgöngulir við mark Víkinga, því á 32. min. bjargaði Róbert á línu eftir að knötturinn hafði nær stoppað í aurinni fyrir framan markið eftir skot frá Sigurlási. Síðan komu tvær hornsprynur i röð á Vikinga og þeirri síðari, sem nærri hafði kostað mark, bjargaði Magnús Þorvaldsson með því að hreinsa vel fram á völlinn. Víkingar fóru nú að sækja í sig veðrið og fyrir mistök hjá vörn ÍBV, var Jóhannes Bárðarson allt í einu frir út á vinstra kanti. Lék hann að markinu, en full bráður að skjóta, svo skot hans fór í þver- slá. Þarna átti hann að gefa sér betri tíma. Tvö mörk IBV á tveim mínútum Leikurinn var vart hafinn í sið- ari hálfleik, er knötturinn lá i markneti Víkinga. Tómas Pálsson var með knöttinn fyrir framan vítateig Víkinga og skaut, óvæntu en „mjúku“ skoti, eins og einn orðaði það, meó vinstri fæti. Hafnaði knötturinn efst i mark- horninu, án þess að Diðrik kæmi nokkrum vörnum við. Áhorfendur höfðu varla lokið við að fagna markinu, er knöttur inn lá aftur ímarkneti Víkinga. Karl Sveinsson lék upp hægra meginn og gaf vel fyrir markið til Sigurláss Þorleifssonar. Hann lék að markinu og renndi knettinum framhjá Diðrik markverði, sem aftur kom engum vörnum við. Vikingar, sem eru þekktir fyrir annað en að gefast upp þó móti blási, hertu róðurinn og á 55. mín. varði Sigurður Haraldsson mark- vörður ÍBV hörkuskot frá Gunn- ari Erni. En skalli Kára Kaaber á 60 mín. var Sigurði hinsvegar of- viða. Víkingar tóku hornspyrnu og gekk knötturinn fyrir markið til Jóhannesar Bárðarsonar. Hann gaf aftur fyrir markið til Kára, sem stóð óvaldaður í dauðafæri og skallaði í mark. Víkingar jafna Áfram var barizt og þrátt fyrir nauma forystu breyttu Eyjamenn ekki leikskipulagi sínu, t.d. með því að treysta miðjuna, sem var hvað veikust. Víkingar lögðu allt i sóknina og gerðust nokkrum sinn- IBV - Vík- ingur 2:2 texti Helgi Danielsson. um nærgöngulir við mark and- stæðinganna. Á 79. mín. jöfnuðu Vikingar óvænt. Dæmd var aukaspyrna á IBV sem Gunnar Örn tók. Skaut hann föstu lágu skoti að markinu þar sem knötturinn hrökk í fót Hannesar Lárussonar og í netið. Lauk þessum leik þvi með jafn- tefli 2—2, sem eftir atvikum má telja sanngjarnt eftir gangi leiks- ins. Liðin Þetta var erfiður leikur fyrir leikmenn, þar sem aðstæður voru mjög erfiðar. Vörnin var veikari hluti IBV í þessum leik, sérstaklega voru þeir Friðfinnur og Einar Frið- þjófsson slakir, auk þess sem landsliðsbakvörðurinn, Ólafur Sigurvinsson var með daufara móti. Sigurður Haraldsson stóð fyrir sínu í markinu og Þórður Hall- grímsson var góður. I framlín- unni bar mest á Tómasi Pálssyni, I STUTTU MÁLI íslandsmót 1. deild 23. júní Vest- mannaeyjavöllur ÍBV — Vfkingur 2—2 (0—0) Mörkin: Tómas Pálsson ÍBV á 46. mín. Sigurlás Þorleifsson IBV á 47. mín. Kári Kaaber, Víking á 60 mín. Hannes Lárusson, Víking á min. Gul spjöld: Helgi Helgason, Viking Karl Sveinsson, ÍBV Það sem eftir er hjá liðunum, sem enn eru í baráttu Nœsta umferS i 1. deildinni samkvæmt leikjabók KSf að byrja 4. ágúst n.k. meS leik KR og ÍBV, en helgina þar á eftir leika: Valur — Þór, Í8K — Víkingur. ÍA — Fram, UBK — FH. Þá eiga Valsmenn eftir Fram, Víking, og UBK í Reykjavík og FH i Hafnarfirði. Skagamenti eiga þá eftir ÍBK á Akranesi, fBV i Eyjum og Viking i Reykjavík. ÞriSja toppliðið, Vikingur. á þá eftir að mæta ÍBK á útivelli, en Val og ÍA i Reykjavik. Botnliðin Þór og KR eiga þessa leiki nú eftir i 1. deildinni i ár: Þór gegn Val og FH úti, en KR og FH heima. KR-ingar eiga ÍBV. FH og Fram i Reykjavik. en Þór fyrir norðan. Keppninni i 1. deild á að Ijúka 25. ágúst með leik Vals og Vikings á Laugardalsvellinum. áKíFOF© Æ V. ;Ai sem átti góðan leik. Sama má raunar segja um Sigurlás, sem alltaf er hættulegur. Aðrir leik- menn stóðu vel fyrir sinu. Víkingarnir léku eins og þeir eru vanir. Það verður ekki sagt um þá, að þeir leiki áferðarfallega knattspyrnu, en hún er oft á tið- um árangursríks. Það var t.d. gott hjá þeim að ná öðru stiginu, eftir að vera komnir tvö mörk undir. Róbert Agnarsson átti góðan leik i vörninni og sömuleiðis Magnús Þorvaldsson og Diðrik markvörð- ur. Eiríkur og Helgi Helgason voru sívinnandi. Gunnlaugur Kristfinnsson og Gunnar Örn eru hættulegir með sín föstu skot. i heil heild var liðið mjög jafnt og barðist vel, eins og áður er fram komið. Leikinn dæmdi Guðjón Finn- bogason með ágætum, þar sem erfitt er að dæma við slikar að- stæður sem þessar. Þó svo að sex Framarar séu þarna I vltateignum og aðeins einn sem hafði vinninginn og sendi knöttinn framhjá Arna f markið og MOTLÆTIE SEIGLULIÐ 79 EFTIR sigur Framara gegn Keflvikingum á sunnudagskvöldið er útlitið svo sannarlega orðið dökkt hjá liðum KR og Þórs. Ekkert annað en fall blasir við liðunum, sem eru með sex stig — þegar þetta er skrifað — en næsta lið er með 11 stig. Framarar féru vægast sagt illa af stað I Islandsmótinu eftir góða spretti I vor, en að undanförnu hefur liðið halað inn stigin og er nú tvfmælalaust f hópi betri iiðanna f 1. deildinni. Reyndar var Ieikur þeirra gegn ÍBK á sunnudaginn enginn stór- leikur, en liðið barðist vel óg náði að rífa sig upp úr meðalmennsk- unni og breyta stöðunni úr 0:2 í 3:2 sigur. Vel gert hjá Frömurum að brotna ekki og tap þeirra eða jafntefli í leiknum hefði lítið ver- ið í samræmi við gang hans, þar sem þeir voru lengstum skárri aðilinn í leiknum. Það var hins vegar klaufalegt af hálfu Keflvík- inganna að missa tveggja marka forystu niður í tap. Það hefði varla gerzt hjá reyndara liði. Það var hálfgerð stórkarla- knattspyrna, sem leikin var í fyrri hálfleiknum. Framarar þó liprari, en Keflvíkingar skoruðu eina mark hálfleiksins. A 43. mínútu leiksins sendi Ölafur Júliusson knöttinn fyrir markið, Arni náði aðeins að snerta knöttinn með fingurgómunum, en þó ekki nóg. Gísli Torfason var vel staðsettur og afgreiddi knöttinn með skalla í átt að markinu. Við marklinu reyndi Rafn Rafnsson að bjarga, en línuvörður dæmdi að knöttur- inn hefði verið fyrir innan línu er Rafn náði til hans. 1 fyrri hálf- leiknum munaði litlu að Framar- ar skoruðu er Sumarliði átti skalla að markinu, en Gísli Torfa- son var fljótur að átta sig og bjargaði á marklínu. A 8. mínútu seinni hálfleiksins skoraði ÍBK aftur. Eftir langt inn- kast Gfsla Torfasonar barst knött- urinn inn í markteig Framara, sem voru klaufskir að hreinsa ekki strax frá. Hilmar Hjálmars- son notfærði sér hik þeirra og óhittni og sendi knöttinn framhjá þeim í marknetið. Var nú komið að Frömurum að „kitla netmöskvana". Eftir að knötturinn hafði borizt á milli FALLIÐ Vf wA Þór Hreiðarsson innsiglar sigur Breiðabliks tveimur mínútum fyrir leikslok og gerir þar með að engu vonir nafna sfns um áframhaldandi veru I 1. deíld. Pétur Sigurðsson og Sigurður Lársuson koma engum vörnum við og f jær I teignum liggja Ragnar, markvörður Þórs, og Hinrik Þórahllsson. UTLITIÐ er vægast sagt orðið ljót forðað því frá falli niður I 2. de heimaliðið þola ósigur 1:3. Þetta va en Þórsarar, sem áttu slæman dag hefur það bætt úr nú slðustu vikur mark sitt á liðið og það var engu II sig við fallið 12. deild. VlTI EFTIR 30. ek. Byrjun leiksins var heldur bet- ur söguleg, því það voru í mesta lagi liðnar 30 sekúndur þegar Þorvarður Björnsson dómari hafði dæmt víti á Breiðablik. Þórsarar hófu leikinn og léku skemmtilega saman inn i vftateig Breiðabliks. Öskar Gunnarsson var með knöttinn inni í vitateign- um þegar Valdimar Valdimars- son, miðvörður Blikanna, bland- aði sér i málin og þóttu Þorvarði það svo harkalegar aðfarir að hann dæmdi viti. Þegar hér var komið sögu höfðu Blikarnir ekki einu sinni snert boltann! Sigþór Ómarsson tók vitaspyrnuna og skoraði örugglegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.