Morgunblaðið - 04.08.1977, Side 5

Morgunblaðið - 04.08.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 5 Tekst Pologaevsky að minnka bilið'? TOLFTA skákin í einvígi þeirra Polugaevskys og Korchnois í Evian I Sviss var tefld i gærdag. Korchnoi, sem hafði svart, beitti fremur sjald- gæfri byrjun. Aætlun stór- meistarans landflótta var greinilega sú aó einfalda taflið, en það er auðskilið með hlið- sjón af stöðunni i einvíginu, því Korchnoi þarf aðeins tvö jafn- tefli til viðbótar til að tryggja sér sigur í einviginu. Polu- gaevsky tefldi þó miðtaflið af miklu öryggi og hafði undirtök- in allan timann. Honum tókst síðan að nýta smávægilega stöðuyfirburði sína til þess að fá fram hagstæð- ara endatafl og í biðstöðunni hefur hann einhverja vinnings- möguleika. Ef Polugaevsky sigrar i þess- ari skák breytast horfurnar i einviginu til muna, því nú teflir Korchnoi ekki af sama krafti og í upphafi einvfgisins. Þá var staóan á tímabili 6—1 honum i vil. Þær tölur hafa nú breyst í 7V4—3V4 og ef Polugaevsky sigr- ar í biðskákinni i dag gæti ein- vigið tekið nýja og óvænta, stefnu. Hvitt: Lev Polugaevsky Svart: Viktor Korchnoi Bogoljubow-indversk vörn I. d4 —e6, 2. c4 — Bb4 + (Korchnoi reynir sifellt að rugla andstæðinginn i ríminu í byrjuninni. I sjöttu skákinni lék hann hér 2... b6, 3. e4 — Bb7, 4. Dc2 — Dh4) 3. Bd2 (Eftir 3. Rc3 — Rf6 kemur upp Nimzoindversk vörn. Það er á hinn bóginn einkennandi fyrir byrjanavai Polugaevskys að hann leikur aldrei drottningar- riddara sínum fyrstum manna út á borðið) De7 (Eftir 3... Be7, 4. g3 — Rf6 kæmi upp sama staða og í átt- undu skákinni sem Korchnoi tapaði) 4. g3 — Rc6, 5. Rf3 (Þessi byrjun er kennd við sovézka stórmeistarann Bogo- ljubow, en hann var upp á sitt bezta á þriðja áratug þessarar aldar) Rf6, 6. Rc3 — Bxc3, 7. Bxc3 — Re4, 8. IIcl —d6,9. d5 (Polugaevsky sættir sig ekki við hið rólega framhald 9. Bg2 — f5, því fyrr eða síðar verður hann að eyða leik i að flæma svarta riddarann frá miðborð- inu) — Rxc3, 10. Hxc3 — Rd8, 11. Bg2 — 0-0,12. dxe6 (Hvítur vill ekki eiga 12. .. e6 — e5 og 13... f7 — f5 yfir höfði sér, en eftir það yrðu menn svarts fljótir i gagnið) — Rxe6 (Nákvæmara en 12... Bxe6, 13. Rd4 og eftir 12... fxe6, 13. Dd2 yrði svartur fyrr eða síðar að leika e6 — e5 til að koma biskup sinum i gagnið) 13. 0-0 — Bd7 (Hvitur hefur greinilega rýmra tafl, en svarta staðan er algjör- lega án veikleika) 14. Rh4! (Hótar peðinu á b7 og stefnir á d5 reitinn um f5 og e3) Bc6,15. Rf5 — Df6,16. Re3 (16. Bxc6 — bxc6, 17. Re3 væri einungis vatn á myllu svarts, þvi að hann fengi opna b línu og sterkari aðstöðu á miðborð- inu) Bxg2, 17. Kxg2 — Hfe8, 18. Rd5 — Dg6 (Aætlun svarts er sú að sækja að hvíta kóngnum með þvi að láta drottninguna og riddarann vinna saman. Hann hótar reyndar 19... c6, 20. Re3 — Rg5 og 21... De6 vofir yfir.) 19. Dbl (Mjög eðlileg ákvörðun. Polu- gaevsky vill fremur tefla enda- tafl, en lenda í vörn) c6 (Erfið ákvörðun. Korchnoi tek- ur á sig slæman veikleika á d6, en kýs það fremur en að lenda i endatafli þar sem Rd5 þrengir mjög að svörtum. Að velja siðari kostinn og leika 19.. . Hac8 var þó áreiðanlega örugg- ara) 20. Dxg6 — hxg6, 21. Re3 — Rc5 (Eftir 21. . . Rd4 leysir hvítur öll vandamál sín með 22. Hdl! j\ og 22. . . Rxe2? gengur ekki vegna 23. Hc2. Svartur gæti reynt 22... c5, en eftir 23. Kfl — He6, 24. Hd2 og siðan 25. Rc2 yrði veikleikinn á d6 senn óbærilegur) 22. Hdl — a5. 23. IIa3! (Hótar 24. Hxd6 og 23. .. He6 yrði svarað með 24. b4) Hcd8, 24. Rc2 — Kf8 (Þegar valda þarf bakstæð peð í endatafli er kóngurinn oftast mikilvægasti varnarmaðurinn) 25. h4 — Ha6, 26. Rel (Hvítur varð að svara hótun- inni 26... Hb6, 27. Hxa5 — Hxb2, 28. Hxc5 — Hxc2) He8, 27. Kf3 — Ke7, 28. He3+ — Re6, 29. b3 — Haa8, 30. Rd3 — Had8, 31. Rb2 (Hvitum liggur ekkert á og mikilvægt er að finna riddaran- um hentugan stað) Kd7, 32. Ra4 — Kc7, 33. Rc3 — 85 (Þessi leikur léttir svörtum ekki vörnina. Betra var að biða átekta, því hvitur á enn langt i land með að fá yfirburðastöðu. Reyndar er þetta dæmigert fyr- ir Korchnoi. Hann biður aidrei eftir að sjá áætlanir andstæð- ingsins i hvert sinn, heldur reynir upp á von og óvon að leysa vandamál sín) 34. h5 — f5, 35. g4 (Annars leikur svartur 35... g4 og h5 peðið einangrast) f4, 36. Hed3 — Rc5, 37. Hd4 — Rd7, 38. Re4 — Re5+, 39. Kg2 — Rf7, 40. f3 — He5, 41. Kf2 — h5. ÍP 11 jp •m wk n ém mm y 1 mm ff 1J 1 fl mm A lUI A m m A ■ wm. A A # A ■ w>, ||§ A jm m§ JP fÆ. mk s m wm m Hér fór skákin í bið. Polu- gaevsky lék biðleik. Vinnings- möguleikarnir eru greinilega hvíts megin, sérstaklega vegna hinna veiku peða svarts á d6 og g5. Polugaevsky á þó langt i að inntiyrða vinninginn og það er greinilega andvökunótt fram- undan hjá aðstoðarmönnum hans. „Stefni á sigur næst" segir nýbakaði Norð- urlandameistarinn „MAÐUR hugsaði ekkert of mikið um unglingameistaratit- ilinn, enda var hann inni í sjálfri keppninni um Norður- landatitilinn f karlaflokki. En ég er að sjálfsögðu ánægður með að hafa orðið unglinga- meistari Norðurlanda í skák. og víst er að ég mun stefna að þvi að vinna þennan titil aftur að tveimur árum liðnum". Þannig mælti hinn nýbakaði skák- meistari Norðurlanda f ungl- ingaflokki. Jón L. Arnason, sem aðeins er 16 ára gamall, f spjalli við Mbl. í gær. Eins og kunnugt er, er Jón núverandi Islandsmeistari í skák og á Norðurlandamótinu í Finnlandi barðist hann lengi vel um Norðurlandatitil fuíl- orðinna. Um þá baráttu sagði Jón: „Ég tel mig hafa verið óheppinn i siðustu umferðun- um. 1 þeirri næstsíðustu tapaði ég fyrir Pettersson eftir að hafa fengið unna stöðu, en Petterson varð svo Norðurlandameistari. Hefði ég unnið hann þá hefði ég allt eins getað orðið Norður- Við heimkomuna frá Norðurlandamótinu afhenti ung stúlka Jóni landameistari." blómvönd og óskaði honum til hamingju með frammistöðuna f Aðspurður sagði Jón L. Arna- Finnlandi. (ljósmMb. Friðþjófur). Framhald á bls 18. DECCfl LITSJÓNVARPSTÆKI Úrvalstæki, búin öllum tækninýjungum, svo sem línulampa og viðgerðareiningum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstæðir afborgunarskilmálar. Verð: 20“ tæki kr. 241.200.- 22“ tæki kr. 283.900.- 26“ tæki kr. 320.800.-fll FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Sendtim bæklinga, ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.