Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAUIÐVTTMMTUDAGUR 4. ÁGUST 1977 25 fclk í fréttum Kann „Rocky” að boxa? + ,, R ocky" eða Sylvester Stallone, nýja stjarnan I bandarlska kvikmyndaheiminum fær nú tækifæri til að sýna hvort hann kann að boxa. Hann mun innan skamms mæta hnefa- leikaranum Ken Norton ( hringnum í New York. Þetta verður að sjálf- sögðu aðeins skemmt- un, en um leið auglýsing fyrir næstu keppni Nortons. Sennilega þarf hann ekki að taka á hon- um stóra sinum I þessari viðureign. En þetta getur sjálfsagt orðið hin besta skemmtun. + Hér má sjá Grace prinsessu ( Monako skoða litla bronsstyttu af indverskum höfðingja i listaverkaverzlun fyrir stuttu. Annað eintak af listaverki þessu var selt fyrir ári til Rockefeller-stofnunarinnar fyrir 21 þúsund dollara. + I danska blaSinu Aktuelt var nýlega sagt frá þvl að eldur hefSi komiS upp I landsetri milljónamnringsins og listaverkasafnarans Pieter Menten I úthverfi Amsterdam I Hollandi. AlitiS er aS kveikt hafi variS I húsinu meS eldsprengju sem hent var upp i striþak hússins. Eldurinn eySilagSi mikinn hluta af listaverkum Mentens aSeins nokkrum milverkum var bjargaS. A8 sögn lögreglunnar slasaSist enginn I brunanum en sjónvarvottar segjast hafa siS eiginkonu Mentens. Meta. hlaupa burt fri húsinu. i mai I vor fóru fram I Amsterdam réttarhöld yfir hinum 78 ira gamla Menten þar sem hann var ikaarSur fyrir aS vera einn af þeim sem bera ibyrgS i fjöldamorSum i gySingum I tvaim bnjum I Ukrainu sem nasistar hernimu iriS 1941. Rittarhöldunum hefur veriB frestaS til 25. igúst an Menten dvelur nú i fangelsissjúkrahúsi t Scheveningen nilngt Haag. Edda Steingríms- dóttir—Kveðja Fædd 29. maf 1927. Dáin 24. júlf 1977. 1 dag er lögð til hinztu hvildar Edda Steingrímsdóttir Norðurstig 5 hér i bæ. Hún var góð og hjartahlý kona, sem öllum vildi gott gera. Engin var hjálpfúsari að hlynna að þeim og hjúkra, sem bágt áttu. Ötalin eru öll hennar spor, sem hún gekk til að hjálpa og aðstoða. Kjarkurinn var óbilandi i svipti- vindum lífsins. Hún fegraði allt og snyrti, sem hún kom nálægt og smekkvísi hennar og listskyn var óbrigðult. Það er horfin á braut glæsileg Reykjavíkurmær, sem mun lifa í minningum okkar. Aðstandendum er vottuð djúp samúð. Edda er kvödd með þökk og virðingu. Vinur. I dag verður til moldar borin, frá Fossvogskapellu Edda Stein- grímsdóttir. Hún fæddist í Reykjavík 29. mai 1927, dóttir hjónanna Stein- gríms Stefánssonar og Þuríðar Eggertsdóttur. Eg sem þessar línur rita, ætla ekki að skrifa um frænku mina neina minningargrein, heldur að- eins nokkur þakkarorð fyrir þá hlýju og góðvild er hún ávallt sýndi mér og börnum mínum. Þegar þau áttu að fara til Eddu frænku þá birti yfir svip þeirra, því þau vissu að þá yrði gaman. Þá mundi Edda frænka fara með þau í göngutúr niður að tjörn að gefa fuglunum eða segja þeim sögu, eða lesa fyrir þau kvæði, sem hún hafði sjálf ort, en hún var skáldmælt vel, þótt dult færi. Atti hún ekki langt að sækja það, þar sem hún var skyld þjóðskáldi okkar Matthíasi Jochumssyni. Og nú að leiðarlokum, þegar hún var svo skynditega kölluð burt, vil ég senda henni hjartans þakklæti okkar hjóna og barna okkar fyrir vináttu hennar og góð- semi. Hún trúði því að á bak við móð- una miklu biði okkar allra björt og fögur veröld. I ljósi þeirrar trúar bið ég guð að blessa minningu hennar. Frænka. — Afmæli Framhald af bls 11 sina á tslandi. Gunnar hefur oft minnst á þessa starfstið sem þá lærdómsrikustu á sinni ævi. Hann var þá undir handleiðslu Jóns Guðmundssonar verzlunarstjóra og Jóhönnu konu hans. Gunnar telur samvistina við Jón hafa jafngilt námi í Verzlunarskóla — og að auki fékk hann drjúgan skammt af lífsvizku sem honum hefur enzt vel. A árunum 1918 til 1924 var Gunnar í Ungmennafélagi Siglu- fjarðar. Sinnti hann þar störfum sem varaformaður og vann þá mikið að þvi að glæða félags- starfssemina og gekkst þá fyrir þvi að fyrsta fimleikakennsla var hafin á Siglufirði. Arið 1928 hóf Gunnar fyrst verzlunarrekstur á Siglufirði. Sið- ar rak hann einnig reiðhjólaverk- stæði með verzluninni. Arið 1933 lauk hann prófi við fyrsta síldar- verkunarnámskeið sem haldið var á Siglufirði og hafði eftirlit með síldarsöltun hjá Halldóri Guð- mundssyni árin 1933 og 1934. Gunnar vann við verzlun Egils Stefánssonar á Siglufirði árin 1934 til 1938. Á þeim árum var Gunnar einnig stofnandi að H/F Loðdýr sem rak minkabú á Skútu við Siglufjörð. Gunnar var meðlimur i kaupmanna- og verzl- unarmannafélagi Siglufjarðar og var einnig í stjórn Sjálfstæðis- flokksins þar. Árið 1947 fluttist Gunnar með fjölskyldu sína til Sauðárkróks. Þar tók hann á leigu sildarstöð til þriggja ára. Fyrsta árið gekk vel en svo komu sildarleysisárin. Árið 1949 flutti Gunnar með fjölskyldu sina til Reykjavikur. Hann tók að sér að sjá um söltun á sild á togaranum Isborg frá Isa- firði árið 1950. Má segja að þar hafi verið fyrsta tilraun til söltun- ar á sfld um borð i islenzku veiði- skipi. Unnu þar 8 stúlkur og 7 unglingsdrengir við verkun en afli var tregur. Sildin sem söltuð var reyndist þó góð söluvara. Arið 1951 var fyrirtækið H/F Bakk- firðingur stofnað til aó reka sildarsöltun á Bakkafirði. Gunnar var einn af stofnendum fyrir- tækisins og stóð fyrir verkstjórn. Erfiði síldarleysisáranna reyndist þó of þungur baggi. Árið 1952 réðist Gunnar til starfs á Keflavfkurflugvelli hjá bandariska verktakanum Metcalf Hamilton og vann þar til 1956. ■Hann hafði umsjón með vörumót- töku og tímahaldi. Þá réðist Gunnar til starfa hjá Reykja- víkurborg þar sem hann hafði umsjón með sölu og afgreiðslu pípugerðar Reykjavikurborgar í 18 ár. Hann tók þar þátt i fyrsta verkstjórnarnámskeiðinu sem haldið var hér á landi og lauk þar námi i vinnuhagræðingu. Gunnar er stofnandi að H/F Brunná, sem er innflutningsfyrir- tæki. Hann vinnur við þann enn í dag. Má þvi segja að Gunnar hafi sinnt verzlunar og skrifstofustörf- um samfleitt síðastliðin 60 ár af sérstökum dugnaði og í sífelldri leit að athöfnum á nýjum vettvangi. Enda þótt heimsálfur skilji okk- ur að hefi ég haft nægileg kynni af Gunnari til að smitast af þeim dugnaðaranda sem hefur knúið hann áfram. Þegar hann hefur heimsótt heimili okkar hér vestan hafs hefur hann ætið borið með sér hressandi íslenzkaa þjóðar- blæ. Hann hefur ætíð rætt mál lands og þjóðar með djúpum skilningi og óbifandi trú og trausti á framtíð Islands. Ég hefi saknað þess að hafa ekki haft aðstæður til að vera þét samvista um árin. Þó hafa heini sóknir mínar til Islands ba'tt þetta upp að nokkru. Mér er sér- staklega minnisstætt ferðalag með þér og Hallgrími svila i lax- veiði fyrir nokkrum árum. Hinar björtu nætur í Vatnsdalnum eru mér ferskar i minni. Einnig þakka ég þér mörgu og ánægju- legu samverustundir sem ég hefi átt með Eugeniu og þér á heimili ykkar þegar ég hefi heimsótt Is- land. Þá vil ég og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur miðlað til okkar af mikilli rausn um árin. Við Sigriður og börn okkar, Baldur og Steinunn, færurn þér hugheilar óskir á sjötugasta og fimmta afmælisdeginum og treystum því að framtíðin bjóði þér upp á marga og gæfurika daga. Gunnar er að heiman. Bragi Freymóðsson Fort Wayne, Indiana U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.