Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 1977 5 Framkvæmdir í Bláfjöllum: Miklar vegabætur og aukinbílastæði Áform um stóla- lyftuupp á tind eftir Elinu Pálmadóttur formann Bláf jaUanefndar BLAFJALLANEFND, sam- starfsnefnd þeirra 7 sveitarfé- laga, sem standa art fólkvangin- um, hefur aó undanförnu unniö að skipulagi skíóasvæðisins ok undirbúningi til að bæta að- stöðuna þar á næsta vetri og í framtíðinni. Hafa í því sam- bandi þegar farið fram allmikl- ar framkvæmdir á þessu hausti og aðrar á undirbúningsstigi. Nú þessa dagana er að ljúka á vegum borgarverkfræðings mikilli lagfæringu á veginum, þannig að hann hefur ásamt bilastæðunum, sem alltaf fóru i kaf i fyrstu snjóum, verið færð- ur frá hliðinní á um 800 m kafla. Hefur reynzt erfitt og ákaflega dýrt að halda þessum vegi opnum, en það er mikið öryggisatriði þegar slík umferð er orðin til fjalla og veður vá- lynd, að hægt sé að halda sæmi- lega greiðri leið. Bilastæði hafa verið fyrir um 250 bila, en verða nú fyrir meira en helm- ingi fieiri, auk þess sem vegur- inn er hár og breiður og bíla- stæði öruggari. Jafnframt er ætlunin að reyna að lagfæra erfiða og bratta beygju neðar á veginum og gera smærri lag- færingar eftir þvi sem fé leyfir. En áætlað er að í Bláfjallaveg fari nú um 18,5 milljónir króna. Jafnframt hefur Vegagerð rikisins tekið að sér að gera athuganir á vegarstæði áfram suður úr í átt að Kaldárseli, svo að í framtíðinni fáist þar hring- Þá hafa verið gerðar áætlanir um raflagnir og betri lýsingu, bæði á göngubrautum og á bíla- stæðum, og verður reynt að vinna að þeim i haust eftir því sem fé endist. Jafnframt er ver- ið að búa troðara betri tækjum. Með hinum aukna áhuga fólks á skíðaíþróttinni er að sjálfsögðu mjög mikil þörf fyrir stóraukna afkastagetu skíða- lyftna og hefur það stóra mál verið i endurskipulagningu. Til að létta á fyrir næsta vetur hef- ur verið keypt skíðalyfta fyrir þá sem skemmra eru komnir og sem dregur 700 manns á klst. Verður hún rekin af Bláfjalla- nefnd ásamt þeim tveimur lyft- um sem nefndin starfrækir í Kóngsgili. Að undangenginni undirbúningsvinnu samþykkti Bláfjallanefnd svo á fundi sin- um á mánudag að leggja til við sveitarstjórnirnar að samið yrði um að Iögð verði afkastamikil stólalyfta úr botni Kóngsgils upp á fjallsbrún og samið um kaupin nú með það fyrir augum að uppsetning geti hafist á næsta sumri. En þegar upp er komið á fjallið opnast mikill fjöldi skíðaleiða og getur fólk þaðan valið sér brekkur við hæfi, brattar eða léttar, svo og gönguleiðir á fjöllunum, og tengist svæðið þannig svæðun- um bæði norðan og sunnan við. En stólalyfta veitir lika mögu- leika á að lyfta fólki upp á fjöllín, ef ástæða þykir til. Skipulagning á skíðasvæðinu í Bláfjöllum er mikið vanda- verk. Ljóst er, að með svo auk- inni aðsókn verður að velja lyft- um stað að vel igrunduðu máli, og skera sem minnst í sundur nothæfar skíðabrekkur. Fékk Bláfjallanefnd i sumar til ráðu- neytis austurriskan sérfræðing, Felber að nafni, sem hefur langa reynslu i skipulagningu og rekstri skíðasvæða. Dvaldi hann hér í nokkra daga og fór um svæðið í fylgd með Hákoni Ólafssyni, verkfræðingi og formanni Skíðasambands Islands, og Asgeiri Eyjólfssyni, starfsmanni Bláfjallanefndar, sem undanfarin ár hefur verið við störf á svæðinu daglega og er þrautkunnugur aðstæðum. Hefur Felber nýlega skilað skýrslu með tillögum, sem Bláfjallanefnd hefur verið að fjalla um. I skýrslu sinni reiknar Felber út samkvæmt hefðbundnum reikningsaðferðum, - sem fólk skíðasvæðið geti rúmað í brekkum og skoðar þá þrjú skíðasvæði samtengd, í Kóngs- gili, Eldborgargili og Suðurgili, sem hann kallar svo. Telst hon- um til að um 4300 manns geti verið á þessum svæðum sam- tímis, sem er nokkurn veginn það sem reiknað er með bila- stæðum fyrir. Til að unnt sé að íullnýta skíðabrekkurnar, þurfi áð reisa lyftu sem geti flutt skíðamenn neðan úr dal og upp á fjallstind. Gerir hann því fremur tillögur um fáar stórar lyftur og afkastamiklar og leggur til að 3 lyftur verði á tilteknum stöðum upp á fjallið, en að auki 3 lyftur sem nái upp í miðjar hliðar. 1 Kóngsgili, þar sem Blá- fjallanefnd hefur samþykkt að verði miðstöð skíðaiðkana í Blá- fjöllum og stjórn fólkvangsins hyggst reka mannvirkin, gerir Felber tillögur um stólalyftu upp á fjallið, sem geti flutt 1000 manns, en mælir ekki með tog- lyftu á þeim stað, m.a. vegna þrengsla i gilinu. Færi sú lyfta frá stöð niðri í dalnum. Gerir hann tillögu um tvo valkosti, að lyftan liggi annaðhvort norðan megin upp á fjallsöxl eða upp á hátindinn, svonefndan 702, og leggur valkostina að jfönu, en það sé komið undir snjóalögum og snjófoki. Þessa tvo valkosti er Bláfjallanefnd nú að skoða og láta kanna, og miðar við að koma þessari stóru miklu lyftu upp á næsta sumri, sem fyrr er sagt. Þetta er mikið átak, sem vonandi allir geta sameinast um. Þessi lyfta býður upp á valkosti um brekkur, sem henta ættu bæði þeim færustu og þeim sem óvanari eru. Efst í gilinu með endastöð á tind 702 hefur Skíðafélagið Ar- mann verið með lausa lyftu og hefur sótt um að fá að setja þar þegar á þessu hausti upp fasta lyftu. Bláfjallanefnd, sem sam- þykkt hefur að skíðafélögin geti fengið að setja upp eigin lyftur, í samræmi við vissar reglur, annars staðar en í Kóngsgili, hafnaði þessari beiðni. Telur ekki að unnt sé að leyfa nýja fasta lyftu þarna efst í gilinu, meðan ekki er búið að ákveða skipulag í gilinu öllu og ákvarða hvar stóra lyftan kem- ur upp á tindinn. Var stjórn skíðadeildar Armanns tjáð það á fundi með Bláfjallanefnd 22. desember 1976 og 9. desember 1976, með bréfi 1. marz 1977 og oft síðan í einkaviðræðum. Aftur á móti hefur Armenn- ingum verið sagt að þeir geti haldið áfram að hafa sína lausu lyftu sem hingað til á þessum stað í vetur. En Bláfjallanefnd hefur talið að þarna sé svo mik- ið í húfi um framtíðarfyrir- komulag í Kónsgili að þetta geti hún ekki leyft nú strax. Standa nú yfir viðræður milli aðila um hvernig flýta megi ákvarðana- töku um stóru lyftuna. Fleiri skiðafélög hafa lagt inn beiðni um að fá að reisa skíðalyftur i Bláfjöllum. M.a. hefur IR sótt pm að fá að setja lyftu i gilið. Austurriski sérfræðingurinn gefur Bláfjallanefnd ýmis góð heilræði um val á útbúnaði í skiðalyftur, svo og um val á stöðum. T.d. telur hann að halli brekknanna, sem er 30—50%. samsvari því sem venjulega telst gott. Skiðabrautir með 40% halla séu taldar sérstak- lega heppilegar, en brekkur með 60% halla eða enn brattari ætti ekki að nota til skíðaiðk- ana fyrir almenning. En Blá- fjallafólkvangur er sem kunn- ugt er, ætlaður almenningi til útivistar og skíðaiðkana og eiga menn að hafa aðgang að öllum skiðalyftum þar. Rétt er að taka fram að lok- um, að Bláfjallanefnd hefur fullt samráð við náttúruvernd- arráð um framkvæmdir i Fólk- vanginum, svo sem lög gera ráð fyrir. Vegna fyrirspurna og laus- legra frétta þykir mér rétt að gera grein fyrir framkvæmdum og afstöðu Bláfjallanefndar. ÚTSALAN stendur nú sem hæst í verzlunum okkar aö Suöurlandsbraut 8, og Laugavegí 24 er tækifærið til að kaupa á ótrúlega lágu verði ýmsar góðar plötur En sjón er sögu ríkarl, og því mælum við með, að sem flestir komi og skoði. — Og að Suðurlandsbraut 8, eru líka kassettur og 8 rása spólur á útsölunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.