Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 44
7
AUCLVsiNÍÍASÍMÍNN ER:
22480
JtUrgunblabife
mnggntfifafritoí
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977
Banaslys í
Svínahrauni
BANASLYS varð á vega-
mótum Þrengslavegar og
Suðurlandsvegar í Svína-
hrauni um miðjan dag í
^ær’ Olíuflutningabíll og
fólksbifreið af Escort-gerð
lentu í árekstri og mun
ökumaður minni bifreiðar-
innar hafa látizt samstund-
is. Ökumenn bílanna voru
báðir einir á ferð.
Selfosslögreglunni var tilkynnt
um slys þetta klukkan 15.29 í gær.
Höföu þá olíubíllinn, sem var á
leið austur fyrir Fjall, og fólksbif-
reiðin, sem var á leið norður
Þrengslaveginn, lent í árekstri á
fyrrnefndum vegamótum. Er bið-
skylda á Þrengslaveginum þar
sem hann mætir Suðurlandsvegi.
Er fólksbifreiðin gjörónýt og er
talið að ökumaðurinn hafi látizt
samstundis. Verulegar skemmdir
urðu á olíubílnum en málsatvik
voru mjög óljós i gærkvöldi og
ekki hægt að birta nafn hins
látna.
Allt að 25%
hækkun á f ast-
eignum í ár
Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra:
Reynt verður að finna lausn
áður en til verkfalls kemur
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í
gær um kjaradeilu Banda-
lags starfsmanna ríkis og
bæja í ljósi þess, að félagar
bandalagsins felldu sátta-
tillögu sáttanefndar ríkis-
ins. Matthías A. Mathie-
sen, fjármálaráðherra,
sagði í viðtali við Morgun-
blaðið í gær, að hann hefði
á ríkisstjórnarfundinum
gert grein fyrir niðurstöðu
atkvæðagreiðslunnar og
voru þar rædd þau viðhorf,
sem sköpuðust við það að
tillagan var felld. Ríkis-
stjórnin var þeirrar skoð-
unar að freista bæri þess
að ná samningum, sem
báðir aðilar gætu sætt sig
við, svo að ekki kæmi til
verkfalls. Ráðherra kvað
sáttasemjara nú hafa mál-
ið með höndum og myndi
hann boða til sáttafundar,
Úrskurður
nefndarinnar
endanlegur
VEGNA fréttar Morgunblaðsins í
gær um undanþágur þær, sem
Kjaradeilunefnd hefur ákveðið
vegna verkfalls BSRB, hafa menn
velt því fyrir sér, hvort unnt væri
að áfrýja úrskurði nefndarinnar
til einhvers annars aðila. Helgi V.
Jónsson, formaður Kjaradeilu-
nefndar, sagði í viðtali við
Morgunblaðið f gær, að úrskurði
nefndarinnar yrði ekki áfrýjað
samkvæmt lögunum um kjara-
samning opinberra starfsmanna.
Er því úrskurður nefndarinnar
endanlegur.
Helgi kvað nefndina hins vegar
mundu starfa áfram og kæmi t.d. í
Framhald á bls. 26
þegar hann teldi slíkt
tímabært.
Torfi Hjartarson, sáttasemjari
ríkisins, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að hann væri
ekki búinn að saka ákvörðun um
boðun nýs sáttafundar. Síðasti
sáttafundur var haldinn í deil-
unni föstudaginn 9. september
siðastliðinn.
Matthías Á. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, kvaðst mundu
beita sér fyrir því, að allar leiðir
til samkomulags yrðu skoðaðar. í
því sambandi hefur hann fengið
til samstarfs við sig Halldór E.
Sigurðsson, samgöngu- og land-
búnaðarráðherra, en þeir munu
skoða einstaka þætti málsins og
reyna að tryggja jákvæða niður-
stöðu þess áður en til verkfalls
kemur hinn 11. október næstkom-
andi. Fjármálaráðherra kvaðst
mundu eiga viðræður við sátta-
semjara og forystumenn BSRB
um frekari meðferð málsins í
þeirri von að unnt yrði aó brúa
það bil, sem í milli ber.
Að lokum vakti Matthías A.
Mathiesen, fjármálaráðherra, at-
hygli á því, að hér væri ekki ein-
göngu við rikissjóó að eiga, þvi að
öll sveitarfélög kæmu til með að
taka mið af þessum samningum
og yrði þess vegna að hafa náið
samstarf við þau.
FASTEIGNIR hafa hækk-
að verulega í verði það sem
af er þessu ári og í samtali
við tvo fasteignasala í gær
sögðu þeir að hækkunin
næmi trúlega 20—25%.
Þriðji fasteignasalinn
taldi hækkunina hins veg-
ar nema 10—15%. Það eru
minni íbúðirnar, sem fyrst
taka við sér ef breytingar
verða á fasteignaverði og
kostar meðal tveggja her-
bergja íbúð nú 6.5—7
milljónir króna samkvæmt
upplýsingum fasteignasal-
anna. Þriggja herbergja
íbúð af algengustu stærð
og gerð kostar gjarnan um
9 milljónir króna og sam-
bærilegt verð á fjögurra
herbergja íbúð í Reykjavík
er 11—12 miiljónir króna.
Bergur Guðnason hjá Fast-
eignasölunni Húsafelli sagði að
hækkunin á fasteignamarkaðnum
væri yfirleitt á bilinu frá
20—25%, en þetta væri þó breyti-
legt eftir eignum. 1 ár hefði þró-
unin verið hægt og sígandi upp á
við, en ekki hefði orðið stórt stökk
upp á við í fasteignasölunni, eins
og ýmsir hefðu búizt við að yrði
Framhald á bls. 26
Fiskverðs-
ákvörðun til
yfirnefndar
NÝTT fiskverð átti að taka gildi
1. október s.l., en ekki hefur enn
náðst samkomulag um það.
Sveinn Finnsson, framkvæmda-
stjóri Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins, sagði f samtali við Morgun-
blaðið í gær, að búið væri að vísa
verðákvörðuninni til yfirnefdar
og sæti yfirnefnd á stöðugum
fundum þessa dagana.
Saksóknari lauk sóknarræðu sinni í Guðmundar- og Geirfínnsmálum i gær:
Þess krafizt að ákærðu
hljóti ævilangt fangelsi
Verjandi Kristjáns Viðars krefst sýknunar
Sjá nánar á bis. 20 og 25.
■ □
■ □
BRAGI Steinarsson vararíkissaksóknari lauk sókn-
arræðu sinni í Guömundar- og Geirfinnsmálum fyr-
ir sakadómi Reykjavíkur laust fyrir hádegi í gær.
Hafði hann þá talað samtals í 12 kiukkustundir og 35
mínútur. Bragi gerði þá kröfu af hálfu ákæruvalds-
ins, að ákærðu, Sævar Marínó Ciesielski og Kristján
Viðar Viðarsson, yrðu dæmdir í þyngstu refsingu að
lögum fyrir þau meintu alvarlegu brot, sem á þá eru
borin, en þyngsta refsing að lögum er ævilangt
fangelsi. Það hefur ekki gerzt hef á Iandi á þessari
öld a.m.k. að maður hafi verið dæmdur til lengri
fangelsisvistar en 16 ár. Með orðalaginu ævilangt
fangelsi er ekki átt við tiltekinn árafjölda heldur
fangelsi til æviloka, eins og f orðunum liggur.
Dómsmálaráðherra hefur hins vegar heimild í lög-
um til þess á láta fanga lausan til reynslu áður en
afplánun er Iokið.
Bragi Steinarsson vararíkissak-
sóknari hefur flutt sókn f Guð-
mundar- og Geirfinnsmálum af
hálfu ákæruvaldsins. Hann sést
fremst á meðfylgjandi mynd en
fjær er Þórður Björnsson rfkis-
saksóknari.
Þegar Bragi Steinarsson
hafði lokið máli sínu tók til
máls fyrsti verjandi af sjö, Páll
A. Pálsson hdl, verjandi
Kristjáns Viðars Viðarssonar.
Hann krafðist algerrar sýknu á
þeim forsendum, að engin
áþreifanleg sönnunargögn
hefðu fundizt um sekt
Kristjáns Viðars né annarra,
sem ákærðir eru. Grundvöllur
ákæruvaidsins væru játningar,
sem ekki væru fyrir hendi.
Framburður væri ósamræmdur
og ruglingslegur og röngum
aðferðum hefði verið beitt við
rannsókn. Varakrafa
verjandans var sú að Kristján
yrði dæmdur fyrir manndráp af
gáleysi og hlyti lágmarks-
refsingu. Sagði verjandinn
m.a., að strangar sönnunar-
kröfur yrði að gera þegar jafn
aivarlegar ásakanir væru
bornar fram sem í þessu máli.