Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 SJÁLFSTÆÐLSFLOKKUR- INN OG MENNTAMÁUN A SL. vori efndi landsmáiafélagið Vörður, sem er Samband félaga sjálfstæðismanna í hverfum Reykjavíkur, til raðfunda um menntamál. Voru haldnir fjórir fundir í marz og apríl og tekinn fyrir á hverjum þeirra einn þáttur menntamála. Voru frummælendur Kagnar Júlíus- son, formaður fræðsluráðs, Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri, dr. Halldór Guðjónsson og Ellert B. Schram. alþingismaður. Nú er ætlun- in að taka til, þar sem frá var horfið í vor og efna til ráðstefnu um efnið. Verða þær næstkomandi laugardag kl. 2 í Sjálfstæðishúsinu. Verður fundarefnið Sjálfstæðisflokkurinn og menntamálin, og fjallað um þennan málaflokk I framhaldi af því sem fram kom á fundunum I vor. 0 Grunnskólinn sinni hverjum einstaklingi Á fyrsta fundinum, sem hald- inn var 14. marz, var fjallað um grunnskólann. Framsögumaður, Ragnar Júlúusson, formaður fræðsluráðs, rakti hvern kafla grunnskólalaganna fyrir sig, leit- aðist við að skýra eðli og starf grunnskólans í helztu atriðum og lýsti þeirri reynslu, sem þegar er fengin af hinni nýju skipan, þó ekki séu öll ákvæði komin til framkvæmda sem kunnugt er. I upphafi máls síns sagði Ragn- ar m.a..: „Grunnskólinn er samfelldur skóli fyrir börn og unglinga á aldrinum 7—16 ára. Hann skal veita almenna undirstöðumennt- un og búa undir nám á framhalds- skólastigi. Grunnskólinn leysir því af hólmi barna- og gagnfræða- skólana, sem frarh til þessa hafa starfað skv. fyrri lögum. Lög um grunnskóla nr. 63/1974, eða grunnskólalögin eins og þau eru jafnan nefnd, voru í smfðum í - tæp 5 ár, ef talið er frá þeim tíma er fræðslulaganefndin var fyrst skipuð sumarið 1969 og þar til lögin voru staðfest vorið 1974. Það var þvi mikið og lengi unn- ið að undirbúningi laganna af fjölmörgum ágætismönnum og samtökum eins og vera ber og ég vil taka það strax fram að ég álít eins og allir aðrir skólamenn, sem ég þekki, að grunnskólalögin í heild sé góð og eðlileg löggjöf, þótt finna megi einstök atriði sem horfur eru á að reynslan ieiði í ljós að betur hefði mátt vanda. En það er einmitt i slíkum tilfellum sem okkur er skylt að vera á verði og stuðla að lagfæringum eða sem skynsamlegastri framkvæmd, og það er í því augnamiði sem nú er efnt til skoðunar á þessum grund- velli menntakerfisins — grunn- skólanum. Grunnskólinn er sú stofnun þjóðfélagsins, sem ætlað er að búa alla undir líf og starf í sam- félaginu, — þar með talið fram- haldsnám. — Það varðar því miklu, að hann reynist þessu mikilvæga hlutverki trúr. Sú hætta er þó jafnan fyrir hendi á stórum vinnustöðum að einstaklingurinn gleymist og hverfi í fjöldann. Engri stofnun þjóðfélagsins rið- ur því eins mikið á að hlýða kalli tímans, enda mundi kyrrstaða á þessu sviði óðar en varði valda kyrkingi á öðrum sviðum þjóðlífs- ins. Og við verðum a mega gera okkur góðar vonir um arð af þvi gífurlega fjármagni, sem þjóðin leggur af mörkum til skóla og uppeldismála í landinu. Ragnar lauk máli sínu með þessum orðum: Grunnskólinn er ein mikilvæg- asta stofnun hvers samfélags. Hyert sem litið er; til þjóða og hópa um víða veröld blasa alls staðar við hin beinu tengsl sem virðast vera milli almennrar menntunar annars vegar og lifs- kjara og menningarstigs hins veg- ar. Það er alþýðumenntunin — ekki hámenntunin — sem gerir út um það hvort fólki farnast vel í landi sínu og finnur lífsham- ingjuna. Miklar umræður urðu að erindi Ragnars loknu. Fundarmenn gerðu sínar athugasemdir við grunnskólann og lögðu spurning- ar fyrir framsögumann, sem hann svaraði. Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Ölöf Benediktsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Helgi Þor- láksson, Ellert B. Schram, Erlend- ur Jónsson, Aslaug Ragnars, Gísli Baldvinsson, Sigriður Ásgeirs- dóttir, Jónina Þorfinnsdóttir og Guðmundur Ingi Leifsson. Og að lokum þakkaði Edgar Guðmunds- son fundarstjóri fundargestum komuna og kvað umræður hafa verið mjög málefnalegar. 0 Framhaldsskólafrumvarið þarf vandaðan undirbúning Á öðrum kynningarfundinum um menntamál, sem haldinn var 28. marz, var fjallað um fjöl- brautaskólann og framhaldsskóla. Framsögumaður var Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri. Kristján ræddi um frumvarp til Ragnar Júlíusson laga um framhaldsskóla, sem lagt hefur verið fram til kynningar og sagði: í frumvarpinu kemur fram sú meginstefna að allt nám á fram- haldsskólastigi skuli vera sam- ræmt og mynda skipulagslega heild hins svonefnda „Samræmda framhaldsskóla'*. Tel ég að ef vel tekst til um framkvæmd slikrar stefnu sé þess að vænta að hún geti leitt til umbóta frá því ósam- ræmda og að sumu leyti lítt skipu- lagða framhaldsskólanámi, sem við búum við þar sem víða skortir skilgreiningu markmiða, gerð námsskráa og kennslubækur og nauðsynlega áfangaskiptingu kennsluefnis. Þá kvaðst Kristján telja það í meginatríðum rétta stefnu í frum- varpinu að skipta stjórnunarlegri og fjárhagslegri aðild að fram- haldsskólum milli ríkisins og sveitarfélaganna. Rétt væri að at- huga hvort ekki er hægt að sam- * ræma þá aðild og framkvæma hana með sem líkustum hætti í grunnskólum og framhaldsskól- um. Ekki sé í rauninni hægt að benda á nein afgerandi skil er draga megi milli t.d. efstu bekkja grunnskólans og framhaldsnáms- ins, enda hafi reynslan sýnt að þótt reynt sé að afmarka slík skil í lögum fari grunnskólanám og framhaldsnám í reynd oft fram í sömu skólastofnun með sömu yfirstjórn og kennslukröftum og eigi þetta við a.m.k. víðast hvar í dreifbýli. Gerði hann síðan grein fyrir slíkri verkaskiptingu, þar sem sum hinna stjórnunarlegu verkefna hlytu óhjákvæmilega að hvíla á herðum ríkisvaldsins, og taldi ræðumaður m.a. eðlilegt að kennarar væru launaðir úr ríkis- sjóði. Sveitarfélögin hefðu að hinu leytinu margra hagsmuna að gæta og sum framkvæmdaatriði betur komin í þeirra höndum en rikisins vegna nálægðar þeirra við skólana. Sagði Kristján, að hagsmunir sveitarfélaganna á þessu sviði væru því i ríkara mæii kjarni virkrar byggðastefnu þeg- ar til lengdar lætur en margt það sem í svip sýnist nærtækara. Undirbúningur að skipulagn- ingu framhaldsskólastigsins út frá hugmyndinni um sameinaðan framhaldsskóla er mikið verk og ber frumvarpið að sjálfsögðu með sér að þetta verkefni er að ýmsu leyti skammt á veg komið, sagði Kristján J. Gunnarsson. Hefur þess vegna eigi reynzt unnt að kveða 1 frumvarpinu á um að reglugerðir verði settar um fram- kvæmd á fjölda þessara atriða. Þá ræddi Kristján um form lag- anna og taldi margt mæla með því að þar væri fremur valin leið rammalöggjafar er gæfi færi á sveigjanlegri framkvæmd án Kristján J. Gunnarsson lagabreytinga en að framkvæmd- in væri negld niður í lögunum sjálfum. Það breyti samt ekki því, að eðlilegt væri a alþingismenn þyrftu við afgreiðslu laganna að geta séð hvernig tekið yrði á framkvæmd þeirra í meginatrið- um og hver yrðu kostnaðaráhrif þeirra á ríkissjóð og sveitarfélög- in. Samræma mætti þessi sjónar- mið með því að um Ieið og frum- varpið kæmi til afgreiðslu Al- þingis sem rammalög yrðu einnig lagðar fram þær reglugerðir um útfærslu laganna sem máli skiptu. En þá væri einmitt komið að þvi atriði, að undirbúningur málsins væri ennþá ekki nógu langt kom- inn til að svo mætti verða. Af þessum ástæðum og fleiri kvaðst ræðumaður telja vafasamt að frumvarpið um framhaldsskóla yrði afgreitt á Alþingi 1977—78, síðasta þingi fyrir kosningar. Og sagði m.a.: Við upphaf skólaársins 1978—79 má búast við að einhver eftirtalinna kosta verði fyrír hendi eftir því með hverjum hætti málinu reiðir af á Alþingi 1977—78: a) óbreytt ástand, ekk- ert hefur verið unnið að málinu né það afgreitt til skemmri eða lengri tima. b) frumvarpið hefur verið samþykkt sem stefnumark- andi rammalög, e.t.v. með ákvæði um endurskoðun eftir tiltekið árabil, t.d. fjögur ár. c) nýtt frum- varp hefur verið lagt fram og samþykkt er aðeins felur i sér bráðabirgðalausn til að tryggja áframhaldandi rekstur fram- haldsskóla utan sérskóla með eða án aðildar sveitarfélaga. d) jafn- framt lausn b eða c er hugsanlegt að alþingi setji miiliþinganefnd til að undirbúa fullunnið frum- varp (ásamt helztu reglugerð- um), sem þingnefndín vinni í samráði við menntamálaráðu- neytið, Samband ísl. sveitarfélaga og samtök kennara á framhalds- skólastigi. Varðandi kostnað og kostnaðarskipti milli ríkis og sveitarfélaga þyrfti að hafa sam- ráð við fjárveitinganefnd Al- þingis, fjármálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga. Akveða mætti nefndinni starfstíma 2—4 ár og tryggja þyrfti að hún ætti aðgang að þeim starfskröftum og fjármagni, sem þarf til full- vinnslu nýs frumvarps um fram- haldsskóla og helztu reglugerða með þvi. gj. SVQ jer sem getj^ er j A-lið, gætu komið óleysanlegir erfiðleikar varðandi skólahald á framhaldsskólastigi þegar á næsta skólaári. Lausnir b og d geta báðar komið til greina sem lausn á málinu til bráðabirgða samfara undirbúningi að lausn til frambúðar. Undirbúningur á full- unnu frumvarpi um framhalds- skóla verður ekki leystur af hendi Guðjónsson nema til komi töluvert fjármagn, mannafli og timi. Hér er um svo mikilvæga löggjöf að ræða að ég tel að alþingi bera skyldu til að gera vandaðan undirbúning hennar framkvæmanlegan. Þá fjallaði Kristján J. Gunnars- son um endurskipulagningu framhaldsnámsins og lagði áherzlu á að eitt brýnasta verk- efnið væri að auka viðurkenningu og veg verknámsins á framhalds- skólastigi. Einnig að aldrei ætti að líta svo á að með iokaprófi frá skóla hafi endi verið bundinn á menntun og menntunarþarfir. Af þeim sökum sé mjög nauðsynlegt að fullorðinsfræðsla tengist fram- haldsskólunum. Gerði frummæl- andi grein fyrir hverju hinna 8 námssviða frumvarpsins, en á öll- um þeim sviðum eru skilgreind námslok sem veita rétt til starfs eða framhaldsnáms og öll 8 sviðin eiga hliðstæðu f núverandi sér- skólum. Miklar umræður urðu um mál- ið. Þessir tóku til máls: Edgar Guðmundsson, dr. Halldór Guð- jónsson, Erlendur Jónsson, Ölöf Benediktsdóttir, Gísli Baldvins- son og Þorkell Steinar Ellertsson. Frummælandi svaraði fyrirspurn- um ræðumanna og skýrði nánar ýmis atriði. 0 Háskólinn þarf að vera mjeg frjáls A dagskrá þriðja fundarins um menntamál, sem haldinn var 4. apríl, voru háskólar og æðri menntun. Frummælandi var dr. Halldór Guðjónsson, dósent. Fundarstjóri var Edgar Guðmundsson. Halldór hóf mál sitt á almenn- um hugleiðingum um menntun frá sjónarhóli einstaklinganna og þjóðfélagsins. Nú á dögum væri lögð áherzla á það sem ein- staklingurinn vildi gera. Fólk leit- aði sér einnig menntunar í ör- yggisskyni. Halldór taldi að mjög skorti á allar umræður um hvað menntun ætti að vera, meira máli virtist skipta hvernig hún liti út utan frá. Mjög erfitt væri að svara tæmandi spurningunni „hvað er menntun". Rætt sé um að losa þjóðfélagið við „óréttlæti i mennt- un“ án þess að vitað sé hvað hún er. Menntun er gjarnan tengd annarlegum sjónarmiðum um menningu. Menntunin er „notuð" og er „eign" einstaklingsins. Hún er þannig táeki til að skapa menn- ingu. Menning er hugtak, sem ekki er hægt að eiga, aðeins skapa, sagði frummælandi. Eign er ætið hugsanleg söluvara, en það getur menning aldrei orðið. Því er nærtækara að líta svo á að menningin eigi manninn en ekki öfugt. Aristoteles taldi menntun Ellert B. Schram vera fólgna í þremur órjúfanleg- um þáttum. 1. Að afla sér þekkingar. Að vita. 2. Að þjálfa tækni eða list. Að gera. 3. Að temja sér góða siði. Praktisk vizka — smekkur. Með vísun til skilgreiningar Aristotelesar taldi Halldór að Há- skólinn væri illa settur í dag og að ekki rikti þar eðlilegt jafnvægi milli framangreindra þriggja þátta menntunarinnar. Síðustu ár hafa verið mikil þensluár. Nem- endafjöldi væri nú um 20—25% af árgangi og mun trúlega stefna á næstu árum i um 40% af ár- gangi, ef marka má sambærilega þróun erlendis. Tæknilegasta deild Háskólans heföi setið að flestum fjárveitingum og væri það einkar dýr uppbygging. Svo virðist sem í skólakerfinu væri mest spilað af fingrum fram eins og raunar í þjóðfélaginu öllu. Ekki hafa verið aðstæður til að móta heildarreglur. Háskólinn hefur ekki frjálsar hendur um uppbyggingu og stefnumótun og hafa honum jafnvel verið gefnar heilar háskóladeildir vegna þrýst- ings utan frá. Frumhvatir í þróun Háskólans verða að liggja hjá skólanum sjálfum, undir eftirliti. Háskólinn þarf þess vegna að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.