Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 197 Fjórðungsþing Norðlendinga að Hólum og í Varmahlíð FJORÐUNGSÞING Nordlend- iní?a 1977 var selt í dómkirkj- unni í Hólum í Hjaltadal 4. september sl. Þingið hófst með Guðsþjónustu. Séra Gunnar Gíslason héraðsprófastur predikaði. Þingið setti Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri í Siglufirði. Haukur Jörundsson skrifstofustjóri flutti ávarp i fjarveru ráðherra. Gisli Magnússon, bóndi í Eyhildar- holti, talaði um Hólastað i sögu og samtíð. Jón Friðbjörnsson, kennari að Hólum. greindi frá dómkirkju og Hólastað. Siðan hófust þingstörf, er var fram- haldið næstu daga að félags- heimilinu Miðgarði í Varma- hlíð. Framsöguerindi á þinginu fluttu: Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður, um Landshlutavirkjanir og skipulag orkumála. Arni Jóns- son erindreki, um atvinnuval i sveitum. Leó Jónsson, frá Iðn- þróunarstofnun Islands, um íðnþróun, og Guðntundur Einarsson framkvæmdastjóri, um Skipulag samgangna — -sjó.samsamgöngur. Séð heim að Hólum í Hjaltadal.— Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri FSN: „Landsbyggðin var bú- in framleiðslutækjum...” Hræðslan við aðstreymi til höfuðborgar horfin,, Askell Einarsson. framkvæmd- arstjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, flutti athyglis- verða skýrslu um starfsemi sam- handsins. þar strjálhýlissjónar- mið voru viðruð. Hér fer á eftir stuttur kafli úr ræðu fram- kvæmdastjórans. Um breytt valdajafnvægi „I síðustu skýrslu minni til Fjórðungsþings 1976 gat ég þess, að breytingar á þingmannaskip- an, dreifbýiínu i óhag, væru nú í aðsigi. Nú hefur komið í ljós, að forystumenn stjórnarflokkanna eru sammála um að gera á næsta þingi breytingar á kosningalög- um, sem jafngilda því að öllum uppbótarþingsætum verður út- hlutað til frambjóðenda í Reykja- vík og á Reykjanesi. Þetta rýrir þingstyrk landsbyggðarinnar um 4 þingmenn, miðað við núverandi hlutföll. Vafalaust er þetta upp- hafið að því, að meirihluti al- þingismanna verði kjörinn af höfuðborgarsvæði og Suðurnesj- um. Þetta breytta valdajafnvægi er í aðsigi á næsta kjörtímabili. Spurningin er, hvernig dreifbýlið á að snúast við þessari breyttu stöðu. Það hlýtur að koma til álita, að til komi veruleg stjórn- sýsludreifing út til landshlut- anna. Jafnhliða hlýtur sú spurn- ing að vakna, hvort þesi valds- meðferð verður í höndum sveitar- félaga og samtaka þeirra er í höndum nýrra valdastofnana. Ef farið verður inn á þessa braut verða menn að gera sér grein fyr- ir því, ef landsbyggðarhlutar fá sjálfstjórnarvöld, þá muni höfuð- borgarsvæðið og Suðurnesin jafn- framt fá sömu réttindi. Býður þetta ekki þeirri hættu heim, að hver landshluti verði að sitja að eigin getu í fjárhagslegum efnum og vikið verði frá þeirri sam- félagsstefnu, sem þrátt fyrir allt hefur ríkt á íslandi.Koma ekki fylkin á Suðvesturlandi til með að vera, þegar fram líða stundir, riki í ríkinu. Um þjóðarsamstöðu um byggðastefnu Timabilið frá stríðslokum fram á áttunda áratuginn hefur ein- kennst af búseturöskun og verð- bólgu. Þjóðin fór að tileinka sér ný vinnubrögð í meðferð efna- hagsmála, um áætlanagerð og um skipulegar forgangsaðgerðir til að ná fyrirfram ákveðnu markmiði. Allir voru sammála um að þetta væri best gert með því að efla þá atvinnuvegi sem fyrir voru. Eftir sildveiðihrunið var lögð áhersla á bolfiskaflann. Þetta átti sína for- sögu með stækkun landhelginnar fyrst 1952 og siðan 1958 og ekki síst 1973, sem gjörbreytti aðstöðu hinna smærri sjávarþorpa til að halda uppi atvinnu heima fyrir. Þetta var forsenda þess, að lands- byggðin var búin framleiðslu- tækjum til að efla atvinnulifið. Kjarni byggðastefnu var sá, að Áskell Einarsson. með landhelgisstækkuninni var hægt að hrinda í framkvæmd framleiðslustefnu, sem hafði örf- andi áhrif á atvinnulifið út um landið. Með aðgerðum Byggða- sjóðs og stjórnvalda var komið i veg fyrir að þessi nýsköpunar- stefna misheppnaðist, eins og eft- ir 1946 og um 1960, þegar megin- hluti togaraflotans, sem var út á landsbyggðinni, fór á hausinn, og fluttist til Reykjavíkur. Hér er þvi um að ræða brýna atvinnu- málastefnu, sem byggist á íslenzk- um hagsmunum. Þessi stefna byggist m.a. á verkaskiptingu milli landsbyggðarinnar, sem voru áfram aðalframleiðslusvæði og höfuðborgarsvæðisins, sem gegnir því hlutverki að vera þjón- ustukjarni landsins. Um sérstöðu Reykjavíkur Á höfuðborgarsvæðinu er að eiga sér stað sú þróun að þunga- miðja höfuðborgarinnar er smátt og smátt að færast yfir til ná- granna sveitarfélaganna. Svæðið verður þvi að skoðast sem ein heild skipulagslega og atvinnu- lega. 1 málflutningi forráða- manna borgarstjórnar Reykjavík- ur vill þetta gleymast. Nú er aug- ljóst að forráðamenn borgarinnar vilja ekki halda áfram þeirri þjóð- arsamstöðu um byggðaraðgerðir. sem komast á á sjöunda áratugn- um. Hræðslan við aðstreymið er horfin. Þessi skoðanaskipti hljóta að vekja athygli landsbyggðarinn- ar í beinu samhengi, við baráttu sterkra afla á Faxaflóasvæðinu um leiðréttingu á skiptingu al- þingismanna á milli landshluta. Er það furða þótt dreifbýlisfólkið, sem er að verða minnihlutahópur i þjóðfélaginu, sé ekki ginnkeypt- ur að eiga mál sín undir mönnum, sem telja að megi lækna flest mein í atvinnulifi borgarinnar, ef byggðaaðgerðum verði hætt i landinu, og að sjálf höfuðborgin sitji við sama borð og hallæris- byggðarlög, um lánafyrirgreiðslu úr Byggðasjóði. Ekki er Ijöst á hverju stjórnarmenn Reykjavík- ur byggja þessar skoðanir sínar í raun og veru. Setjum svo að þetta sé kosningastríð um hver sé mest- ur Reykvikingur. Þó er hætt við að héðan verði ekki aftur snúið. Það er mjög alvarlegt mál, ef að- gerðir í byggðamálum, sem taldar eru sjálfsagt mál í nágrannalönd- unum valda ósætti milli lands- byggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Þetta getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar í þjóðfélag- inu ekki sist fyrir Reykjavík, sem á allt undir landsbyggðinni. Um heildarúttekt á byggdaþróun í landinu Það furðulega er að töluverðum erfiðleikum er háð að fá upplýst, hvernig fjármagni fjárfestingar- sjóða skiptist á milli landssvæða. Sama er reyndar að segja um út- lán almenna bankakerfisins til einstakra landshluta. Ekki er vafamál, að það er eitthvað, sem veldur þvi að þessi skipting er ekki lögð fram. Þess vegna er sú úttekt, sem stefnt er að i ályktun Alþingis um athugun á iána- stefnu Byggðasjóðs nauðsynleg. Samhliða verður ekki komist hjá því að skoða allt fjármögnunar- kerfið i landinu og áhrif þess á byggðaþróun. Hér er skorað á Framkvæmdastofnun rikisins að hlutast til um að könnun verði hraðað, sem allra mest. Nú er á döfinni, að landshlutasamtökin bindast samtökum að gerð sé i samráði við Byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar, úttekt á fram- legð einstakra landshluta og landsbyggðarinnar í heild til þjóð- arbúsins. Þetta er veigamikið verkefni. Best er að staðreyndirn- ar tali. Ekki er vafamál, að i Ijós mun koma að Reykjavík og Reykjanessvæðið munu búa við eðlilegan hlut í Fiskveiðasjóði. og hafa verulegt forskot hjá Iðnlána- sjóði, Iðnþróunarsjóði og í Bygg- ingasjóði ríkisins. Um helmingur af lánum Iðnlánasjóðs fer til Reykjavíkur og yfir helmingur af fjármagni Byggingasjóðs. Ljóst er að lánafyrirgreiðsla Byggðasjóðs rægir ekki til þess að jafna þessi met. Nauðsynlegt er að heildar- framlag landshlutanna komi fram á óvilhailan hátt.“ Uppbygging iðnaðar höfuð- verkefnið á Norðurlandi Fjórðungsþing Norðlend- inga, sem háð var heima að Hólum í Hjaltadal og í Varma- hlíð i Skagafirði í september- mánuði sl., gerði ýmsar sam- þykktir um staðhundin hags- munamál fjórðungsins og al- menn þjóðmál. Nokkurra þeirra verður getið hér á eftir, efnislega, en rými síðunnar leyfir ekki að birta þær í heild. % Sanigöngtmiál Fjórðungsþingið taldi nauð- synlegt að endurskoða Sam- gönguáætlun Norðurlands þann veg, að hún spanni jafn- framt byggðavegi innan fjórðungsins, vegna nauðsyn- legra tengsla þeirra innbyrðis, tankvæðingar í mjólkurfram- leiðslu og flutnings nemenda til og frá strjálbýlisskólum. — Landshlutasamtök verði um- sagnaraðili varðandi skiptingu vegafjár, vegna staðbundinnar þekkingar á þörfum og til að ná betri nýtingu framkvæmdafjár. — Tekjur vegasjóðs verði stór- auknar. — Fagnað er yfirlýs- ingu stjórnvalda um að leggja bundið slitlag á þjóðvegi, er tengi saman helztu þéttbýlis- staði landsins, enda verði „sér- stakt fjármagn" útvegað til þeirra framkvæmda. Þingið mótmælti aó „happdrættisfé" vegna sérstakra framkvæmda hefði ekki að fuliu runnið til þeirra. — Þingið lagði áherzlu á hraðari framkvæmdir við upp- byggingu minni flugvalla i strjálbýli. 0 Gildi landhúnaðar í atvinnulífi Þingið beindi þeirri áskorun til Framkvæmdastofnunar rikisins, stofnana i landbúnaði og fleiri aðila, að þegar verði hafin samræmd könnun á gildi landbúnaðar í atvinnulífi þétt- býlis bæði í framleiðsluiðnaði, úr hráefnum landbúnaðar, og i þjónustuiðnaði og verzlun við landbúnaðinn. — Fjorðungs- þingið lagði áherzlu á, að viða i sveitum er aðstaða fyrir at- vinnustarfsemi og íbúðarhús- næði fyrir fólk, sem vill starfa að öðru en landbúnaði, sam- hliða búskap, eða alfarið. Kanná þurfi rækilega, vegna stöðugrar ibúafækkunar i sveitahreppum á Norðurlandi. hvern veg hægt sé að auka vinnuval í sveitum til að tryggja búsetujafnvægi. — Koma þurfi á fót „afleysinga- þjónustu" fyrir bændut'og hús- freyjur þeirra -svo búandfólk geti notið orlofa til jafns við annað fólk í landinu. — Þá vildi þingið fá héraðsráðunaut i garðyrkju. 0 Sjósókn og fiskvinnsla Þingið’ fór viðurkenningar- orðum um starf Hafrannsókna- stofnunar og fiskverndarað- gerðir. Þær kæmu þó ekki að fullu gagni með því einu að Vegakerfið horn- steinn menningar- legs, félagslegs og atvinnulegs samstarfs norð- lenzkra byggða vernda uppeldisstöðvar fisks fyrir Norðurlandi, heldur þyrfti ekki siður að tryggja fiskstofnum vernd til að hrygna á aðalhrygningarstöðvum. Þingið lýsti stuðningi við nýj- ar vinnslugreinar i sjávarút- vegi og frekari fullvinnslu sjó- fangs. — Hafin verði tilrauna- veiði á síld i reknet fyrir Norðurlandi. — Stuðla þurfi að betri hafnaraðstöðu viða i fjörðungnum. Þingið vakti athygli á þeirri staðreynd, að 400 til 500 ný atvinnufyrirtæki þyrftu að 'koma áriega á næstu 10 árum, ef fjórðungurinn ætti að halda hlut sínum um mannfjölda og atvinnu. A.m.k. helmingur þessara nýju atvinnutækifæra þyrftu a'ð koma á vettvangi iðnaðar. Uppbygging iðnaðar væri þvi höfuðverkefni i byggðaþróun landshlutans. Sú uppfeygging hljóli að verða innan þeirra iðn- greina, ?em þegar séu fyrir hendi: úrvinnslu landbúnaðar- og fiskafurða, matvæla-iðnaðar, úrvinnslu ullar; og skinnavöru, skipasmiða o.fl., auk ýmiss kon- ar nýiðnaður. Þingið fagnaði þeim framför- um í orkumálum fjórðungsins, sem orðið hafa eða eru í sjón- máli. bæði varðandi raforku og nýtingu jarðvarma. í kjölfar þessa þurfi að styrkja rafdreif- kerfið. Fjórðungsþingið vékur athygli á þýðingu orkuöflunar fyrir iðnþróun á Norðurlandi og leggur áherzlu á aó stefnan i orkuöflun tryggi iðnþróun í fjórðungnúm, m.a. með vægri orku á hagstæðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.