Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÖBER 1977 Vesturströnd Eyjafjarðar t gær var hér f stökum steinum staldr- að við viðtal Islendings, málgagns sjálfstæðis- fólks á Norðurlandi eystra, við Bjarna Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og núverandi fram- kvæmdastjóra byggða- deildar Framkvæmda- stofnunar rfkisins. Þar ræddi Bjarni m.a. um hugsanleg iðntækifæri atvinnulffs nyrðra, þ.á.m. stóriðju. sem bannorð er í margra munni. En Bjarni var einnig spurður um Hjalteyri, sem var vin auðs og allsnægta f sfld- arævintýrinu fyrr á árum, en skrapp saman í nær ekki neitt er síld- in var upp urin. Bjarni segir: „Það hefur verið talað um Hjalteyri við okkur — og okkur finnst staðurinn áhuga- verður, eins og reyndar öll vesturströnd Eyja- fjarðar, sem í rauninni er eina hliðstæðan sem við eigum við Reykja- nesskagann. Við höfum mikið verið að velta þessu fyrir okkur, hvernig aðgerða væri bezt að grfpa til, til að örva ákveðna þróun. Það, sem okkur hefur fyrst dottið f hug í þessu sambandi, er, hvort ekki væri vinn- andi að malbika veginn frá Akureyri til Dal- víkur. Eg held að það yrði til að draga þessa staði saman, þannig að þeir mynduðu eitt sam- félag, stöðunum til framdráttar og öllum til hagsbóta, sem þarna búa, sagði Bjarni að lokum“ Vegirnir æðakerfi þjóðfélagsins Þessi orð manns, sem svo gjörla þekkir til málefna sveitarfélaga og landsbyggðar, eru einkar athyglisverð. Vegir með varanlegu slitlagi koma til með að gegna mikilvægu hlut- verki f tengingu byggða, er myndað geta atvinnulega og félags- lega heild. Raunar eru góðár vegasamgöngur æðakerfi landsbyggðar, forsenda æskilegrar þróunar f atvinnuupp- byggingu og féiagslegra samskipta landsmanna. Varanlegir vegir eru og arðhær . framkvæmd, eins oft hefur verið að vikið hér í stökum steinum. Kostnaður við varanlega vegagerð er undrafljótur að skila sér aftur til þjóðfélags- ins. Það gerist m.a. með minna vegaviðhaldi og minni snjóruðningi (uppbyggðir vegir). En fyrst og fremst með lengri endingu öku- tækja, stórlækkuðum viðhaldskostnaði og minni bensfneyðslu. Holu og þvottabrettis- vegir okkar stuðla heldur ekki beinlfnis að umferðarmenningu — og þeir heyra til horf- inni tfð, eru tfma- skekkja í íslenzkum samgöngumálum. Stórátak f vegagerð er eitt brýnasta samtíma- verkefni okkar. Varan- legt slitlag þarf fyrst að koma á þá kafla þjóð- vegakerfisins, þar sem mest umferð er um. Þegar vissum umferðar- þunga er náð á svokö^jl- uðum malarvegum verður nauðsvnlegt við- hald nær óviðráðanlegt, kostnaðarins vegna. Þessu viðhaldsfé, sem að hluta fýkur f mynd ofanfburðar vfir ná- grenni, væri e.t.v. betur varið í varanlega vega- gerð, þó að erfitt sé að draga úr takmörkuðu vegaviðhaldi dagsins í dag. Varanleg vegagerð myndi og tengja saman sveitarfélög — vfðar en á vesturströnd Eyja- fjarðar, þeirri fögru og byggilegu strandlengju. Sama máli gegnir um suðvesturhornið, sem svo margir reka sig á f „aðskilnaðar" — skrif- um um fslenzk þjóðmál. Ekki síður Norðurland vestra, þar sem Skag- firðingar og Húnvetn- ingar gera garða fræga. Að ekki sé talað um Vestfirðinga, sem ekki aðeins byggja lands- fjórðung, heldur leggja og til nær fjórðung freðfiskframleiðslunn- ar í landinu. Svipað mætti segja um aðra landshluta, sem allir eru hlekkir f þeirri verðmætakeðju og at- vinnulffs, sem ber uppi Iffskjör þjóðarinnar. Eins og nú árar f efnahagslffi og verð- lagsmálum þarf þjóðin að vfsu að flýta sér hægt f öllum framkvæmdum, ríkið að draga saman segl — og spara. Engu að sfður verður ekki hjá því komizt, þegar hugað er að því, hvert skal beina takmarkaðri framkvæmdagetu, að huga að vegakerfi þjóðarinnar, leiðrétt- ingu leiðrar tíma- skekkju. F // A T i. t 125P u ARGERÐ 09 góður blll Urvals ys . Ný "% bíll sem hentar S6nding * sériega veT jg’ er að koma ísienzkum nokkrum bílum aðstæðum veðrii S óráðstafað. ^ og vegum. 30L OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI Davíð Sigurðsson hí . SÍÐUMÚLA 35, sfmi 85855. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Massey Feiguson: Eigum óráðstafað nokkrum dráttar- vélum af hinni nýju glæsilegu 500 línu til afgreiðslu strax. Góðir greiðsluskilmálar. Leitið upplýsinga í kaupfélögunum, eða beint hjá okkur. D/icbtta/ivéjla/i, hf Massey Ferguson SUÐURLANDSBRAUT 32- REYKJAViK- SlMI 86500 IFORMICA lítrninítted plít«tic Þegar um er að ræða nýsmíði eða endur- nýjun í eldhúsi eða baði, er Formica það besta sem völ er á! Formica er faNegt og endist endalaust, það vita þeir sem til þekkja. Formica harðplast er þess vegna fjárfest- ing sem borgar sig. Mikið úrval lita og mynstra.. Lítið inn eða hringið. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1 — Simi 8 55 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.